Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 45 x>v Mokka íklædd skinnum. Hlé í minningu um afa minn Ari Alexander Ergis Magnús- son er með sérstaka myndlistar- sýningu á Mokka þessa dagana. Um er að ræða rýmisverk (in- stallation) sem ber yfirskriftina Hlé í minningu um afa minn. Verkið felst i því að Mokka er klætt skinnum frá Loðskinnum. Sýningin er unnin í samvinnu ís- jaka, menningar- og vináttufélags íslands og Jakútiu, og Hannesar Sigurðssonar listffæðings. Ari Alexander er nýkominn frá Síberíu, æskustöðvum afa sins, Gabriels Argunovs, en sýningin er tileinkuð minningu hans. Á sýningunni eru hljóðverk í bak- grunni eftir Óttar Proppé og Jó- hann Jóhannsson sem nefnist Leikið á úlfa. Sýningin stendur til 6. janúar. Sýningar Hannyrðir í Listahominu Þessa dagana stendur yfir hannyrðasýning í Listahominu í Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akranesi. Það er Ragnheiður Bjamadóttir sem sýnir verk sín. Ragnheiður er fædd á Húsavík 1912. Hún lagði snemma stund á hannyrðir og er elsta verkið á sýningunni gert fyrir sjötíu árum, eða árið 1926, en síðasta verkiö um miðjan nóvember 1996. Þetta er önnur einkasýning Ragn- heiðar. Fyrri sýning hennar var haldin á Akureyri 1987. Ragnheiður er einnig ljós- myndari, lagði stund á ljósmynd- un hjá Eðvarð Sigurgeirssyni á Akureyri á árunum 1933-1938. Sýningin stendur til 6. janúar. Sálin á Norðurlandi Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns, sem kom saman í stuttan tíma, leikur í kvöld á Akureyri. Annað kvöld verður hún á Suð- urnesjum og leikur í Stapanum- Komdu í bæinn Það er mikið um að vera í gamla bænum þessa dagana og í dag verða tveir jólasveinahópar á ferðinni og kvartett í hest- vagni tekur lagiö í kvöld, auk þess sem Lúörasveitin Svanur verður á ferðinni. Jóladagskrá í Hús- dýragarðinum Á hverjum degi er jóladag- skrá í Húsdýragarðinum og koma jólasveinamir þar við á ferð sinni um bæinn, bæði þeir rauöklæddu og þeir íslensku. í kaffihúsinu er jólatilboð á kakói og piparkökum. Samkomur Félagsvist Spiluð verður félagsvist að Fannborg 8, Gjábakka, í kvöld kl. 20.30. Gloss á Staðnum í kvöld og annað kvöld mun hijómsveitin Gloss spila á Staðnum, Keflavík. HJjómsveit- in sérhæfir sig í soul- og diskótónlist. m Vestur- gata 7 (106) Garöastr. Q Viö AöalstrætiQ Landa-Q q kotstún Q q Viö Hjálpræöis- hershúsiö ®Q Viöhöfnina «... Q Q Tryggvagata Q Alþlngisstæ&i (107) Q Q o Kirkjustræti Kolaportið (166) 'JZ, Tra&arkot Ql270) Skúiagata 4-6 T. Rá&hús Tjarnargata (130) 18-28 1 Tjörnln Q Bergsta&lr (91) Q>. Grettisgata 11 Q Bílageymslur eða vöktuð bílastæ&l Q Önnur bílastæöi OVitatorg (223) /J Q Skúlagata 4-6 Laugavegur 77 Laugavegur 92 LaugavegurQ 120 PVl Bílastæði í miðbænum Eins og ávallt fyrir jól er umferð- in í miðbænum takmörkuö og er sérstaklega lokað fyrir umferð um Umhverfi Laugaveginn og Austurstræti á mestu annatímunum, enda er gífur- legur fjöldi fólks í miðbænum þeg- ar verslanir eru opnar. Undanþágu frá lokunum fá þó strætisvagnar og leigubílar sem eiga leið að húsum á viðkomandi götum. Flestir koma á bílum í bæinn og það eru næg bílastæði ef rétt er far- ið að hlutunum og er sjálfsagt að nota bílahúsin og stór bílastæði í stað þess að reyna að troða bílnum meðfram gangstéttum en það tekur örugglega lengri tíma en að fara beint í næsta bílahús. Bílahúsin í miðbænum eru opin í samræmi við afgreiðslutíma verslana gegn venjulegu tímagjaldi. Á kortinu má sjá hvar bílahúsin og bílastæðin er að finna í miðbænum. Jólauppákoma í Hinu húsinu: Kolrassa og upplestur Kolrassa krókrf&andi. Botnleðja, Hitt húsið stendur fyrir mynd- arlegri jólauppákomu I dag kl. 17.00 og er ókeypis aðgangur. Tvær hljómsveitir koma fram og þrjú skáld. Fyrst mun stlga á svið Botnleðja sem mun leika lög af plötu hljómsveitarinnar, Fólk er fífl. Kolrassa krókríðandi, sem einnig kemur fram, er einnig meö nýja plötu í farteskinu, Köld eru kvennaráð, og verða leikin lög af henni. Skemmtanir Skáldin sem koma fram og lesa úr eigin verkum eru Bragi Ólafs- son sem les úr bók sinni Nöfnin á útidyrahurðinni, Andri