Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
Stuttar fréttir
Utlönd
Bændur enn í vígahug
Grískir bændur eru enn í víga-
hug og hafa komið á ný upp ve-
gatálmum eftir að viðræður við
stjómvöld um aukna styrki sigldu
í strand.
Berlusconi yfirheyrður
Silvio
Berlusconi,
fyrrum forsæt-
isráðherra ítal-
iu, var kallaður
til yfirheyrslu 1
gær hjá dómur-
um sem eru að
rannsaka dóm-
arann Di Pi-
etro, manninn sem bar fram
ákærur um spillingu á hendur
honum.
Smáríki úr sögunni
Leiðtogi Bosníu-Króata sagði í
bréfi til aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna og Carls
Bildts sáttasemjara að smáríki
Króata hefði opinberlega verið
leyst upp.
Músiímar varkárir
Leiötogar múslima í Bosníu eru
afar varkárir í afstöðu sinni til
mótmælaaðgerða stjómarand-
stæðinga í Serbíu þar sem þeir
em á verði gegn þjóðernisstefnu
þeirra.
Nefnd til Belgrad
Evrópsk sendinefnd heldur til
Belgrad í dag til að rannsaka stað-
hæfingar stjómarandstæðinga
um kosningasvik stjómar Milos-
evics forseta.
Múslímum smalað
Franska lögreglan handtók tutt-
ugu menn, sem grunaðir em um
að vera bókstafstrúaðar múslím-
ar, í leit sinni að þeim sem komu
fyrir sprengju í farþegalest í Par-
ís á dögunum.
írakar kaupa hveiti
írakar hafa keypt 300 þúsund
tonn af hveiti frá Frakklandi og
Ástralíu fyrir olíuna sem þeir
mega nú selja og er talið að þetta
séu mestu matarkaup þeirra í sex
ár.
íranir segja ekki við
íranir segjast ekki hafa komið
nærri banatilræðinu við Uday,
elsta son Saddams Husseins
íraksforseta, eins og Uday hefur
látið í veðri vaka.
Fjársöfnun skoðuð
Bandaríska
dómsmálaráðu-
neytið hefur
óskað eftir upp-
lýsingum frá
Hvíta húsinu og
forráðamönnun
sjóðsins sem
stendur straum
af lögfræðikostnaði Clintons for-
seta en verið er að rannsaka vafa-
sama fjársöfnun.
Blaðamenn drepnir
Að minnsta kosti 29 blaðamenn
vom myrtir í ár vegna vinnu
sinnar, færri en á undanfómum
árum. Reuter
Drottningarmaður fær það óþvegið hjá blöðunum:
Filippus geðvondur
gamall aðalsmaður
Bresku æsifréttablöðin voru á
einu máli um það í morgun að for-
dæma Filippus prins, drottningar-
mann af Englandi, fyrir klaufaleg
orð hans í útvarpsviðtali um
fjöldamorðin í barnaskólanum í
Dunblane í Skotlandi og kölluðu
hann geðvondan gamlan aðalsmann
sem ætti að halda sér saman.
Drottningarmaður setti allt á
annan endann í gær þegar hann
lagði að jöfnu byssur og krikketkylf-
ur og vísaði á bug háværum kröfum
um hert eftirlit með skammbyssu-
eign, í kjölfar voðaverka Thomasar
Hamiltons sem myrti 16 nemendur
og kennara þeirra í mars.
„Þú ert hrokafúllur, dramblátur,
tilfinningalaus, ónærgætinn, yfir-
lætisfullur, eigingjam, ruddalegur,
úr öllum tengslum og nú viðbjóðs-
legur kjáni,“ sögðu ritstjórar Daily
Mirror í opnu bréfi til Filippusar
prins, sem bar yfirskriftina „Haltu
þér saman“.
Blaðið Sun var engu ómyrkara í
máli í forustugrein sinni: „Filippus
prins er geðvondur 75 ára gamall
aðalsmaður sem er algjörlega úr
tengslum við raunveruleikann. I
framtíðinni ætti hann að reyna að
leyna heimsku sinni.“
Filippus lýsti yfir samúð sinni
með ættingjum fórnarlambanna en
sagði að viðbrögð bæði almennings
og sfjómvalda hefðu ekki verið al-
Marcello Mastroianni ásamt Anitu Ekberg í kvikmyndinni La Dolce Vita.
Símamynd Reuter
Marcello Mastroianni látinn:
Franskastur allra
ítalskra leikara
ítalski kvikmyndaleikarinn
Marcello Mastroianni lést á heimili
sínu í París í gær, 72 ára að aldri. í
virðiftgarskyni við leikarann stöðv-
uðu ítalir vatnsrennslið í Trevi gos-
brunninum í Róm en við hann var
tekin ein frægasta sena kvikmynd-
anna með Mastroianni og Anitu Ek-
berg í mynd leikstjórans Fellinis, La
Dolce Vita árið 1960.
