Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Page 66
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996
74
kvikmyndir
Regnboginn - Einstirni:
Fortíðin bankar á dyr
John Sayles hefur á átján ára ferli sent frá sér
kvikmyndir sem vakið hafa athygli. Þekktustu og
jafnframt bestu kvikmyndir hans eru Eight Men
out, sem fjallaði um mesta svindl í sögu hafna-
boltans sem komist hefur upp um, og Matewan,
sem segir frá mótmælum meðal kolanámumanna.
Báðar þessar myndir eru látnar gerast í kringum 1920. Nýjasta kvikmynd Sayles,
Einstimi (Lone Star), sem er hans besta kvikmynd hingað til, er einnig að hluta for-
tíðardrama þótt nútíminn sé í forgrunninum.
Sögusviðið er Texas nálægt landamærum Mexíkó, tveir hermenn frnna beinagrind í
eyðimörkinni. Það eina sem vísar á hver maðurinn er er frímúrarahringur og lög-
reglustjama. Lögreglustjóri bæjarins, Sam Deeds, rennir fljótt gmn i af hverjum lík-
ið er og hefur hann leit að sannleikanum, leit sem á eftir að hafa mikil áhrif á lífið
í smábænum.
Það er í raun aldrei spuming um af hverjum líkið er og i einstaklega vel upp-
byggðri fléttu er jafnvel aukaatriði hver morðinginn er, þó að það komi svo sannar-
lega á óvart í lokin. Handrit Sayles er mjög vel skrifað og persónur skýrar, þá em
myndskeiðin þegar farið er til baka smekklega unnin og vel tengd við nútímann.
Myndin byrjar frekar rólega en sagan nær fljótt að vekja áhuga og þótt Sayles fari
um víðan völl og snerti marga strengi mannlegra tilfinninga þá heldur hann vel
utan um söguna og það sem leit út í byrjum fyrir að vera morðsaga verður að
mannlegu drama sem seint gleymist.
í hlutverki lögreglustjórans Sams Deeds er Chris Cooper, sem leikið hefur í
nokkrum mynda Sayles, meðal annars lék hann aðalhlutverkið í Matewan. Cooper
fer vel með hlutverk sitt, en það er þó gamla kempan Kris Kristofferson í hlutverki
spillts forvera Deeds í starfi sem er eftirminnilegastur. Annars standa leikarar sig í
heildina vel og skapa eftirminnilegar persónur.
Leikstjóri og handritshöfundur: John Sayles. Kvikmyndataka: Stuart Dryburgh.
Tónlist: Mason Daring. Aðalleikarar: Chris Cooper, Elisabeth Pena, Kris Kristofferson,
Matthew McConaughey og Frances McDortmand. Hilmar Karlsson
Sambíóin - Blossi:
Slagsmálahundur með bænafesti *
Steven Seagal er ólíkur öðrum slagsmálahundum. í
fyrsta lagi er hann með tagl, í öðru lagi klæðist
hann bróderuðum austurlenskum jökkum og í
þriðja lagi er hann búddatrúar, með eins konar
bænafesti um hálsinn og uppfullur af austur-
lenskri speki. Þannig birtist hann okkur að
minnsta kosti í myndinni Blossa, hasarmynd sem
eykur ekki hróður neins sem nálægt henni kemur.
Seagal leikur klisjukennda einfaralöggu með dular-
fulla fortíð sem troðið er upp á aðra löggu og sam:
an eiga þessir menn að leysa torráðna morðgátu. í
þetta sinn gengur fjöldamoröingi laus, maður sem
myrðir alltaf heilu fjölskyldumar og krossfestir
fómarlömbin síðan. Guð má vita af hverju. Morð-
inginn gengur eðlilega undir nafninu Fjölskyldu-
maðurinn meðal laganna varða. En hér er glímt við fleira, svo sem eftir-
hermumorðingja og rússnesku mafíuna sem stendur i einhverjum dæmigerðum
stórræðum, svo sem eins og að smygla efnavopnum frá heimalandinu.
Efniviðurinn er náttúmlega ógnvekjandi og því við hæfi að hafa umhverfið það
líka. Sólin sem aila jafna skín í Los Angeles, sögusviði myndarinnar, hefur t.d. vik-
ið fyrir stórrigningum, eins og í annarri frægri biblíumorðingjamynd. Tilraunir til
andrúmsloftssköpunar mistakast hins vegar hrapaUega þar sem myndin um
Blossa, eins og persóna Seagals er kölluð af innvígðum, er svo dæmalaust illa gerð.
