Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 36
Tv&faldlur I. vinningur j K I N MTlt %\\ JfíijúlS að vWfíö 4 I Vinningstölur 10.12/96 @@0 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. Ba550 5555 Frjalst ohaö dagblað MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 Barnaníöingurinn: Líklega sendur "" suður í geð- rannsókn DV, Akureyri: „Rannsókn málsins er í fullum gangi og miðar ágætlega," segir Jó- hannes Sigfússon, lögreglumaður á Akureyri, sem hefur unnið að rann- sókn á máli barnaníðingsins á Akur- eyri að undanfómu. Jóhannes sagði aðspurður í morg- un óvíst hvort rannsókninni lyki fyrir jól, það réðist af þáttum eins og því hvort tekin yrði ákvörðun um geðrannsókn yfir manninum en hún hafi ekki verið tekin. Eldra mál mannsins, sem sent var ríkissaksóknara á sínum tíma vegna gruns um áreiti mannsins við stúlkuböm í Stykkishólmi en vísað frá, hefur verið sent til Rannsóknar- lögreglu ríkisins og verður nú rann- sakað að nýju. Til greina kemur að fLytja manninn suður vegna þess máls og hugsanlegrar geðrannsókn- ar en ákvörðun hefur ekki verið tek- in um það enn sem komiö er. -gk Norðurland: Ófærð og skafrenningur DV, Akureyri: Leiðin úr Fljótum til Siglufjarðar varð ófær í gærkvöldi vegna snjó- komu en vegagerðarmenn hófust handa við að opna leiðina í morgun. Rúnar Pétursson hjá Vegagerð- inni á Sauðárkróki sagði að á öðr- um leiðum í Skagafirði væri skaf- renningur en vegir væru þó færir og ætti þetta einnig við um Vatns- skarð og Öxnadalsheiði. ■ Hjá Vegagerðinni á Akureyri 'ídfengust þær upplýsingar að þæfing- ur hefði verið í Víkurskarði í morg- un en þar var farið um með mðn- ingstæki. Hálka væri hins vegar á öllum vegum og ástæða fyrir öku- menn til að fara með varúð. -gk Húsleit í dópbæli Lögreglan gerði húsleit í þekktu fikniefnabæli við Skólavörðustíg í gær. Lögreglan fann tæki til notkunar fikniefna auk stolinna GSM-síma en engin fikniefni fundust. Húsráðandi _ yar yfirheyrður vegna málsins sem er enn í rannsókn. -RR L O K I Deila Alþýðusambandsins og BSRB um starfsfólk Pósts og síma: Slegist um tvö þús- und starfsmenn - ekki til umræðu að leggja þessi félög niður, segir Ögmundur Jónasson Það blasir nú við að hörð deila er í uppsiglingu miili ASÍ og BSRB. Málið snýst um það hvort skrif- stofufólk Pósts og síma gangi í verslunarmannafélög um áramótin þegar fyrirtækið verður að hlutafé- lagi. Sömuleiðis vill Rafiðnaðar- sambandið að simamenn komi yfir í sambandið. Þessu hafna Póst- mannafélagið og Félag íslenskra símamanna, sem og formaður BSRB. í þessum tveimur félögum eru um tvö þúsund félagsmenn. „Ég hef fallist á aö ræða þessi mál almennt við ASÍ. Ég lít hins vegar ekki á það sem einhverjar samningaviðræðm-. Ég tek undir með formanni Póstmannafélagsins og Félags simamanna að það er ekki til umræðu að leggja þessi fé- lög niður. Þetta eru einhver rót- grónustu stéttarfélög landsins og hafa verið starfandi frá 1915 og 1919. Það er alveg á hreinu að svo lengi sem félagsmenn óska eftir því að þau gæti hagsmuna sinna munu þau gera það,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, um þetta mál. Hann segir að ekkert geti komið í veg fyrir að þau starfi áfram sem stéttarfélög. Hann segist líka vísa því að bug að verslunarmannafé- lögunum beri