„Hann var mikill leikari vegna
þess að hann var alltaf hann sjálf-
ur,“ sagði Anita Ekberg við fráfall
Mastroiannis í gær. Að sögn vina
Mastroiannis lést hann af völdum
krabbameins í brisi.
Eiginkona Mastroiannis, Flora
Carabella, var viðstödd sérstaka at-
höfn við Trevi gosbrunninn í gær
en við dánarbeð hans vom fyrram
ástkona hans, franska leikkonan
Catherine Deneuve, og dóttir þeirra
Chiara ásamt leikaranum Michel
Piccoli. Dóttir Mastroiannis og
Flora, Barbara, var einnig viðstödd.
Mastroianni lék alls í 160 kvik-
myndum á móti flestum fegurðar-
gyðjum kvikmyndanna. Auk hlut-
verks síns í myndinni La Dolce Vita
er Mastroianni þekktastur fyrir leik
sinn í myndum sem hann lék í á
móti Sophiu Loren eins og Marriage
Italian Style, Yesterday, Today and
Tomorrow og A Special Day.
Jacques Chirac Frakklandsforseti
sagði fráfall Mastroiannis mikinn
missi og franskir aðdáendur leikar-
ans söfnuðust saman við íbúð hans
í París. Alain Juppe, forsætisráð-
herra Frakklands, sagði Mastroi-
anni hafa veriö franskastan allra
ítalskra leikara. Reuter
veg skynsamleg.
„Ef til dæmis krikketleikari
ákveður skyndilega að fara inn í
skóla og berja fullt af fólki til bana
með kylfunni, sem hann gæti mjög
auðveldlega gert, ætlið þið þá að
banna krikketkylfur?" sagði prins-
inn í viðtali við BBC-útvarpsstöð-
ina.
Ættingjar bamanna sem létust og
særðust í skotárásinni hneyksluð-
ust mjög á orðum drottningar-
mannsins og kölluðu hann heimsk-
an og tilfinningalausan. Reuter
Israelar kynnu
að fallast á
palestínskt ríki
Yfirmaður upplýsingaþjónustu
Benjamins Netanyahus, forsætis-
ráðherra ísraels, segir i viðtali
við blaðið Jerasalem Post í morg-
un aö ísraelsk stjómvöld kynnu
að fallast á palestínska stjórn-
sýslueiningu sem væri kölluð
„ríki“, að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum.
Upplýsingastjórinn, David Bar-
Illan, sagði að Netanyahu heföi
meiri áhyggjur af völdunum sem
þessi palestínska stjórnsýsluein-
ing heföi fremur en hvaða nafn
henni væri gefið.
Hinn hægrisinnaði Netanyahu,
sem var kjörinn í embætti í mai
síðastliðnum, hefur hvað eftir
annaö lýst yfir andstöðu sinni við
stofhun sjálfstæðs ríkis Palestínu-
manna. Reuter
Skv. 2. mgr. 86. gr. laga nr. 60/1994
um vátryggíngastarfsemi er vakin athygli
á tilkynningu frá Vátryggingaeftirlitinu
í Lögbirtingablaði 20. nóvember sl.
(Lögbirtingablað nr. 127/1996),
þar sem óskað er skriflegra athugasemda
vátryggingartaka og vátryggðra,
vegna beiðna Vátryggingafélags fslands hf.
og Líftryggingafélags íslands hf. um yfirfærslu
vátryggingarstofna og samruna VÍS vátryggingar hf.
og Vátryggingafélags íslands hf.
og VÍS líftryggingar hf. og
Líftryggingafélags ísiands hf.
Frestur til að skila athugasemdum
til Vátryggingaeftirlitsins er til 8. janúar 1997.
Reykjavík, 19. desember 1996
Vátryggingafélag íslands hf.
Líftryggingafélag íslands hf.
▲ • Myndlampi Black Matrix
• 100 stöðva minni
• Allar aðgerðir á skjá
• Skart tengi • Fjarstýring
• Aukatengi f. hátalara
• íslenskt textavarp
BEKO fékk viðurkenningu (hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin
4 • Myndlampi Black Matrix
• 50 stöðva minni
• Allar aðgerðir á skjá
• Skart tengi • Fjarstýring
1 Myndlampi Black Matrix
' 50 stöðva minni
' Allar aðgerðir á skjá
' Skart tengi • Fjarstýring
1 íslenskt textavarp
' Myndlampi Black Matrix
' 50 stöðva minni
' Allar aðgerðir á skjá
' Skart tengi • Fjarstýring
Á öllum tækjum er öryggi
sem slekkur á sjónvarpinu
þegar útsendingu lýkur!
Lógmúla 8 • Sími 533 2800
Umbobsmenn um allt land
Reykjavík: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðlnga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk,Bolungarv(k.Straumur,ísafirði.
Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvfk. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Austurland: KHB, Egilsstöðum. Verslunin Vfk, Neskaupsstað.
Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stöðfiröimga, Stððvarfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshðfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg.Grindavík.