Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 Afmæli Sunna Borg Sunna Borg, leikkona og formað- ur LA, Byggðavegi 95, Akureyri, er flmmtug í dag. Starfsferill Sunna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk námi frá Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins 1970, stund- aði framhaldsnám í leiklist í Banda- ríkjunum 1972 og fékk til þess styrk frá Rotaryhreyfingunni, og hefur sótt ýmis leiklistarnámskeið, m.a. við The Actors Center í London 1985. Sunna hefur verið leikari hjá Leikfélagi Akureyrar frá 1979 en hún hefur leikið þar á sjötta tug hlutverka. Þá hefur hún fengist við leikstjóm hjá LA en þessa dagana er hún að leikstýra leikritinu Koss- um og kúlissum sem sýnt er í tilefni áttatiu ára afmælis LA og jafnframt níutíu ára afmælis samkomuhúss- ins sjálfs. Sunna er nú formaður Leikfélags Akureyrar og leikhúsráðs. Fjölskylda Eiginmaður Sunnu er Þengill Valdimarsson, f. 25.12. 1951, hús- gagna- og húsasmíðameistari. Hann er sonur Valdimars Jóhannssonar, húsgagnasmiðs á Akur- eyri, og k.h., Ástu Þeng- ilsdóttur húsmóður. Böm Sunnu eru Berg- ljót Borg, f. 15.2. 1975, nemi; Valdimar Þengils- son, f. 3.5. 1987, nemi. Systkini Sunnu: Kjart- an Borg, f. 21.2. 1939, kennari í Reykjavík; Ste- fanía Svala, f. 24.11. 1940, sjúkraliði, búsett í Garða- bæ; Áslaug Borg, f. 16.9. 1948, kaupmaður á Akur- eyri. Foreldrar Sunnu: Geir Borg, f. 24.2.1912, fyrrv. forstjóri Kol og salt og síðast Saltsölunnar sf. í Reykja- vík, og f.k.h., Guðrún Ragnars, f. 2.7. 1917, sjúkraliði. Ætt Systur Geirs voru leikkonumar Anna, Þóra og Emelía Borg, og Ás- laug ljósmyndari. Geir var sonur Borgþórs, hæjargjaldkera í Reykja- vík, bróður Jóns Bachmann, b. í Steinsholti, föður Hallgríms ljósam- eistara, föður Helgu Bachmann leikkonu, en systir Hallgríms var Rósa, amma Guðmundar Gunnars- sonar, formanns Rafiðnaðarsam- bands íslands, föður Bjarkar Guð- mundsdóttur söngkonu. Borgþór var sonur Jós- efs, b. í Skipanesi Magn- ússonar og Halldóra Guð- laugsdóttur, b. í Geita- gerði Sveinbjörnssonar. Móðir Halldóru var Sig- riður Bachmann, systir Ingileifar, móður Hall- gríms landsbókavarðar. Hálfbróðir Sigríðar var Jón Borgflröingur, afi Agnars Klemenzar Jóns- sonar ráðuneytisstjóra. Sigríður var dóttir Jóns Bachmann, prests á Klausturhólum Hallgrímssonar, læknis í Bjarnar- höfn og ættföður Bachmannættar- innar. Móðir Jóns var Halldóra Skúladóttir landfógeta Magnússon- ar. Móðir Sigríðar var Ragnhildur Bjömsdóttir, systir Sigurðar Thor- grímssonar landfógeta. Móðir Geirs var Stefanía Anna Guðmundsdóttir leikkona, dóttir Guðmundar Jónssonar, trésmiðs á Elliðavatni, og Önnu Stefánsdóttur, prests í Viðvík Björnssonar. Guðrún er systir Kjartans sendi- ráðunautar, föður Áslaugar Ragn- ars, móður Andrésar blaðamanns. Annar bróðir Guðrúnar var Ólafur, faðir Gunnars Ragnars, fyrrv. for- seta bæjarstjórnar Akureyrar. Þriðji bróðir Guðrúnar er Sverrir, faðir Rögnu Ragnars sendiherrafrú- ar. Guðrún var dóttir Ragnars, kaupmanns á Akureyri ÓlafssonEU', gestgjafa á Skagaströnd Jónssonar, b. á Helgavatni Ólafssonar. Móðir Ragnars var Valgerður Narfadóttir, systir Valentínusar, langafa Erlu, móður Þórunnar Valdimarsdóttur sagnfræðings. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jónsdóttir, sýslumanns I Eskifirði Johnsen, bróður Þóru, móður Ásmundar Guðmundssonar biskups. Jón var sonur Ásmundar, prófasts í Odda Jónssonar og Guð- rúnar Þorgrímsdóttur, systur Gríms Thomsen. Móðir Guðrúnar Jóns- dóttur var Kristrún Hallgrímsdótt- ir, prófasts á Hólmum Jónssonar, ættföður Reykjahlíðarættarinnar Þorsteinssonar. Móðir Kristrúnar var Kristrún Jónsdóttir, systir Mar- grétar, ömmu Ólafs Friðrikssonar verkalýðsleiðtoga, og langömmu Ragnheiðar, móður Friðriks Páls Jónssonar fréttastjóra. Systir Kristrúnar var Guðný, langamma Jónasar Haraldz, fyrrv. bankastjóra. Sunna tekur á móti gestum á Renniverkstæðinu, Strandgötu 49, sem er nýtt leiksvið fyrir starfsemi LA, laugardaginn 21.12. milli kl. 17.00 og 19.00. — Sunna Borg. Jóhann Óskar Jósefsson Jóhann Óskar Jósefsson, bóndi, harmóníkuleikari og tónskáld, Orm- arslóni í Þistilfirði, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jóhann er fæddur í Ormarslóni í Þistilfirði og ólst þar upp. Hann varð strax tónelskur og fór ungur að leika á hljóðfæri. Jóhann kynntist norskum sjómönnum á Raufarhöfn og þeir létu honum í té nótnabækur sem hann fór að spila eftir. Auk þess að vera einn af brautryðjend- um harmóníkunnar hérlendis og þvi að fylgjast með þróun hennar í heiminum var Jóhann mikill hag- leiksmaður á bæði tré og jám. Jóhann kenndi í Tónlistarskóla Raufarhafnar i átta ár og fjögur ár á Þórshöfn, auk þess að hafa marga nemendur í einkakennslu í gegnum árin. Hann hefur fengist mikið við tónsmíðar og eftir hann liggja mörg verk. Jóhann spilaöi fyrstur manna einn inn á harmóníkuplötu árið 1933 en þar var um að ræða tvö frumsamin lög eftir hann sjálfan. Fleiri verk hans hafa verið gefin út á plötum, auk þess sem Jóhann hefur flutt verk sín bæði í útvarpi og sjónvarpi. Jóhann hélt fjölda tón- leika um landið fyrir og eftir síðari heimsstyrjöldina ásamt Þorsteini Pétri bróður sínum en þeir vora þá þekktir sem Ormarslónsbræður. Jó- hann hefur síður en svo sagt skilið við harmóníkuna og spilar á hana á hverjum degi. Fjölskylda Sambýliskona Jóhanns í átta ár var Ellen Ludvigsen, f. 1911, d. 1994, húsfreyja, af dönskum ættum. Systkini Jóhanns: Hólmgrimur, f. 12.4. 1906, d. 10.6. 1946, prestur á Skeggjastöðum við Bakkafjörð og síðar á Raufarhöfn; Kristjana Sigríður, f. 16.2. 1909, d. 2.2.1982, húsmóðir í Orm- arslóni og síðar á Raufar- höfn; Þorsteinn Pétur, f.11.9. 1914, d. 4.4. 1970, bóndi í Ormarslóni og síð- ar í Vogi. Foreldrar Jóhanns: Jósef Kristjánsson, f. 20.12. 1881, d. 18.5. 1972, bóndi, og k.h., Halldóra Þorgríms- dóttir, f. 16.4. 1875, d. 13.7. 1958, hús- móðir. Ætt Jósef var sonur Kristjáns Jó- hannssonar bónda, sem ættaður var úr Skaga- firði, og konu hans, Sig- ríðar Jónasdóttur, hús- móður úr Þistilfirði, en þar bjuggu þau sinn bú- skap. Halldóra var dóttir Þor- gríms Kristjánssonar, bónda frá Leirhöfn á Melrakkasléttu, og konu hans, Hólmfríðar Péturs- dóttur húsmóður, frá Oddsstöðum á Melrakka- sléttu. Ein af systram Halldóru var Jóhanna, húsmóðir í Reykjavík, móðir Láras- ar Pálssonar leikara og Hólmfríðar systur hans sem oft dvöldu í Orm- arslóni. Jóhann er að heiman á afmælis- daginn. Jóhann Óskar Jósefsson. Ásmundur Jóhannes Aðalsteinsson Ásmundur Jóhannes Aðsteinsson sjómaður, Hafnarstræti 18 B, Akur- eyri, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ásmundur fæddist í Þinghól í Glæsibæjarhreppi og ólst þar upp fyrstu tíu árin en síðar að Skútum á Þelamörk. Hann var í barnaskóla í Þelamörk. Um fermingaraldur fór Ásmundur að Sílastöðum í Glæsi- bæjarhreppi þar sem hann var vinnumaður í fimm ár. Hann stund- aði síðan sjómennsku, einkum frá Akureyri, fyrst á mótorbátum en síðan háseti á toguram hjá Útgerð- arfélagi Akureyrar. Ásmundur kom í land 1973. Hann starfaði við fiskimóttöku hjá Út- gerðarfélagi Akureyrar næstu tíu árin og loks við skinnaiðnaðinn á Akureyri í sjö ár. Fjölskylda Ásmundur kvæntist 1943 Guð- rúnu Jónsdóttur, f. 13.11. 