Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 63
 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 Hl hamingju með afmælið 15. desember 90 ára Fríða Jóhannsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. 80 ára Aðalbjörg Jónsdóttir, Dalbraut 20, Reykjavík. Páll G. Halldórsson, Háaleitisbraut 151, Reykja- vík. 75 ára Dóróthea Friðriksdóttir, Sóltúni 6, Keflavík. 70 ára Bjarni Jónsson, Markholti 20, Mosfells- bæ. Hann mun á afmælisdag- inn taka á móti gestum í safnaðar- heimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ, milli kl. 17.00 og 19.00. Gunnhildur Friðriksdóttir, Kirkjulundi 8, Garðabæ. 50 ára Bjamveig Pétursdóttir, Norðurvangi 25, Hafnarfirði. Hún er að heiman. Sigurjón Guðjónsson, Fögrubrekku, Vopnafirði. Þórdís Njálsdóttir, Heiðarskóla, Leirár- og Melahreppi. Guðríður Þorsteinsdóttir, Langholtsvegi 147, Reykja- 1 vík. 40 ára Guðný Klara Sigurðardótt- ur, Garðarsbraut 49, Húsavík. Sigurbjörg A. Guttorms- dóttir, Hvassaleiti 155, Reykjavík. Guðrún Ágústsdóttir, Starengi 3, Selfossi. Jón Kristinn Guðmunds- son, Lambhaga 42, Selfossi. Ásta Jóhannsdóttir, Foldahrauni 37D, Vest- mannaeyjum. ÍÉJf staögreiöslu- og greiöslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur o\\t milli hirr)inx Smáauglýsingar 550 5000 fmæli 71 Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, kennslustjóri í námsráðgjöf við fé- lagsvísindadeild HÍ, Eskihlíð 10, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Guðbjörg fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk stúd- entsprófi frá MT 1976, diplöme d’études frangaises frá Háskólanum í Toulouse 1979, BA-prófi í uppeldis- fræði og heimspeki við HÍ 1982, prófi í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1983, frönsku embættisprófi, CAFCO, í námsráðgjöf frá háskólan- um í Lyon 1985, meistcU'aprófi í upp- eldis- og menntunarfræðum frá Sor- bonne-háskólanum í París 1987 og hefur samhliða öðrum störfum frá 1994 stundað doktorsnám á sviði fé- lagsfræðimenntunar og starfs við háskólann í Hertfordshire í Eng- landi. Guðbjörg stundaði blaðamennsku á Tímanum og Degi 1977-79 og var leiðsögumaður og starfaði við fé- lagsmiðstöðina Ársel, var námsráð- gjafi og stundakennari við KHÍ og stundakennari við HÍ 1987-91 og kennslustjóri náms í námsráðgjöf við Félagsvísindadeild HÍ 1991-96. Guðbjörg var formaður Félags námsráðgjafa 1987-89. Fjölskylda Guðbjörg giftist 1.10. 1982 Torfa H. Tulinius, f. 11.4.1958, dósent í frönsk- um bókmenntum við HÍ. Hann er sonur Hrafns Tulinius, prófessors í Reykjavík, og Helgu Brynjólfsdóttur píanó- kennara. Börn Guðbjargar og Torfa eru Kári, f. 26.2. 1981, grunn- skólanemi; Sigríður, f.13.3. 1986, grunnskólanemi. Systkini Guðbjargar eru Sólveig, f. 10.3. 1947, d. 23.7. 1995; Guðrún, f. 31.5. 1949, hjúkrunarfræðingur; Árni, f. 4.11. 1952, lögfræðingur; Ar- inbjörn, f. 14.2. 1963, arkitekt; Þór- hallur, f. 14.2.1963, markaðsfræðing- ur. Foreldrar Guðbjargar eru Vil- hjálmur Árnason, f. 15.9. 