Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 7 DV Sandkorn Báðar bækurnar í nýútkominni bók, sem heitir Skemmtileg skot á náungann, er að fmna mörg fræg tilsvör og gagnrýnis- orð, bæði inn- lend og er- lend. Þarna er að finna nokkur skot á Ronald Reagan, fyrr- um forseta Bandaríkj- anna. Gerald Ford sagði: Ronald Reagan litar ekki á sér hárið. Hann varð bara appelsínugulur fyrir tímann. Simon Hoggart sagði: Hann er fyrsti maðurinn í 20 ár sem ger- ir forsetaembættið að aukastarfí, að aðferð til að fylla upp í annars tíðindalitil eftirlaunaár. Jonath- an Hunt sagði: í hræðilegum eldsvoða sem varð í bókasafni Reagans forseta eyðilögðust báð- ar bækumar. Og það sárgræti- lega er að hann var ekki búinn að lita allar myndimar í ann- arri. Peggy Nooman sagði: Bar- áttan um huga Ronalds Reagans var eins og skotgrafahemaður í fýrri heimsstyrjöldinni. Aldrei hafa jafn margir barist um jafn hrjóstrugt svæði. Sálmabókin lekur Margar góðar sögur eru til frá þeim tíma þegar næstum allt land- byggðarfólk, sem vildi fá sér vin- flösku, varð að fá hana senda í pósti. í bók- inni Krydd í tilveruna segir að sveitaprest- ur í Þingeyjar- sýslu hafi komið á pðst- húsið á Húsa- vík og spurt hvort pakki væri ekki kominn merktur sér. „Jú,“ svaraði afgreiðslumaðurinn. „Það kom pakki til þín í gær.“„Það er ágætt. Ég er lengi búinn að bíða eftir þessum sálmabókum," svar- aði prestur. „Þá er víst best að þú takir þær strax, því ein þeirra lek- ur,“ svaraði afgreiðslumaðurinn. snjall orðasmiður Guðni Kol- beinsson íslenskufræðingur sé. Auk þess sem hann hefur látið sér detta í hug ýmis ný orð, sem fara vel í íslensku, hefur hann bent á hvern- ig nýta megi gömul og gró- in íslensk heiti í nýjum myndum. Dæmi um þetta er sá tvískipti klæðnað- ur sem almennt er kallaður bik- inibaðfot. Efri hlutann vill Guðni nefna „upphlut" en þann neðri „skautbúning". Þykkvabæjarkartöflur Sem kunnugt er hefur Árni Johnsen fengið Sinfóníuhljómsveit slands til að leika inn á segulband )að sem hann kallar „Stórhöfða- svítu“ eftir hann sjálfan. Mörgum al- þingismönn- umþykirþetta tiltæki Árna hið skemmti- legasta. Þar í hópi er Jón Kristjánsson. Hann nefndi að til væri Alþingis- kantata sem hefst svona: „Þið nor- rænu hetjur af konungakyni, sem komuð með eldinn ..." Jón vill endilega að saminn verði texti við „Stórhöfðasvítuna" sem hefjist á þessu erindi: Eyjapeyjar í stafhi stóðu og stýrðu bátnum um úfinn sæ. Með kassagítar og klóna góöu og kartöflupoka úr Þykkvabæ. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson ________________Fréttir Suðumes: Sveitarstjórn- armenn vilja skoða veiði- leyfagjald Stjóm Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkti einróma í gær ályktun um að þingsályktunar- tillaga um hugsanlegt veiðileyfa- gjald, sem lögð hefúr verið fram á Alþingi, sé athyglisverð og nauð- synlegt innlegg í heildarendurskoð- un á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnin tekur undir hugmynd um skipun nefndar til að skoða málið, þar sem sæti eigi fulltrúar frá öllum þingflokkum og helstu samtökum útgerða, sjómanna, fisk- vinnslu og annarra aðila atvinnu- lífsins. Drífa Sigfúsdóttir er formaður SSS. Hún segir í samtali við DV að umræða um fískveiðistjórnunar- kerfið sé bráðnauðsynleg og að al- þingismenn verði að gera sér grein fyrir þeirri þungu undiröldu í þjóð- félaginu vegna núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfis og almennri andúð á því að handhöfum