Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Qupperneq 28
28 lennmg LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 Skáld sárra tilfinninga Segja má að stærstur hluti ljóðlistar Nínu Bjarkar Ámadóttur snúist um það hve mann- leg samskipti geta verið flókin. Sársaukinn og gleðin sem við getum vakið hvert öðru eru endurtekin yrkisefni i fyrri ljóðabókum henn- ar og svo er einnig í bókinni Alla leið hingað sem er sú níunda í röðinni. Nína Björk yrkir mikið um ástina, um unað þess að elska en þó einkum um sársaukann að fá ekki notið sam- vista við þann sem maður elskar og kvölina að mega ekki elska en geta. ekki hætt því, saman- ber ljóðið „Forboðin" þar sem eftirfarandi lín- ur standa meðal annarra: . . . þetta er bara ég að elska þig ég gat þá aldrei hætt því og vitaskuld tárastu og langt er um liðið að ást mín færi þér annað en sviða og tár. Nínu Björk er hugleikið varnarleysi mann- eskjunnar gagnvart eigin tiiflnningum. í fyrri ljóðabókum sínum hefur hún gert andlegri Bókmenntir Kristján Þórður Hrafnsson þjáningu skil á einkar áhrifamikinn hátt og má nefna Svartur hestur í myrkrinu (1982). Þótt ljóð er lýsi sálarangist og sársauka sé víða að flnna í þessari bók eru hér líka dregnar upp bjartar myndir af tilverunni. Það hvemig einn einstaklingur getur í huga annars ljáð veröld- inni töfra er Nínu Björk kært yrkisefni. Ljóð Nínu Bjark- ar i þessari bók vísa fremur til hugarheims en ytri veruleika. Málið á þeim er skáldlegt og táknrænt og til dæmis kemur orðið hjarta mjög oft fyrir. Ljóðin eru mjög persónuleg og innihalda gjaman játningar þar sem vikið er að innstu hjartans málum. Víða ávarpar skáld- konan einhvem tiltekinn einstakling, lýsir þeim tilfinningum sem hann hefur vakið henni og vísar til þess sem þeim hefur farið á milli. Nína Björk hefur í áranna rás ort fjölmörg magnþrangin og heillandi ljóð og er í hópi okk- ar allra fremstu ljóðskálda. Alla leið hingað fær vart talist með hennar mestu verkum en bókin er ánægjuleg viðbót við það sem fyrir er. Nína Björk Árnadóttir: Alla leið hingað Iðunn 1996 Útvarp Reykjavík, nú verða sagðar... Enn einn sveita„rómaninn“! Er nú ekki ver- ið að bera í bakkafullan lækinn? Þetta tauta ég í barm mér þegar ég kíki aftan á nýjustu bók Ólafs Hauks Símonarsonar, Rigningu með köfl- um, en þar er mér lofað sögu af Jakobi sem dvelur sumarlangt í sveitinni snemma á sjö- unda áratugnum. En ég skipti um gír á fyrstu síðu og gleymi mér alveg í látlausum og mynd- Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir rænum stíl höfundar: „Hann opnaði augun hægt og virti fyrir sér mor af stómm, blásvört- um maðkaflugum sem lágu emjandi á bakinu í gluggakistunni, riðluðust hver á annarri eða réðust á glerið af offorsi en hrundu jafnharðan aftur niður í kösina.