Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 Fréttir Jöfnun á tryggingargjaldi: Ranglæti á kostnað landsbyggðarinnar - segir stjórn Útvegsmannafélags Noröurlands DV, Akureyri: Stjóm Útvegsmannafélags Norður- lands gagnrýnir harðlega áform stjórnvalda um svonefhda jöfnun á tryggingargjaldi. Gjaldið er ákveðið hlutfall af launagreiðslum og hefur verið mismunandi eftir atvinnu- greinum. Sem dæmi má nefha að gjaldið hefur verið 3,55% hjá útgerð en 6,85% hjá versluninni. I ályktun stjómar Útvegsmannafé- lags Norðurlands segir að það sé rangneftii að tala um jöfnun trygg- ingargjaldsins því áform stjómvalda sé ójöfhun en ekki jöfnun. Laun em mismunandi eftir atvinnugreinum og í dag greiðir verslun og útgerð næst- um sömu upphæð á viku í trygging- argjald, útgerðin þó örlítið hærra. „Ef báðar greinar verða látnar greiða sama prósentuhlutfall af laun- um hækka greiðslur útgerðarinnar og verða tvöfalt hærri en hjá verslun- inni sem fengi umtalsverða lækkun á sínum greiðslum. Það er ójöfnun en ekki jöfiiun," segir i ályktun Útvegs- mannafélags Norðurlands. Þar er einnig bent á að tryggingar- gjaldið sé notað til að fjármagna At- vinnuleysistryggingasjóð, Vinnueft- irlit ríkisins og slysa- og lífeyris- tryggingar hjá Tryggingastofnun. Bætur þessara sjóða séu greiddar í fostum krónutölum. Sjómaður fengi jafnháar atvinnuleysis- eða slysabæt- ur og verslunarmaður þrátt fyrir að útgerðin hefði greitt miklu hærri fjárhæð inn í sjóðinn en verslunin. Að miða við prósentuhlutfall sé rangt og það muni á næstu árum kosta út- gerðina 645 milljónir króna. Þannig myndi hækkunin ein og sér jafngilda því að aflaverðmæti tveggja togara yrði á hveiju einsta ári hirt í hækk- unina á meðan aðrar atvinnugreinar fengju lækkun á tryggingagjaldi. „Stjómin mótmælir harðlega þessu ranglæti í garð sjávarútvegs og landsbyggðar," segir í ályktuninni. -gk Haraldur og Victor. DV-myndir Guöfinnur Hestaferðir vinsælar á Ströndum DV, Hólmavík: „Þetta var i fyrstu frístundagaman okkar félaganna á vor- og sumar- kvöldum en sumarið 1995 stigum við fyrstu skrefin í starfsemi okkar. Á liðnu vori, þegar Héraðsnefnd Strandasýslu stóð fýrir átaki við að skipa ferðaþjónustunni veglegri sess en verið hefur hér á þessu svæði, var leitað til okkar. Var þá ákveðið að við byðum ferðir á hestum hér um nágrennið," sagði Haraldur V. Jóns- son á Hólmavík í samtali við DV. Haraldur og Victor Örn Victors- son eru í samstarfl um skipulagðar ferðir á hestum sem þeir kynntu fyrst í svonefndu athurðadagatali á sl. sumri. Samstarfið nefna þeir Strandahesta. Jón Örn Haraldsson, sex ára, er með dugmeiri hestamönnum í stn- um aldursflokki. Þeir höfðu yfir að ráða 17 hestum og voru tíu þeirra alþægir og vel viðráðanlegir hveijum byrjanda. í ljós kom að mikil þörf var fyrir þessa þjónustu, aðallega var boðið upp á stuttar ferðir um nágrennið, oftast umhverfis Þiðriksvallarvatn, sem er ofan Þverárvirkjunar, ferð sem tekur 2-3 klukkustundir. Farin var ein 3ja daga ferð. Var þá farið upp frá hænum Bólstað og norður yfir Trékyllisheiði og komið niður í Reykjarfjörð, heimleiðina var farið meðfram ströndinni. Haraldur segir að jafnan hafi nokkuð af fólki verið utan við gerðið þar sem hestar og menn bjuggust til kvöldferða. Þetta fólk, sem margt var