Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 Utlönd DV Kveðst saklaus af njósnum fyrir Rússa Earl Edwin Pitts, útsendari Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sem handtekinn var á mið- vikudaginn fyrir að hafa selt Rússum ríkisleyndarmál, heldur fram sakleysi sínu. Alríkislögreglan fullyröir að Pitts hafi byrjað njósnir fyrir fyrrum Sovétríkin 1987 þegar hann starfaði hjá deild hennar í New York sem bai' ábyrgð á hand- tökum rússneskra njósnara. Forstjóri FBI, Louis Freeh, seg- ir rússnesku leyniþjónustuna hafa eflt tilraunir sínar til að njósna um Bandaríkin og þá sér- staklega um efnahagsmál. Freeh fullyrðir að leyniþjónustur að minnsta kosti 23 landa njósni um Bandaríkin og uppbyggingu efna- hagsmála. Hann segir hins vegar gagnnjósnir Bandarikjanna hafa aukist. Reuter Engin lausn í sjónmáli fyrir 400 gísla skæruliöa í Perú: Sofa enn á gólfinu í fínu sparifötunum Engin lausn er í sjónmáli fyrir um 400 gísla sem vinstrisinnaðir skæruliðar hafa haldið í bústað jap- anska sendiherrans í Lima, höfuð- borg Perú, frá því á þriðjudags- kvöld. Skæruliðamir hafa hótað að drepa gíslana ef stjórnvöld ganga ekki að kröfum þeirra um að láta allt að 500 félaga þeirra lausa úr fangelsi. Gíslarnir, sem eru enn í sparifot- unum sem þeir klæddust fyrir hana- Blaðberar óskast Röskir blaðberar óskar á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 800 70 80. Ingibjörg eða Júlía. JOagurÁIImtmtt stélsveislu sendiherrans á þriðju- dag, hafa þurft að sofa á gólfinu. Þá eru matar- og vatnsbirgðir þeirra af skomum skammti. Sérfræðingar segja að aldrei fyrr hafi gíslatökumenn skæruliða kom- ist í jafn feitt og hér þar sem marg- ir fangar þeirra séu hátt settir dipló- matar, erlendir kaupsýslumenn og menn úr æðstu embættum perúska ríkisins. Á götunni fyrir utan sendiherra- bústaðinn stóðu tugir Perúbúa með kerti í alla nótt og íbúar í grennd- inni drógu þjóðfánann að hún. Þá eru hundmð lögregluþjóna, ættingj- ar gíslanna og blaðamenn fyrir utan bústaðinn og biða eftir næsta skrefi skæruliðanna tuttugu úr hreyfing- unni Tupac Amaru (MRTA). „Það em 24 milljónir Perúbúa sem munu ekki líða að lifi gíslanna verði ógnað. Við fordæmum þetta mannrán en við vonumst jafnframt eftir að lausn finnist," sagði þing- maðurinn Manuel Lajo, einn þeirra sem skipulagði varðstöðuna við sendiherrabústaðinn. Alberto Fujimori, forseti Perú, hefur ekki komist í hann krappari síðan hann tók við embætti. Hann lofaði því í bréfi til Bills Clintons FRIÐARIJOS VERÐA SELD VIÐ EFTIRTALDA KIRKJUGARÐA UM JÖL OG ÁRAMÓT: Gufunes- og Fossvogskirkjugarður: 23. des. kl. 13-17* 24. des. kl. 9-17*31. des. kl. 13-17 Ki rkj ugarður Akureyrar: 24. des. kl. 10-17 • 31. des. kl. 10-17 Kirkjugarður Akraness: 21.-23. des. kl. 13-16 • 24. des. kl. 12-15 Ki rkjugarðu r Hafn arí j arðar: 24. des. kl. 10-17 <SlT hjálparstofnun Vnr} kirkjunnar Itlnn! Ii!61 - meö þlnni lijálp Bandaríkjaforseta að öryggi gisl- anna yrði haft að leiðarljósi í leit að lausn málsins. Fujimori hefur haldið þrjá neyð- arfundi með ríkisstjóm sinni síðan á þriðjudag en hann hefur ekki enn tjáð sig opinberlega um gíslatökuna. Skæruliðar höfðu gefið honum frest til miðvikudags til að taka sjálfur þátt í viðræðunum við þá en forset- inn lét frestinn líða án þess að að- hafast nokkuð. Fujimori ræddi við Yukihiko Ikeda, utanríkisráðherra Japans, í eina klukkustund í gærkvöld en ráðherrann kom til Perú fyrr um daginn til að aðstoða við lausn gísla- tökumálsins. Hvorugur sagði orð þegar þeir komu af fundinum í stjómarráðinu í miðborg Lima. Talsmaður japönsku ríkisstjóm- arinnar sagði í gær að ágreiningur væri milli stjóma Japans og Perú um hvemig bæri að reyna að leysa gíslamálið og það tefði fyrir því að lausn fyndist. Hann fór ekki nánar út í hver ágreiningurinn væri. Reuter Þessi Perúmaður hrópaði „friöur“ um leið og kunningi hans dró perúska þjóðfánann að hún á byggingu nærri japanska sendiherrabústaðnum í Lima. Sjónvarpsstöðvar í Perú báðu landsmenn um að draga fánann að hún til að sýna gíslunum í sendiherrabústaðnum samstöðu. Símamynd Reuter Lífstíðarfangelsi fyrir að kviksetja barn sitt Tuttugu og þriggja ára Banda- ríkjamaður í Tennessee, Billy Stockwell, var í gær dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir að hafa kviksett nýfætt barn sitt. Saksóknarar segja morðið hafa verið framið í maí 1995, rétt eftir að unnusta Stockwells, Lisa Murphy, hafði fætt barnið í hrörlegu hjól- hýsi. Murphy, sem nú er 19 ára, bar fyrir rétti í gær að Stockwell hefði tekið barnið úr fangi hennar. Hann hefði síðan grafið grátandi bamið í holu á skítugu hlöðugólfi. Murphy, sem siðan hefur gifst Stockwell, er nú barnshafandi á ný. Hún er sökuð um að bera einnig ábyrgð á morð- inu. Réttað verður í máli hennar síðar. Reuter Semja um eftirlit með veiðum úr geimnum Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- sambandsins, ESB, samþykktu í nótt eftir 16 klukkustunda viðræður málamiðlunartillögu íra um minni skerðingu kvóta en upphaflega hafði verið lagt til. Samkvæmt málamiðlunartillög- unni verður horfið frá áætlunum um að setja kvóta á túnfisk í Miðjarðar- hafi og Atlantshafi og sverðfisk í Atl- antshafi. ítalir og Grikkir höfðu bent á að kvóti á þessa stofna væri órétt- látur þar sem þetta væru helstu stofn- arnir sem þeir nytjuðu. í málamiðl- unartillögu íra var einnig gert ráð fyrir að tillögur Evrópusambandsins um takmörkun sardínuveiða við Spán og Portúgal yrðu mildaðar. Eitt helsta ágreiningsmálið var út- hlutun kvóta samkvæmt nýju sam- komulagi við Eystrasaltsríkin i kjöl- far inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Evrópusambandið. Veiðiheimild- um í Eystrasalti verður endurúthlut- að eftir að tvíhliða samningar Svía og Finna við Eystrasaltsríkin féllu úr gildi. Þjóðverjar, Danir og Finnar mótmæltu tillögum um endurúthlut- un kvóta fyrir næsta ár. Sjávarútvegsráðherrum Evrópu- sambandsins tókst að semja í gær um að hefja gervihnattaeftirlit með veiðum fiskiskipa um mitt ár 1998. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.