Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 15 Hvað er til ráða? Er ofbeldi í myndmiðlum hættu- laust skemmtiefni? Eða hefur si- fellt flóð hvers kyns ofbeldisefnis áhrif á þann sem horfir - og þá hver? Þrátt fyrir miklar og margvís- legar kannanir hafa ekki enn þá fengist og fást sennilega aldrei ein- róma svör við þessum spuming- um. En hitt er ljóst að í margmiðl- unarheimi dagsins í dag er ofbeldi mikil söluvara og henni er ekkert síður beint inn í heim bama en hinna fullorðnu. Flestir geta verið sammála um að ákveðin langtímaáhrif og brenglað veruleikamat fylgja því að horfa í sífellu á morð og meið- ingar þar sem ódæðisverk eru jafnvel réttlætt með því að hetjan sé að veita illvirkjum makleg málagjöld. Sjaldnast er sýnt fram á afleið- ingar misþyrminga og það má nærri geta að börn og ómótuð ung- menni, sem horfa -nær daglega á einhver slík atriði, eiga erfitt með að vinna rökrétt úr skilaboðunum ef ekki kemur til skynsamlegt mótvægi. Því miður erum við í dag að sjá hryggileg dæmi um þessa lúmsku innrætingu. Þetta er ekki allt í lagi Msirkviss fræðsla, bæði heima og í skóla, almenn siðfræði og um- hyggja hinna fullorðnu hefur aldrei verið mik- ilvægari en nú. Eins og málum er háttað í marg- miðlunarheimi dagsins í dag er ljóst að hjá yngri aldurshópum fer myndmiðlanotk- unin að lang- mestu leyti fram inni á heimilunum en þegar börn- in stálpast bætast bíóin við, þar sem tiltölulega auðvelt ætti að vera að fylgjast með þvi að ákvæð- um um aldursmörk sé hlýtt. En heima við verða foreldrar að fylgjast með þvi hvað börnin eru að horfa á. Sjónvarpsstöðvar eru lögum samkvæmt ábyrgar fyrir sínum útsendingum. Þar er hægt að hafa „En fyrst og síðast þurfa foreldrar og forráðamenn barna að halda vöku sinni.' „Eru það ekki Frakkar, sem um þessar mundir eru að taka upp þá nýbreytni að hafa alltaf sýnilegt aldursmark á skjánum? Ég skora á allar íslensku stöðvarnar að taka nú þegar upp þessa reg!u.u miklu betra eftirlit með niðurröð- un efnis í dagskrá og enn fremur þarf mun markvissari aðvaranir með öllu efni. Ekki bara kvik- myndum heldur líka framhalds- þáttum og öðru efni sem ekki er við bama hæfi. Aldursmark á skjáinn! Em það ekki Frakkar sem um þessar mundir em að taka upp þá ný- breytni að hafa alltaf sýnilegt aldursmark á skjánum, líkt og merki sjónvarpstöðv- anna er í dag? Ég skora á allar ís- lensku stöðvamar að taka nú þegar upp þessa reglu. Það tryggir að allt efni hefur verið metið og gerir foreldrum og forráðamönnum kleift að sjá í einni sjónhendingu hvort barnið er að hörfa á efni sem ekki er talið við þess hæfi. Það er líka nauð- synlegt að vinda að því bráðan bug að allir tölvuleikir Kjallarinn Auður Eydal forstööumaður Kvik- myndaskoöunar séu kerfisbundið merktir með einhvers konar leiðbeiningum eða aldursmörkum. Kvikmyndahús og myndbandaútgefend- ur þurfa að gæta þess að sýnishorn úr öðr- um myndum og aug- lýsingar séu í sam- ræmi við þá kvik- mynd sem verið er að sýna, enda er annað óheimilt lögum sam- kvæmt. En fyrst og síðast þurfa foreldrar og for- ráðamenn barna að halda vöku sinni. Munum það þegar við veljum