Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRi: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tveggja flokka tal Allir málsaðilar segjast vera ánægðir með niðurstöðu könnunar á fylgi væntanlegs jafnaðarmannaflokks, hvar í flokki sem þeir standa. Er þó ekki hægt að sjá, að nein- ir hafi leyfi til að vera ánægðir nema framsóknarmenn, sem halda öllu fylgi sínu utan j afnaðarmannaflokks. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar gerist það eitt við stofnun jafhaðarmannaflokks, að þangað rennur fylgi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og skilar sér vel. Hins vegar fer þangað aðeins slæðingur af fylgi Kvenna- listans og alls ekkert af fylgi annarra flokka. Niðurstaðan getur beinlínis skaðað samstarf svokall- aðs félagshyggjufólks um meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Nýja könnunin kann að magna sjálfstæði og öryggi ffamsóknarmanna í borginni og telja þeim trú um, að þeim væri betur borgið á girðingunni. Framsóknarflokkurinn hefur löngum viljað vera miðjuflokkur og sem oftast í ríkisstjóm, ýmist til hægri eða vinstri. Könnunin eflir þessa stöðu hans á landsvísu, þar sem hann sýnist hafa tæplega flórðungs fylgi mitt á mifli tæplega 40% blokka til hægri og vinstri. Þótt fylgi flokksins sé minna í Reykjavík, 17%, getur það nægt til að gera honum kleift að mynda meirihluta með þeim, sem bezt býður, ef samflokkur jafnaðarmanna fær 47% fýlgi í borginni, samkvæmt tölum könnunar- innar. Margir hafa freistast á mjórri þvengjum. Að minnsta kosti truflar niðurstaðan sameiningar- stefnu svonefhds félagshyggjufólks, eins og hún hefur komið fram í starfi Reykjavíkurlistans. Stoftiun jafnaðar- mannaflokks verður ekki skref í þá sameiningarátt, held- ur felur í sér skarpari skil innan félagshyggjumanna. Það er að vísu verðugt markmið út fyrir sig að sam- eina Alþýðuflokk og Alþýðubandalag, ekki sízt um stefn- una í Evrópumálum og landbúnaði, en sú sameining raskar lítt eða ekki ró annarra stjómmálaafla. Þau halda bara áfram að vera til eins og ekkert hafi í skorizt. Að þessu leyti eru áhrifin af niðurstöðu könnunarinn- ar allt önnur en magnaðar niðurstöður fýrstu kannana á fýlgi Reykjavíkurlistans, sem soguðu fylgi utanflokks- fólks að félagshyggjuframboðinu. Þær framleiddu raun- ar framboð Reykjavíkurlistans og kosningasigur hans. Skoðanakannanir þess tíma gáfu sameinuðu framboði gífurleg sóknarfæri, sem ekki var hægt að hafha. Nýja könnunin um fylgi jafnaðarmannaflokks gefur samein- uðum Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi engin slík sókn- arfæri, heldur aðeins vamarfæri til að halda sínu. Kannanimar, sem urðu forsenda Reykjavíkurlistans, sýndu meirihlutafylgi nýs flokks undir nafngreindum leiðtoga, sem naut þá mikils trausts og nýtur enn. Kann- animar gáfu mönnum tækifæri til að raða stjómmálun- um upp á nýtt og búa til stöðu, sem áður var ekki. Könnun, sem núna sýnir, að Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið tapa ekki neinu á því að rugla saman reytum sínum í flokki jafnaðarmanna, skapar engin slík hughrif úti í bær. Hún hefur alls engin áhrif á þær fjöl- mennu sveitir, sem standa utangarðs í flokkakerfinu. Menn geta svo leyft sér að efast um, að slagsmálagefn- ustu stjómmálamenn landsins sameinist auðveldar í litl- um og leiðtogalausum jafnaðarmannaflokki heldur