Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 Neytendur Öryggismerkingar á leikfongum: Strangar reglur i gildi Þau eru eflaust mörg börnin sem hlakka til að fá harða pakka um jól- in, fulla af nýjum leikfóngum. En foreldrar og aðrir, sem vilja gleðja böm með leikfóngum, ættu að huga að hvort leikfóngin, sem gefin eru af góðum hug, uppfylli þá öryggisstaðla sem settir eru bömum til vemdar. Eðlileg hegðun barna Til er reglugerð um öryggi leik- fanga og hættulegar eftirlíkingar og í þriðju og fjórðu grein þar segir m.a.: „Óheimilt er að setja leikfóng á markað hér á landi ef hætta er á að þau geti stofnað öryggi eða heilsu notenda og annarra í voða þegar þau eru notuð eins og til er ætlast eða fyrirsjáanlegt er miðað við eðlilega hegðun barna.“ Sömuleiðis segir: „Eigi er heimilt að setja leikfong á markað nema þau séu annað hvort hönnuð og framleidd í samræmi við samhæfða evrópska staðla eða hönn- uð og framleidd í samræmi við ein- tak sem hefur hlotið gerðarviður- kenningu tilnefnds aðila (prófunar- Það er vissulega margt spennandi að leika sér við þegar maður er á þess- um aldri en foreldrar og aðrir forráðamenn ættu að gæta sín á að fyllstu ör- yggiskröfum sé fylgt þegar leikföng eru keypt. stofu) innan Evrópska efnahags- svæðisins. Framleiðandi skal lýsa yfir að leikfang uppfylli allar kröfur reglugerðarinnar með samræmisyf- irlýsingu.“ Merkingar á íslensku Leikfong ber að auðkenna með nafni eða merki framleiðanda ásamt heimilisfangi eða nafni og merki ábyrgðaraðila með heimilis- fangi. Á leikfanginu eða notkunar- leiðbeiningum sem því fylgir skal varað við þeirri hættu sem fylgir tilteknum leikföngum ásamt upp- lýsingum um hvemig skuli brugð- ist við þeirri hættu. Það ber að at- huga að þessar viðvaranir skulu vera á íslensku. Eingöngu er heimilt að setja á markað leikföng sem merkt eru með CE- merki. Hvert skal leita? Það er Aðalskoðun hf„ Hjalla- hrauni 4 í Hafnarfirði, sem annast eftirliti í samráði við stjómvöld. Þar er tekið við ábendingum um leikfóng sem almenningur, seljend- ur eða aðrir telja ekki uppfylla kröfur reglugerðar um leikfong. Aðalskoðun sendir síðan niður- stöður allra skoðana til Löggilding- arstofunnar sem tekur nauðsynleg- ar ákvarðanir í kjölfar niðurstöðu skoðunar, hvort sem um er að ræða sölubann og/eða innköllun. -ggá Börnin og brunaslysin í desembermánuði ár hvert verða mörg böm fyrir því óláni að brenna sig og fá slæm brunasár. Slysin verða m.a. af völdum eldfæra, log- andi kerta og kertaskreytinga, heitra bakarofna, hitaveituvatns og flugelda. Þessi slys væri hægt að koma í veg fyrir með aukinni aö- gæslu. Framkvæmdastjóm átaksins „Öryggi bama, okkar ábyrgð" vill af þessu tilefhi koma á framfæri við foreldra og alla þá sem umgangast böm eftirfarandi ábendingum: Kerti krefjast varúðar Gætið ávallt fyllstu varúðar ná- lægt kertum og kertaskreytingum. Hafið kertin ekki á lágum borðum þar sem börnin ná auðveldlega til. Eldspýtur og kveikjarar bjóða hætt- unni heim. Geymið því slíkt þar sem börnin geta ekki náð til. Aldrei ætti að skilja bömin ein eftir í her- bergi þar sem kerti logar. Munið að jólaskrautið er mjög eldfímt og eld- urinn breiðist fljótt út. Jólabaksturinn Ef bömin taka þátt í jólabakstrin- um verður að segja þeim frá hætt- um, m.a. að heitir ofnar og bökun- arplötur em varhugaverðar. Þegar þrifið er Sjóðandi heitt vatn til hreingem- inga er mjög hættulegt. Lítið bam á skriðaldri getur t.d. náð