Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 10
'ár » 10 menmng MIÐVHOJDAGUR 11. DESEMBER 1996 13"V Haustið 1649 situr Guðmundur Andrésson í Blátumi, hinu illræmda fangelsi Danaveldis og raðar saman brotum lífssögu sinnar. Honum er gefið að sök að hafa samið skammarlegt rit gegn Stóradómi, en menn munu hafa hlotið verri dóma fyrir minni sakir á þeim tima! Þetta er í grófum dráttum efni í nýjustu bók Þórarins Eldjárns, Brotahöfði, sögulegri skáld- sögu sem ber mörg einkenni þeirra skáldsagna sem kallaðar hafa verið grallara- eða skálka- sögur. Skálkasögur eru frjálslega saman settar og státa af miklu og litríku persónusafni og eiga aðalpersónur slíkra sagna það flestar sam- eiginlegt að vera af fátækum komnar og aldar upp á vergangi. Skálkurinn er hrokafullur og ósvífinn, hinn mesti hrakfallabálkur en yfir- leitt snjall að bjarga sér úr hremmingum. Oft reyna þessar sögur að afhjúpa spillt þjóðfélag á sama tíma og þær blússa af kæti og léttleika. Þótt Guðmundur, aðalpersónan i sögu Þórar- ins flakki víða, er ekki beint hægt að segja að hann sé á vergangi því hann á sér alla jafna at- hvarf í föðurhúsum. En mörg önnur skilyrði grallarasagna uppfyllir hann með bravúr og er aukinheldur þessi skemmtilegi persónukokk- teill sem grallaramir eru gjarnan soðnir úr. Eina stundina höfðar hann til samúðar lesand- ans, aðra til undrunar eða jafnvel hneykslun- ar. Hann er blanda af gáfumenni og einfeldn- ingi, snjall og skarpur, fróðleiksfús og djúpt þenkjandi en gengur samt sem áður í gildru sem hann hefði átt að varast. En þá mótsögn sættir höfundur á einfaldan hátt sem auðvelt er að gera sér að góðu: Afglöp Guðmundar eru heimfærð upp á brennivínspúkann, þann auma og útsmogna mannorðsþjóf sem á skammri stundu umbreytir visku í heimsku og varúð í andvaraleysi. Svo haldið sé áfram samanburði við grallarasögurnar virðist Guð- mundur ekki læra af reynslunni þótt snjall sé. Hann kemur sér í hverja Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir klípuna á fætur annarri, mest vegna gáfu sem hann nær þó ekki að nýta sér á „tilhlýðilegan" hátt, sumsé orð- heppninnar sem hann grípur til hve- nær sem tækifæri gefst. Hún verður honum að falli. Hér kemur hin und- arlega mótsögn í skapferli hans best í ljós: þótt greindin segi stopp, þá get- ur hann ekki hætt. Og þegar hann vill hætta verður ekki aftur snúið! Hér hefur Brotahöfuð aðeins verið skoðuð með hliðsjón af grallarasög- um, en höfundur býður lesendum Þórarinn Eldjárn. sínum upp á mun fleiri leiðir til að nálgast frásögn sína. Það er einmitt einn af fjölmörgum kostum Brotahöfuðs. Ef lesandinn er þannig stemmdur getur hann skoðað frá- sögnina svo og hinar litríku persónur hennar í háalvarlegu Ijósi; hann getur einnig farið þá leið að brosa bókina út í gegn, samþætt þessar tvær leiðir eða týnt sér og gleymt í hinni listi- legu framsetningu á frásagnarhætti og stil. Orðheppni Guðmundar fær lesandinn beint í æð á máli sem hæfir Islendingi á 17. öld. Það ætti ekki að vera sérlega þjált í munni eða huga nútímamannsins en Þórami tekst að gæða málið svo miklu lífi og spriklandi fjöri að það rennur eins og tær lækur í gegnum huga lesandans allt til bókarloka. Þórarinn Eldjárn: Brotahöfuð Forlagið 1996 Spriklandi fjör eöa... Manntafl Ora pro nobis Kápa klassískra geisladiska er oft heldur rýr útlits. Það er eins og enginn hafi hugmyndaflug til að gera diskana smarta og gimilega. Þetta á ekki aðeins við um innlenda framleiðslu; erlendu diskamir era yfirleitt síst betri. Mönnum dettur greinilega ekkert annað í hug en tvennt: Annars vegar að á framhlið disksins skuli vera mynd af hljóð- færaleikurunum þar sem þeir handfjatla hljóðfærin með flírulegt tannkremsbros, eða þá dapurlegt landslagsmálverk sem helst myndi sóma sér í forstofunni á elliheimili. Undantekning frá þessari reglu er diskur sem ber titilinn „Koma“. Hann inniheldur trúarleg kórverk eftir Þorkel Sigurbjömsson í flutn- ingi