en í stórum félagshyggjuflokki, þar sem gamalkunnir smá- kóngar víkja fyrir nýju og fersku fólki. Niðurstaða nýju könnunarinnar bendir til, að væntan- leg sameining jafnaðarmanna verði lítið annað en innan- hússmál tveggja flokka af gamalþreytta skólanum. Jónas Kristjánsson Erlend húsnæðislán - já takk Erlend samkeppni myndi hafa góð áhrif á húsnæðismark- aðinn. í bifreiðatryggingum og olíuverslun hefur erlend sam- keppni þegar skilað hagkvæmni fyrir neytendur. Húsnæðislán myndu einnig batna. í grannlöndunum eru hvar- vetna boðin fram hagkvæmari lán en við eigum að venjast. Vextir eru lægri, lán hærri og greiðslumat taustara en hér þekkist. Óverðtryggð 25-30 ára lán meö 6,5-8,5% vexti bjóðast fyrir allt að 95% kaupverðs svo fjölskylda með 150 þúsund í mánaðarlaun og lítinn spamað gæti keypt 7,0 milljón króna íbúð. Við þessi lán geta hin frum- stæðu húsbréf ekki keppt. ís- lenski markaðurinn er lítill og ýmsar upplýsingar ekki að- gengilegar. Áhugi erlendra veð- lánafyrirtækja er því takmark- aður. Engu að síður er hugsan- legt að þau komi inn á markað- inn í samvinnu við íslensk fyr- irtæki. Erlenda samkeppni Undanfarið hefur tilkoma er- lendrar samkeppni lækkað verð á innlendri þjónustu. Nægir að nefha verðsamkeppni á trygg- ingamarkaði og lækkun bensín- verðs. í mörgum viðskipta- og þjónustugreinum hefur ríkt fá- keppni eða einokun hér á landi. Þegar viðskiptavinir hafa kallað eftir verðlækkunum eða auk- inni þjónustu hafa þau svör fengist að hvorki væri unnt að lækka verð né bæta þjónustu því ýtrustu hagkvæmni væri þeg- ar gætt og ómögulegt að gera bet- ur. Markaður fyrir húsnæðislán er ............... einokaður hér á landi. Öll hús- næðiskaup þurfa að hljóta opin- bera viðurkenn- ingu í miðstýrðu skömmtunarkefi. Fáir, valdamiklir aðilar, lána fé í gegn um þetta ríkisrekna kerfí. Örfáir embættis- menn fara með stjórn húsnæðis- lána á öllu land- inu. Þegar hið rikisrekna hús- bréfakerfi er gagnrýnt eru svörin kunnug- leg: Kerfið er eins gott og á verður kosið og stór- hættulegt að breyta því, þjón- ustan mætir full- komlega þörfum húsnæðiskaup- enda og öll gagn- rýni á kerfið byggist á van- þekkingu. Erlend sam- Húsbréfþetta ergeftð Htmeð helmttit t‘tögwn nr. 76tl989um breytittgu é tðgum um Htlsnirðisstofntm rikisins ttr. 8611 Wi8. sbr. tðgnr. 1097988. Byggingarsjóður rikisins greiðir terðbtrtur af brifiþessu skv. bnytingttm tl Hnsk/ttnitísi’Mt frd liigtlfitiftgi hrifsms rit gfiskUtgtt og vexti fyrir somtt timahil. Um emturgreiðslu rið innhtusn etXt úitiriUt. si o og irrðtnggingu. ixtxmkför og ðnnur kjðr og skiimtUafer umii i irmt irgtugerð nr. U9S9, sjd builitið. Htisbrifskot trtfð skrú ú mtfn. Um skaaatagameðferð htishrifs jtessu risost tif 9. gretnar ' ' * *•áÍ reg/ugeeðar J hukhtið. Heyrimik. H mStemher /M*V llu HYOOINCMISIÖIIS KlKlMNS fraoiviiMÍMiián (M qsp HÚSMÆÐISSTOfNUN RÍKISINS Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur keppni mundi losa húsnæðismark- aðinn úr viðjum einokunar. Nýjar gerðir lána kæmu til sögunnar og heppilegri fjármögnun —— byðist. Kaupendur sem tækju erlendu lánin lentu í minni greiðsluerfiðleik- um en kaupendur í hús- bréfa- kerfinu. Nýbygg- ingar væru fjármagnaðar með einu háu láni og eignamyndun væri hröð. Eftir 7 ár ættu kaupendur til dæmis 45% af mark- aðsverði eigna sinna. Vaxtakjörin Tökum bandaríska