1917, lög- fræðingur í Reykjavík, og Sigríður Ingimarsdóttir, f. 1.10.1923, húsmóð- ir og fyrrv. ritstjóri. Ætt Meðals systkina Vilhjálms er Tómas seðlabankastjóri. Vilhjálmur er sonur Árna, skipstjóra á Hánefsstöð- um, bróður Hjálmars, fyrrv. ráðuneytisstjóra, og Hermanns, afa Lilju Þóris- dóttur leikkonu, og bróð- ur Sigríðar, móður Vil- hjálms Einarssonar skóla- meistara, fóður Einars spjótkastara. Árni var sonur Vilhjálms, útvegsb. á Hánefsstöðum, Árnason- ar, b. á Hofi í Mjóafirði, Vilhjálmssonar. Móðir Árna á Há- nefsstöðum var Björg, systir Stef- aníu, móður Vifhjálms Hjálmarsson- ar, fyrrv. ráðherra. Björg var dóttir Sigurðar, b. á Hánefsstöðum, af Skíða-Gunnarsætt, bróður Gunnars, afa Gunnars Gunnarssonar skálds. Móðir Sigurðar var Þorbjörg Þórðar- dóttir, af Kjamaætt. Móðir Vilhjálms var Guðrún, dótt- ir Þorvarðar, útvegsb. í Keflavík, Þorvarðarsonar, beykis í Keflavík, Helgasonar. Móðir Þorvarðar Helga- sonar var Guðrún Finnbogadóttir, systir Jakobs, langafa Vigdísar for- seta. Móðir Guðrúnar Þorvarðardótt- ur var Margrét Arinbjarnardóttir, útvegsb. í Tjarnarkoti i Innri- Njarð- vík, bróður Gunnars, fóður Ólafs rit- höfundar og afa Gunnars Bjömsson- ar prests. Arinbjöm var sonur Ólafs, verslunarstjóra í Innri- Njarðvík, Ás- bjarnarsonar, b. í Njarðvík, Svein- bjarnarsonar, bróður Egils, fóður Sveinbjarnar rektors, fóður Bene- dikts Gröndals. Sigríður er systir Ásgerðar, fram- kvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins. Sigríður er dóttir Ingimars Hall- gríms skólastjóra, Jóhannessonar, smiðs á Bessastöðum í Dýrafirði, Guðmundssonar, b. í Tungu í Val- þjófsdal, Hallgrímssonar. Móðir Ingi- mars var Sólveig Þórðardóttir, b. á Sjöundaá, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Sólveig Eugen- ia, systir Þorleifs alþm., fóður Kol- beins kirkjusagnfræðings, og systir Sylvíu, ömmu Ólafs Amarsonar yfir- læknis. Sólveig var dóttir Guðmund- ar, kaupmanns á Háeyri á Stokks- eyri, ísleifssonar, b. á Suður-Götum, Guðmundssonar. Móðir ísleifs var Sigríður ísleifsdóttir, af Selkotsætt. Móðir Guðmundar var Ragnhildur, systir Eiríks, langafa Runólfs, föður Sveins landgræðslustjóra. Móðir Sól- veigar var Sigríður Þorleifsdóttir ríka, dbrm. á Háeyri, Kolbeinssonar, bróður Hafliða, langafa Friðriks, foö- ur Guðjóns sagnfræðings. Guðbjörg er að heiman. Guðbjörg Vilhjálms- dóttir. Þorsteinn Ingi Kragh Þorsteinn Ingi Kragh, stöðvar- stjóri og vélfræðingur, Sólvangi við Rafstöð við Elliðaár í Reykjavík, verður sextugm' á morgun. Starfsferill Þorsteinn fæddist í Reykjavík en ólst upp við Sogstöðvar Landsvirkj- unar í Grímsnesi og í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Vélskóla ís- lands 1961. Á námsárunum starfaði Þor- steinn í Hvalstöðinni í Hvalfirði og hélt þar síðan áfram störfum til 1963. Þá vann Þorsteinn hjá Gunn- ari Ásgeirssyni hf., í Álverinu í Straumsvík og hjá Olíufélaginu Skeljungi hf. Þá var hann með eigin rekstur um skeið. Þorsteinn hóf störf hjá Eimskipa- félagi íslands 1986 og var í sigling- um til 1991. Þá hóf hann störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur við vatnsaflsstöðina í Elliðaárdal en hann hefur verið stöðvarstjóri þar frá 1994. Á námsárunum var Þorsteinn virkur í ýmsum félögum og nefnd- um nemenda og stundaði íþróttir, m.a. sund. Þorsteinn syngur með Karlakór Reykjavikur. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 1976 Ellen Ingvadóttur, f. 13.1. 1953, löggiltum dómtúlk og skjalaþýðanda. Hún er dóttir Ingva Þorsteinssonar nátt- úrufræðings og Lívar Þorsteinsdótt- ur sjúkraliða. Börn Þorsteins frá fyrra hjóna- bandi eru Guðríður Þorsteinsdóttir, f.19.8. 