Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 33 Fréttir Bandormsfrumvarp ríkisstiórnarinnar: Embættisveitingum forseta íslands fækkað - aðeins samræming, segir varaformaður Framsóknarflokksins í hinu svokallaða bandormsfrum- varpi ríkisstjórnarinnar, sem liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir því að fækka mjög frá því sem nú er embættisveitingum forseta íslands. „Ég tel að hér sé fyrst og fremst um að ræða samræmingaratriði. Þegar lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna var breytt kom í ljós að flestir forstöðu- menn og framkvæmdastjórar stofn- ana eru skipaðir af ráðherra. Nokk- ur embætti sátu þó eftir þar sem sagði að forseti skipaði í þau. Þama varð ósamræmi. Ég get nefht sem dæmi varðandi landbúnaðarráðu- neytið að þar skipar ráöherra skóg- ræktarstjóra og landgræðslustjóra en forseti íslands yfirdýralækni. Þetta er svona dæmi um ósam- ræmi,“ sagði Guðmundur Bjarna- son, landbúnaðarráðherra og vara- formaður Framsóknarflokksins. Hann benti á að samkvæmt nýju lögunum um opinbera starfsmenn skipaði ráðherra flesta yfirmenn stofnana en þeir svo aftur undir- menn sína. Hann benti einnig á að forseti íslands skipaði áfram í æðstu embætti landsins eins og dómara við Hæstarétt. -S.dór Áhaldahúsið í Bolungarvík: Öllum starfs- mönnum sagt upp frá áramótum - fyrirhugað að breyta núverandi rekstr- arformi og fækka starfsmönnum Veöurathugunarbúnaöinum var komiö fyrir í Ægi um helgina og frönsku sér- fræöingarnir kenndu íslendingunum aö nota hann. Ægir veröur í janúar og febrúar viö rannsóknir á Atlantshafi, um 1.500 kílómetra fyrir sunnan land. DV-mynd Hilmar Þór Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað fyrir skömmu að fram færi könnun á hagkvæmni þess að breyta núver- andi rekstrarformi Áhaldahúss Bol- ungarvíkur. Stefnt er að þvi að fækka starfsmönnum úr fimm í tvo og að gerðir verði þjónustu- og verk- samningar sem byggðir verði á út- boðum í hin ýmsu verkefni sem áhaldahúsið hefúr sinnt fram að þessu. í samþykktinni segir líka að hug- að skuli að sölu tækja áhaldahúss og nýtingu hússins til annarrar starfsemi en nú er. Þá er samþykkt að taka saman kostnað síðustu fjög- urra ára við laun í áhaldahúsi og vélamiðstöð, s.s. kostnað við viö- hald, olíur, bensín, tryggingar og önnur útgjöld, tengd rekstri áhalda- hússins og vélamiðstöðvarinnar, en síðan segir orðrétt: „Nú þegar verði starfsmönnum áhaldahúss kynnt áform bæjarráðs og þeim sagt upp störfum frá 31. desember 1996 að telja vegna skipulagsbreytinga.“ Starfsmönnum áhaldahússins hafa nú verið kynnt þessi áform bæjarins. Hjörleifúr Guðfmnsson bæjarverkstjóri sagði í samtali við blaðið að enn væri ekki búið að segja neinum upp. Fyrirhugað væri að gera það frá 1. janúar á næsta ári þannig að starfslok yrðu fýrsta apr- íl, en væntanlega yrðu tveir starfs- menn endurráðnir. -HK Farmenn Aðstaða til menntunar er bráða- birgðaklastur DV, Akuxeyri: „Sjómannaskólahúsið var vígt og tekið í notkun árið 1945. Þá var endanlegum frágangi ekki lokið og frágangur lóðar að mestu eftir. Frágangi er ekki lokið enn. Frá' því húsið var tekið í notkun og til dagsins í dag eða í nim 50 ár hef- ur nánast ekkert viðhald farið fram á húsinu og hafi eitthvað verið gert hefúr veriö um að ræða bráðabirgðaklastur,“ segir í álykt- un formannafundar Farmanna- og fiskimannasambands íslands sem haldinn var á Akureyri. Þar segir einnig að sú aðstaða sem Sjómannaskólahúsið í Reykjavík bjóði upp á sé engum bjóðandi, hvorki nemendum né starfsmönnum. Því miður virðist stjómvöld telja að aðstaða til fag- menntunar sjómanna sé eitthvað sem ekki þurfi að sinna. Sú lítils- virðing við sjómenn sem birtist