Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 Sviðsljós Pierce Brosnan skoðar rosa- sætar stelpur Pierce Brosnan er í oða önn að undirbúa sig fyrir tökumar á næstu kvikmyndinni um James Bond, ofurnjósnara hennar há- tignar. Einn liðurinn i þeim und- irbúningi var að skoða sætar stelpur sem hafa áhuga á að ger- ast Bond-stúlkur. Það gerðist í London í vikunni. Skömmu áður hafði Pierce lokið viö að leika í kvikmynd á írlandi. Karlinn verður svo heima yfir hátíðam- ar, enda á kærastan, Keely Shaey Smith, von á barni í janúar. Christy Turlington ofurfyrirsæta á erfitt verk fyrir höndum: Clint byggir golf- völl og glæsihótel Clint Eastwood hlýtur að vera í sjöunda himni. Ekki eru nema örfá- ir dagar síðan ung og falleg eigin- kona hans ól honum lítið og sætt stúlkubarn og nú hefur hann fengið leyfi skipulagsyfirvalda í Monterey- sýslu i Kalifomíu til að byggja eigin golfvöll og lítið hótel með útsýni yfir hinn stórbrotna Montereyflóa. Kvikmyndastjaman ætlar að gera 18 holu völl og 12 glæsiíbúða hótel uppi á hæð einni við flóann. Ekki era allir þó jafnhrifnir af áformum Clints og sýslunefndarfulltrúar. Fullt var út úr dyrum þegar um- sókn um leyfið var tekin fyrir á þriðjudagskvöld og vömðu margir íbúana við því að framkvæmdimar kynnu að spilla náttúmnni og um- hverfinu öllu. Clint keypti landið í júlí síðast- liðnum og er það ekki langt frá heimili hans og fjölskyldunnar í Pebble Beach. Reynir að sanna að hún sé ekki heimsk Bókin er fáanleg í eftirtöldum bókabúðum: Bókabúðin Möppudýriö-Sunnuhlið 12-600 Akureyri-Bókaverslunin Edda-Hafnarstræti 100-600 Akureyri-Bókabúðin Heiðarvegi 9-900 Vestmannaeyjar-Bókabúðin Hlöðum v/Lagarfljótsbrú-701 Egilsstaði-Ulfarsfell-Hagamel 67-107 Reykjavik-Bókabúðin Veda- Hamraborg 5-200 Kópavogur-Bókaverslunin Gríma-Garðatorpi 3-210 Garðabæ-Bókabúð Böðvars-Reykjavíkurvegi 64-220 Hafnarfirði- Astund Austurveri-Háaleitisbraut 68-108 Reykjavík-Bókabuð Arbæjar-Hraunbæ 102-110 Reykjavik-Bókabúð Máls og menningar- Laugavegi 18-101 Reykjavík-Bókabúð Máls og menningar-Siðurmúla 7-9-108 Reykjavík-Bókabúðin Grafarvogi-Hverafold 1-3 -112 Reykjavík-Bókabúöin Kilja-Háaleitisbraut 58-60-108 Reykjavík-Hugborg-Efstalandi 26-108 Reykjavík-Söluturninn Iðufelli-lðufelli 14-111 Reykjavik-Söluturninn Hólagaröi-Hólagarði 2- 4-111 Reykjavík-Söluturninn Alfheimum-Álfheimum 2-104 Reykjavík- Söluskálinn Grímsbæ-Efstalandi 26-108 Reykjavik-Nóatún Rofabæ-Rofabæ 39-110 Reykjavík George Clooney, hjartaknúsarinn úr Bráðavaktinni, er hér f fylgd með kærustunni, hinni frönsku og gullfallegu Céline Balidran, ó leið til frumsýn- ingar myndarinnar One Fine Day þar sem hann leikur á móti Michelle Pfeif- fer. Símamynd Reuter Ofurfyrirsætan Christy Tur- lington er forkunnarfógur. Um það deilir enginn. Hitt er ekki eins víst að hún búi yfir góðum gáfum. En það ætlar hún einmitt að reyna að sanna fyrir umheiminum. Christy er hætt í tískusýninga- bransanum og búin að innrita sig í háskóla í New York, allt fyrir áeggj- an kærastans, leikarans Jasons Pat- rics. „Fegurðin varir ekki að eilífu en það gera prófskírteinin," sagði Jason við Christy einn daginn og það gerði útslagið. Jason, sem sjálfur þykir í snoppu- fríðara lagi, veit vel hvað hann er að tala um þegar hann segir að fyr- irsætur og fleiri sætar skvísur séu lítið annað en lofbóluheilar. Hann var nefnilega einu sinni með Juliu Roberts. Christy hefur því farið úr pinna- hælunum og í íþróttaskóna, eins og aðrir námsmenn í New York, og kúrir yfir bókunum. Stúlkan er ekk- ert óvön slíku því hún var í sama háskóla í New York á sínum tíma áður en hún sló í gegn sem fyrir- sæta. Mikil alvara hljóp í ástarsam- band þeirra Christy og Jasons fyrir einu ári eða svo og allar götur síðan hefur pilturinn ekki legið á þeirri skoðun sinni að tískubransinn sé bölvað húmbúkk og frat. Christy er sjálf að komast á þá skoðun og m.a. af þeirri ástæðu hafnaði hún að koma fram með stallsystrum sínum, þeim Naomi Campbell, Claudiu Schiffer og Elle Macpherson, við opnun nýs veitingastaðar í keðjunni Fashion Café sem þær eiga allar hlut í. Stúlkumar skipta með sér milljón dollurum i hvert skipti sem nýr staður er opnaður og fá að auki stórfé fyrir að mæta við opnunina og auglýsa hann. „Jason finnst þetta allt svo heimskulegt," segir kunningi sæta- brauðsdrengsins. „Hann þolir ekki Fashion Café-veitingastaðina og finnst allar hinar ofúrfýrirsætumar vera heimskar. Jason finnst að Christy eigi að ná sér í almennilega menntun." Ekki nema það þó. Christy er líka hætt að umgang- ast hitt tískuliðið, er búin að skipta um símanúmer og líka um umboðs- mann. Hún lætur sig þó hafa það að láta taka myndir af sér fyrir forsíð- ur tímarita og auglýsir snyrtivörur fyrir Calvin Klein og Maybelline. „Enginn veit hvað hún er að bauka þessa dagana þar sem ekki er hægt að ná sambandi við hana,“ segir ein fyrram vinkvenna hennar. kr. 290 Verö aðeins 50 vinningssögur úr ritgeröa- samkeppninni Tígri í umferðinni skrifaöar af krökkum á grunn- skólaaldri um land allt. Krakkar! Læriö umferöarreglurnar meö Tígra. KRaKkAkIlJAn Tígri í umferöinni er komin út! Síðasti skiladagur er föstudagurinn 20. desember. Munið að senda alla 10 seðlana saman í umslagi merkt: DV-jólagetraun - Þverholti 11 - 105 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.