Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Síða 42
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996
5» sviðsljós
Sichard er ekki svipur hjá sjón frá því sem áöur var, MS hefur leikiö
ánn grátt.
Einmana og illa útlítandi
„Ef Fran tekur sér ekki tak endar hún á því að
fá taugaáfall. Hún gerir ekki annað en að vola og
væla og hefur aldrei verið svona langt niðri,“ er
haft eftir vini Fran Drescher eða barnfóstrunni
sem margir kannast við af Stöð 2.
Fran gekk til sálfræðings og skildi í kjölfarið
við eiginmann sinn í 18 ár, Peter. Hún kunni því
vel 1 fyrstu að vera sjálfstæð kona á framabraut
og standa á eigin fótum en þegar smátími var lið-
inn fór hún þó að flnna fyrir einmanaleika. Nú er
svo komið að hún vakir heilu næturnar, er hætt
að borða og leigir sér jafnvel vini til að sitja hjá
sér þau kvöld og þær nætur þegar hún gistir ekki
á hóteli eða hjá vinafólki. „Hún er orðin grind-
horuð og lítur hörmulega út,“ sagði gömul vin-
kona hennar sem reyndi að koma ofan í hana sal-
ati.
Ofan á allt annað virðist sem fyrsta kvikmynd-
in sem Fran leikur aðalhlutverkið í, Beautician
and the Beast, ætli að misheppnast algjörlega.
Frumsýningargestum stökk ekki bros alla mynd-
ina og Fran sökk dýpra og dýpra niður I sætið
sitt tautandi:
„Ég trúi þessu ekki, ég trúi þessu ekki.“ Sjálf
leit hún skelfilega illa út á hvíta tjaldinu og er
sannfærð um að frami hennar hafi þar með tek-
ið enda. Það verður því átak fyrir þessa 38 ára
gömlu leikkonu að ná sér aftur á strik.
„Þegar ég les lygasögur um að ég sé
lamaður og að mér sé haldið 1 stofu-
fangelsi á mínu eigin heimili, að ég sé
barinn og mér hrint úr hjólastólnum
verð ég reiður," sagði hinn 55 ára Ric-
hard Pryor, fyrrum grínisti sem nú er
bundinn við hjólastól eftir að hafa
fengið MS-sjúkdóminn.
„Ég vil að aðdáendur minir viti að
það er vel um mig hugsað og að ég
held áfram að vinna svo lengi sem ég
get. Ég er hamingjusamur og mér líð-
ur eins vel og hægt er miðað við að
vera haldinn þessum sjúkdómi," sagði
Richard. Hann segir að slúðrið hafi
byrjað þegar hann hóf samstarf við
fyrrum eiginkonu sína, rithöfundinn
Jennifer Lee, en þau vinna í samein-
ingu að kvikmynd um líf Richards
sem ber heitið Live.
Það ýtti undir slúðrið að Richard
hefur beðið dómsvaldið að lækka
meðlagsgreiðslur sínar með þremur
börnum sem nú nema um 10 þúsund
dollurum á mánuði en alls á hann sex
börn með fimm konum. „Ég þénaði
milljón dollara á ári þegar greiðslurn-
ar voru ákveðnar en síðan hef ég selt
10 herbergja herragarðinn í Bel-
Air, heimili mitt á Hawaii, alla
sportbílana mína og tæmt alla
sparnaðarreikninga til að ná
endum saman. Ég elska börnin
mín verulega og hef alltaf
hugsað vel um þau en
staðreyndin er sú að ég
hef ekki efni á þessum
meðlagsgreiðslum
lengur," sagði Ric-
hard.
Önnur fyrrver-
andi eiginkona
grinistans, Flynn
BeLaine, var ósátt
við skerðinguna á meðlagsgreiðslun-
um og kenndi Jennifer um að eiga þar
hlut að máli. Þegar svo Jennifer rak
eina af þjónustustúlkum Richards
hringdi Flynn í félagsmálastofnun og
sagði Jennifer fara illa með Richard.
