Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Síða 72
LTD KINií Nokkrir menn í gæsluvarðhald vegna stóra fíkniefnamálsins: Sterk markaðssetning er mesta hættan - segir Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn um fíkniefnaheiminn „Hollendingarnir tveir hafa ver- ið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 9. janúar og siðan hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir einum islendinganna. Hugsanlega verður gerð krafa um varðhald yfir nokkr- um öðrum. Allir íslendingarnir sem þama eiga hlut að máli hafa um árabil verið grunaðir um að dreifa flkniefnum,“ sagði Björn Halldórsson, hjá flkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík, í gær vegna hins umfangsmikla fikniefnamáls sem upp komst i vikunni og frá var sagt í DV í gær. Lagt var hald á 20,5 kíló af hassi, tæplega 500 alsælutöflur og 270 grömm af kókaíni. Þetta er mesta magn fíkniefna sem lögregla hefur lagt hald á í einu lagi á íslandi. Guðmundur Guðjónsson yflrlög- regluþjónn segist ekki geta fullyrt hvort þetta mál og nýleg stór fíkni- efnamál bendi til stækkunar mark- aðarins. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að mikið efni sé í umferð þegar svona mikið ftnnst. Það gefur augaleið og þá verður maður að horfa á verðið og mark- aðinn,“ sagði Guðmundur. Hann segist telja að sterk mark- aðssetning fikniefnasala sé mesta hættan í dag gagnvart aukinni neyslu hér á landi. Salarnir séu t.a.m. famir að snúa sér til hópa sem áður voru í raun fráhverfir fikniefnum. Þeir bjóði til dæmis litlar sakleysislegar pillur, alsælu- töflur, sem neytt er með inntöku í stað sprautu, inntöku í nef eða með því að reykja eins og gert er með önnur efni. „Þetta er lítil sakleysis- leg pilla sem allir segja að sé skað- laus,“ sagði Guðmundur. Samkvæmt dómum á yfirstand- andi ári telja dómstólar að alsæla sé eitt það hættulegasta ef ekki hættulegasta fikniefnið sem komið hefur á markað hér á landi enda hafa refsingar verið mjög strangar miðað við fangelsisdóma þar sem dæmt er fyrir brot með önnur fíkniefni. Guðmundur sagði að lögreglan hefði á þessu ári framkvæmt stig- magnandi aðgerðir gegn fikniefna- bölinu eins og að leysa upp „fikniefhagreni". „Við höfum verið með mismunandi áherslur og það veit enginn hvar við munum bera niður næst. Við höfum einbeitt okkur að því til að ná utan um ákveðinn vanda,“ sagði Guðmund- ur. -Ótt/sv Veörið á morgun: Úrkomulaust að mestu Á morgun verður norðaustanátt, sums staðar allhvöss, éljagangur norðaustan- og austanlands en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlut- um. Sunnan- og suðvestan til léttir til. Frost verður á bilinu 4 til 9 stig. Veðrið á mánudag: Frost fer harönandi Á mánudag er búist við minnkandi norðaustanátt. Enn verða þó dálit- il él norðaustan og austan til á landinu en bjartviðri annars staðar. Held- ur fer frostið harðnandi. Veðriö í dag er á bls.73 Tf -Þýskt eöalmerki / Opel Combo Næsta sending væntanleg í lok desember Verð kr. 1.075.000.- án Vsk. Bílheimar ehf. ■©• iti n ftjh . fj K nMp Sœvarhöfba 2a Sími:S25 9000 Mál Kínverjanna: Vilja komast heim „Þau segjast vera frá meginlandi Kína og þau hafi keypt þessi fölsuðu vegabréf þar til að komast til Bandaríkjanna. Nú er þetta ævin- týri þeirra úti og þau bera sig mjög illa og vilja bara komast heim,“ seg- ir Jóhann Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Útlendingaeftirlits- ins, vegna fjögurra kínverskra ung- menna sem voru stöðvuð í Leifsstöð á þriðjudag með fölsuð vegabréf. „Þau virðast vera búin að tapa stórfé á þessu ferðalagi. Við eigum eftir að fá staðfest hver þau eru og hvort þau hafi sagt rétt frá. Við munum reyna að hjálpa þeim að verða sér úti um skilríki svo þau komist heim,“ segir Jóhann. Aðspurður segir Jóhann að is- lenska ríkið beri kostnað af ferð ungmennanna heim. -RR MEÓSAMAÁFRAfvfrX HALDI HLJÓTA FANG- ] ELSIN AÐ FYLLAST AF I ^ HOLLENDINGUM! J -y LAUGARDAGUR Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík lögðu i vikunni hald á gríðarlegt magn af fíkniefnum. Björn Halldórsson hjá fíkniefnadeildinni skoðar hér fenginn. DV-mynd BG 14. DESEMBER 1996 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Manni bjargað: Var hress en mjög sjokkeraður „Þetta gekk afskaplega vel eftir að ég sá hann og það sem hjálpaði til var að dönsk herþota kom þama að og staðsetti bátinn. Leitin var stutt og ég var ekki nema um tvo tíma að ftnna hann. Maðurinn var hress þegar ég dró hann um borð en hann var mjög sjokkeraður eins og gefur að skilja eftir svona volk,“ segir Ólafur Hallgrimsson, sjómaður á mótorbátnum Eydísi, en hann bjarg- aði manni úr björgunarbáti rétt fyr- ir klukkan eitt í gær eftir að 5,9 tonna bátur, Rósa Björg NK-114, hafði sokkið undan honum. Atvikið átti sér stað 3-4 mílur frá landi, um 25 mílur frá Borgarfirði eystri, og hafði maðurinn verið í hjörgunarbátnum i 1 /2 til 2 tíma þeg- ar hann fannst. Að sögn lögreglunn- ar á Egilsstöðum, sem tók skýrslu af manninum í gær, haföi hann enga hugmynd hvaö gerst hafði. Bátur- inn hefði skyndilega verið orðinn eitthvað skrýtinn og sokkið síðan á örskömmum tíma. -sv Vertu uiðhúin(n) vinningi Sunnudagur FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.