Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 20
32 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 íþróttir Leikur HK og ÍBV settur á í kvöld Mótanefnd HSí ákvað á fundi sínum í gær aö leikur HK og ÍBV í 1. deild karla í handknattleik yrði settur á í kvöld klukkan 20 í Digranesi. Leikurinn átti að fara fram í fyrrakvöld. Eyja- menn mættu ekki til leiks og leikurinn var flautaður á og slð- an af og úrslitin skráð 10-0, HK í vil. Eyjamenn komust ekki til lands i fyrrakvöld vegna ófærðar í flugi en láðist að láta HSÍ vita. Ólíöandi dónaskapur „Við erum sáttir við að spila í- leikinn því við viljum frekar vinna Eyjamenn á vellinum en að fá stigin gefins. Hins vegar var það ólíðandi dónaskapur hjá Eyjamönnum að láta ekki vita af sér og það er tómur uppspuni sem formaðurinn þeirra sagði i DV í gær að þeir hefðu sent mann í Digranesið klukkan 19.30,“ sagði Rögnvaldur Guð- mundsson, formaður handknatt- leiksdeildar HK, við DV í gær. „Við fréttum klukkan 19.50 að lið ÍBV kæmi ekki til leiks og það var að okkar eigin frum- kvæði, við hringdum þá til Eyja. Eyjamenn hafa ítrekað dæmt okkur og fleiri liðum leiki í , yngri flokkum tapaða ef við höf- um ekki komist til Eyja vegna ófærðar. Það vantar lög um svona atvik en ég held að móta- nefndin hefði allavega mátt láta Eyjamenn hafa fyrir því að kæra til að fá leikinn spilaðan," sagði Rögnvaldur. -GH/VS Hrafnkell góður með Herkules Hrafnkell Halldórsson skoraði t 9 mörk fyrir Herkules þegar lið- ið sigraöi Urædd, 25-21, í norsku 1. deildinni í handknattleik á sunnudagskvöld. Hrafnkell, sem er bróðir Kristjáns Halldórsson- ar, fyrrum landsliðsþjálfara kvenna, hefur leikið vel með Herkules i vetur en hann lék áður meö Breiðabliki. Það gekk ekki eins vel hjá Gunnari Gunnarssyni og læri- sveinum hans í Elverum en þeir töpuðu fyrir Norröna, 22-28, á heimavelli. Þegar 10 umferðum er lokið er Drammen efst í deild- inni með 18 stig. Herkules er í 9. sæti með 8 stig en Elverum er næst neðst meö 2 stig. -GH •i, Nike með risasamning íþróttavöruframleiðandinn Nike gerði stærsta íþróttavöru- samning sinn um helgina þegar það samdi við brasilíska knatt- spyrnulandsliðið. Samningurinn er til 10 ára og er að jafnvirði 400 milljón dollara. Samningurinn gefur Nike rétt til að sjá um landsleiki fyrir brasilíska lands- liðið og semja um beinar sjón- varpsútsendingar af leikjum landsliðsins. Þorbjörn Jensson spáir í 1. deildina í handboltanum: Lélegt gengi Vals hefur komið mér mest á óvart „Afturelding er með feikilegan sterkan mannskap og mér fyndist þaö óeðlilegt ef liðinu tækist ekki að hampa deildarmeistaratitlinum," segir Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari. DV-mynd Brynjar Gauti Nú, þegar fyrri umferðinni er rétt að ljúka í 1. deild karla í handknatt- leik, bendir fátt til annars en að lið Aftureldingar í Mosfellsbæ hampi deildarmeistaratitlinum i fyrsta skipti í sögu félagsins. Afturelding hefur tekið afgerandi forystu í deild- inni og handboltasérfræðingar, sem DVhefur rætt við, telja öruggt að liðið haldi toppsætinu. Einn þeirra er Þorbjörn Jensson landsliðsþjálf- ari en DVfékk hann til að spá í stöðuna í deUdinni. Valur og FH koma ekki til með aö falla Hvað hefur komið þér mest á óvart í vetur? „Það sem hefur eiginlega komið mér mest á óvart er hversu neðar- lega Valsmenn eru á stigatöUunni. Ég bjóst við að þeir yrðu ofar nú þegar deildin er hálfnuð og það sama get ég sagt um Gróttuna. Vals- menn eru kannski ekki búnir að segja sitt síðasta orð og það hefur oft verið þannig hjá Val að félagið hefur spilað betur eftir áramót. Það gæti alveg farið svo að gömlu stórveldin, Valur og FH, kæmust ekki í úrslitakeppnina en ég held að hvorugt liðið komi til með að falla. Hefðin á bak við þessi félög er aUt of sterk til að þau fari niður. Þau hafa bæði lent í ákveðnu sjokki. Liðin misstu bæði leikmenn og þau virð- ast enn vera að jafna sig á þeim missi. Gróttan var að standa sig vel í fyrravetur og því hélt ég að það væri komin ákveðinn stöðugleiki í liðið. Gróttumenn voru mjög sterkir á heimaveUi í fyrra en þeir virðast hafa dalað núna og ég hef enga skýr- ingu á því. Ég hélt því fram fyrir mótið að liðin myndu reyta stig hvert af öðru og það hefur að mestu leyti gengið eftir nema hvað lið Aftureldingar áhærir. Liö Aftureldingar