Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaóaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVlK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimaslóa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaóam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni biaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hvert fór góðærið?
Að undanförnu hafa talsmenn Qölmennra láglauna-
hópa lýst því yfir hver af öðrum að félagsmenn þeirri
hafi ekki orðið varir við góðærið, sem stjómmálamenn
og hagfræðingar tala mikið um, í launaumslögum sínum
eða lífskjörum almennt. Jafnvel hefur verið skipuð sér-
stök nefnd i einum stórum stéttarsamtökum til að gera
eins konar dauöaleit að þessu góðæri meðal félagsmanna.
Það þarf ekki ítarlega athugun til að átta sig á því
hvert bróðurpartur góðærisins hefur farið. Skatttekjur
hins opinbera hafa hækkað stórkostlega vegna aukinna
umsvifa í efnahagslífinu. Ríkissjóður einn hefur halað
upp úr vösum skattgreiðenda marga milljarða umfram
það sem gert var ráð fyrir í Qárlögum þessa árs. Það er
svo til marks um stjóm ríkisfjármálanna, að þrátt fyrir
þá miklu búbót sem góðærið hefur fært ríkissjóði verð-
ur mikill hallarekstur á árinu. Lofað er hallalausum fjár-
lögum fyrir næsta ár, en það á m.a. að nást með því að
lækka persónuafslátt að raungildi því hann mun ekki
eiga að hækka í samræmi við verðbólguna um áramót.
Sama á við um ýmsar bætur til launafólks.
Góðærið hefur líka skilað sér til sveitarfélaga sem fá
auknar tekjur með aukinni veltu í þjóðfélaginu. Samt
sem áður er stefnt að því, samkvæmt nýjustu fréttum, að
auka enn skattagreiðslur til sveitarfélaganna á næsta
ári. Staðgreiðsla skatta, sem er þegar orðin alltof mikil,
á því enn að hækka, líklega upp í 42 af hundraði.
Þetta tvennt sýnir auðvitað að þeir opinberu aðilar
sem til þessa hafa grætt mest á góðærinu eru gráðugir í
að hrifsa enn meira til sín, og komast upp með það.
Þá ætti öllum að vera ljóst að góðærið hefur skilað sér
í stórauknum hagnaði margra fyrirtækja, þótt þar komi
líka til áhrif af breyttum rekstri og aukinni hagræðingu
undanfarandi ára.
Það er jafnaugljóst hvert góðærið hefur ekki skilað
sér. Um það bera gleggst vitni framkomnar tölur um
stóraukna aðstoð félagsmálastofnana við efnalítið fólk.
Félagsmálastjóri Kópavogs segir í viðtali við blað þar
í bæ að efnahagsbatinn hafi alls ekki skilað sér til hinna
lægstlaunuðu, sem séu í reynd búnir að éta sig inn að
beini fjárhagslega og þurfi verulega aðstoð til að eiga fyr-
ir nauðþurftum. Ástandið í þessum efnum hefúr versn-
að mjög hin síðari ári. Sem dæmi má nefna að árið 1992
voru greiddar 23,4 milljónir króna í styrki og lán til
nauðstaddra Kópavogsbúa en á síðasta ári var sú tala
komin upp í 46,6 milljónir króna. Þar er því um tvöföld-
um fjárframlaga að ræða á aðeins þremur árum.
í höfuðborginni hefur þróunin verið á sömu leið. Á
síðustu tíu árum hefur fjárhagsaðstoð félagsmálastofn-
unar Reykjavíkur til einstaklinga og fjölskyldna aukist
úr 96 milljónum króna í 682 milljónir. Meginástæða þess-
arar þróunar er mikil fjölgun atvinnulausra, einkum
þeirra sem fá enga vinnu langtímum saman.
Margt verður til þess að einstaklingar og heilu fjöl-
skyldurnar þurfa að leita eftir fiárhagsaðstoð félagsmála-
yfirvalda, ekki síst veikindi og atvinnuleysi. En til við-
bótar kemur nú að margt fólk er á svo lágum launum að
það dugar engan veginn fyrir fæði, húsnæði, fatnaði og
öðrum nauðsynjum. Félagsmálastjóri Kópavogs orðaði
það svo í áðumefndu viðtali að þau lágu taxtalaun sem
þekkjast víða í þjóðfélaginu í dag séu í raun bein ávísun
á sjóði viðkomandi bæjarfélaga. Þetta fólk eigi einskis
annars úrkosti en að leita eftir opinberum fjárstuðningi.