kammerkórsins Hljómeyki. Það er Smekkleysa sem gefur hann út, og er kápan samt allt annað en smekklaus. Eiginlega er þetta flott- asta kápa klassísks disks sem undirrit- aður hefur séð í langan tíma. Á framhliðinni er reyndar mynd af einum kórfélag- anna, en hún er óskýr og söngvar- inn er EKKI brosandi. Inn í bæk- lingnum sem fylgir eru svo fleiri myndir af söngvurunum, allar mjög þokukenndar og skreyttar ýmsum litaáferðum. Útkoman er mjög dul- arfull og í fullu samræmi við inni- hald disksins. Það er snillingurinn Jón Óskar sem sá um umbrotið; vonandi á hann eftir að sjá um alla klassíska geisladiska í framtíðinni. Og þá er þaö innihaldið. Greini- legt er að Þorkell Sigurbjömsson er hér á heimavelli. Honum lætur einkar vel að semja kirkjutónlist; hvert einasta stefbrot er þrungið trúarlegum anda. Jafnvel þótt text- inn væri ekki annar en tralla lalla la allan tímaií myndi maður samt fyllast af óræðum, háandlegum til- finningum við að hlusta á þessar fógru laglínur. Of langt mál væri að fjalla um Þorkell Sigurbjörnsson. hvert og eitt verk á disknum. Helst ber að nefna hið fyrsta sem kallast Te Deum, en það er fyrir kór og hörpu. Það er einkar grípandi og fallegt og við hæfi að diskurinn skuli byrja á því. Næst er svo Sancta Maria sem er nokkurskonar keðjusöngur, og er einnig greini- lega innblásið. En aðalrétturinn á þess- um lostæta tónlistar- matseðli er samt einskonar kantata og heitir Koma. Það hefst á annarsheims- legu hvísli: „Jörðin var auð og tóm...“ aftur og aftur og svo smá magnast söngurinn. Greinilegt er að Þorkell hefur samið Komu af mikilli hugmyndaauðgi og andagift og er hvergi ofaukið í tónlistinni. Nokkrir sálmar fylgja síðan á eftir og era þeir hver öðrum fallegri. Þetta er því einkar eigulegur diskur og ætti að lifga upp á jólastemning- una á hverju tónlistarheimili. Sér- staklega þar sem Hljómeyki syngm- mjög vel og nær að lifa sig inn í stemningu hverrar einstakrar tón- smíðar. Helst er þó hægt að finna að upp- tökunni - hún er dálítið óskýr og er eins og eitthvað vanti á efsta tón- sviðið. Upptökumar munu hafa far- ið fram í Stúdíói Stemmu - trúlega hefði verið meira við hæfi að taka tónlistina upp í kirkju. Refskák, það er nafn með rentu. I þessari skáldsögu Art- uro Pérez-Reverte er teflt fram og til baka og óhætt að segja að skáklistin sé bindi- efni hennar. Meira að segja er bragðið upp stöðumyndum hvað eftir annað. Lesanda er því akk- ur í að kunna mannganginn og trúlega höfðar þessi bók sérstak- lega til skákunn- enda. Sagan fjallar um forvörð, hina forkunnarfogru en síreykjandi Júlíu, sem tekur að sér að gera við málverkið Skákina, olíumálverk á viðar- brík frá 1471. Á röntgenmynd kemur í ljós áletrun sem lista- maðurinn hefur málað yfir: Hver banaði riddaranum? Spumingin vísar til persónanna í málverkinu, en vitað er að ein þeirra var myrt. Svarið virðist að finna á skákborði sem persónurnár virða fyrir sér. Sagan gengur síðan út á tilraun- ir Júlíu og félaga hennar til að tefla skákina aftur á bak til að reyna að komast að því hver banaði riddaranum. Svo gerist hið óvænta: persónur bókarinn- ar dragast sjálfar inn í taflið með tilheyrandi drápum. Fortíð og nútíð, leikur og alvara, flétt- ast saman á áþreifanlegan hátt. Fram fer heilmikil og heillandi umræða um skákina sem nokk- urs konar endurspeglun mann- legs lífs: „Og skákmaður er vanalega talinn vera þrúgaður einstaklingur, bældur á ein- hvern hátt. Aðforin að kóngin- um sem er það sem skák snýst um, þaö aö veita yfirvaldinu til- ræði, væri þá nokkurs konar frelsun undan þessu ástandi." Þetta er sérstæð spennusaga sem krefst töluverðrar einbeit- ingar af lesanda. Hún er ekki aðeins mettuð skáklistinni heldur full af skírskotunum til evrópskrar há- menningar. Sag- an fer fremur hægt af stað af spennusögu að vera, en sækir smátt og smátt í sig veðrið. Eitt og ann- að óvænt kemur fyrir, eins og fara gerir í sögu sem þessari, en