1964, forskólakennari í Nor- egi; Björgvin Ingi Þorsteinsson, f. 15.12.1968, hótelrekstrarstjóri í Nor- egi; Hrafn Þorsteinsson, f. 21.11. 1969, rekstrarfræðingur í Noregi. Systir Þorsteins var Lína Kragh, tannsmiður og verslunarmaður, en hún lést 1992. Foreldrar Þorsteins: Sveinn Guð- mundur Áki Kragh, f. 11.9. 1910, d. 1996, vélfræðingur og fyrrum stöðv- arstjóri, og Ingibjörg Sigríður Þor- steinsdóttir Kragh, f. 1913, húsmóð- ir. Ætt Sveinn var sonur Hans Madsen Kragh símvirkja og Kristólínu Guð- mundsdóttur Kragh, fyrsta hár- greiðslu- meistarans hér á landi, dóttur Guð- mundar Oddssonar Þorsteinn Ingi verkamanns Kragh. og Elínar Ámadóttur. Ingibjörg Sigríður er dóttir Þor- steins í Botníu, Sigmundssonar, er var elsti starfsmaður Eimskipafé- lagsins er hann lést, og Ingibjargar Ólafsdóttur. Þorsteinn og Ellen taka á móti gestum í félagsheimili starfsmanna Rafmagnsveitu Reykjavíkur í El- liðaárdéd í dag, laugardaginn 14.12., milli kl. 17.00 og 19.30. HUGMYNDIR Forvamarsjóður auglýsir eftir hugmyndum um verkefni sem hafa það að markmiði að draga markvisst úr áfengis- og vímuefnaneyslu og vandamálum tengdum slíkri neyslu. Sérstaklega skal bent á eftirtalin verkefni: meðferðarúrræði og stuðningur við áhættuhópa, rannsóknir, úrvinnsla og kynning, útgáfa, fræðsla og annað áróðursstarf, aðgerðir til að vekja almenning til umhugsunar, samkomuhald og aðrir viðburðir. Óskaö er eftir aö áhugasamir gefi almenna lýsingu á verkefninu og þeim hugmyndum sem lagðar eru til grundvallar, þeim markhópum sem verkefninu er ætlaö aö ná til, markmiöi þess og meö hvaöa hætti unnt veröi aö mæla árangur af verkefninu. Bent skal á að verkefni sem stuöla aö framgangi nýsamþykktrar stefnu ríkisstjórnarinnar í áfengis- og fíkniefnamálum njóta forgangs og einnig að samkvæmt reglugerð um forvarnarsjóð skal sjóöurinn sérstaklega leggja áherslu á að styrkja verkefni sem snúa að ungmennum og áfengis- og vímuefnavörnum. Gert er ráð fyrir aö úr hópi hugmynda verði nokkrar valdar og óskað eftir því að höfundar útfæri þær, eftir atvikum í samráði og samvinnu við aðra aðila. Sjóöstjórn áskilur sér rétt til að veija hvaöa hugmynd sem er eða hafna öllum og skilyrða hugsanlegan stuðning sjóösins við framkvæmd hugmyndanna. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 1997 og skal skriflegum umsóknum skilað, merktum: Forvarnarsjóður, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Vakin skal athygli á því að sjóðstjórn stefnir að því aö ein úthlutun fari fram á árinu 1997 og er stefnt að því að auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum eigi síöar en í febrúar nk. Þeir sem eiga samþykktar verkefnahugmyndir munu njóta forgangs við afgreiðslu styrktarumsókna. Heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytið 12. desember 1996. Vmningshafar í jólakortasamkeppni DV 1996 DV óskar vinningshöfum i jólakortnsamkeppni DV 1996 til hamingju. VINNINGSHAFAR ERU Fyrstu verðlaun: BECO 14" sjónvarp í unglingaherbergið með fjarstýringu og 50 stöðva minni. Raanheiður Þórdís Jónsdóttir Bergstaðarstræti 11 A, 101 Reykjavik Önnur verðlaun: SHARP Útvarpstæki með kasetfu Sóley K. Harðardóttir Fornaströnd 10 170 Seltjarnarnes Þriðju verðlaun: (^PIONEER Pioneer heyrnatól, mjög vönduð. Stella Björg Bjöi _ Laugarbraut 9 300 Akranes DV þakkar öllum sem sendu inn myndir kærlega fyrir fróbæra þáttöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.