Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Page 31
JjV LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 31 útlönd Svipurinn á þessum börnum lýsir vel þeim mikla óhug sem setti aö Skotum, og raunar heimsbyggöinni allri, eftir fjöldamoröin á börnunum í bænum Dun- blane í mars. Geöveikur maður myrti sextán börn og kennara þeirra áöur en hann svipti sig lífi. Símamynd Reuter Saklaus börn fengu að finna fyrir öfuguggahætti fullorðna fólksins á árinu: Hættulegir utangarðsmenn verstu morðingjar ársins Ársins 1996 verður minnst í ann- álum fyrir utangarðsmennina sem náðu fram blóðugum hefndum á þjóðfélaginu með því að myrða tugi saklausra samborgara sinna. Fyrstur til að hefna eigin skip- brots var hinn 43 ára Thomas Hamilton. Á fögrum marsdegi æddi hann inn í bamaskóla í bænum Dunblane í Skotlandi og á aðeins fjórum mínútum skaut hann sextán ung böm og kennara þeirra til bana. Að því búnu svipti hann sjálf- an sig lífi. Sex vikum síðar og hinum megin á hnettinum gekk Martin Bryant inn í kaffihús á Tasmaníu, friðsælli eyju undan ströndum Ástraliu, og hóf skothríð á ferðamenn sem sátu þar að snæðingi. Fréttaljós á laugardegi Tuttugu manns lágu í valnum á innan við tveimur mínútum. Þegar • lögregla náði loksins að góma Bryant morguninn eftir hafði „hlæj- andi byssumaðurinn frá Port Arth- ur“, eins og hann hefur verið kallað- ur, drepið 35 manns. Hann er versti fjöldamorðinginn í sögu Ástralíu. Hamilton og Bryant koma báðir heim og saman við þá mynd sem menn hafa gert sér af hættulegum utangarðsmönnum. Þeir voru ein- farar sem höfðu hom í síðu samfé- lagsins og þeir höfðu i fórum sínum vopnin sem þurfti til að geta hefnt harma sinna. Ódæði mannanna urðu til þess að stjómvöld í heima- löndum þeirra sáu sig tilneydd að endurskoða löggjöf mn byssueign. En þótt glæpir þessara manna hafi að vonum vakið mikinn óhug um heim allan voru þeir þó ekki einir um að fremja ódæðisverk þar sem börnin vora oftar en ekki fóm- arlömb reiði og öfuguggaháttar full- orðinna manna. Og viðurstyggileg- ustu glæpimir voru stundum framdir þar sem menn áttu síst von á. Kynmök við ung börn Belgía var nú þekktari fyrir góð- an bjór og kerfiskarla á hverju strái en úrkynjaða kynferðisglæpamenn. Það breyttist þó í ágúst í sumar þeg- ar tveimur ungum stúlkum, sem hafði verið misþyrmt kynferðislega, var bjargað úr dýflissu og lögreglan gróf upp lík fjögurra annarra stúlkna. Það var upphaf Dutroux- málsins sem átti eftir að vera á for- síðum blaða um allan heim næstu daga og vikur á eftir og valda meira umróti í Belgíu en nokkurt annað mál í langan tíma. Mál þetta, sem kennt er við höf- uðpaurinn, dæmdan kynferðisaf- brotamann að nafni Marc Dutroux, Varð til þess að yfirvöld í löndum víða um heim hófu leit að bamaníð- ingum sem gætu tengst málinu í Belgíu. í framhaldi af þvi var flett ofan af hópum bamaníðinga í Pól- landi, Frakklandi, Austurríki og víðar. Atburðimir í Belgíu í sumar sýna svo ekki verður um villst að barna- níðingar hafa sig ekki bara i frammi í löndum þriðja heimsins. Raðmorðingjar Raðmorðingjar sátu ekki auðum höndum á þessu ári frekar en fyrri daginn. Lögreglan í Suður-Afríku fann t.d. í síðasta mánuði likams- leifar þess sem hún telur vera fjórt- ánda fómarlamb raðmorðingja sem hefur látið að sér kveða í Jóhannes- arborg. Þá lýsti annar maður sem kom fyrir rétt, ákærður fyrir 38 morð og 40 nauðganir, yfir sakleysi sínu. Glæpum hefur fjölgað mjög í Suð- ur-Afríku á undanfórnum misserum og morð eru þar daglegt brauð. Nú er svo komið að margir landsmenn hafa komið fyrir jarðsprengjum í görðum sínum til að vemda sig fyr- ir óboðnum gestum. Lögreglan í Mið-Ameríkuríkinu Kostaríku leitar einnig raðmorð- ingja sem hefur fengið