fisk- veiðiheimilda verði lögheimilt að veðsetja þær og fara að öllu með sem einkaeign sína. -SÁ Yfirmenn hjá ÚA fluttir til í störfum DV, Akureyri: „Markmið þessara breytinga er að styðja við þá stefhu félagsins að efla vöruþróun, auka markaðstengsl fyr- irtækisins og starfsmanna þess, auk þess sem stefnt er að frekari úr- vinnslu sjávarafurða á næstu misser- um og árum,“ segir Guðbrandur Sig- urðsson, forstjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa, en talsvert hefúr verið um að yfirmenn fyrirtækisins hafi verið fluttir til í störfum að undanfómu. Helstu breytingamar á yfirstjóm fyrirtækisins em að Magnús Magn- ússon færir sig til í starfi og verður forstöðumaður framleiðslu- og markaðssviðs. Sæmundur Friðriksson, sem gegnt hefur starfi framleiðslu- og gæðastjóra frystiskipa, mun taka við starfl útgerðarstjóra. Á sama tíma verður sú breyting að starf- semi löndunardeildar verður lögð niður auk þess sem starfsemi neta- gerðarverkstæðis verður færð undir fjárhagssvið. Gunnar Aspar, sem gegnt hefur starfi framleiðslustjóra undanfarin ár, mun á næsta ári vinna að sér- verkefnum er lúta að niðurskurði frystra flaka hjá Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Gunnar mun jafnframt leggja áherslu á að kynna sér framhald- svinnslu. -gk Fasteignamat á landsbyggð- inni hækkar DV, Vesturlandi: Fasteignamat á íbúðarhúsnæði í nokkmm sveitarfélögum hækkaði um 12% frá og með 1. desember samkvæmt ákvörðun yfirfasteigna- nefndar ríkisins. Nefndin ákvað að almenn hækkun yrði 2%. Hún er mun meiri í Eyrarsveit, Rangárvall- arhreppi, Eyrarbakkahreppi og Stokkseyrarhreppi, eða 12%. Fasteignamat á Akranesi, í Stykk- ishólmi, Sandgerði, Gerðahreppi, Vatnsleysustrandarhreppi, á Ólafs- firði, Egilsstöðmn, Hvammstanga, Eskifírði, í Ölfushreppi og Hvols- hreppi hækkar um 8% og um 5% í Borgamesi, á Dalvík, Höfn og í Vestmannaejum. Matsverð hlunn- inda er óbreytt. -DVÓ Vasadishó meB útvarpi og síspilun Hf. 4.990 slgr. Dihfófónn 10114570 UMÍTEO VasaJisHö með öfvarpi “ Hr. B.990 sfgr. UHPSS20 UNIiTEJS Urvarpshluhhur 1.990 sfpr. [svarrar eða hvlTar] URR44G9 UMiTED Hr. 2.990 slgr. Ohiarpshluhha UCR 231 UMirea Hr. 2.990 sigr HFflllOIIE barnahassertulæhi Hr. 3.990 stgr. UWP5565 URR 5311 UMiTED Hr. 3.990 sfgr. Orvarpsfæhi með segulbandi | e •»> m - m ! : | j $ - COMWfJ M*C PkAJW wndwo <mrt*r &X UMCS200 Hf 14.900 slgr. Geislaspiiari meö fjarstýringu UWP5S80 UNISTED Ferðageislaspilari Hr. 9.900 sfgr. Sjónvarpsmiostöoin akai UiioJsim m lud allcVESIURlAID: Hliímiýn. JUuanesl. laiwlálag Borglilinii. fiotgntsl Uóislimllii. HellissandL Enioi Hallgríasson. GmndiiM VtSTFIfiOIR: Balbúð Jónasar Mis. Pasreksfirði Púllinn. IsaliiiL filölDUlLAHD. II Sleingiímsfjarilar. Húlmavílc. II Wmetnioga Haanunsiagga. II Húnvetnisiga. BlöeiltsósL SAaglirðíngabisil. SauAáftiólu. (EA OahriL Hliósni. Alnevri. OiyggL HiisanlL Uii. Bagfaihilsi. AUSIUI11AID: (I Héraðsbúa. Egilsstöðuisi. (I Vgpornðinga, VognafiiilL (I Héralsbúa. Seyðisliiði. (F f áskrúðsljailar. íáskniðsliiðL (ASK. Djúpavggi. USl Hólo Honulitfii. SUDUHLAID. II Árnesinga .HvalsnellL lloslell Uelln. Örnerk. Sellossi Radíúris. SellassL II Amesinga. Sellossi. Hás. Pcriáksbafn. Erímnes. Veslmannaeriuoi. HEYUADIS: fiolioig. Giiidnik. fiallagnavinnusl. Sig. loguarssonar. Garfii. Ralmætli. Halnarlirli. SMHTEKI í STðflUM STÍL Áskrifendur fá 1 aukaafslátt af smáauglýsingum DV aW mil)/ himinx Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.