í4 afstöðu stjómvalda til endurbóta á húsinu sé með ólíkindum og öðrum starfsstéttum sé ekki boðið upp á slíkt. Hjá þjóð sem eigi nán- ast allt sitt undir góðum afla- brögðum og velgengni í sjávarút- vegi sé það þjóðarskömm að ekki sé vel búið að starfsmenntun þeirra sem era lykilmenn grein- arinnar. Þá lýsti fundurinn furðu sinni á fjárveitingu Alþingis til reksturs Stýrimannaskólans og skorar á stjómvöld að bæta þar úr. „Ráð^ stefnan vekur sérstaka athygli á þeirri alvarlegu staðreynd að á þessu skólaári skuli 3. stig við Stýrimannaskólann í Reykjavík ekki vera starfrækt og þeim nem- endum sem sóttu um skólavist til áframhaldandi náms, sem þeir hófú tveimur árum fyrr, var vísað frá,“ segir í ályktun fundarins. -gk Ægir tekur þátt í veðurathugun á Atlantshafi: Þurfum að vita meira um dýpkun lægða - segir Magnús Jónsson veðurstofustjóri Megintilgangur þessarar rann- sóknar er að fá meiri skilning og þekkingu á því sem er að gerast í háloftunum þegar lægðir dýpka. Ef vel tekst til eigum við að fá hetri veðurspár en ekki síður vísbending- ar um hvemig við eigum að haga okkar athugunum, hvort gera eigi athuganir oft á sólarhring á fáum stöðum eða fáar athuganir á mörg- um stöðum," segir Magnús Jónsson veðurstofustjóri um alþjóðlega veð- urathugun á Atlantshafi sem varð- skipið Ægir mun taka þátt í nú í janúar og febrúar næstkomandi. Magnús segir þetta vera stærsta verkefni á veðurfræðiskala sem nokkum tíma hafi verið ráðist í og að það sé unnið í umsjá frönsku veðurstofunnar. „í jpetta verkefni er ráðist fyrir sunnan land á þeim tíma sem hvað mestur hamagangur er í lægðunum. Það er fólgið í því að fjölga mjög at- hugunum á þessu svæði með öllum tiltækum ráðum: með skipum, flug- vélum, veðurduflum og athugimum í landi. Tíðni háloftaveðurathugana verður tvö- eða fjórfolduð á Norður- Atlantshafinu, Grænlandi, íslandi, Færeyjum, Bretlandi og Noregi og okkar hlutverk var að útvega skip.“ Eins og áður segir var Ægir leigð- ur í tæpa tvo mánuði og formlegt hlutverk hans, ásamt skipum frá Frakklandi, Úkraínu og Bandaríkj- unum, er að gera mælingar við yfir- borð og í háloftum. Franskir sérfræðingar vora á ís- landi í liðinni viku til þess að koma veðurathugunarbúnaðinum fyrir í Ægi, kanna hvort hann virkaði og kenna íslendingum að nota hann. Verkefnið er talið vera upp á 1,5 milijarð íslenskra króna og þar af fara um 25-30 milljónir til íslend- inga, mest til þess að greiða leiguna vegna Ægis. -sv STAÐA BANKASTJORA Með vísan til 29. greinar laga um viðskiptabanka og sparisjóði auglýsir bankaráð Landsbanka íslands lausa til umsóknar stöðu bankastjóra við Landsbankann. Samkvæmt lögunum er bankastjóm ríkisviðskipta- banka skipuð þremur bankastjórum. Ef um er að ræða stöðu bankastjóra, sem ekki er laus vegna ákvæða laga um starfslok opinberra starfsmanna, þá er heimilt að endurráða þann sem þegar gegnir starfmu. Hámarks- ráðningartími er fimm ár. Umsóknir skulu sendar til formanns bankaráðs, Landsbanka íslands, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, fyrir 27. desember 1996. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar verða ekki teknar til greina. LANDSBANKI ÍSLANDS Uilíu íryggja þér mpd clnu simtalií1 o 5 40 50 60 | Hringdu núna og tryggðu þér skattaafslátt með kaupum í Almenna hlutabréfasjóðnum. Þér býóst að greiða aðeins 10% út og eftirstöðvar á boðgreiðslum til 12 mánaða. Vió svörum í slmann til kl. 23.30 alla virka daga til áramóta. Þú getur einnig staðfest kaupin á heimasfóu Fjárvangs: www.fjarvangur.is Alnwnni hlulabrvfnsjitdiiriiui FJARVANGUR llttlU HllllfFAITIIIIill Laugavegi 170, sími 5 40 50 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.