tölvuleik eða myndbandsspólu í jólapakkann. Auður Eydal Afrakstur fúskaranna Margt hefúr verið skrafað og skeggrætt um íslenska skólakerfið að undanförnu en samkvæmt ný- legri könnun er það verra en kerf- ið í Singapore en heldur skárra en það danska. Þetta eru uggvænleg tíðindi. Ekki síst vegna þess að ætlast er til af ýmsum að skóla- kerfið framleiði snillinga en ekki opinbera starfs- menn og trúlega ekki marga bændur ef að vanda lætur. Til að öðlast lífshamingjuna skulu menn vera góðir í algebru og prósentureikn- ingi og þegar búið er að gera alla að séníum lyfta þau grettistök- um og hífa þjóðina upp á þann stall sem hún á skilið og þá verð- ur ekki erfitt fyrir hamingjusöm- ustu þjóð í heimi og besta í reikn- ingi að lifa góðu lífi og bora mikið af göngum í gegnum íjöll. Gamli tíminn Mín kynslóð þurfti ekki að kunna algebru. Hún fór í sveit og kynntist lífinu og dauðanum utan sjónvarps. Þegar til dæmis þurfti að aflífa hana voru börn send á bak við fjós og þegar þau gægðust fyrir fjóshornið var búið að höggva höfuðið af hananum sem flaug niður allt tún með ákaflega miklum fjaðraþyt en af eðlilegum ástæðum litlum söng. Böm höfðu gaman af þessu enda datt þeim ekki annað í hug, miðað við at- ganginn i hananum, en að hann hefði bara gaman af þessu líka. Kynfræðslu fengu börn þegar kýmar urðu yxna. Þá var enginn sendur á bak við fjós. í sveitinni var unniö og lífinu lifað í raf- magns- og farsímaleysi og undu menn glaðir við sitt og virtist það meira að segja ekki há fólki þá þótt engin Hvalfjarðargöng væru til og menn hefðu ekki fengið sér göngutúr á tunglinu. í tæknilegum efnum nægði fólki að vita að smjörið var gult vegna þess að kýmar lifðu á sóleyj- um og fíflum. Nýi tíminn Síðan hélt nútíminn innreið sína með full- komnu bankakerfi og einni bensínstöð á mann og vísitölu framfærslukostnaðar. Sveitimar tækni- væddust og börnin urðu að alast upp á stofhunum og skóla- kerfið efldist í öfugu hlutfalli við árangur nemenda sem fóra að bryðja eiturlyf rétt eins og skít, eins og segir í vísunni, og ráð- ast á gamlar konur. Heimilin í landinu urðu ekki þeir homsteinar sem þeim var ætlað að vera í upphafi því að fólk þurfti að vinna meira en góðu hófi gegndi og láta ýmis- legt sitja á hakanum sem máli skipti. Og það fóru að koma í ljós vandamál sem þurfti að kenna ein- hverjum um. Nærtækast var að kenna um skólakerfinu enda ganga víst næstum því allir í skóla. En vandi íslensku þjóðarinnar, ef einhver er, á ekkert skylt við stærðfræðikunnáttu íslenskra ungmenna og skólakerfið okkar er í sjálfu sér ekkert verra en kerfi ann- arra þjóða. Hins veg- ar er agaleysi í þjóð- félaginu, fúsk og metnaðarleysi í fjöl- miðlun og atvinnu- rekstri, eyðsla í gagnslitlar fram- kvæmdir, sóun verð- mæta á flestum svið- um, léleg nýting auð- linda og margt fleira undirrótin að því hvernig komið er fyrir okkur. Kannski myndu einhver stærðfræði- séní getað reiknað okkur út úr þeim vanda sem við emm nú í. En mér er nær að halda að þegar þau fæm að taka til höndunum yrði kannski meira um fjaðraþyt en söng eins og í sveit- inni forðum daga. Væri ekki nær að ala heldur börnin okkar upp við gott atlæti á góðum heimilum og senda þau síð- an í góða skóla og gera þau að góð- um opinberum starfsmönnum eða ritstjórum sem myndu í samein- ingu leysa málin? Benedikt Axelsson „En vandi íslensku þjóðarinnar, ef einhver er, á ekkert skylt við stærðfræðikunnáttu íslenskra ung- menna og skólakerfið okkar er í sjálfu sér ekkert verra en kerfi annarra þjóða. Hins vegar er aga- leysi í þjóðfélaginu....