Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 22
22
Wttglingaspjall
' 'k ik'
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 W lV
Jólaprófin - martröð menntaskólanemendanna - loksins að enda:
Samviskusamir nemar kornnir
yfir erfiðasta hjallann
Desembermánuður er mikill
annamánuður fyrir flesta, ekki bara
húsmæður og húsfeður, sem baka
og kaupa jólagjafir, heldur líka fyr-
ir nemendur sem eru að taka próf
fram í miðjan desember. Flestir
framhaldsskólanemar eru búnir að
vera í prófum undanfamar vikur og
loksins er farið að síga á seinni
hlutann í þessari martröð fram-
haldsskólanemenda. í flestum skól-
um landsins fara síðustu prófln
fram í byrjun næstu viku og þá er
tömin loksins búin og jólafríið tek-
ur við.
„Við erum hálfhaðir, komnir yfir
erfiðasta hjallann," segja sjöttu-
bekkingamir Þorvaldur Thorodd-
sen í 6.-B, Pétur Sigurðsson og Þor-
gils Jónsson, í sama bekk. Þeir bám
sig bara vel þar sem þeir vom ný-
komnir úr félagsfræðiprófi í íþrótta-
húsi Menntaskólans í Reykjavík nú
í vikunni og sögðust vera „sam-
viskusamir nemendur." Erfiðustu
prófin voru að baki og aðeins enska,
þýska og viðskiptafræði eftir en
máladeildarmennirnir fara auðvit-
að létt með slík fög. Þeir viður-
kenndu þó að þýskan væri senni-
lega erfiðust.
Þorvaldur, Pétur og Þorgils, sjöttubekkingar í MR, láta vel af veru sinni í MR. Þeir voru nýkomnir úr félagsfræöiprófi
nú í vikunni og áttu þá þrjú próf eftir; ensku, þýsku og viöskiptafræöi - öll létt og löðurmannleg fyrir röska mála-
deildarmenn eins og þá. DV-mynd BG
ÍHl
„En kennarinn er góður,“ sögðu
þeir félagar og áttu þar við þann
þekkta þýskukennara Halldór Vil-
hjálmsson.
Þorvaldur, Pétur og Þorgils létu
vel af vem sinni í MR og sögðu
kennarana vera fama að slaka
meira á og koma betur fram við
nemendur í sjötta bekk en áður.
Kröfúmar í skólanum væra þær
sömu og áður en kennaramir væm
famir að treysta nemendunum og
skynsemi þeirra. Þeir lýstu þó yfir
að þeir hefðu ekki áhuga á að senda
bömin sín í þennan skóla, hann
væri ekki nógu „mannlegur".
„Þetta er ágætt, ekkert verra en
hvað annað en ef bömin mín
ákveða að fara annað þá ætla ég
ekki að mótmæla því,“ sagði einn
þeirra. Félagar hans bættu við að
alltof lítil virðing væri borin fyrir
nemendum.
Þorvaldur, Pétur og Þorgils
stefiia allir að háskólanámi, gjarn-
an erlendis, í húmanískum fögum,
fjölmiðlafræði eða málanámi eftir
að stúdentsprófi lýkur í vor.
-GHS
Halldóra Þorjieirsdóttir, sundkona í Ægi:
Stefni að Oiympíuleikunum
í Sydney árið 2000
Halldóra er Noröurlandameistari í sundi. DV-mynd BG
Halldóra Þorgeirsdóttir, sundkona í sundfélaginu Ægi,
gerði sér lítið fyrir og sigraði í Norðurlandamóti í sundi
í Svíþjóð um síðustu helgi. Halldóra varð Norðurlanda-
meistari í 200 metra bringusundi og náði mjög góðum ár-
angri að öðm leyti þrátt fyrir þaö að hún væri rétt stig-
in upp úr erfiðum veikindum.
HaÚdóra sýnir hér á sér hina hliðina.
Ryan.
Uppáhaldssöngvari: Celine Dion.
Uppáhaldsstjómmálamaður: Veit ekki.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield.
Uppáhaldssjónvarpsefhi: Friends.
Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús: Asía.
Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég les voða
Fullt nafn: Halldóra Þorgeirsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 4. ágúst 1981.
Maki: Enginn.
Böm: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf: Sundið.
