Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 Fréttir___________________________________________________________________________________*>v Greiðslur úr ríkissjóði til sauðfjárbænda: Ekki bein tengsl milli greiðslna og framleiðslu Forsendur beingreiðslna til kúa- bænda og til sauðfjárbænda eru ekki þær sömu, að sögn Sigurgeirs Þor- geirssonar, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Beingreiðslur til mjólkurframleiðenda eru háðar því að þeir framleiði mjólk og fá þeir full- ar beingreiðslur ef þeir framleiða upp í 80% af mjólkurkvótanum. Framleiði þeir minna skerðast greiðslurnar stig af stigi. Á síðasta ári var gerður búvöru- samningur við sauðfjárbændur en í honum felst að ekki eru lengur bein tengsl milli framleiðslu og bein- greiðslna. Skilyrði fyrir beingreiðsl- um til sauðfjárbænda er tiltekin fjár- eign þannig að fyrir hvem 100 ær- gilda kvóta í greiðslumarki verða menn að eiga a.m.k. 60 kindur. „Þetta er í raun aðeins skilyrði fyrir því að menn séu með sauðfjárbúskap og þeir sem hættir eru búskap hætta að fá greiðslumar,“ segir Sigurgeir. Beingreiðslumar em, að sögn Sig- urgeirs, eins konar arftakar niður- greiðslnanna á heildsöluverð land- búnaðarafurða sem viðgengust fram til ársins 1992. Síðan var ákveðið að færa niðurgreiðslurnar beint til framleiðendanna sjálfra og var sú upphæð á fjárlögum sem eymamerkt var til niðurgreiðslnanna færð til bændanna sem beingreiðslur. Upp- hæðin hefur nokkuð lækkað frá því sem var við umskiptin 1992. Sigur- geir tekur fram að beingreiðslurnar séu ekki alfarið hugsaðar sem fram- leiðslustyrkir til bænda heldur þjóni þær ekki síður þeim tilgangi að halda niðri búvömverði til neytenda í landinu. Sigurgeir Þorgeirsson segir að það sé misskilningur að ætla að flokka bændur efnahagslega eftir því hversu háar beingreiðslur þeir fái. Á bak við beingreiðslur upp á t.d. 200 þúsund krónur á mánuði eða meira séu að stærstum hluta félagsbú, ýmist form- lega rekin sem slík eða bú þar sem tvær eða fleiri fjölskyldur hafi fram- færi sitt. Þá sé þess að geta að aðeins um þriðjungur af tekjum kúabúa telj- ist til launa. Því sé fráleitt að líta á 200 þúsund króna beingreiðslu sem hreinar tekjur bóndans. Hvað varðar þá bændur sem hafa lægstu beingreiðslumar segir Sigur- geir að þeir séu flestir sauðíjárbænd- ur og mjög margir af þeim hafi ein- hverjar hliðartekjur og mismiklar. Megintekjur þessara manna séu af allt ööm en sauðfjárrækt. í hópi sauðfjárbænda sé bæði um að ræða menn sem stunda búskap einvörð- ungu og hafa allar tekjur sínar af honum en einnig fyrirfinnist tóm- stundabændur með mjög lítinn eða lágmarksbúskap til að geta notið beingreiðslna og allt þar í milli. Sigurgeir segir að þótt sjálfsagt megi frnna einhverja fylgni milli upphæðar beingreiðslna og afkomu bænda þá sé hún ekki sterk og ekki sé hægt að nota beingreiðsluflokka, eins og gengið var út frá í fyrirspum Svanfríðar Jónasdóttur alþingis- manns á Alþingi nýlega, til þess að meta fjárhagsafkomu bænda al- mennt. -SÁ Beingreiöslur og niðurgreiðslur: Kostar 5,3 milljarða á ári - atvinnuleysið kostar 2,8 milljarða Mismunur á bótum - atvinnulausra og bænda 1995 - 120.000 krönur ;---. ■ ----£ 103.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 Meðalbætur á mán. •Mlöaö vlö 70% meöalbótarött Fjöldi •psms Fjöldi bænda á beingreidslum er 3.636 Mebalbelngrelbslur á mán. IÐV Kostnaðinn verður að lækka - segir hagfræðingur Alþýðusambands íslands Beingreiðslur, sem íslenskir neytendur og þjóðin greiða kúa- og sauðfjárbændum fyrir að framleiða mjólk og dilkakjöt í samræmi við framleiðslukvóta bændanna, nema um 400 milljónum á mánuði. Bænd- urnir eru 3636 talsins og því fær hver bóndi að meðaltali um 103 þúsund krónur á mánuði. En beingreiðslumar eru ekki öll sagan því að auk þeirra greiða ís- lenskir skattborgarar 1,2 milljarða á ári í ýmsan kostnað við sauðíjár- framleiðsluna, svo sem vaxta- og geymslukostnað og niðurgreiðslur af gærum, auk þess að setja 94 milljónir á ári í Lífeyrissjóð bænda. Samtals kostar þessi bú- skapur því þjóðfélagið um 4,3 millj- arða á ári. Til samanburðar eru fullar at- vinnuleysisbætur um 55 þúsund krónur á mánuði en þar sem með- al- bótaréttur er um 70% eru greiddar atvinnuleysisbætur að meðaltali um 36 þúsund á mánuði. Beingreiðslurnar skiptast á milli bænda eftir því hversu mikinn framleiðslukvóta þeir hafa. Þeir sem minnstan kvóta hafa fá minnst og þeir sem mestan kvóta hafa fá mest. Þannig fá bændimiir allt nið- ur í meðalatvinnuleysisbætur í beingreiöslum á hverjum mánuði og allt upp í um 400 þúsund krónur á mánuði. -SÁ „Það hefur verið mat okkar hjá Al- þýðusamhandi íslands að kostnaður við landbúnaðarframleiðsluna væri of mikill og þyrfti að skrúfa hann niður samkvæmt ákveðnum mark- miðum og stefnumiðum," segir Guð- mundur Gylfi Guðjónsson, hagfræð- ingur ASÍ. Guðmundur segir að ASÍ hafi talið og telji enn að kostnaður þjóðfélags- ins vegna landbúnaðarins sé of hár og þurfi að lækka og að því hafi ver- ið unnið af hálfu ASÍ undanfarin ár. „Menn hafa verið ósáttir við forystu Kallar á harðari skoðun „Mér sýnist að þessi gríðarlegi kostnaður gefi til kynna að menn þurfi að fara í harðari skoðun á landbúnaðarmálunum en hingað til hefur verið gert,“ segir Drífa Sigfús- dóttir, formaður Neytendasamta- kanna. Drífa segir að islenskum neytend- um hljóti að finnast rúmlega fimm milljarða framlag úr ríkissjóði vera nokkuð mikið og það hljóti að verða forvitnilegt aö heyra skýringar þeirra sem hlut eiga að máli og hvernig þeir réttlæti og rökstyðji þennan kostnað. -SÁ bænda og stjómvöld í þessum málum og þar kom að ákveðið var að hætta samskiptum um þau. Hvemig við beitum okkur í framhaldinu hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um, segir Guðmundur Gylfi Guðjónsson. Dagfari Sameiningartáknið Halim Ef einhver einn maður nær því að sameina íslensku þjóðina þá er það það tæplega forsetinn og ekki forsætisráðherrann. Deilur hafa magnast svo innan þjóðkirkjunnar að varla er það biskupinn. Það er sennilega ekki nema einn maður sem nær því að sameina þessa sundurlyndu þjóð. Og merkilegt nokk. Þetta er ekki íslenskur mað- ur þótt hann hafi dvalið hérlendis hluta ævi sinnar. Þessi merkilega persóna er tyrk- neskur maður að nafni Halim Al. Hann nær ekki að sameina þjóðina vegna sérstakra mannkosta sinna, þvert á móti. Vart mun það ofmælt að hann sé fyrirlitinn af hinni ís- lensku þjóð eins og hún leggur sig. Nefndum Halim A1 er ekki treyst- andi. Það er sama hvort það er í stóru eða smáu. Hann nam á brott dætur sínar og Sophiu Hansen og hefur haldið þeim frá móðurinni árum saman. í því máli duga hvorki íslenskir né tyrkneskir úr- skurðir um forræði eða umgengn- isrétt. Mál Sophiu Hansen og dætra hennar þekkir þjóðin öll. Menn hafa fundið til með henni í vonlít- illi baráttu við að ná sjálfsögðum rétti sínum og dætranna. Þessa hefur Sophia notið enda hafa ein- staklingar jafht sem fyrirtæki lagt fram fé til þess að hún geti haldið áfram málarekstri sínum gegn Halim Al. í seinni tíð hafa íslensk yfirvöld komið inn í mál þetta með beinum hætti en allt kemur fyrir ekki. Halim A1 fer sínu fram. Þau tíðindi urðu á dögunum að Sophia fékk að sjá dætur sínar í örstutta stimd og um leið loforð að hitta þær í sex tíma nú um síðustu helgi. Þetta sveik Halim eins og allt annað. Hinn íslenski sendi- herra reyndi að ná í Halim og sömuleiðis tyrkneskur lögreglu- stjóri. Allt kom fyrir ekki. Farið var á heimili Halims í tvígang en hann var ekki heima. En þótt Halim sýndi sig ekki og talaði ekki við neinn í Tyrklandi um helgina var hann reiðubúinn að tjá sig við blaðamann á Fróni. Hann breytti ekki af vana sínu og sneri málinu öllu sér i hag. Sam- kvæmt frásögn hans leyfði hann dætrunum að hitta móður sína aö- eins í þeim tilgangi að komast hjá tukthúsvist. Enn og aftur nýtti hann bömin í baráttunni við móð- urina. Ekki varð þetta til þess að auka álitið á Halim hérlendis og mátti hann þó ekki við miklu í þeim efnum. En, merkilegt nokk, spurði Halim blaðamanninn um álit ís- lendinga á þessu öllu saman. Blaðamaðurinn sagði viðmælanda sínum kurteislega að íslendingar legðu fæð á hann. Færi þar saman álit almennings og stjórnvalda. Þetta hefur varla komið Halim A1 á óvart og því var hann tilbúinn með skilgreiningu á sínum innra manni. Hann sagði í óspurðum fréttum að hann væri ekki vondur maður og ekki glæpamaður. Um leið bað hann að heilsa öllum á ís- landi. Þessari kveðju hins meinta góð- mennis var komið á framfæri. Vera kann að blæbrigðamunur sé á góðmennum í Tyrklandi og á ís- landi. Halim þarf þó á öflugum kynningarfulltrúa að halda ef hann ætlar sér að breyta almenn- ingsálitinu á íslandi sér í hag. Hann er ósköp einfaldlega talinn fantur og fúlmenni. En því má ekki gleyma að Halim A1 á það sem hann á. Þjóðin í land- inu við ysta haf á sér ekki annað eins sameiningartákn, jafnvel þótt með öfugum formerkjum sé. ís- lendingar hafa í honum eignast sameiginlegan óvin. Það eru göm- ul og ný sannindi að slíkt þjappar hjörðinni saman. Það er þó ekki víst að Halim geri sér grein fyrir þessu sérkenni- lega hlutverki sínu í íslensku þjóð- lífi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.