Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
17
I>V
Fréttir
Nýjar rotþrær valda illa lyktandi gasmengun í húsum í V-Landeyjum:
Einföld afleiðing af fúski
þar sem spara átti peninga
- segir heilbrigöiseftirlitiö - þekki engin dæmi um þetta, segir verktakinn
„Rotþrærnar voru ekki rétt
tengdar þannig að loftunin á þrón-
um virkar öfugt. Fólk fær því ólykt-
ina inn í hús. Þetta er einfóld afleið-
ing af fúski þar sem ekki voru fag-
menn að verki við að setja þetta nið-
ur. Ég veit ekki til þess að menn
hafi veikst af þessu en það segir sig
sjálft að þetta er auðveld smitleið
fyrir pestir," segir Birgir Þórðarson
hjá Heilhrigðiseftirliti Suðurlands á
Selfossi um gasmyndun í húsum í
Vestur-Landeyjum sem stafar af því
að rotþrær voru ekki rétt tengdar
þegar þær voru settar niður við 17
bæi í sveitinni.
Birgir segir að svona hlutir eigi
að gerast undir leiðsögn löggilts
pipulagningameistara, byggingafull-
trúa eða heilbrigðiseftirlits. Enginn
þessara aðila hafi verið kvaddur til
i þessu tilviki.
„Ástæðan er þessi hefbundna, að
menn þykist vera að spara ein-
hverja peninga. Heilbrigðiseftirlit
Suðurlands er með átak, í samvinnu
við sveitarfélögin, undir nafninu
Hreint Suðurland. I því felst meðal
annars úttekt á rotþróm, eftirlit og
ráðgjöf en þessi hreppur, Vestur-
Landeyjahreppur, kaus að taka ekki
þátt heldur standa að þessu sjálfur.
Mér sýnist það vera að koma í bak-
ið á mönnum því mér skilst að þetta
séu lélegar rotþrær og þar á ofan
bætist fúskvinna," segir Birgir.
Aðspurður um þessa gasmyndun
segir Birgir að um sé að ræða hefð-
bundna skítalykt, gerjaða að vísu,
og að heilbrigðiseftirlitið muni
fylgjast með því að þessu verði
kippt í liðinn. Ábyrgðin sé sveitarfé-
lagsins, þeirra sem kaupa vinnuna
og síðast en ekki síst verktakans.
Kærusjúkur maður
„Hér er kærusjúkur maður og
mengun frá slíku fólki er erfitt að
kveða niður. Það voru ágætir menn
sem unnu að þessu verki, iðnaðar-
menn frá Hvolsvelli, allt saman hæf-
ir menn. Það er ekki rétt að ekki
hafl verið pípulagningameistarar,
byggingafulltrúi eða menn frá heil-
brigðiseftirliti. Allir þessir menn
unnu við verkið," sagði Eggert
Haukdal, oddviti Vestur-Landeyja-
hrepps, þegar DV spurði hann um
málið í gær.
Magnús Halldórsson er eigandi
K.R.-þjónustunnar á Hvolsvelli en
fyrirtækið sá um að setja rotþrærn-
ar niður. Hann sagðist ekki hafa
fengið eina einustu kvörtun varð-
andi lykt frá rotþrónum, sagðist
reyndar vita um bilaðan vatnslás í
vaskahúsi en það komi rotþrónum
ekki við.
„Ég held að á bak við þessar sög-
ur sé eitthvað annað en að við höf-
um ekki unnið okkar verk. Ég hef
sjálfur talað við Birgi hjá heilbrigð-
iseftirlitinu og hann hefur ekki
minnst á þetta við mig einu orði,“
segir Magnús Halldórsson.
-sv
Framkvæmdastjóri póstsviðs Pósts
og síma, Einar Þorsteinsson, er ný-
tekinn við embætti og þar eð hann
hefur ekkert starfað að póstmálum
fyrr en nú ákvað hann að bregða sér
í hlutverk hins almenna starfs-
manns til þess að kynna sér málin. í
gær var hann að bera út jólapóstinn
í Jörfabakka og Kóngsbakka en
hann hefur einnig brugðið sér í
flokkunina. Uppátæki framkvæmda-
stjórans hefur mælst mjög vel fyrir
hjá samstarfsmönnum hans.
DV-mynd S
Sighvatur Elefsen við einn sniglanna sem er aðalsmerki framleiðslunnar.
DV-mynd ÞÖK
Viðhaldsdeild SR-Mjöls á Siglufirði:
Helmingurinn af velt-
unni nýsmíði fyrir aðra
- segir Sighvatur Elefsen forstöðumaður
DV, Siglufirði:
„Við tökum að okkur nýsmíði fyr-
ir fjölda aðila utan þessa fyrirtækis.
Helmingurinn af veltunni er ný-
smíði fyrir aðra. Ég get nefnt sem
dæmi Granda í Reykjavík, Vinnslu-
stöðina í Vestmannaeyjum og aðrar
SR-verksmiðjur. Það hefur verið
nóg að gera hjá okkur,“ segir Sig-
hvatur Elefsen, forstöðumaður við-
haldsdeildar SR-Mjöls á Siglufirði.
Deildin, sem stofnuð var um 1935,
sér um allt viðhald eigin verk-
smiðju en sækir auk þess helming
allra sinna verkefna út fyrir bæjar-
félagið.
Alls vinna 20 manns í deildinni
en fyrir 6 árum var öllum sagt upp
vegna verkefnaskorts.
„Við störtuðum hérna árið 1991
með 10 mönnum. Síðan hefur verið
vaxandi drift í þessu og góð stígandi
og stöðugt vaxandi velta. Við byggj-
um þetta mikið á smíði snigla og er-
um langstærstir á því sviði í land-
inu. Við erum með þetta í gangi allt
árið og það má segja að lífið snúist
um snigla hér,“ segir Sighvatur.
-rt
'Nyhmuó
jráltalm
Leðurskór
Litir: svartlbrúnt
Stærðir: 36-41
Verðkr. 6.790
^Skóverslun
ÞÖRRAR
GÆÐI & ÞjÓNUSTA
LAUGAVEGI 40A
SÍMI 551-4181
r
Jölvukjör
!.’ u tVLÍr
verslun
heimííanna
Fjölskyfdan
gerrr goða ferð' trl okkarl
áttar jólatilboð! J)
^Stóra margmiðlunartölvan á tilboðsverði! )
N V H É R J I / C E P E
Trust Pentium 166
16 Mb EDO minni
Intel Triton HX kubbasett
15" PV litaskjár
1280 Mb diskur
2 Mb S3 Virge 3D skjákort
16 bita hljóðkort
8 hraða geisladrif
SoundWave 240 hátalarar
Windows 95
AðÉns kr. 139400 )
mat Faxafeni 5
! 108 Reykjavík
■m Sími 533 2323
Fax 533 2329
tolvukjor@itn.is
Opió virka daga 12:00-18:30
fimmtudaga 12:00-22:00
og laugardaga 10:00-16:00