einhver réttur til að semja fyrir hönd skrifstofufólks Pósts og síma, „Ég spyr þá á móti, hvað með skrifstofufólk í bönkum og spari- sjóðum? Ég veit ekki betur en það fólk sé í Sambandi íslenskra banka- manna,“ sagði Ögmundur. „Þetta er vissulega stórmál enda um grundvallaratriði að ræða. Það hefur í áratugi verið hrein verka- skipting i þjóðfélaginu um að ríkis- starfsmenn á skrifstofum séu í BSRB en skrifstofufólk á hinum al- menna markaði í verslunarmanna- félögum. Með því að Póstur og sími kemur nú um áramótin inn á al- mennan markað sem hlutafélag sýnist okkur eðlilegt að skrifstofu- fólkið þar komi inn i það stéttarfé- lag sem verið hefur lögformlegur samningsaðili vegna skrifstofufólks á hinum almenna markaði. Verði það ekki er verið að brjóta upp ára- tugahefð sem ríkt hefur á vinnu- markaðnum. Það tel ég vera alvar- legt mál,“ sagði Magnús L. Sveins- son, formaður Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur, I samtali við DV um þessa deilu. -S.dór Jólatréö á Hvammstanga var sett upp í fyrradag við mikinn fögnuö ungra sem aldinna. Þau Snorri, Birgitta Maggí, Erna Sif og Aöalheiöur, sem öll eru 13 ára, sögöu aö með jólatrénu kæmi jólaskapið og nú væru geisladiskar, tölvuleikir og allt sem nöfnum tjáir aö nefna innan seilingar. Hátíö Ijóss og friöar væri mál málanna. DV-mynd ÞÖK Lífeyrissjóðamálið: Getur sett kjaraviðræðurnar úr skorðum - segir Þórarinn V. Þórarinsson „Þetta er hið versta mál inn í þær kjaraviðræður sem nú eru farnar af stað. Eins og málið liggur fyrir mun þetta verða oddamál og setja allt úr skorðum ef ríkisstjórnin ætlar að knýja frumvarpið um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna í gegn fyrir áramót eins og stefnt er að. En það er alveg ljóst að þetta blandast strax inn í kjaraviðræðumar," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, um líf- eyrisréttindamálið sem komið er upp og DV skýrði frá í gær. Hann sagðist telja að ASÍ-menn ætl- uðu að sækja þessa hækkun á lífeyris- greiðslum til ríkissjóðs. „En það kemur út á eitt því ef ég þekki ríkisvaldið rétt þá mun það bara hækka tryggingagjaldið og sækja féð þannig til atvinnulífsins. Ég hef þó ekki trú á því að það sé meiri stuðn- ingur við það meðal launamanna á al- mennum vinnumarkaði að ætla að skerða svigrúm til beinna launa um einhver 5 prósent til þess að geta haft það enn betra í ellinni en þeir hafa það á lífsleiðinni," sagði Þórarinn. Hann sagðist meta það svo að sú reiði sem nú kemur upp hjá félögum innan ASÍ snúi að því að ríkið heldur áfram að mismuna fólki með því að réttindakerfi opinberra starfsmanna er áfram mun fullkomnara en ann- arra. Jafnframt þvi sem ríkissjóður tekur fulla ábyrgð á kerfinu og reikn- ingurinn er sendur á skattgreiðendur. -S.dór Skipverji féll fyrir borð Maður lést þegar hann féll út- byrðis af skipinu Þorsteini EA snemma í morgun. Slysið átti sér stað djúpt út af Austfjörðum. Maðurinn mun hafa fallið fyrir borð með trolli. -RR Veðrið á morgun: Víðast léttskýjað Á morgun verður norðlæg og síðan vestlæg átt, víðast létt- skýjað en þykknar upp vestan- lands síðdegis. Frost verður um allt land. Veðrið í dag er á bls. 44 SM0BY ELDHUS meó öiiu íyrir börnin Heildverslunin Bjarkey Ingvar Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.