Slíkt ástand er að sjálfsögðu þjóðfélaginu til skammar.
Elías Snæland Jónsson
Formúlan auðvelda: lágt kaupgjald, hátt verðlag, langur vinnutími, lélegt sjónvarp - bætt upp með fögrum fjalla-
hring, segir m.a. í grein Péturs.
Um viðreisn Isiands
Kjallarinn
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
semja rit sín á mótum
sautjándu og átjándu
aldar.
Oftar en ekki hefur
ráðabruggið snúist um
hvemig hægt væri að
koma hér á yfirstétt.
Örsnauð alþýða er eng-
inn vandi, fyrir henni
er tiltölulega auðveld
formúla sem í dag hljóð-
ar einhvem veginn
svona: lágt kaupgjald,
hátt verðlag, langur
vinnutími, lélegt sjón-
varp - bætt upp með
fögmm fjallahring.
„Brauðmyisnu-
kenningin“
Þessi hugmynd um
„Afkastageta flotans hefur marg-
faldast sem aftur hefur leitt til
hruns fískistofna. I dag þarf að-
eins brot af skipastóli lands-
manna til að sækja þessa físka
sem völ er á.u
Bókin sem lengst
hefur veriö beðið
eftir í núverandi
holskeflu er ugg-
laust Hagþeinkir
eftir Jón Ólafsson
frá Grunnavík. í
259 ár hefur hand-
ritið legið tilbúið
til prentunar, að
vísu ekki alitaf hjá
sama forleggjara
en á endanum voru
það „Góðvinir
Gmnnavíkur-Jóns
og Hagþenkir" sem
komu ritinu á
þrykk. Hafl þeir
heila þökk fyrir.
Kenjótt bókaút-
gáfa
Islensk bókaút-
gáfa er kenjótt og á
stundum hvarflar
að manni hvort
við séum heldur
bókaþjóð eða bóka-
bindindisþjóð
(kannski bók-
bandsþjóð?). Svo
makalaust hve
staðfastlega við
getum látið fjár-
sjóði og gersemar
liggja óhreyfð í handritum, til
dæmis Hagþeinki sem var brýnt
innlegg í máleftii sinnar tíðar um
ungdóminn á íslandi og hvemig
hann verði best menntaður. Margt
er þar skarplega athugað, en um
fram allt skemmtilega orðað, til
dæmis um markmið menntunar
sem þegar á öllu er á botninn
hvolft er „innvortes glede“, að
sögn Jóns.
Eitt af þeim fjölmörgu málum
sem Jón grípur á í Hagþeinki er
„Prójektamageríið" eða hin enda-
lausu áform um viðreisn íslands.
Þá sögu væri þarft að skrá, en
hún spannar nú orðið auðveldlega
þrjár aldir, eða frá því að Páll
Vídalín og Vísi-Gísli vom að
nauðsynina á íslenskri yfirstétt
birtist í dag skýrast í „kvótamál-
inu“ þar sem þjóðin afhendir litl-
um hópi manna meginauðlind
þjóðarinnar endurgjaldslaust. Að
baki býr „brauðmylsnukenning-
in“ svonefnda, ættuð frá nítjándu
öld og hefur lifað góðu lífi allt
fram á okkar daga: litlum hópi
manna séu sköpuð skilyrði til ær-
legra veisluhalda, af því borði
hrjóti síðan molar sem alþýðan
gripi í kjaftinn og mauli sér til
viðurværis. Því stórbrotnari sem
veislan er því meira kemur í hlut
alþýðu („forsendan fyrir auknu
kaupgjaldi er aukinn hagvöxt-
ur...“).
Þótt kenningin sé bæði einföld
og snjöll hefur hún gífurlega sóun
í fór með sér og nú í lok tuttug-
ustu aldar sér í botn á flestum
auðlingum jarðar, samfara æ
voldugra mengunarskýi. Allir
sem nenna að skoða lengra en í
gaupnir sér sjá að þrátt fyrir
glauminn í salnum, er eldhúsið
búið að loka. I stað veisluþjónustu
hlýtur að koma mötuneyti.
