Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Síða 36
36 Qiklgarviðtalið
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996
DV LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996
helgarviðtalið
og viö höfðum sömu reglur á okkar nýja
heimili. Mér gekk vel, naut lífsins og eignað-
ist fulit af vinum. Menn fóru líka að treysta
mér, ég leysti af um tíma sem forstöðumaður
áfangahússins á Akureyri og allt virtist í lagi.
En ég datt aftur í það, gleymdi mér við að
hjálpa öðrum og fór fram af hengifluginu
sjáifúr. Þegar þar var komið var ég búinn að
vera edrú í 3 ár. Vinir mínir voru hins vegar
fljótir að kippa í taumana og innan sólar-
hrings var ég kominn inn á Vog, eina ferðina
enn. Við tók slæmur tími, ég stoppaði stutt á
Vogi en kom þangað nokkrum sinnum. Á síð-
asta ári náði ég 7 mánaða edrútíma en sl. vor
fór ég að drekka aftur. Sú drykkja stóð yfir
fram í nóvember þegar ég fór á Vog og svo
beint hingað á áfangaheimilið á Akureyri að
nýju.“
Hugsa til
æskujólanna
„Ég ætla bara rétt að vona að nú sé ég kom-
inn á endastöðina, að ég geti byggt mig upp og
lifað það upp á nýtt hvemig er að vera edrú
og kynnast sjáifum mér. Núna er ég auðvitað
farinn að hlakka til jólanna eins og aðrir en
þau ætla ég að eiga hér á áfangaheimilinu.
Auðvitað fylgir hraði og spenna desember-
mánuði en ég geri mikið að því að hugsa til
baka, til æskujólanna og hvað þau voru góð.
Tilhlökkunin er enn fyrir hendi, nú snýst hún
þó ekki fyrst um pakka, frekar um góðan mat
og að eiga góöar stundir með góðum félögum.
Núna ætla ég i kirkju á jólunum, nokkuð sem
ég hef ekki gert áður. Um áramótin held ég
þeim sið sem ég hef haft undanfarin ár að fara
upp í Hlíðarfjall þegar nýtt ár gengur í garð
og sjá hvemig Akureyringar kveðja gamla
árið og heilsa því nýja.
í dag er lífið gott. Ég er að byggja mig upp
og sinna sjáifúm mér og hér á Akureyri ætla
ég mér að vera i framtíðinni. Það á betur við
mig en að vera í hasamum i Reykjavík,“ seg-
ir Einar. -gk
DVAkureyri:___________________________
„Desembermánuðurinn, og það að vita af
jólunum á næsta leiti, leggst alltaf vel i mig.
Þetta er mánuður tilfinninganna og oft verð-
ur manni hugsað til baka, til æskuáranna og
hvað það var gaman á jólunum þegar maður
var ungur og áhyggjulaus. Síðan þá hef ég
haldið jólin á ýmsan hátt við margvíslegar
kringumstæður. Ég hef drukkið á götunni á
aðfangadagskvöld og sofið í stigagöngum, i
steininum eða í einhverjum kompum. Ég hef
líka átt jól á meðferðarstofnunum og á áfanga-
heimilum. En það er sama á hverju gengur,
alltaf standa æskujólin upp úr“.
Þetta segir Einar Láms Pétursson, 32 ára
Reykvíkingur sem hefur lifað eitt og annað,
bæði súrt og sætt, þótt hann sé ekki eldri en
raun ber vitni. Einar var á sínum tíma þekkt-
ur sem „kardókóngurinn" á götum Reykjavík-
ur, en það viðurnefni fékk hann vegna mikill-
ar neyslu sinnar á kardimommudropum.
Hann er alkóhólisti sem hefur lifað meira og
minna í óreglu síðan hann var 15 ára gamall
og þótt hann hafi átt sín góðu tímabil á þess-
um árum þá hefur hann einnig farið alla leið
á botninn. Hann hefur lifað götulífi í höfuð-
borginni, verið vistmaður á Gunnarsholti,
farið í fleiri afvatnanir og meðferðir en tölu
verður komið á, og oftar en einu sinni verið
nær dauða en lífi vegna ofdrykkju áfengis eða
neyslu á öðram efhum.
