Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Side 45
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 53 Arnór Stefánsson hefur stofnað lyfjaverslun í Hondúras: Yfirstéttin gleypir við íslenska hákarlalýsinu DV, Djúpavogi: „Síðast þegar ég fór til Hondúras hafði ég með mér hákarlalýsisperl- ur frá Kraftlýsi hf. á Djúpavogi og seldust þær mjög vel. Yfirstéttin keypti þær. Nú hyggst ég flytja þær út og setja þær á markað þar,“ seg- ir Amór Stefánsson, 28 ára maður frá Djúpavogi sem fyrir rúmu ári fluttist ásamt þarlendri eiginkonu sinni til Hondúras þar sem þau reka nú eigið apótek. Hondúras er ríki í Mið-Ameríku. Landið liggur að Gvatemala, E1 Salvador og Nicaragúa. Landið er að- eins stærra en ísland. Þar búa 5.800.000 manns. Aðalútflutningsvar- an er bananar, kaffi og einnig er mikill rækju- og humarútflutningur. Amór og Júlía búa i höfuðborginni Tegucigalpa sem þýðir silfurhæðir og er indíánamál en bærinn var mik- ill siifurnámubær á 19. öld. Þar búa um 800.000 manns. Ekki búa þar margir íslendingar en talsvert um að skiptinemar komi þangað. „Um 60% þjóðarinnar búa við mikla fátækt, millistéttin er um 30% og yfirstéttin um 10%. En sú stétt á meira af peningum en við ís- lendingar þorum að láta okkur dreyma um,“ segir Arnór. Leiðbeinandi krabbameinssjúkra bama Arnór gegndi áður stöðu hótel- stjóra á Hótel Framtíð sem er eign fjölskyldu hans. Árið 1993 fór hann til Hondúras sem skiptinemi, vann meðal annars á sjúkrahúsi fyrir krabbameinssjúk börn sem leið- beinandi. Fólst starfið meðal annars í því að hjálpa börnunum við að læra að lesa, svo og sjá um að þau fengju lyfin sín, sem þó eru af skomum skammti, en á ríkisspítöl- unum er ekki mikið úrval lyfja. Hann kom heim aftur árið 1994 og tók þá aftur við stjóm Framtíðar- innar og með honum í for var Júlía Sanches frá Hondúras sem er eigin- kona hans í dag. Júlía vann í fiski hjá Búlandstindi hf. Fúkkalyf í stað spítala „Bróðir konunnar minnar er lyfjafræðingur og við fengum hann í lið með okkur og fórum að kanna möguleika á að opna lyfjaverslun í Hondúras. Eftir 3-4 mánuði voru öll leyfi fengin og hófst þá reksturinn. Það má segja að það sé ekki stór munur á apótekunum þar og hér Arnór ásamt Júlíu, eiginkonu sinni, í Hondúras. kirkjur og minnist fæðingar frelsarans eins og hér heima. En bombumar eru ansi áberandi í jólafognuðinum og mikið um að fólk slasist. Þau borða maísmassa fylltan með ólífum og svínakjöti. Á að- fangadag stóðst ég ekki jólahangikjöt- ið sem ég fékk sent að heiman. Já, það er svo sem sama hvert er farið á jól- um - alltaf virðist íslenska hangikjöt- ið tilheyra jólahá- tíðinni, hvort sem dvalið er á ísaköldu Fróni eða í 1100 metra hæð yfir sjávarmáli í heitri Mið-Amer- íku,“ segir Amór. -HEB Sextíu prósent þjóðarinnar búa við mikla fátækt. heima, samkeppnin er mikil og einnig eftirlit stjórnvalda. En þar er tekið mikið af lyfjum, sérstaklega fúkkalyfjum þar sem fólk yfirleitt fær sér slík lyf ef það kennir sér meins til að koma í veg fyrir að þurfa að fara á spítala því það er dýrt og ekki á allra færi að fara þar inn,“ segir Amór. Mengunin óþægileg „Veðráttan er a.m.k. i höfuðborg- inni eins og best verður á kosið - aldrei of heitt og aldrei of kalt, þó er mengunin ansi óþægileg en þeir eru nú að ráða bót á því.“ Þar er margt að skoða, sem dæmi má nefna Cob- an, mjög frægar rústir frá Maya- tímabilinu. Svo er auðvitað mjög ódýrt að ferðast, hægt að læra köfun í ótrúlega fallegu umhverfi og má segja að með fegurri stöðum til að kafa í heiminum sé innan um kóral- rifm. Þar er hægt að fá kennslu í köfun hjá góðum kennurum og hljóta alþjóðaskírteini. Og strend- umar era stórkostlegar, Hondúras er sannkölluð paradís fyrir ferða- menn, enda er þar vaxandi ferða- mannastraumur. Það er nokkuð um ferðamenn á norðurströndinni og eyjunum í kring. Páskarnir hátíðlegri en jólin Jólasiðirnir eru talsvert frá- brugðnir þeim is- lensku en íbúar Hondúras hafa sín- ar hefðir hvað jólin varða. Þó má segja að páskarnir séu meiri hátíð þar en jólin. Á aðfangadag era gethir pakkar og borðaður sér- stakur matur og svo er farið út að skemmta sér og minnir það frekar á gamlárskvöld á íslandi. „Fólkið sækir á /e/ð/á / Leiðiskrossar 1.980 kr. Leiðisgreinar 980 kr. og 1.280 kr. Útikerti Hvergi meira úrval fsnss íslensk tólgarkerti Luktir í miklu úrvali. Kerti í luktir sem loga allt að 7 daga. Híasintur Aðeins l.flokks Gott verð 195 kr. Rafljós m/rafhlöðu loga 8-12 vikur fJBSS Rafljós sem hægt er að hafa úti án luktar. OPIÐ ALLA DAGA 10-22 ‘Bhsmabúóin virossvogskirkjugarð - sími 55 40 500 Uiltu tryggja þér æ 1 “1111 mm með einu símtali? 5 40 50 Hringdu núna og tryggðu þér skattaafslátt með kaupum í Almenna hlutabréfasjóðnum. Þér býðst að greiða aðeins 10% út og eftirstöðvar á boðgreiðslum til 12 mánaða. Við svörum í símann til kl. 23.30 alla virka daga til áramóta. Þú getur einnig staðfest kaupin á heimasíðu Fjárvangs: www.fjarvangur.is Almeimi lilutabréfasjMuriiui fíTT^ FJÁRVANGUR 10CCIU VERÐBHfFAFYRIRTAKI Laugavegi 170, sími 5 40 50 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.