1922, hús- móður. Hún er dóttir Jóns Jóhanns- sonar og Kristínar Sigurðardóttur. Böm Ásmundar og Guðrúnar eru Sigríður Alda, f. 30.12. 1943, starfs- maður við Skattstofuna á Akureyri, gift Guðmundi Friðfinnssyni húsa- smið og eiga þau tvö börn, Ásrúnu og Friðfinn; Nanna Guörún, 25.8. 1946, húsmóðir og sjúkraliði í Hafn- arfirði, gift Bjama Róbertssyni, vél- virkja í Straumsvík, og eiga þau fimm böm: Róbert, Guðrúnu, Þór- laugu, Kristínu og Lísu; Jón, f. 15.8. 1949, vélvirki á Akureyri, kvæntur Katrínu Sverrisdóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm, Auði Elvu, Guð- rúnu Lilju og Sverri Má; Gylfi, f. 21.10.1950, leigubílstjóri á Akureyri, kvæntur Guðnýju Sigurhansdóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm, Jón Helgason, Ásmund Rúnar og Heiðbjörtu Unni; Þröstur, f. 26.5. 1952, kennari við VMA, búsettur á Akureyri, kvæntur Aðalheiöi Stein- grímsdóttur kennara og á hann þrjú börn, Skarphéðin, Guðrúnu Ástu og Rannveigu; Ásdís, f. 18.9. 1953, hús- freyja að Ártröð V í Hrafnagili, gift Oddi Guðmundssyni kennara og eiga þau þrjá syni, Guðmund Ævar, Ásmund Hrein og Bjarka Ármann. Ásmundur átti níu systkini og komust sjö þeirra á legg. Hann á nú sex systkini á lifi. Foreldrar Ásmundar vora Aðal- teinn Jóhannsson, bóndi að Skútum á Þelamörk, og k.h., Sigríður Sigur- jónsdóttir húsfreyja. staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur a\\t mi!/í v, % u Smáauglísingar DV 550 5000 DV Til hamingju með afmælið 20. desember 75ára Pálína Guðvarðardóttir, Birkihvammi 15, Kópavogi. 70 ára Sigurrós Sigurðardóttir, Bergstaðastræti 48 A, Reykja- vík. 60 ára Runólfur Þór Eiríksson, Hverafold 21, Reykjavík. Sesselja Þorsteinsdóttir, Hraunholti, Kolbeinsstaða- hreppi. Inga Marianne Ólafsson, Grenimel 38, Reykjavík. 50 ára Arthur Karl Eyjólfsson, Holtsgötu 14 A, Reykjavík. Elísabet Jóna Sveinbjörns- dóttir leikskóla- kennari, Austur- brún 2, Reykja- vík. Hún er nú stödd á Flórída um þessar mundir en ar þar er: 6018 SE Grand Cay CT Emerald Lakes Stuart 34997 Florida USA s: 561 781 0026. Ester Sigurðardóttir, Reynibergi 3, Hafnarfirði. Ólafur Gíslason, Bakkaseli 4, Reykjavík. Erla Eyþórsdóttir, Hjaltabakka 2, Reykjavík. Sigurður Steingrímsson, Ysta-Mói, Fljótahreppi. Sveinn Sigurðsson, Indriðastöðum, Skorradals- hreppi. 40 ára Lárus Einarsson, Hörgsholti 11, Hafnarfirði. Sverrir Hjaltason, Lágholtsvegi 15, Reykjavík. Soffía Hjördis Guðjónsdótt- ir, Breiðvangi 56, Hafnarfirði. Sigurjón Gunnarsson, Lambastaðabraut 9, Seltjarn- amesi. Þorleifur Geirsson, Þórólfsgötu 12, Borgamesi. Sigurður Ingi Gunnarsson, Brekkulæk 6, Reykjavík. Jóhann Hauksson, Logafold 150, Reykjavík. Margrét S. Kristjánsdóttir, Stapasíðu 15 E, Akureyri. Guðrún Katrín Jónsdóttir, Vatnsnesvegi 21, Keflavík. Bjöm Ragnar Morthens, Háaleitisbraut 48, Reykjavík. heimlisfang henn- Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA IÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.