Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 11
JL>V FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 199„ 11 *’r menning Beethoven gítarsins Kristinn Ámason gitarleikari hefur sent frá sér geisladisk með verkum eftir þá Femando Sor og Manuel Ponce. Manuel Ponce (1882-1948) var ekki aðeins tónskáld heldur pí- anóleikari lika. Þjóðleg, latnesk tónlist var honum hugleikin og eyddi hann miklum tíma í að rannsaka tónlistarlegan þjóðar- arf Mexíkó og Kúbu. Ponce samdi mörg verk fyrir gítar og eru flest þeirra hin áheyrileg- ustu, þó tónskáldinu verði seint skipað meðal höfuðsnillinga sí- gildrar tónlistar. Fernando Sor fæddur í Barcelona árið 1778 og lést árið 1839 í Paris. Hann var mikill gít- arsnillingur og samdi fjöldan all- an af verkum fyrir hljóðfæri sitt. Sor hefur verið kallaður Beet- hoven gítartónlistarinnar. Femando Sor er mun merki- legra tónskáld en Ponce. Það er auð- heyrt þegar geisladiskurinn með Kristni Ámasyni er settur á fóninn. Fyrsta verkið á efniskránni er Grand Solo eftir Sor, og er það grand í orðs- ins fyllstu merkingu. Bæði er það greinilega innblásið og falleg+ eftir því, og svo er flutningur Kristins frábær. Verkin sem á eftir koma, þrjár æfíngar og Grand Sonata nr. 2 opus 25 eru einnig eftir Sor og er unun að hlusta á þau. Tækni Kristins er með miklum ágætum; hver nóta er skýr og tónninn syngjandi. Kristinn er afar næmur fyrir hinu ljóðræna i tónlist og töfrar ein- staklega fagrar laglínur út úr gítamum. Eigin- lega hefði maður óskað sér að Sor hefði átt öll verkin á disknum, en því miður er því ekki að heilsa. Tvö verk era eftir Manuel Ponce á efnis- skránni, svíta í a-moll og sónata nr. 3. Svítan er aulaleg skrumskæl- ing á tónlist Bachs og leikur Kristinn tvo þætti úr henni. Flutningurinn er góður en Kristni hef- ur samt ekki tekist að lappa upp á þessa and- legu fátækt. Ekki heldur i seinna verkinu, sónöt- unni, sem er ekki skrumskæling á neinu en aulaleg samt. Hún er svo sem ágætlega sam- in en einhvem veginn ger- ist ekkert í henni. Það er helst miðkaflinn sem er fallegur - en ekki þannig að maður grípi andann á lofti. Maður hefur líka á -------------------- tilfinningunni að Kristinn sé ekkert ýkja hrifinn af henni heldur, þó það séu auð- vitað bara getgátur. Að minnsta kosti er ekki mikil sannfæring í túlkuninni; Kristinn hefði kannski get- að gert verkið áhugaverðara með því að draga and- stæður þess betur fram og leikið af meiri krafti. Kristinn Árnason gítarleikari. Hljómplötur Jónas Sen Leirker á íslandi Hið íslenska fornleifafélag og Þjóð- minjasafn íslands hafa gefið út ritið Leirker á íslandi eftir Guðrúnu Sveinbjamardóttur. Þetta er fyrsta yfirlitið yfir leirker sem fundist hafa í jörðu á íslandi og byggist á rannsókn allra leirmuna sem vitað var um í Þjóðminjasafni og Árbæjarsafni í árslok 1991. Markmiðið var að fá yfirlit yfir tegundir leirkera sem hafa verið notaðar hér á landi, flokka þær eftir formgerð og rannsaka dreifingu þeirra. Ritið er á íslensku og ensku og í því er fjöldi litmynda, ljósmynda og teikninga. Háskólaútgáfan sér um útgáfu og dreifingu. Er vit í vísindum? Ritgerðasafnið Er vit í vísindum? - sex ritgerðir um vísindahyggju og vísindatrú - er byggt á sam- nefndri fyrirlestraröð sem haldin var í febrúar og mars á þessu ári við fádæma góðar undirtektir. Höfundar koma úr ólíkum fræðigreinum, en þeir era: Atli Harðarson heimspek- ingur, Einar H. Guðmundsson stjameðlisfræðingur, Sigurður J. Grétarsson sálfræöingur, Þorsteinn Gylfason heimspekingur, Þorsteinn Vil- hjálmsson eðlisfræðingur og Þorvaldur Sverrisson vísindaheimspekingur. Háskólaútgáfan gefur bókina út. 'Sh OLUSTI Faxafeni 14 og Miðbæ Hafnarfirði Símar 588-Ö505 og 565-0165 -.-ja 1 ims h jífe flR -1 ' - Lítill og þœgilegur Audiovox 680 GSM handsími 235 g með rafhlöðunni Rafhlaða endist í allt að 22 klst. í bið Númerabirting 10 síðustu númera PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 780( Þjónustumiðstöö í Kirkjustræti, slmi 800 700 Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 Póst- og símstöðvum um land allt 100-802

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.