Aflaveita sjávarútvegsins?
Veiðileyfagjald kallast veik-
burða tilraun almennings á ís-
landi til að reisa skorður við
hinni galvösku stétt sægreifa. Af-
kastageta flotans hefur margfald-
ast sem aftur hefur leitt til hruns
fiskistofna.
I dag þarf aðeins brot af skipa-
stóli landsmanna til að sækja
þessa fiska sem völ er á. Hinn
gríðarstóri floti sem haldið er úti
veldur ómældri sóun að ekki sé
talað um tilræðið við ósonlagið.
Það er því brýnt að þjóðin taki aft-
ur við auðlind sinni og annist nýt-
ingu hennar með ýtrustu hag-
kvæmni. Eins fá og tæknivædd
skip og kostur er annist sókn sjáv-
araflans. Síðan sjái fiskmarkaðir
um dreifingu hans um byggðir
landsins.
Til hliðsjónar mætti taka dæmi
af Vatnsveitunni og Rafmagns-
veitunni. I byrjun aldarinnar var
sérstakt fólk í fullu starfi við að
bera vatn og kol í hús; saur og
ösku frá. Þetta var blómleg at-
vinnugrein sem fjöldi manna
hafði framfæri af. I dag hefur Raf-
magns- og hitaveitan leyst þetta
fólk af hólmi, Sæfinnur á sextán
skóm er orðinn að krana og
postulínsskál í hverju húsi. Með
sama hætti þyrfti að breyta sjáv-
arútvegnum i Aflaveitu.
Þessi auðlind sem enginn vé-
fengir að við eigum, nú þurfum
við á henni að halda til að lifa hér
blómberandi mannlifi - með
þeirri „innvortes glede" sem Jón
Ólafsson frá Grunnavík talaði um
í Hagþeinki. Pétur Gunnarsson
Skoðanir annarra
Þróunarmálum þokað burt
„Það er lítill pólitískur þrýstingur á yfirvöld að
veita þróunarmálum meiri stuðning - og skal þeim
fáu þingmönnum sem veita málinu athygli vottuð
virðing.... En við getum skilgreint verkefni sem
hæfa framlögum okkar, þekkingu og mannskap sem
hægt er að senda á vettvang. Staðreyndin er einfald-
lega sú að á því er ekki neinn sérstakur áhugi, ork-
an fer öll í að glíma við góðærisvandamál eins og að
slá á þensluna."
Stefán Jón Hafstein í Degi- Tfmanum 19. des.
Linkind við Norömenn
„Undanlátssemi íslenskra stjórnvalda í samning-
um við Norðmenn er bæði óskiljanleg og vítaverð.
Sýnt hefur verið fram á, með bláköldum vísindaleg-
um rökum, að Norðmenn bera ábyrgð á algeru hruni
norsk-íslenska sildarstofnsins undir 1970.... Allir
þekkja afleiðingamar sem hrun síldarstofnsins hafði
á íslandi: hér urðu mestu efnahagsþrengingar lýð-
veldistímans og fólk flutti unnvörpum úr landi.
Norðmenn standa því í siðferðilegri skuld við íslend-
inga, en ráðamenn hérlendis eru einir um að gleypa
við áróðri Norðmanna um að ábyrgðin á hruni sild-
arstofhsins sé okkar.“
Úr forystugrein Alþbl. 19. des.
Vegabréfaeftirlit
„Finnst islenzku fyrirfólki einhver minnkun að
bláa eða jafnvel græna vegabréfinu sínu? Hvernig
getur það verið stórmál, að íslendingum sé frjáls fór
án vegabréfaskoðunar og þeirra óþæginda sem þeim
fylgir um flestöll ríki EES? Ég spyr í minni fávizku,
hvaða óþægindum verður almennur ódrukkinn ís-
lendingur fyrir af völdum vegabréfaskoðunar i
heiminum? ... Skyldi það vera æskilegt, að hafa að-
eins eftirlit með innflutningi hingað en ekkert með
útflutningi vegabréfalausra ferðamanna héðan?“
Halldór Jónsson í Mbl. 19. des.