Snær sem les smásögur og bónusljóð úr smiöju sinni og Dúsa sem kynnir nýútkomna ljóðabók sína. Smass í Rósen- bergkjallaranum í kvöld mun ný hljómsveit, Smass, „líta kvöldsins myrkur“ í Rósenbergkjallaranum. í hljóm- sveitinni eru Jóhannes Eiðsson, Sigurgeir Sigmundsson, Flosi Þor- geirsson, Ríkharður Flemming Jensen og Ingvar Lundberg Jóns- son. Smass ieikur einnig annað kvöld á sama staö. Víðast er hálka á vegum Allar aðalleiðir á landinu eru fær- ar, en víðast hvar er hálka á vegum. Verið er að moka á Eyrarfjalli og átti að opna leiðina fyrir hádegi. Fyrir austan er snjór á vegum sem liggja hátt, má þar nefna Breiðdals- Færð á vegum heiði og Fagradal og Mývatnssveit. Á Suðurlandi er snjór á leiöinni Aratunga-Gullfoss og verið er að lagafæra leiðina Suðurlandsveg- ur-Galtalækur. Á Mosfellsheiði og Kjósarskarðsvegi er snjór. Dynjand- isheiði, Öxarfjarðarheiði og Hellis- heiði eystri eru ófærar. Ástand vega m Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö @ Öxulþungatakmarkanir (g) Fært fjallabílum @ Vegavinna-aögát [D Þungfært Snædís Ósk Litla myndarlega telp- an á myndinni, sem hlot- ið hefur nafnið Snædís Ósk, fæddist á fæöingar- deOd Landspítalans 26. Barn dagsins október. Hún var við fæð- ingu 13 merkur að þyngd og 51 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Guðrún íris Þorleiksdótt- ir og Jóhann G. Thorarensen og er Snæ- dís Ósk þeirra fyrsta bam. dagsájjjjíl Wesley Snipes og Robert De Niro f hlutverkum sínum sem íþróttahetjan og aödáandinn. Aðdáandinn Sam-bíóin hafa sýnt að undan- fomu spennumyndina Aðdáand- ann (The Fan). Segir myndin frá farandsölumanninum Gil Ren- ard sem sannast sagna er varla með öllum mjalla og ábyrgðartil- finningin er honum ekki í blóð borin. Hið eina sem heldur hon- um gangandi er nánast sjúklegur áhugi á hafnabolta og öllu sem viðkemur þeirri íþrótt. Uppá- haldslið Gils hefur nýlega fest kaup á Bobby Raybum, einni skæmstu stjömunni í hafnabolt- anum, fyrir metfé. Gil tekur strax ástfóstri við nýja leik- manninn og stendur með honum í gegnum þykkt og þunnt. Til að koma honum aftur á beinu brautina, en gengi hans er ekki gott um þessar mundir, er hann tilbúinn að ganga ansi langt. Kvikmyndir Robert De Niro leikur aðdá- andann Gil og Wesley Snipes hafhaboltahetjuna. Aðrir leikar- ar era Ellen Barkin, John Legu- izamo og Benecio Del Toro. Leik- stjóri er Tony Scott sem á að baki gððar spennumyndir eins og Top Gun og Crimson Tide. Nýjar myndir: Háskólabíó:Geimtrukkamir Laugarásbíó: Jólahasar Saga-bíó: Aðdáandinn Bíóhöllin: Jack Bíóborgin: Blossi Regnboginn: Einstimi Stjömubíó: Matthildur Krossgátan T~ r~ r~ T~ n r T~ 0 , | r 10 TT ri ir l¥“ J ir iH 1 Lárétt: 1 gáfuð, 6 hús, 8 hættu, 9 fé, 10 spýju, 11 óánægju, 13 hættu, 16 eyðir, 18 stöng, 19 skalf, 20 geð, 21 ílát. Lóðrétt: 1 stybban, 2 flatfiskur, 3 skel, 4 reyndar, 5 hluta, 6 beygju, 7 pípa, 12 litlir, 14 athugasemd, 15 grafa, 16 sekt, 17 heydreifar. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 refjar, 7 æð, 8 lóðum, 10 kjóll, 12 má, 13 janúar, 15 ans, 17 flóa, 18 þó, 19 kalt, 20 ýtar, 21 asi. Lóðrétt: 1 rækja, 2 eðja, 3 flónska, 4 jól, 5 að, 6 smánaði, 9 umrót, 11 lalla, 14 úfar, 16 nót, 18 þý. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 308 20.12.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tolloanni Dollar 66,900 67,240 66,980 Pund 111,450 112,020 108,010 Kan. dollar 48,890 49,190 49,850 Dönsk kr. 11,2260 11,2860 11,4690 Norsk kr 10,3250 10,3820 10,4130 Sænsk kr. 9,7480 9,8020 10,1740 Fi. mark 14,3840 14,4690 14,6760 Fra. franki 12,7120 12,7840 13,0180 Belg. franki 2,0828 2,0953 2,1361 Sviss. franki 49,9700 50,2400 52,9800 Holl. gyllini 38,2500 38,4800 39,2000 pýskt mark 42,9500 43,1700 43,9600 ít. líra 0,04363 0,04391 0,04401 Aust. sch. 6,1000 6,1380 6,2520 Port. escudo 0,4254 0,4280 0,4363 Spá. peseti 0,5094 0,5126 0,5226 Jap. yen 0,58520 0,58870 0,58720 Irskt pund 110,690 111,380 108,930 SDR 95,52000 96,09000 96,50000 ECU 82,6300 83,1300 84,3900 Simsvari vegna gengisskréningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.