Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 Auglýsendur, athugið! #////////////////// Síðasta blað fyrir jól kemur út mánudaginn 23. desember. Skil á stærri auglýsingum í það blað er kl. 14 föstudaginn 20. desember. Fyrsta blað eftir jól kemur út föstudaginn 27. desember. Skil á stærri auglýsingum í það blað er kl. 12 á hádegi mánudaginn 23. desember. Skil á stærri auglýsingum, sem birtast eiga laugardaginn 28. desember, er kl. 14 föstudaginn 27. desember. Síðasta blað á árinu kemur út mánudaginn 30. desember. Skil á stærri auglýsingum í það blað er kl. 14 föstudaginn 27. desember. Fyrsta blað eftir áramót kemur út 2. janúar. Skil á stærri auglýsingum í það blað er kl. 14 mánudaginn 30. janúar. auglýsingadeild Þverholti 11 - sími 550 5000 Fréttir Auglýsendur, athugið! ^A/A//////A////A// SMAAUGLYSINGADEILD OPIÐ: föstudaginn 20. desember kl. 9-22 ATH. Smáauglýsing í helgarblað verður að berast fyrir kl. 17 á föstudag. Laugardaginn 21. desember kl. 9-14. Sunnudaginn 22. desember kl. 16-22. Mánudaginn 23. desember, Þorláksmessu, kl. 9-18. Fimmtudaginn 26. desember, annan í jólum, kl. 16-22. LOKAÐ: aðfangadag og jóladag. Síðasta blað fyrir jól kemur út eldsnemma að morgni mánudaginn 23. desember. Fyrsta blað eftir jól kemur út um hádegi föstudaginn 27. desember. Qleðilegyjól! smáauglýsingadeild Þverholti 11 - sími 550 5000 Súlan merki Reykjanesbæjar Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er ánægður með merki Reykjanesbæjar. DV-myndir ÆMK DV, Suðurnesjum: „Þetta er mjög fallegt merki sem tengir saman sögu bæjarins í nú- tiö og framtíð. Merkið höfðar til sjávarins, flugsins og mannfólks- ins. Þá er það tákn fyrir stærstu súlnabyggð i heimi sem er í Eld- ey,“ sagði Drifa Sigfúsdóttir, for- seti bæjarstjómar Reykjanesbæj- ar, í samtali við DV. Súlan fékk flest atkvæði bæjar- stjórnarmanna Reykjanesbæjar þegar val um nýtt bæjarmerki var tekið fyrir á aukafundi bæjar- stjórnar nýlega. Á fundinum var valið milli flmm merkja sem höfðu verið valin úr tæplega 250 tillögum sem bárust i hugmyndasam- keppni. Höfundur Súlunnar er Guðjón Davíð Jónsson, grafískur hönnuð- ur, sem hlaut í verðlaun 500 þús- und krónur og var honum afhent upphæðin á bæjarstjómarfundi 17. desember. í texta með merkinu kemur Guðjón inn á stærstu súlna- byggð heims í og við Eldey, suð- vestur af Reykjanesi. Guðjón telur við hæfi að bæjar- félag, sem kennir sig við Reykja- nes, geri súluna að einkennisfugli. Súlan er tákn um ómetanlega nátt- úru en getur jafnframt verið tákn um athafnalíf. Á merkinu rís upp hvít súla sem tákn um lifandi sam- félag. -ÆMK Keflavíkurflugvöllur: 26 sektaðir vegna bílbelta Lögreglan á Keflavíkurflugvelli herti í fyrradag eftirlit með bílbelta- notkun. Að sögn lögreglumanna er full þörf á því að ýta við mönnum í þessu sambandi því 26 ökumenn voru sektaðir fyrir að aka án þess að nota bílbeltin. Sektin við brotinu er 2.500 krónur. -sv Sveinseyri við Dýrafjörð: Örninn sest rétt við bæinn „Ég hef aldrei séð þetta að vetrin- um fyrr. Hann hefur komið hér oft sumri til. Þetta er mjög tignarlegur fugl og greinilega í ætisleit,” segir Kristjana Vagnsdóttir, á Sveinseyri í Dýrafirði við Dýrafjörð, um örn sem gert hefur sig heimakominn skammt frá bæ hennar „Hann er mjög stór og með geysilegt vænghaf. Ég geri ráð fyrir að hann sé að narta i matarleifar sem ég hendi út fyrir dýrin mín. Þetta er mjög falleg sjón og gaman að hafa hann,” segir Kristjana. -rt Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hæsta gœðaflokki og prýða pau nú mörg hundruð íslensk heimili. 10 ára ábyrgð 10 stærðir, 90 - 370 cm Stálfótur fylgir ** Ekkert barr að ryksuga r*. Truflar ekki stofublómin TTiBWng.1 **■ Eldtraust <* Þarf ekki að vökva i*. íslenskar leiðbeiningar í* Traustur söluaðili <■*• Skynsamleg fjárfesting Hilmar Björnsson að leggja síðustu hönd á verk sitt. DV-mynd Kristján Meistarar baka kökuhús DV, Selfossi: Fjórum byggingameisturum á Selfossi var boðið að byggja pikar- kökuhús í tengslum við uppákomu Guðna bakara í Gestshúsum á Sel- fossi um helgina. Fjöldi fólks fylgd- ist með þegar meistararnir, Sigurð- ur Guðmundsson í SG einingarhús- um, Þórður Árnason, Svavar Valdi- marsson og Hilmar Þ. Bjömsson hjá Selósi, sýndu hvað þeir kunna í byggingarlistinni. KR.Ein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.