Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Side 20
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 JLJ*V
íslenskt handverk unnið í Eldgömlu Isafold:
Einstakir munir með
listrænu yfirbragði
„Það er mikil og góð samvinna á
milli okkar í Eldgömlu ísafold.
Þegar við fáum nýjar hugmyridir
berum við þær oft undir hina í
húsinu og spyrjum álits og getum
þannig þróað hugmyndirnar
áfram. Einnig höfum við oft sam-
vinnu um efni,“ segir Auður Ingi-
björg Ottesen sem rekur leikfanga-
smiðjuna Barnagull í Handverks-
og listmunahúsinu Eldgamla ísa-
fold.
Nokkrir handverks- og lista-
menn hafa hreiðrað um sig í Þing-
holtsstræti 5 í húsnæði sem þau
kalla Eldgömlu ísafold. Þau vinna
íslenska muni sem eru einstakir í
sinni röð og er þar að finna allt
milli himins og jarðar. Að sögn
Auðar eru í húsinu níu ólík verk-
stæði og framleiðslustaðir ásamt
kaffihúsi þar sem listafólkið stillir
upp munum sínum.
Auður smíðar leikföng og smá-
hluti í garða sem flestir eru hann-
aðir í anda liðinna tíma. Um er að
ræða brúðuvagna eins og margir
kannast við frá löngu liðnum tím-
um. Einnig smíð-
ar hún
dúkkurúm,
ruggu-
hesta,
sófasett
og fleira.
Valgeröur Torfadóttir og Björg Ingadóttir
hanna og sauma tískufatnaö í Spaks
manns spjörum.
Spaksmannsspj ar ir
kannast flestir við en
þar hanna og sauma
þær Valgerður Torfa-
dóttir og Björg Ingadótt-
ir tískufatnað. Húfur
sem hlæja eru skemmti-
leg tilbreyting fyrir
börn en þær eru vél-
prjónaðar úr ull eða
bómull með handunnu
skrauti. Ásgeir Júlíus
Ásgeirsson rennir ís-
lenska víkinga sem
hann meðal annars sel-
ur á Japansmarkað.
Einnig rennir hann
skálar, kertastjaka og
staup. Viðurinn sem
hann notar er íslenskur
reynir, birki og lerki.
' ’•> ' 1 - '.;; y Jr'.,; ‘kvx:. Vhtsís’"i
Vandaðar gjafir
á góöu veroi
gjafir eins og silfurbúin
gamaldags drykkjarhorn
ásamt öskum, ölkönnum,
gestabókum, hömrum og
fleiru," segir Ásgeir Torfa-
son. Hann hefur stundað
þessa iðn í 25 ár en hann er
búfræðingur frá Hvanneyri. Ás-
geir leggur áherslu á íslenskt út-
lit og yfirbragð. Engir tveir hlut-
ir eru eins og hann leggur mikla
natni við það sem hann gerir.
Sonur hans, Torfi Ásgeirsson, er
nýbyrjaður í læri hjá foður sín-
um.
Ýmislegt sem Ásgeir Júlíusson rennir í tré.
DV-myndir Pjetur
Ekkert óframkvæman-
legt
Bonna Ijósmyndara kannast
margir við en hans einkennisorð
er að engar hugmyndir séu
óframkvæmanlegar. Bonni skap-
ar sér sérstöðu með því að vatns-
lita myndir sem hann tekur í
svarthvítu til þess að ná vissum
litatóni sem minnir á gamla
tíma áður en mögulegt var að
taka litljósmyndir.
í Eldgömlu ísafold er einnig
að finna Smíðagallerí sem gerir
nytja- og listmimi úr jámi, tré
og gleri. Að auki starfa þar átta
myndlistarmenn sem leggja
stund á grafíklist. í upphafi
keyptu fjórar bekkjarsystur úr
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands sér saman pressu og hófu
starfsemi í bílskúr. Þær fluttu
sig um set árið 1995 til ísafoldar
og við bættust fjórir aðrir lista-
menn.
Gítarsmiðurinn Eggert Már
Marinósson hefur skapað hefð
fyrir íslenskum hljóðfærum í
hæsta gæðaflokki og smíðar
strengjahljóðfæri; kassagítara,
kassabassa, rafmagnsgítara,
jassgítara og mandólín. Hann
hefur meðal annars haldið sýn-
ingu á hljóðfærum í Hinu hús-
inu. -em
Konunglegar
gjafir'
„Ég sker út í tré og
hvaltennur
konung-
KULDAJAKKI úr MegaTex.
Vatns- og vindheldur með
frábærri útöndun, þétt
einangrun úrVALTHERM,
sérstyrking á öxlum og
olnbogum, hetta í kraga,
sérvasar með góðum lokum.
Tveir litir. , _ _
Aðeins kr. I 3*800
Þægilegar göngubuxur.
Verð frá kr. I 1.700
Hágæða gönguskór með
Sympatex.
Verð frá kr. 6.980
SEGLAGERÐIN
k “ ÆGIR
I Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5112200
Auöur Ingibjörg Ottesen ásamt syni sínum, Hálfdáni Merði Gunnarssyni, og
barnagullinu sem hún smíðar.
Bonni Ijosmyndari ásamt gæludýrinu sínu, tískudrottningunni Cloé.