viröist hafa smolliö saman Gengi Aftureldingar kemur mér ekki á óvart. Liðið er með feikUega öflugan mannskap og þetta virðist hafa smoUið saman hjá þeim. Úr þessu og það sem liðið hefur verið að sýna fyndist mér það mjög óeðli- legt ef það endaði ekki í fyrsta sæti í deildinni. Síðan kemur að úrslita- keppninni og þar kemur að allt öðr- um kapítula. Þá verður ekkert hægt að stóla á fyrri árangur og þar geta óvæntir hlutir hæglega gerst. KA má passa sig aö sofa ekki á verðinum Um KA-liðið er það að segja að það virðist hvUa ákveðin deyfð yfir liðinu þessa dagana. Ég er hissa á þeim að sofa á verðinum með það því þeir eiga gífurlegan sterkan heimavöU og ég er hræddur um að ef liðið fer ekki að sýna á sér betri hliðar en það hefur gert þá muni fólk mæta í minna mæli í KA-heim- Uið. Þá hættir þetta að vera þessi mjög svo sterki heimavöllur og þessi ógn sem hefur verið fyrir hin liðin. Eyjamenn eru spútnikliðiö Ef á að tala um eitthvert spútniklið þá held ég að það verði að nefna Eyjamenn í því sambandi. Þeir hafa verið að gera meira en menn bjuggust við en það sem Eyjaliðið hefur kannski umfram mörg önnur lið er að það hefur verið með efnilega stráka í mörg ár sem eru í dag orðnir góðir. ÍBV er farið að spila meira „stabílan" handbolta og þeir hafa að mörgu leyti komið á óvart með það að þeir hafa verið að vinna þessi stórlið. Eyjamenn verða að mínu mati orðn- ir mjög skólaðir þegar kemur að úr- slitakeppninni og þá gætu þeir orð- ið til alls líklegir. Engin stórbreyting á röö liö- anna Ég sé enga stórbreytingu fyrir mér á röð liðanna eins og hún er núna. Eins og siglingin hefur verið á Aftureldingu tel ég það nokkuð víst að það endi í efsta sætinu. Haukar, KA og ÍBV og jafnvel Fram koma tU með berjast um annað sæt- ið. Stjörnumenn eru óútreiknanleg- ir. Þeir verða í efri kantinum og Valur, FH, ÍR, Grótta, Selfoss og HK munu berjast um að komast í úr- slitakeppnina og um leið að forðast faU. Hlynur og Reynir lofa góöu Eru einhverjir leikmenn sem hafa vakið sérstaka athygli hjá þér? „Mér tlnnst tveir ungir mark- verðir, Hlynur Jóhannesson úr HK og Reynir Þór Reynisson úr Fram, hafa verið að standa sig alveg ágæt- lega og þeir lofa báðir mjög góðu upp á framtíðina. Þá get ég nefnt Eyjastrákana Gunnar Berg Viktors- son og Arnar Pétursson sem báðir hafa átt mjög góða leiki innan um. KA-leikmaðurinn Sævar Árnason hefur komið skemmtilega á óvart. Hann er mikUl baráttukarl og lunk- inn hornamaður. Þá get ég nefnt tvo stórefnUega stráka, Ragnar Óskars- son úr ÍR og Þorvarð Tjörva Ólafs- son sem leikur með Haukum. Það eru örugglega einhverjir Ueiri og það segir manni að það kemur aUtaf maður í manns stað þegar einhverjir fara. -GH J5£ 0 4* 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó ogKínó * > LOTTÖs/m/ 9 0 4 * 5 0 0 0 Verkefni landsliösins fyrir HM: Tveir leikir gegn Þjóð- verjum í Þýskalandi Þorbjörn Jensson hefur í nógu að snúast þessa dagana en hann er púsla saman undirbúningi lands- liðsins fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Kumamoto í Japan 17. mai til 1. júní á næsta ári. Erfitt að losa Dag og Óiaf „Ég er að vinna í þessum málum og sjá hvar strákamir sem spUa erlendis eru lausir. Þeir era mjög uppteknir, að Júlíusi Jónassyni undanskUdum, en Svisslendingar þurfa að taka þátt í undankeppnn- inni fyrir Evrópumótið. Mér sýnist að það verði mjög erfltt að losa Dag og Ólaf því þeir era að spila í þýsku 1. deildinni," sagði Þorbjöm í samtali við DV. Þorbjöm sagði að það væru 90% líkur á að leikið yrði tvívegis gegn Þjóðverjum í Þýskalandi 1. og 2. febrúar. Hann vonaðist tU að geta teUt fram sínu sterkasta liði í þess- um leikjum en sennUega gæti fyr- irliðinn Geir Sveinsson aðeins leikið annan leikinn. Leikið gegn Egyptum „Þá erum við að reyna að koma fyrh' leikjum gegn Egyptum hér heima. Þeir hafa að vísu boðið okkur að koma út í lok aprU en ég er hræddur um að það hitti á úr- slitakeppnina hér heima. Það er verið að reyna að púsla þessu sam- an eins og hægt er en það er fyrir- sjáanlegt að við höfðum ekki lang- an tíma til undirbúnings fyrir keppnina. Síðasti undirbúningur- inn verður í þrjár vikur. Það er sami undirbúningur að aUir aðrir fá og viö sitjum því bara við sama borð og öll önnur landslið," sagði Þorbjöm. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.