Laun: Engin, því miöur.
Áhugamál: Sund, skíði og ferðast um
heiminn.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei, aldrei.
Hvað finnst þér skemmtilegast i
gera? Að fara út með sundfólkinu og
keppa og kynnast fólki frá öðrum
löndum.
Hvað finnst þér leiðin-
legast að gera? Að vera
veik.
Uppáhaldsmatur: Kín-
verskur matur og pitsa.
Uppáhaldsdrykkur:
Sódavatn.
Hvaða íþróttamaður
stendur fremstur í dag?
Til dæmis Bjami Guð-
jónsson.
Uppáhaldstímarit:
Swimming World.
Hver er fallegasti
karl sem þú hefur séð?
Matthew McConnery.
Ertu hlynnt(ur) eða
andvígur ríkisstjórn-
inni? Hef ekki myndað
mér skoðun.
Hvaða persónu langar
þig mest til að hitta?
Dennis Pankratoff.
Uppáhaldsleikari:
Denzil Washington.
Uppáhaldsleikkona: Meg
Hver útvarpsrásanna þykir þér best?
FM 95,7.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég hef
ekki pælt í því.
Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú
mest á? Aðallega Stöð 2, Eurosport og
MTV.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng-
Uppáhaldsskemmtistað-
ur/krá: Fer ekki á skemmti-
staði né krár.
Uppáhaldsfélag í
íþróttum: Sundfélag-
ið Ægir.
Stefnir þú að
einhverju sér-
stöku í fram-
tíðinni? Ná á
Ólympíuleik-
ana í Sydney
árið 2000.
Hvað
gerðir þú í
sumarfrí-
inu? Fór til
Þýska-
lands og
Danmerk-
ur að
keppa í
sundi.
Cameron, sonur Michaeis Douglas:
Treystir á að pabbi
kaupi sig
út úr vandanum
Bamauppeldi
er jafherfitt,
hvort sem er á
íslandi eða í
Bandaríkjunum
og stórstjörn-
umar geta átt í
jafnmiklum erf-
iðleikum með
bömin sín og
landinn. Stór-
leikarinn Mic-
hael Douglas er
gott dæmi um
þetta en sonur
hans, Cameron,
17 ára, má búast
við að vera
dæmdur til fang-
elsisvistar fyrir
akstur undir
áhrifum áfengis
og tilraun til
manndráps því
að hann var
næstum búinn
að ganga frá lög-
reglumanni sem
dróst með bíln-
um langa vega-
lengd.
Cameron var
að leika sér á
mótorhjóli í lok
október þegar
hann stoppaði á
rauðu ljósi í
Santa Barbara í
Kalifomíu. Þar
keyrði hann á
Plymouth bíl
sem rann aftan á
Pontiac, sem
léynilögreglumaðurinn Rodolfo Ri-
vera keyrði. Rivera fór á stúfana
og reyndi að 'stoppa stráksa en
hann lét ekki segjast fyrr en hann
stöðvaðist úti í
miðjum gos-
brunni. Rivera
fór illa í baki á
þessu ævintýri.
Heimildir
segja að Camer-
on treysti nú á
að margmillj-
ónerinn og
pabbinn Mich-
ael Douglas
bjargi sér úr
vandanum en
þó gæti bragðið
til beggja vona
því að Michael
Douglas er orð-
inn þreyttur á
að þurfa sýknt
og heilagt að
kaupa dengsa
úr vandræðum.
Douglas er þó
iila haldinn af
samviskubiti og
telur sig ekki
hafa séð strákn-
um fyrir nógu
góðu heimili.
Heimildir
nánar Douglas
segja á hinn
bóginn að
stráksi sé
hrokafullur
vandræðageml-
ingur sem hati
pabba sinn fyr-
ir að hafa eyði-
lagt líf möm-
munnar,
Diöndru, fyrr-
verandi eiginkonu Douglas, með
framhjáhaldi og veseni. Það er því
ekki eintóm sæla að vera frægur
leikari.
)
Cameron, sonur Michaels Dou-
glas, keyröi fullur og slasaöi leyni-
þjónustumann illa. Hann treystir á
aö pabbi sinn kaupi sig úr vandan-
um. Ef ekki þá getur hann lent í
fangelsi.