Uppskeran verður bara tóm leiðindi.
Steven Seagal hefur aldrei verið mikill leikari og verðúr það sennilega aldrei. Sem
slagsmálahundur er hann í lagi, þótt hann sé nú farinn að fitna aðeins eins og við
hinir. Félagi hans er leikinn af einum Wayans-bræðranna, Kenen Ivory, sem er
engu betri leikari en bróðir hans, Damon. Sá ágæti breski leikari, Brian Cox, er
meira að segja alveg vonlaus sem fyrrum yfirmaður Seagals í hinni myrku fortíð.
Seagal hefur áður leikið í ágætum hasarmyndum og vonandi lætur hann þessi mis-
tök sér að kenningu verða.
Leikstjóri: John Gray. Handrit: Kevin Brodbin. Kvikmyndataka: Rick Bota.
Leikendur: Steven Seagal, Keenen Ivory Wayans, Brian Cox, Bob Gunton, Michelle
Johnson, Stephen Tobolowsky. Bönnuð innan 16 ára.
Guðlaugur Bergmundsson
Sam-bíóin og Háskólabíó - Jack:
Stóri strákurinn í bekknum *
Erfitt er að ímynda sér hvað þeir Francis Ford
Coppola og Robin Williams hafa ætlað sér að gera
í Jack, sem fjallar um dreng sem vex það hratt að
þegar hann er tíu ára gamall er hann eins og fer-
tugur maður í útliti en andlegur þroski hans er á
við tiu ára bam. Öruggt hlýtur samt að vera að út-
koman er ekki það sem þeir bjuggust við. Vand-
ræðagangurinn er slíkur að það er nánast engin
heil brú í myndinni.
Robin Williams leikur hinn tíu ára gamla Jack og
nær stundmn að sýna bamssálina sem býr í þess-
um stóra líkama en á móti kemur að athafnir
hans vekja upp spumingar og eru mótsagnakennd-
ar og lítt trúverðugar. Hefur Robin Williams áöur
í leik náð mun betur að sýna bamslega einfeldni.
Hrörnunarsjúkdómur er ekkert gamanmál og það reynist Coppola mjög erfitt að
ákveða sig hvort slíkt sé boðlegt, því eins og vænta mátti á Robin Williams erfitt
með að leyna miklum hæfileikum í gamanleik og þar sem samskipti Jacks við ann-
að fólk em í raun öfgakennd og bjóða upp á misskilning þá er skiljanlegt að Willi-
ams sleppi sér lausum. Fyndnasta atriöið er þegar Jack fer út á lífið og hittir fyrir
á vafasömum næturklúbbi móður eins vinar síns sem líst ágætlega á manninn.
Þetta atriði er peninganna virði en er samt á skjön. Af hverju ákvað Jack að fara í
subbulegan næturklúbb að kvöldi til? Það er hæpið að tíu ára gutti hugsi þannig þó
að hann haldi að allir séu á móti sér.
Francis Ford Coppola er meðal merkustu kvikmyndagerðarmanna samtímans og á
hann að baki nokkrar kvikmyndir sem sanna það. En hann hefur gert sín mistök
og má segja að Jack fari á botninn i kvikmyndagerð hans og sitji þar ásamt One
from the Heart.
Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Handrit: James DeMonaco og Gary Nadeau. Kvik-
myndataka: John Toll. Tónlist: Michael Kamen.
Aðalleikarar: Robin Williams, Diane Lane, Brian Kerwin, Jennifer Lopez, Fran
Drescher og Bill Cosby. Hilmar Karlsson
Jólahasar í Regnboganum, Laugarásbíói og Borgarbíói:
Schwarzenegger
í jólainnkaupum
Arnold Schwarzenegger reynir stundum fyrir
sér í gamanmyndum en hefur átt misjafna daga í
þeim geira kvikmynda. En í Jólahasar (Jingle All
the Way) getur hann sameinað það sem hann er
bestur í og það sem er kannski hans veikasta
hlið, gamanleikur, og þessi formúla virðist hafa
gengið ágætlega upp, myndin nýtur mikillar vin-
sælda vestanhafs.
í Jólahasar leikur Schwarzenegger
Howard Langstrom, kaupsýslmnann sem
stundum gleymir fjölskylduhlutverki
sinu, enda sannkallaður vinnufíkill.