„Hún var mér reið og fékk þjónustu-
stúlkuna, sem einnig var reið eftir að
hafa verið rekin, tii að staðfesta sögu-
sagnir um að Jennifer færi illa með
mig. Þegar þeir svo sendu fulltrúa á
staðinn fundu þeir ekkert að,“ sagði
gamli kvennamaðurinn Richard. Nú
hafa lögfræðingar hans hannað Flynn
að nálgast kappann til að vernda
hann fyrir frekari áreitni og hann hef-
ur ráðið öryggisvörð allan sólarhring-
inn til að koma í veg fyrir að óvel-
komnir gestir, þ. á m. fyrri eiginkon-
ur hans, komist inn. „Ég vildi óska að
við gætum öll verið vinir,“ sagði
hann. Richard hlakkar óskaplega til
frumsýningar myndar sinnar, sem
fiallar um lif hans, og er bjartsýnn á
að lyf og meðferð finnist við MS-sjúk-
dóminum innan skamms. „Ég kann
svo vel að meta aðdáendur
mína, það er eitt af því sem
MS hefur kennt mér.
Þeir halda í mér lífinu
og gefa mér styrk til
að halda áfram að
vinna."
Barnfóstran á
ekki sjö dag-
ana sæla
um þessar
mundir.
Gail O’Grady.
Stuttklipptar
og glæsilegar
Glæsilegar og djarfar
konur í Hollywood
skáka nú þeirri
goðsögn að
einungis kon-
ur með sítt
hár séu
kynæsandi.
„Hvolpa-
klippingin"
er að tröll-
ríða brans-
anum og
þessi gamli
hárstíll,
sem var
upp á sitt
besta í kring-
um ’60 og ’70,
er nú aftur í
algleymingi í
lok aldarinn-
ar. Hár
greiðslumeist-
ari Sharon
Stone,
sem nýlega klippti hana stutt,
ir stuttar klippingar
einkum henta þeim kon-
um sem viti að það að
vera kynæsandi er
ekki bundið við
hrokkið hár og
krullur heldur
frekar fram-
komu og viðmót.
Og þrátt fyrir al-
menna hræðslu
um leiðindi býður
stutt hár líka upp á
margar útfærslur á
greiðslu og blæstri.
Eini munurinn er að
maður þarf að fara
oftar og láta snyrta
Sharon Stone var á meöal þeirra fyrstu sem lét klippa sig stutt.
Robin Wright.
Candice Bergen.
Barbara útskrifaði Frank fár-
veikan af sjúkrahúsi í óþökk
barna hans.
öndunarvél sem hann var í.
Hann er orðinn allt að því elli-
ær og veit ekki alltaf hvar hann
| er niðurkominn eða hverjir
| hans nánustu eru. Hann sefúr
mestallan daginn en þvælist
j; þess á milli um í náttlötunum
einum klæða. Öðru hverju
1 stoppar hann og starir sviplaus
j á sjónvarpið eða setur ein-
hverja af gömlu plötunum sín-
| um á fóninn án þess að vita
| hver er að syngja.
hrakar verulega
„Hann hringdi í mig fokvond-
: ur og heimtaði að ég næði í
I hann á sjúkrahúsið. Ég óttaðist
að hann fengi annað hjartaáfall
| og vissi að það væri engin leið
| að halda honum þarna,“ sagði
| Barbara, eiginkona hins fræga
I! söngvara, Franks Sinatra, við
vinkonu sína.
Þrjú uppkomin börn Sinatra
eiga nú í heiftugum deilum við
Barböru fyrir að hafa tekið
gamla manninn af sjúkrahúsi
þar sem hann lá eftir að hafa
fengið hjai-taáfall, lungnabólgu
og átt í öndunarerfiðleikum.
„Pabbi veit ekki hvaða dagur er
og þú lætur hann plata þig til
að útskrifa sig af sjúkrahúsinu.
í Það er hreinlega heimskulegt.
Hann á heima á sjúkrahúsi og
Ief eitthvað kemur fyrir hann er
það þín sök. Við munum aldrei
fyrirgefa þér það,“ sagði Nancy
dóttir hans við Barböru.
Barbara er, að sögn kunn-
ugra, niðurbrotin þvi hún hafði
nýlega komist að samkomulagi
við börn Sinatra um skiptingu
auðsins eftir heiftarlegt rifrildi.
Heilsu Sinatra hefur hrakað
verulega og ekki er langt síðan
hann bað Barböru að aftengja
Heilsu Franks Sinatra hefur
hrakað verulega og hann er orð-
inn allt aö því eliiær.
Frank Sinatra