til skúring- arfótunnar sem stendur á gólfmu og velt henni um koll. Besta vömin er að hafa vatnið einungis volgt og hafa börnin á öruggum stað meðan verið er að þrífa. Skrautið freistar Passið smábömin nærri jólaserí- um. Skrautlegu perumar freista og hugsanlegt er að þau bíti í þær. Gamlar og úr sér gengnar jólaseríur geta verið hættulegar og því ráðlegt að taka þær úr umferð. Varist eldfim efni Forðast skal að hafa bömin í eld- fimum fatnaði sem getur fuðrað upp. Föt úr gerviefni era eldfim og brenna auðveldlega. Bómullar- og ullarföt brenna ekki eins hratt. Flugeldar Þegar áramótin nálgast þarf að gæta mikillar varúðar í tengslum við flugelda. Kynnið ykkur vel allar leiðbeiningar sem fylgja flugeldun- um og notið hlíföarbúnað sem mælt er með, s.s. hlífðargleraugu og hanska. Fræðið börnin vandlega um hættuna sem fylgir óvarlegri meðferð flugelda og blysa. Hafið eft- irlit með börnunum þegar verið er að skjóta upp flugeldum. Gott er að hafa flösku með vatni við höndina til kælingar þar sem verið er að skjóta upp flugeldum. Skyndihjálp vegna brunaslysa 1. Komið í veg fyrir frekari branaáverka, t.d. með því að fjar- lægja strax fot sem glóð er í. Ef eld- ur kemst í fot leggið þá viðkomandi á jörðina og veltið honum rólega þar til eldurinn kafnar. 2. Kælið brennda svæðið með vatni, 15-20° heitu, í u.þ.b. hálfa klukkustund, eða þar til sviði er horfinn. 3. Búið um sárið með hreinum umbúðum. 4. Leitið læknishjálpar við alvar- legum branasárum. Frosin paprika íslenskt meðlæti hf. hefur sett á markað blandaða frosna pa- priku í 300 g neytendapakkning- um. Hér er um að ræða papriku- strimla í þremur litum, gula, rauöa og græna. Paprikan er snöggsoðin og síðan fryst sem tryggir ferskleika. Blönduð paprika er kærkomin kjarabót fyrir neytendur því öllum era kunnar þær miklu sveiflur á verði ferskrar papriku hér á landi. Vísitala neyslu- verðs Hagstofa íslands hefur tekið saman vísitölu neysluverðs í byijun desmeber. Grænmeti og ávextir lækkuðu um rúmlega 19% sem lækkaði vísitölu neyslu- verðs um 0,3%. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 2,2%. Undan- farna þijá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,3% sem jafhgildir 1,3% verðhjöðnun á ári. Merkingarkönnun Eiturefnasvið Hollustuverndar ríkisins gerði könnun á merking- um þvottaefna fyrir þvottavélar og fór hún fram sumarið og haustið 1995. Sjö af sextán vöru- tegundum vora eingöngu með er- lendar merkingar og fimm voru ýmist merktar á íslensku eða er- lendu máli. Einungis íjórar teg- undir vora alltaf rétt merktar. Rúmlega helmingur vörategunda var í plastbrúsum með öryggis- loki. Farið var á stað á haustmán- uðum 1996 og kannað hvort breyt- ing hefði orðið. í heild reyndist ástandið svipað en nokkrar teg- undir voru horfnar af markaði. Þess í stað voru komnar fram nýjar tegundir sem einungis vora merktar á erlendu máli. AAAAAAAAAAAAAAAAAAA Láttu senda þér heim : í 1 AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Komdu og sœktu 12" pizza m. 3 áleggsteg. kr.1000.“ aukaálegg kr. 100 16" pizza m. 3 áleggsteg. kr.1200.- aukaálegg kr. 150 18" pizza m.2áleggsteg. 568 4848 ^ Dalbraut 1 kr.1200,- aukaáleggkr. 200 'FjÖlSkyIdUtílbOð 12" pizza m. 2 áleggsteg. Kr. 690.- 16" pizza m. 2 áleggsteg. Kr.790.- 18" pizza m.2áleggsteg. Kr. 890.- 18"pizza m. 3 áleggsteg. 12" hvítlauksbrauð, hvítlauksolía & 21 Coke Kr.1790.- ^oto-oiir* vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.