Howard missir til að mynda af
karatesýningu sonar síns Jamie, sýn-
ingu sem hann hafði lofað að koma og
sjá. Til að bæta fyrir mistök
sín spyr hann Jamie hvað
hann vilji í jólagjöf. Jamie
þarf ekki að hugsa sig
lengi um; auðvitað
Túrbomanninn, jóla-
gjöf ársins, sem all-
ir vinir hans eiga
örugglega eftir
að fá. Howard
lofar Jamie að
hann muni
verða sér úti
um þessa jóla-
gjöf og sonur
hans tekur • .f| ™
gleði sína á ný.
En vinnufíkillinn Jk
Howard gleymir að S
sjálfsögðu loforðinu og N?
þegar aðfangadagur
rennur upp og eigin-
kona hans, Liz,
spyr hann
hvort hann
sé ekki ör-
ugglega bú-
inn að
kaupa ein-
tak af Túr-
bómannin-
um, sem
er víst
orðinn
uppseldur
alls stað-
ar, vakn-
ar hann
við
vondan
draum
og þýtur
af stað til
að kaupa
jólagjöfína.
En Howard greyið
er of seinn, það reynist ógjömingur að finna ein-
tak af Túrbómanninum, alls staðar þar sem spyr
er hann uppseldur. Howard gefst samt ekki upp
og lendir í hinum ótrúlegustu ævintýrum i leit
sinni að leikfanginu. Á vegi hans verða vafasamir
jólasveinar, sprengjur í jólapökkum, samkeppnis-
aðili í formi póstbera og brjálað hreindýr svo
dæmi séu nefnd.
Auk Schwarzeneggers
leika stór hlutverk í
myndinni Sinbad Rita
Wilson og James Belushi.
var að skreyta aðalverslunargötu þeirra með jóla-
skrauti. Það var engin tilviljun að Minneapolis
varð fyrir valinu sem tökustaður, þar er vetur
lengstur í Bandaríkjunum þegar miðað er við
stórborgir og það var enn vetrarlegt í apríl þegar
tré í öðrum stórborgum eru farin að
laufgast. Inniatriði voru svo kvikmynd-
P uð í HolJvwood.
Mikil vinna var lögð í að gera
Túrbómanninn og ekki síður í
búning hans og til þess var
fenginn hönnuðurinn Tim
Flattery, sem hafði unnið sams
konar vinnu við Batman-
myndimar.
Reyndur leikstjóri
gamanmynda
Leikstjóri Jólahasars er
Brian Levant sem hefur
sérhæft sig í að leikstýra
gamanmyndum og síð-
asta mynd hans var
The Flintstones.
Það þarf engan að
undra að hann
skuli einbeita sér
að gamanmynd-
um. í fimmtán ár
var það starf
hans að skrifa
handrit og fram-
leiða sjónvarpsseríur
á borð við Happy
Days og Mork
and Mindy.
Levant hóf
feril sinn í
skemmtana-
bransanum í
Chicago árið
1977 og fyrsta
starf hans í
sjónvarpi
var að
fara yfir
handrit
fyrir
Happy
Days.
Fljótt
fór
hann
sjálfur að
skrifa
handritin.
Levant hélt
sig við sjón-
varpið næstu
árin og var meðal
annars framleiðandi og leikstjóri sjónvarpsþáttar-
aðar sem hét The New Leave It to Beaver og er
það einmitt næsta verk hans að gera kvikmynd
eftir þessari sjónvarpsseríu, sem mun heita Leave
It to Beaver. Fyrsta kvikmyndin sem hann leik-
stýrði var Beethoven, þá skrifaði hann handrit að
kvikmyndinni Casper. -HK
Jólaskraut í apríl
Jólahasar kemur úr
smiðju Chris Columbus,
sem er einn af skemmt-
anakóngunum í Holly-
wood og maðurinn á bak
við Home Alone myndim-
ar, Mrs. Doubtfire og Nine
Months. Columbus leik-
stýrir ekki í þetta sinn,
lætur nægja að vera fram-
leiðandi.
Columbus og leikstjór-
inn Brian Levant voru
strax á því að fá
Schwarzenegger í
verkið og féllst hann á
leika Howard, sagði
góða hvíld eftir átökin í
Eraser. Kvikmyndataka
hófst um miðjan apríl og
íbúar í úthverfi í Minnea-
polis vöknuðu við það
einn morguninn að búið
Arnold Schwarzenegger í örvæntingarfullri leit að Túrbómanninum.
1