í aðra röndina virðist höf- undur vera að spotta hefðir spennusögunnar. Kristinn R. hefur augljóslega lagt mikla alúö við þýðinguna. Vald hans á íslensku máli er að- dáunarvert og oft kitla meitlað- ar lausnir hans máltaugamar. Kjarnmikið orð- færið gerir það þó að verkum að þýöingin fær „hart“ yfirbragð, hvort sem það endurspeglar nú frumtextann eða ekki. Þar spilar einnig inn í ást þýðandans á sjaldhafnarorðum, sem gera þýð- inguna bóklega á köflum, stund- um jafnvel tilgerðarlega, þó að þau falli annars vel að þeim forna þræði sem í sögunni felst: „Ég horfði á þig ganga beint af augum mót óvininum með hnyklaðar brýn og samanbitnar tennur, hugaða og hræðilega einsog hefnigjama refsinom, og fann auk eigin æsingar til stór- kostlegs stolts, það segi ég satt.“ Arturo Pérez-Reverte: Refskák eða bríkin frá Flandri. Kristinn R. Ólafsson þýddi. Ormstunga 1996. Hljómplötur Jónas Sen Bókmenntir Rúnar Helgi Vignisson | Skemmtileg í skot á náungann “ Bókafélagið hefur gefið út bókina * Skemmtileg skot á náungann eftir Sig- | urð G. Valgeirsson, dagskrárstjóra og fyrrum stjómanda Dagsljóss hjá Sjón- | varpinu. í bókinni er að finna meinleg- ar athugasemdir um náungann. Vitnað 5 er í leikara, stjórnmálamenn, fjöl- | miðlamenn og þekkta andans jöfra, • jafnt íslenska sem erlenda. í formála bókarinnar segir Sigurður i m.a.: „Það er hægt að móðga fólk á | margan hátt og misjafnlega alvarlega. | Sumar athugasemdanna í þessari bók | jafnast næstum því á vic | klapp á bakið á meðan aðrar hljóta að hafa hitt menn illa. Yfirleitt eiga þær það þó sameiginlegt í að sýna líflegt hug- myndaflug og - þegar vel tekst til - líka húmor | og hnyttni.“ Hnyttnar eru athuga- ! semdimar flestar, eða | eins og Jón Pálmason i i Akri sagði eftir sumarkosningamar !; 1959 þegar Matthías Á. Mathiesen felldi Emil Jónsson í Hafnarfirði og ! Björn Pálsson á Löngumýri felldi Jón í | Austur-'Húnaþingi: „Þetta voru skrýtn- ar kosningar. Forsætisráðherra féll | fyrir stráki úr Hafnarfirði, en fbrseti S Sameinaðs alþingis, fyrir fifli úr Aust- ! ur-Húnavatnssýslu.“ Margt hefur verið sagt um Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta. | Gerald Ford sagði eitt sinn: „Ronald f Reagan litar ekki á sér hárið. Hann varð bara appelsínugulur fyrir tím- ;! ann.“ Bandarískur grinisti sagði ! einnig um Reagan: „í hræðilegum elds- voða sem varð í bókasafni Reagans for- seta eyðilögðust báðar bækumar. Og ! það sárgrætilega er að hann var ekki 1 búinn að lita aOar myndimar í I annarri." Jói og risaferskjan Mál og menning hefur gefið út bamabókina Jói og risaferskjan eftir Roald Dahl, mynd- skreytta af Quentin Bla- ke. Ámi Árnason þýddi en ein nýjasta myndin úr smiðju Dis- neys er byggð á þess- ari sögu. Myndin verður sýnd fljótlega í Sambíóunum. Sagan segir af honum Jóa sem býr hjá hinum hræði- legu frænkum sín- um, Breddu og Bryðju. Dag nokkum vex risastór ferskja í garðin- um. Ótrúlegt en satt, ferskjan verður farartæki Jóa á ævintýralegum flótta ásamt engisprettu, kónguló og fleiri undarlegum sögupersónum. Frost og funi á Vatnajökli Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlis- J fræðingur og Ragnar Th. Sigurðsson J ljósmyndari hafa líklega sent frá sér þá | bók í jólabókaflóðinu sem unnin var á | hvað skemmstum tíma. Bókin nefnist | Vatnajökull, Frost & Funi, og inniheld- ur um 50 glæsilegar ljósmyndir Ragn- j ars með fróðleg- j um texta Ara Trausta um æv- j intýraheima Vatnajökuls og j nýafstaðin | eldsumbrot ;* sem loks hleyptu Skeið- ará niður um ! sandana svörtu í nóv- S ember sl. Ari er einn fjögurra manna | sem náðu að heimsækja nýju goseyj- j una í iðram Vatnajökuls. Aðdáun vakir að þeim félögum hafi I tekist að koma jafii vel unnu verki frá sér á þetta skömmum tíma því eldsum- brotin í október og jökulhlaupin í nóv- ember eru íslendingum enn í fersku 5 minni. Bókin er prentuð í Odda. -bjb Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.