það óskemmtilega viðumefni „geðvill- ingurinn" og talið er að hafi rúm- lega þrjátíu mannslíf á samvisk- unni. Morðingi þessi sérhæfir sig, ef svo má að orði komast, í ungum stúlkum og elskhugum þeirra og lætur til skarar skriða þegar unga fólkið hefur komið sér fyrir afsíðis til að kyssa og kela. Martin Bryant, 29 ára gamall einfari, varð versti fjöldamorðingi í sögu Ástralíu þegar hann myrti 35 manns á feröamannastað á eyjunni Tasmaníu í apríl. Símamynd Reuter í Norður-Karólinu í Bandarikjim- um hófust réttarhöld yflr fjölda- morðingjanum Henry Wallace, fyrr- um starfsmanni skyndibitastaðar, sem er sakaður um að kyrkja níu ungar konur með brjóstahöldum og baðhandklæðum á tveggja ára tíma- bili, frá 1992 til 1994. Angist ííasmaníu Fjöldamorðin í fanganýlendunni í Port Arthur á Tasmaníu voru versti glæpur sinnar tegundar sem fram- inn var á árinu og þeir eru margir sem telja að með þeim hafi Ástralía endanlega glatað sakleysi sínu. Martin Bryant, 29 ára gamall at- vinnuleysingi sem ekki átti neina nákomna fjölskyldu, haföi ferðast vítt og breitt um heiminn í leit að fólki til að tala við. Hann notaði til þess peninga sem fullorðin lagskona hans hafði arfleitt hann að. Að því er segir í læknaskýrslu, sem var les- in upp við réttarhöldin yfir honum, gramdist Bryant það mjög hversu fólk var ófúst að ræða við hann. Það setti bara á sig snúð og sneri sér undan. Bryant fékk svo útrás fyrir gremju sína þann 28. apríl þegar hann gekk inn á Broad Arrow-kaffi- húsið í gömlu fanganýlendunni við bæinn Port Arthur og hóf skothríð úr hálfsjálfvirkum riffli á gestina sem þar sátu að snæðingi. Eftir fimmtán sekúndna skothríð lágu tólf manns í valnum og vora margir þeirra enn með hnífapörin í hönd- unum. Aðra hundelti Bryant eins og dýr og drap, eins og litlu stúlkuna sem hafði falið sig á bak við tré í þeirri von að sleppa lifandi frá hild- arleiknum. í fyrstu lýsti Bryant yfir sakleysi sínu en í síðasta mánuði breytti hann framburði sínum, játaði á sig glæpina og hló í réttarsalnum þegar ákæruatriðin voru lesin upp. Hann var síðan dæmdur í lífstíðarfang- elsi. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, tókst í kjölfar voðaver- kanna að fá þingið til að samþykkja bann við nær öllum sjálfhlaðandi byssum, auk þess sem stjórnvöld eyddu miklu fé í að kaupa ólöglegar byssur af eigendum þeirra. Sakleysingjar myrtir Bretar héldu að þeir heföu fengið sinn skammt af viðbjóðnum með máli West-hjónanna, þeirra Freds og Rosemary, sem misnotuðu og myrtu fjölda ungra stúlkna og grófu síðan í og við hús sitt í Gloucester. En þá komu fjöldamorðin á börnun- um í Dunblane í Skotlandi. Thomas Hamilton haföi í fórum sínum fjórar skammbyssur og rúm- lega sjö hundrað skothylki þegar hann myrti sextán fimm og sex ára börn sem voru að leika sér í leik- fimisal skóla síns. Kennarinn féll einnig og Hamilton drap svo sjálfan sig á eftir. Allar byssurnar voru löglega skráðar á nafn Hamiltons, jafnvel þótt vitað væri að hann hefði sjúk- legan áhuga á ungum drengjum og væri afskaplega gramur yfir því að hafa verið rekinn úr starfi skáta- leiðbeinanda. Nokkrum dögum fyrir moröin hafði Hamilton meira að segja skrifað Elísabetu drottningu bréf þar sem hann ítrekaði að hann væri ekki „öfuguggi". Harmleikurinn i Dunblane varð til þess að bresk stjómvöld hertu enn frekar lög um byssueign sem voru þó fyrir einhver hin ströng- ustu í allri Evrópu. Þingið setti ný lög sem banna allar skammbyssur, nema þær cdlra minnstu. Reuter ‘Nyhmúð jrú Italíii Leðurskór Litir: svartlbrúnt Stærðir: 36-4 / Verð kr. 6.790 ^Skóverslun ÞÓRÐAR GÆÐI & ÞJÓNUSTA LAUGAVEGI 40A SÍMI 551-4181 aukaafslátt af simáauglýsingum DV Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.