Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 17 DV Akureyrarbær greiðir skuldir með ÚA-peningunum: Fréttir Nettolc*ve, FATASKÁPAR á fínu verði Fjárhagsstaðan verður sú besta á landinu i l Flæð: 206 cm Dýpt: 60 cm Breiddir: 50 cm 8.550,- 60 cm 9.140,- 80 cm 11.630,- 100 cm DV, Akureyri: „Við ætlum okkur ekki á neitt fjárfestingarfyllirí heldur ætlum við að nota svo til alla þessa peninga til að borga niður skuldir," segir Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins í meirihluta bæjar- stjórnar Akureyrar. Akureyrarbær hefur á árinu selt af hluta sínum i Útgerðarfélagi Akureyringa fyrir um 1,1 milljarð króna og er ekki lengur meirihlutaeigandi í fyrirtæk- inu. Gísli Bragi segir að af þessum peningum verði um 500 milljónum varið til að greiða að fullu skuldir framkvæmdasjóðs bæjarins en að auki verða lagðar um 100 milljónir króna í sjóðinn. Þetta þýði einnig tekjuaukningu fyrir sjóðinn vegna vaxta og þá hafi sjóðurinn eigin tekjur, m.a. vegna aðildar hans að ýmsum félögum en sjóðurinn á t.d. enn um 20% af hlutafé í Útgerðarfé- lagi Akureyringa og í fleiri fyrir- tækjum. Þeim peningum sem þarna fást verður varið til atvinnuskap- andi verkefna. „Þá ætlum við að greiða niður skuldir bæjarsjóðs um 400 milljónir króna. Að þvi loknu held ég að ekk- ert sveitarfélag geti státað af annarri eins stöðu hvað varðar fjár- málin. Fjárhagsstaðan verður sú besta meðal sveitarfélaganna í land- inu. Það að við greiðum niður skuldir hæjarsjóðs og framkvæmda- sjóðs um 900 milljónir króna þýðir líka að við höfum 30-40 milljónum króna meira til ráðstöfunar á ári vegna lægri fjármagnskostnaðar," segir Gísli Bragi. Konurnar í Landsbankanum. Frá vinstri Björg Stefa Sigurðardóttir, Regína Fanný og Þorbjörg Ósk Pétursdóttir. DV-mynd Hafdís Djúpivogur: Nýr stjóri í Landsbankanum DV, Djúpavogi: Regína Fanný Guðmundsdóttir tók nýverið við starfi útibússtjóra Lands- bankans á Djúpavogi af Gísla Borg- þóri Bogasyni. Hann var í níu ár úti- bússtjóri Landsbankans hér en er nú farinn til Ólafsvíkur þar sem hann verður útibússtjóri Landsbankans. Regína er viðskiptafræðingur að mennt, fædd og uppalinn á Djúpa- vogi en bjó i 13 ár í Hafnarfirði. Eins og í flestum öðrum opinberum stofnunum hér er kvennaríki í Landsbankanum, eingöngu konur sem þar vinna. -HEB Skyldleiki íslenska og norska þorskstofnsins: Merkingar sýna engan samgang - segir Sigfús Schopka fiskifræðingur „Þrátt fyrir merkingar á þorski í áraraðir hefur nánast ekki neitt fundist af merkjum sem sýna ferðir þorsks af íslandsmiðum í Barents- haf. Sömuleiðis sýna merkingar við Noreg að fiskur af þeim miðum kemur ekki hingað. Ég vil í þessu sambandi benda á að þegar þorsk- göngur hafa farið á milli íslands og Grænlands kom alltaf fram mikill flöldi merkja enda merkjum við þúsundir fiska hér við land árlega," sagði Sigfús Schopka Fiskifræðingur um þá kenningu að íslenski þorsk- urinn og sá norski væru af sama stofni og því líkur á að þeir fari á milli fiskimiöa. Einar Ámason prófessor hefur sýnt fram á þennan skyldleika með DNA-rannsóknum og skýrði frá nið- urstöðu sinni í erindi fyrir helgina. Sigfús Schopka segir að vel geti verið um skyldleika stofnanna að ræða en samgangur þama í milli sé enginn það sýni merkingar. „Ég efast um að hægt sé að nota DNA-rannsóknir til að sýna fram á samgang stofna þótt hægt sé að sanna skyldleika með aðferðinni," sagði Sigfús Schopka. Fiskifræðingar Hafrannsóknastofn- unar hafa ævinlega haldið því ákveð- ið fram að enginn samgangur sé á milli þessara þorskstoflia. -S.dór Akureyringar munu reyndar verða varir við aukin umsvif strax á næsta ári vegna sölu bæjarins á ÚA-bréfunum. Þannig er t.d. áform- að að verja strax á næsta ári um 40 milljónum króna til umhverfismála, að fegra bæinn á ýmsan hátt og leggja göngustíga, svo eitthvað sé nefnt, og þessi málaflokkur fær einnig meiri athygli og meira fjár- magn árið 1998. -gk FYRSTA FLOKKS FRÁ iFOmx HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 Kr£ l.f UUstgr Ferðatækí m/geislaspilara AZ 8052 Uvarpsvekjaraklukka RM 5080 Hármásari 1650 w HP 4362 Supertech-vekjaraklukka AC 2300 PHIUPS SA0O Krl£.UatUstgr lafmagnsrakvél m/hleðslu L HQ 4850 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.