Minningar um
mikla hátíð
Þessa dagana dvelur Einar hins vegar á
Fjólunni, sem er áfangaheimili SÁÁ fyrir
alkóhólista á Akureyri, og unir hag sínum
vel. Hann segist hlakka til jólanna og þess
friðar sem þeim fylgir, en óneitanlega bregð-
ur manni við að heyra Einar lýsa þeim jólum
þegar honum hefur liðið hvað verst og hann
verið hvað dýpst í sinni óreglu.
„Elstu jólaminningamar mínar eru minn-
ingar um mikla hátíð. Ég ólst upp á fjöl-
skylduheimili sem svo er kallað, en ég var
strax eftir fæöingu tekinn frá foreldrum mín-
um og sendur á vöggustofu og síðan á þetta
heimili þar sem ég var einn af fjórtán krökk-
um. Þama ólst ég upp, hjá konu sem ég lít í
rauninni á sem mína móður þótt ég þekki
mina raunverulegu móður og föður minn
einnig. Á heimilinu þar sem ég ólst upp vom
ákveðnir siðir í heiðri hafðir um jólin eins og
til dæmis við að skreyta húsið og jólatréð á
Þorláksmessu en auðvitað var það eftirvænt-
ingin eftir pökkunum sem var manni efst í
huga“ segir Einar.
Á verbúðaflakk
Hann segist hafa verið hjá þessari konu til
15 ára aldurs, en var reyndar i sveit á sumr-
in. „Það var einmitt í sveitinni sem ég byrjaði
að drekka og drykkjan ágerðist strax frá byrj-
un. Þegar ég kom til Reykjavíkur var ómögu-
legt að fela þetta á heimilinu þar sem engin
drykkja fór fram, og ég fór því þaðan. Við tók
flakk á milii verbúða út um allt land, ég þótt-
ist vera að vinna en auðvitað var ekkert ann-
að á ferðinni en nær stanslaus drykkja og alit
snerist um brennnivín og fyllirí. Ég var ýmist
rekinn úr vinnu eða ég lét mig hverfa áður en
til þess kom. Stöku sinnum þvældist ég til
Reykjavíkur og heimsótti meðal annars for-
eldra mína.
Árið 1981 gafst ég upp á þessu flakki og
flutti aftur til fósturmóður minnar. Þá fór ég
að vinna i „öskunni" hjá bænum og við tók
regluleg helgardrykkja. Hún ágerðist svo og
þar kom 1983 að ég fór i mína fyrstu meöferð,
um niður Laugaveginn, á gangstéttunum
beggja vegna götunnar og betluðum peninga
af fólki sem við mættum og hættum ekki fyrr
en komið var nóg fyrir spritti eða áfengi.
Auðvitað var kvartað undan okkur, og oft-
ar en einu sinni hirti lögreglan okkur. Stund-
um vorum við keyðir út í Öskjuhlíð og sagt að
halda okkur frá miðbænum. Oft svaf ég í
Öskjuhlíðinni, og einnig á salernunum í
gamta kirkjugarðinum í Fossvogi en þar var
heitt og notalegt að vera“.
Einar segir að á árunum 1983-1987 hafi
hann ótal sinnum farið i afvatnanir og áfeng-
ismeðferðir, á Vog, Vífilsstaði, Hlaðgerðarkot
og á fleiri staði. „Hefði ég ekki komist í þess-
ar afvatnanir og meðferðir hefði ég drepið
mig meö drykkjunni, en ég hafði líka vilja til
að hætta að drekka. En því miður dugði sá
vilji stutt, ég gekk oft út þegar mér var farið
að líða betur og skýjaborgimar hrundu".