lána- markaðinn sem dæmi. Lán eru öll óverðtryggð, allíjölbreytt, en algeng- ustu lán eru þó veitt til 30 ára með fostum eða breytilegum vöxtum. Föstu vextimir eru nú al- mennt 8,5% og breytilegu „Markaöur fyrir húsnæöislánin er einokaöur hér á landi. Öll hús- næöiskaup þurfa aö hljóta opin- bera viöurkenningu í miöstýröu skömmtunakerfí. “ vextimir lægri. Vaxtakjör fara þó eftir lánstrausti og lánasögu lán- takenda. Lánsfjárhæð er allt að 95% af verðmæti eignarinnar. Há- markslán til kaupa á einbýlishúsi er liðlega 13 milljónir. Fjölskylda með 155 þúsund króna mánaðarlaun og 1,0 milljón krónur í sparnað gæti fengið lán til að kaupa íbúð að verðmæti 7,0 milljónir. Greiðslubyrðin eftir vaxtabætur væri um 40 þúsund á mánuði í upphafi en hefði mtnnk- að niður í 34 þúsund á mánuði að raunvirði eftir 5 ár og léttist hratt eftir það. Eignamyndun er hröð. Skuldlaus eign fjölskyldunnar eft- ir 5 ár væri um 2,6 milljónir, 30% meira en í húsbréfakerfinu og tveimur árum síðar hefði hún eignast 44% af íbúðinni. Greiðslu- byrðin fyrstu árin er meiri en ger- ist i húsbréfakerfinu en fellur all- hratt. Eftir 7 ár er greiðslubyrðin orðin 20% minni en á árinu þegar keypt var. í húsbréfakerfinu þyngist greiðslubyrðin hins vegar eftir þvi sem líður á lánstímann. Hliðstæð lán og þau bandarísku em boðin í öllum grannlöndum okkar. Þar eru sterkar lánastofnanir sem veita húsnæðislán utan heima- landsins. Á meðal þeirra má nefna danska veðlánafyrirtækið Kredit- foreningen Danmark sem margir kannast við sem keypt hafa eignir í Danmörku. Stefán Ingólfsson Skoðanir annarra Einkafjármögnun „í Bretlandi eru allir stjómmálaflokkar sammála um að einkafjármögnun sé heppilegt tæki til þess að nota í framtíðinni. Verkamannaflokkurinn hefur þó látið i ljós efasemdir um að fangelsi og spítalar séu heppileg verkefni, en þar virðist þó vera um áherslumun að ræða fremur en stefnumun. íslensk stjórnvöld ættu að huga að því hvaða verkefni má bjóða út á þessu sviði og reyna það við fyrsta tæki- færi til þess að læra vinnubrögð við þessa athyglis- verðu aðferð sem er nýtt skref í þá átt að brjóta nið- ur múrana milli ríkis og einkaaðila.“ Úr forsíðugrein 46. tbl. Vísbendingar. Allt að vinna „ísland hefur allt aö vinna með aðild áð Schengen. Með henni tekst í fyrsta lagi að varðveita norræna vegabréfasambandið, sem hefur þjónað íslendingum vel i fjóra áratugi og er einn mikilvægasti ávinning- ur norræns samstarfs. í öðru lagi var gerð samnings- ins um Evrópskt efhahagssvæöi stórt skref í átt til þess að gera ísland hluta af hinni landamæralausu Evrópu framtíðarinnar, með því að afiiema skorður við frjálsu flæði fólks, fjármagns, vöru og þjónustu á milli Evrópuríkja.“ Úr forystugrein Mbl. 10. des. ÚA á markaðinn „Hvað verður um kvótann? spyrja Akureyringar nú þegar bærinn hefur selt meirihlutaeign sína í Út- gerðarfélagi Akureyringa. Heimamenn hafa hingað til talið sig geta ályktað sem svo að langtímahags- muna þeirra yrði gætt. Fyrirtækið er nú komið á „rnarkað" og rökrétt að álykta sem svo að markaður- inn muni ráða þvi hvað verður nú um ÚA - og kvót- ann, sem atvinnulífið í bænum á mikið undir að haldist hér. íbúar margra annarra staða munu geta vottað að ekkert lögmál heldur kvóta í byggð.“ Stefán Jón Hafstein, í Degi-Tímanum 10. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.