“ (5) Þessi blásvörtu suðandi kvikindi em með því fyrsta sem Jakob ber augum i sveitinni, innilokuð grey sem berjast innbyrðis um út- gönguleið en komast hvergi. Þegar lestrinum er lokið hvarflar hugurinn ósjálfrátt aftur til þessarar lýsingar. Hana má vel heimfæra upp á fólkið sem Jakob kynnist í sveitinni, fólk á tveimur bæjum sem era óþægilega nærri hvor öðrum. Óþægilega, segi ég, því samkomulagið er ekki sem best, eiginlega óbæri- legt. Samskiptin era byggð á stöð- ugum, ertandi ríg sem stundum blossar upp í hálfgert hatur og þótt fólkið virðist reyna að forð- ast hvað annað lendir það samt alltaf saman eins og flugur í kös. Samanburður þessara tveggja fjölskyldna er kostulegur. Á bænum sem Jakob dvelur á eru engin nútímaþægindi, ekkert rafmagn og engar almennileg- ar sláttugræjur. Á hinum bæn- um er allt af öllu og á meðan liðið þar heyjar á örskammri stundu með nýjustu tækni hamast Jakobsfólk með gamla góða orfið og ljáinn! Eins og vænta má botnar Jakob hvorki upp né nið- ur í þessu fólki, skilur ekki af hverju það hjálp- ast ekki að og reynir að vera almennilegt. Hann á erfitt með að taka afstöðu til þessara mála en togast þvert gegn vilja sínum inn í hringiðuna miðja með ófyrirsjáanlegum og æv- intýralegum afleiðingum. Rigning með köflum minnir á veðurfréttir. Hún kallar upp í hugann röddina sem þylur í síbylju: „vestiæg átt“, „stinningskaldi“, „hæg sunnanátt og þykknar upp með kvöldinu". Ró- legur og svæfandi malandinn minn- ir á blankalogn og blíðviðri en í orðunum búa andstæður og átök: hiti, kuldi, logn og stormur, sól og rigning, líf og dauði. Þannig er spenn- an byggð upp í bók Ólafs Hauks. Allt virðist rólegt á yfirborðinu en undir niðri kraumar ólgandi kvika sem vill komast upp. Stígandi verksins er hæg og lúmsk eins og íslenska veðráttan og persónumar að sama skapi margbrotnar og óútreiknanlegar. Þetta er eftirminnileg og fallega skrifuð saga, fyndin, Ijúf, sár, dul- arfull... eftirvæntingin eykst í takt við stigvaxandi átök og maður skynjar fremur en veit að handan lognsins lúrir brjálaöur stormurinn i leyni. Ólafur Haukur Símonarson: Rigning með köflum Ormstunga 1996 Rúnalestur Sænski rúnasérfræðingurinn Marit Áhlen heldur fyrirlestur sem hún nefn- ir „Runstenarnar texter beráttar om svenska vikingar" í Norræna húsinu kl. 20. á mánudagskvöldið. Enn í dag eru um 2000 rúnasteinar til í Svíþjóð af mörg þúsund steinum sem reistir voru á 11. öld. Þótt stuttir séu veita textarn- ir á þessum steinum ýmiskonar fræðslu um hugmyndaheim fólksins í landinu á þeim tíma, til dæmis tog- streitu milli heiðni og kristni. Hjartans hörpustrengir Skólakór Garðabæjar sem Guðfinna Dóra Ólafsdóttir stjórnar hefur_ gefið út hljóm- plötuna Slá í þú hjartans ' hörpustrengi með átján helgisöngvum sem margir tengjast jólum. Þar eru meðal annars þjóðlagið Hátíð fer að höndum ein, Líf- ið gefur guð eftir Hjálmar H. Ragnars- son og Jól eftir Jórunni Viðar, einnig A Ceremony of Carols í tólf þáttum eftir Benjamin Britten. Studio Stemma sá um upptöku, en kórinn gefur sjálfur plötuna út. Útgáfutónleikar kórsins verða í Há- teigskirkju í dag kl. 17. Jólasöngvar á nótum Út eru komin í tveim bókum 93 að- ventu-, jóla- og ára- mótalög. I annarri bókinni eru text- amir en í hinni eru laglínunótur og hljómar, og er þetta líklega stærsta safn jóla- söngva og texta sem komið hefur út á prenti hér á landi. Gylfi Garðarsson tók efniö saman og NótuÚtgáfan gefur út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.