Jól með sprittbrúsanum
„Þegar ég hugsa um jólin man ég eftir mér
ýmsu ástandi við ýmsar kringumstæður. Ég
man eftir aðfangadagskvöldi þegar ég var á
rölti á Laugaveginum með rauðsprittbrúsa
sem var minn eini félagi það kvöldið. Mér var
mjög kalt og ég var að leita mér að hlýju.
Lengi vel vom allar hurðir sem ég tók í læst-
ar, en loksins komst ég inn á einum stað, inn
í stigagang þar sem ég settist. Þarna sat ég
svo með sprittbrúsann og hugsaði um æsku-
jólin sem vom svo góð og um þá stöðu sem ég
var nú kominn í, húsnæðislaus óreglumaður,
matarlaus á jólunum og þegar jólanóttin gekk
í garð leitaði ég eftir gistingu hjá lögreglunni.
Ég hef líka upplifað aðfangadagskvöld í rusla-
kompum, á meðferðarstofnunum og á áfanga-
heimilum og liðið misvel".
23ja ára vistmaður
á Gunnarsholti
Eftir ótal meðferðir og afvatnanir kom að
því að Einari var gefmn kostur á að gerast
vistmaður á Gunnarsholti, en sá staöur er í
hugum margra endastöð alkahólistans þótt á
því séu auðvitað undantekningar. Þetta var
matsalnum í Fjólunni. Þar ætlar Einar aö eyöa jólunum í hópi góöra félaga.
DV-mynd, gk.
árið 1987 þegar Einar var aðeins 23 ára.
„Þama er ekkert um að vera, engin með-
ferðardagskrá, en menn áttu kost á vinnu. Ég
vann við að steypa hellur og í 2-3 daga í mán-
uði fékk ég frí. Þá var haldið til borgarinnar
og drakkið sleitulaust þangað til lögreglan
kippti manni upp og ók manni „heim“ aftur.
Ég var alveg sáttur við þetta líf. Því fylgdu
engar áhyggjur, það var eldað ofan í mann og
þvegið af manni og ég hafði mitt eigið her-
bergi með sjónvarpi, myndbandstæki og fleiri
þægindum. Mér fannst þetta bara gott líf, ör-
uggt húsnæði og fæði og hægt að detta í það
reglulega".
Dvöl Einars í Gunnarsholti varaði í tæp-
lega 3 ár en þá kom áfengisráðgjafi þangað og
lagði hart að honum að reyna að koma lífi
sínu í eðlilegt horf. „Ég lét til leiðast að fara í
eina meðferðina enn og fór i svokallað „Vík-
ingaprógramm" sem er fyrir menn sem em að
koma í þriðja skipti í meðferð hjá SÁÁ eða
hafa komið oftar“.
Hjartað stöðvaðist
„Þótt ég hafi ekki verið edrú lengi eftir
þessa meðferö þá geröist eitthvað þar sem
breytti mér, mig langaði allt í einu til að lifa
lífinu án áfengis. En samt tók gamla lífemið
við aftur, endalausir ferðir inn á meðferöar-
stofhanir milli þess sem ég var á götunni. Ég
kom einnig nokkmm sinnum inn á sjúkra-
hús, t.d. með brennivínskrampa eða nær
dauða en lífi af pilluáti. Einu sinni komst ég
yfir hjartatöflur sem ég át eins og mat og af-
leiðingin varð hjartastopp. Ég var bara svo
heppinn að vera í lögreglubíl þegar það gerð-
ist þannig að ég fékk hjálp strax. Annars not-
aði ég öll vímuefhi sem ég komst yfir, áfengi,
spritt, pillur, hass og amfetamín sem ég
sprautaði mig með“.