“ Kjallarinn Benedikt Axelsson kennari 1 Með og á móti Sameining Meitilsins og Vinnslustöðvarinnar Treysti eigendunum „Hin hefðbimdna bolfisk- vinnsla í landinu á í vök að verj- ast. Ef allt hefði gengið hefðu ef- laust allir unað sáttir við óbreytt ástand en þar sem komið er fyrir vinnsl- unni eins og raun ber vitni tel ég ekki ann- an kost hafa verið uppi en að reyna eitt- hvað. Vinnslu- Stöðin Og Meit- f'arnkvæmdastjóri Auðbjargar. íllmn eru em- ingar sem vel eiga að geta unnið saman, báðum til hagsbóta. Fyrir nokkrum árum, þegar Meitillinn var endurreistur eftir erfiðleikatímabil, lenti ég meðal annars í því að spoma gegn því að hann yrði fluttur norðui- í land. Þá reyndust stærstu eig- endurnir mjög vel í því að fjár- magna fyrirtækið upp og koma því á skrið. Þrátt fyrir að fisk- vinnsla fyrirtækisins hafi gengið vel hefur útgerðarþátturinn ver- ið veikur og okkur hefur vantað öflugri skip. Kvótinn hefur ekki verið nægur og því hefur vantað hingað hráefni. Eins og dæmið er sett upp frá eigendunum hef ég enga trú á því að menn eigi að þurfa að örvænta. Ég get ekki vantreyst þeim mönnum sem ég hafði góða reynslu af á sínum tíma. Ef þessi sameining hefði ekki átt sér stað hefði þurft að koma verulegt fjármagn inn í fyrirtæk- ið og ég sé ekki hvaðan það hefði átt að koma. Ölfushreppur hefði ekki farið að henda tugum eða hundruðum milljóna hér inn til viðbótar. Hann hefði ekki getað það því þar með hefði hann farið að mismuna fyrirtækjum sem eru á staðnum." Hundrað slörf leggjast niður „Ég hef frá upphafi umræð- unnar um sameiningu Meitilsins og Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum verið eindregið á móti henni. Ástæða þess er einfóld, nefni- lega sú hætta að fyrirtækið verði lagt hér niður í þeirri mynd sem það er og sameinað við höfuð- stöðvarnar í Vestmannaeyj- um. Ef það ger- ist leggjast hér af um eitt hund- rað störf en það getur verið um þriðji partur allra starfa i Þor- lákshöfn. Við sameininguna fær kvótiim nýtt heimilisfang og þeg- ar hann er farinn er erfitt að end- urheimta hann. Wr Til að hægt væri að sameina fyrirtækm þurftu aðaleigendur þess að koniast yfir eignarhlut Þróunarsjóðs sem er stærsti eig- andi Meitilsins, með 26 prósenta eignarhlut. Ég tel að ekki hafi verið rétt staðið að málum. Sameiningunni var haldið leyndri fram yfir þann tíma að forkaupsréttartími var liðinn. Þar að auki er Meitill- inn hf. mjög vanmetinn í samein- ingunni. Samkvæmt úttekt verð- bréfafyrirtækis ætti fyrirtækið að vera metið á genginu 1,2 en ekki 0,7 eins og ráð er fyrir gert. Hlýtur það að vera skoðunarefni, að minnsta kosti fyrir Ölfus- hrepp. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.