Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Side 67
Ó T T A R SVEINSSON
ftt'OG
bptNHA
i t an-
metsölulistanna
Samkvæmt isgji og
„ Óttar kann að byggja
upp spennu, án þess
ao beita fyrir sig
ódýrum stílbrögðum"
Geir Svansson bókmenntafræðingur.
Morgunblaðið, 27. nóvember 1996.
Óttar Sveinsson hefur fengiðlof
fyrir hraða og spennandi frásögn af
íslenskum atburðum. Hróður hans
hefur borist út yfir Atlantsála og
lýsing hans i síðustu ÚTKALLS-hók
björgunorafrekinu á Snæfellsjökli
var kvikmynduðhér heima fyrir
sjónvarpsþáttinn Rescue 917.
ISLENSIJA
BOKAÚTGAFAN
SÍÐJMÚLA 11, sími 581 3999
kvikmyndir
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996
Tvær útgéfur
af Ham et
Þegar hin stjörnum prýdda
mynd, Hamlet, sem Kenneth
Brannagh leikstýrir, verður
frumsýnd á jóladag verður um
Cögurra klukkutíma útgáfu af
myndinni að ræða og eru sér-
fræðingar almennt á þvi að
þessi mikla lengd sé of mikill
biti til að kyngja fyrir hinn al-
menna kvikmyndahúsagest.
Því hefur verið brugðið á það
ráð að myndin verði stytt um
næstum helming í janúar og
dreift þannig viðast hvar.
Brannagh leikur sjálfur
Hamlet, Kate Winslet er Ófel-
ía, Julie Christie er Gertrud
og Derek Jacobi er Claudius.
Meðal annarra leikara eru
Charlton Heston, Jack Lemm-
on, Robin Williams og Billy
Crystal.
Heitur leikstjóri
Leikstjórinn John N. Smith
vann sér það til frægðar að
leikstýra Dangerous Minds sem
sló eftirminnilega í gegn. Þessi
• kanadíski leikstjóri er samt
enginn nýliði í kvikmyndagerð
og hin kanadíska kvikmynd
hans, The Boys of St. Vincent,
vann til margra verðiauna.
Smith er nú að heíja tökur á A
Cool Dry Place sem fjallar um
lögfræðing sem flytur með
fjögurra ára son sinn frá stór-
borginni í sveit þegar móðirin
yfirgefur þá. Síðar kemur móð-
irin og heimtar að fá drenginn
til sín. Chris O’Donnel mun að
öllum líkindum leika aðal-
hlutverkið.
Dreyfuss
sem Fagin
Walt Disney hefur nú í und-
irbúningi nýja útgáfu af Oli-
ver Twist og verður myndin
jafnvel fyrst sýnd í sjónvarpi.
Mick Jagger var fyrst boðið að
leika Fagin en eftir að hann
neitaði var leitað tD Richards
Dreyfuss og þáði hann að hlut-
verkið. Leikstjóri er Tony Bill
(Untamed Heart).
McConaughey
launar greiðann
Matthew McConaughey er
ein umtalaðasta stjaman í
Hollywood um þessar mirndir.
Sá sem fyrstur veitti honum
hlutverk í kvikmynd var leik-
stjórinn Richard Linklater og
var það í Dazed and Confused.
McConaughey gleymir greini-
lega ekki vinargreiða því
þrátt fyrir ótal freistandi til-
boð ætlar hann að leika aðal-
hlutverkið í næstu mynd
Linklaters sem heitir Newton
Boys. Þar mun hann leika for-
ingja bankaræningja sem
fremja stórfenglegt rán.
Shine
I tuttugasta sæti á listanum
yfir best sóttu myndir í Banda-
ríkjunum er áströlsk kvik-
mynd, Shine, sem hefur vakið
mikla athygli. Um er að ræða
kvikmynd sem lýsir 30 ára
baráttu píánósnillings við
geðveiki. í aðalhlutverk-
um eru Geoffrey Rush og
Lynn Redgrave.
Danny DeVito leikstýrir Matthildi:
Stórhuga listamaður
Það er aldrei nein lognmolla í kring-
um Danny DeVito sem bæði leikur eitt
aðalhlutverkið og leikstýrir Matthildi.
Þessi smávaxni leikari og leikstjóri er
með puttana í mörgu. Kvikmyndafyr-
irtæki hans, Jersey Films, er orðið
stórt framleiðslufyrirtæki sem meðal
annars framleiddi Pulp Fiction og
næsta kvikmynd frá fyrirtæki hans er
Fierce Creatures sem er framhald A
Fish Called Wanda. Þá eru þessa dag-
ana að líta dagsins ljós þrjár kvik-
myndir sem hann leikur í, Mars
Attacks, nýjasta kvikmynd Tims
Burtons, Space Jam, leikna teikni-
myndin sem nýtur mikilla vinsælda
um þessar mundir, og L.A. Confiden-
tal, sem frumsýnd verður eftir áramót.
Danny de Vito byrjaði feril sinn í
sjónvarpsseríunni Taxi í lok áttunda
áratugarins. Þeir sem hafa aðgang að
sjónvarpsstöðinni Sýn geta séð þessa
seríu þar. í þeirri þáttaröð kynntist
hann eiginkonu sinni, Rheu Perlman,
sem leikur einnig i Matthildi. í kvik-
myndum vakti hann fyrst athygli þeg-
ar hann lék á móti Michael Douglas og
Kathleen Turner í Romancing the Sto-
ne og stal senunni þar eins og hann
hefur svo oft gert.
Sem leikstjóri vakti hann strax at-
hygli með fyrstu kvikmynd sinni,
Throw Momma from the Train, en
meðal mynda sem hann hefur leik-
stýrt má nefna The War of the Roses
og Hoffa. -HK
Danny DeVito leiðbeinir hinni
ungu leikkonu, Mara Wilson,
sem leikur Matthildi.