Segja má að í einni afvötnunarferðinni á
Vog, árið 1992, hafi orðið kaflaskil í lífi Ein-
ars. „Þá var mér gefínn kostur á að fara til
Akureyrar og búa þar í áfangahúsi. Ég var
tregur til en lét til leiðast, m.a. vegna þess að
nokkrir Akureyringar sem voru á Vogi
hvöttu mig til þess. Ég fór á Fjóluna sem er
nafn áfangahússins á Akureyri og ég fann
strax að á Akureyri var ég frjálsari en í borg-
inni. Ég gat gengið uppréttur um götumar án
þess að eiga það á hættu að einhver fyllibytt-
an bankaði í bakið á mér, og ég var í friði að
vinna í mínum málum. Ég fór í einu og öllu
eftir þvi sem fyrir mig var lagt þótt ég sæi t.d.
engan tilgang í þvi að fara í sund eða að lyfta
lóðum, ég gerði þaö samt“.
Sá loks tilganginn
„Á þessu tímabili sá ég loksins tilganginn
með því að vera edrú. Þegar mínum tíma í
áfangaheimilinu lauk leigði ég íbúð með öðr-
um manni sem var samferða mér á Fjólunni
Einar í herbergi sínu í Fjólunni á Akureyri. „Ég er aö byggja mig upp og sinna sjalfum mér“.
á Silungapoll og svo að Staðarfelii í Dölum. Sú
meöferð dugði til að halda mér edrú í 3 mán-
uði. Viö héldum saman gamlir drykkjufélagar
sem höfðum farið í meðferð og duttum svo í
það einn af öðrum."
Betlað á götunni
„Það má segja að það sem næst tók við hafi
verið götulífið, skrautlegt líf og rosalega
DV-mynd gk
erfitt. Við vorum 5-6 saman sem héldum hóp-
inn, það var mikil samkennd milli manna og
allir tilbúnir að hjálpa hinum þegar þannig
stóð á. Til að fjármagna óregluna var oftast
stundað betl á götum borgarinnar, við geng-
Forgangsatriði að mönnun-
um háma líði vel um iólin
DV. Akureyri:
„Jólin em haldin hér eins og á hveiju öðm
heimili. Hér verða 7-8 manns á aðfangadags-
kvöld og það mun fara vel um þá,“ segir Sæ-
mundur Pálsson, forstöðumaður áfangaheim-
ilisins Fjólunnar á Akureyri.
Sæmundur segir að eldamennskan um há-
tíðimar verði ekki vandamál á Fjólunni.
„Menn ganga sjálfir í öll verk og skipta
hálfsmánaðarlega. Einar Láms á að sjá um
eldamennskuna um jólin með öðrum manni
og hann er mjög snjall í eldhúsinu. Þá vill svo
skemmtilega til að hér í húsinu verða úm jól-
in einnig matreiðslumaður og kjötiðnaðar-
maður þannig að jólasteikin verður ekkert
vandamál.
Jólin hér em mjög hátíðleg og ég hef lagt á
það mikla áherslu að mönnunum sem dvelja
hér á þessum árstíma líði sem best. Við þrí-
fum húsið hátt og lágt og skreytum síðan og
þaö er forgangsatriði að menn hafi nóg af öllu
þegar jólin ganga í garð og öllum líði vel.“
- Er þetta ekki erfiður tími fyrir þá sem
dvelja i húsinu?
„Nei, ég hef ekki orðið mikið var við það.
Það er talsvert mikið rnn það að menn sem
era að sunnan og dvelja hér leggi ekki i að
fara suður um jólin og sumir sem hafa gert
það hafa komið fljótt aftur. Þegar menn era
búnir að finna ró og frið héma vilja þeir ekki
vera að skera neitt á það. Það er víða mikil
neysla áfengis og fikniefna á þessum tíma
sem öðrum. Hér í húsinu hafa menn það hins
vegar huggulegt og mikil samkennd er ríkj-
andi,“ segir Sæmundur Pálsson
-gk
Einar Lárus Pétursson, 32 ára alkóhólisti, hefur „haldið jól" við ýmsar kringumstæður:
A rölti á aðfangadagskvöld
með sprittbrúsann í fanginu
-„kardókóngurinn" dvelur nú í „áfangahúsi" á Akureyri og hlakkar til jólanna