ungt að árum, hafi skort þjálfun og æfingu við að sitja hest en ekki áhugann. Þeir félagar hafi svo reynt að koma til móts við það með því að velja því til handa sérlega þæga hesta og teyma undir því til að byrja með. Ekki var annað að sjá og heyra en að þessi aðstoð hafi mælst vel fyr- ir. Þátttakendur voru bæði heimafólk og lengra aö komið, einnig útlend- ingar. Nokkuð var um að farið væri með hópa utan við áður útgefna áætlun. „Það með öðru sýnir vel að þessi þáttur ferðaþjónustunnar, hestaferð- imar, eiga vinsældum að fagna og geta átt bjarta framtíð fyrir sér sé rétt á málum haldið," segir Harald-. ur. Næsta sumar hyggjast þeir félagar verða með svipaða þjónustu í boði og að auki er í athugun og vilji fyrir að bjóða upp á ferðir um Bjarnarfjörð og nágrenni. Þar eru nokkrir val- möguleikar og þá verður haft aöset- ur við hótelið á Laugarhóli. Stjórnun til fyrir- myndar í Hulduhlíö DV, Eskifirði: Mjög jólalegt er nú orðið á hjúkr- unarheimilinu Hulduhlíð hér á Eskifirði. Aðventuljósin voru sett upp í glugga í byrjun desember. Jóladúkar og servíettur hafa verið teknar í notkun og afar jólalegt yfir- bragð er á öllu starfi. Við finnum glöggt nálægð jólahátíðarinnar og hér ríkir gott andrúmsloft. Sá mikli kvenskörungur, Katrín Guðmundsdóttir, hefur umsjón með jólafondrinu fyrir okkur eldri borg- arana og stjómar þar af röggsemi á einkar elskulegan hátt. Þorri vist- manna er á aldrinum 70 ára og þar yfir og aldursforsetinn 94 ára gam- all Reyðfirðingur. Hér er sérstaklega vel hugsað um okkur og stjómun heimilisins til fyrirmyndar. - Regfna Djúpivogur: Þorskur í salt hjá Ósnesi DV, Djúpavogi: Nýtt fyrirtæki hefur hafið starf- semi sína hér á Djúpavogi, Fisk- verkunin Ósnes sem er í eigu Tryggva Gunnlaugssonar og Karls Sigurgeirssonar. Um er að ræða saltfiskverkun sem er í 200 fermetra húsnæði og er góð viðbót viö annars blómlega smáfyrirtækjaflóm staðarins. Hjá Ósnesi landa þrír bátar og er þorskur einungis unninn hjá fyrir- tækinu en aðrar fisktegundir eru sendar á fiskmarkað. -HEB Eigendur Ósness, Karl til vinstri og Tryggvi. DV-mynd Hafdfs KRAKKAR! í kvöld kemur Stekkjarstaur til byggða. A) UPPA) AM Kvöld- og helgarnám hefst þann 6. janúar næstkomandi Námið tekur 1 1/2 ár. Kennt er klassískt nudd, slökunarnudd, íþróttanudd.heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu. Nuddkennari: GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL Útskriftarheiti: NUDDFRÆÐINGUR. Námið er viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræöinga. Nánari upplýsingar eftir hádegi virka daga f símum 567-8921 og 567-8922.. Gildi nudds: mýkir vöðva, örvar blóðrás, slakar á taugum og eykur vellíðan. /\)uddskóli (Muðmuiadai* Nilfisk Silver Jubile 5.000,-kr. afmælis- |j| afsláttur jjAfmælis- íj móilel í § lúxus- }j útfærslu, ’ framleidd i lilcini % ára mgiimælis Nilfisk- /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrœn eðaitré, í hcesta gceðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. 7 0 ára ábyrgð Elátraust >«, 10 stcerðir, 90 - 370 cm Þarfekki að vökva té, Stáifótur fylgir t*. íslenskar leiðbeiningar té. Ekkert barr að ryksuga tr Traustur söluaðili í» Truflar ekki stofubiómin >*. Skynsamleg fjárfesting -GF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.