Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 33 Fréttir Sjálfstætt starfandi læknar ósáttir við stöðu sína: Spyrja hvort leggja eigi niður störf þeirra „Við erum mjög ósáttir við að hér- aðslæknir talar þvert um hug sinn því hann sagði 13. ágúst síðastliðinn að þörf væri á fleiri heimilislæknum í Reykjavík. í umsögn hans frá 20. nóvember telur hann enga þörf vera fyrir fleiri heimilislækna í Reykjavík. Sjálfstætt starfandi heimilislæknum hefur ekkert fjölgað í sjö ár og við vit- um ekkert hver okkar framtíð er, fáum við nýja menn inn í okkar rað- ir eða á að leggja niður sjálfstæða starfsemi heimilislækna í Reykja- vík?“ spyr Ólafur F. Magnússon, for- maður Félags sjálfstætt starfandi heimilislækna. Tveir sérmenntaðir heimilislækn- ar hafa sótt um að fá að reka heimil- islæknaþjónustu í Reykjaví^í sam- ræmi við samning Tryggingastofn- unar og Læknafélags íslands þar að lútandi. Þeirri beiðni hefur enn ekki verið svarað frá því í maímánuði síð- astliðnum. Kúvending ummæla „Settur héraðslæknir í Reykjavík virðist vilja að heilsugæslustöðvar komi alfarið í stað þeirrar þjónustu sem við veitum. Við erum mjög hissa á því ef héraðslæknir er að blanda sér í pólitík. Hann á sem fagaðili að tjá sig um það hvort þörf sé á fleiri heim- ilislæknum eða ekki. Héraðslæknir virðist með þessari kúvendingu í um- mælum vera að sýna andúð sína á okkar starfi í verki og það flnnst okk- ur óviðunandi," segir Ólafur. Ekki breytt afstöðu minni „Það er alrangt að ég hafi sýnt and- stöðu við einkarekstur og það er líka rangt að ég hafi breytt afstöðu minni á milli bréfa. í fyrra bréfinu fjallaði ég almennt um að fjölga þyrfti heim- ilislæknum samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustuna en í seinna bréfinu lýsti ég því nánar að ekki sé skynsamlegt að ráða sjálfstætt starf- andi lækna þar sem þeir vinni ekki við sömu aðstæður og læknar á heilsugæslustöðvum," segir Lúðvík Ólafsson, starfandi héraðslæknir í Reykjavík. Lúðvík segir að undanfarin ár hafi heilsugæslan í landinu verið byggð upp í kringum heilsugæslustöðvam- ar og ekkert bendi til annars en að það sé skynsamleg og rétt þróun. Hann segir að fjölmargir læknar sem hann hafi rætt við hafi sagt sér að þeir myndu ekki kæra sig um að vinna við þær aðstæður sem samn- ingur Tryggingastofiiunar býður upp á fyrir sjálfstætt starfandi lækna. Þeir myndu þó velja þann kost ef eng- inn annar byðist. Mikill aðstööumunur Aðspurður um aðstöðumuninn seg- ir Lúðvík að sjálfstætt starfandi læknar séu ekki í sömu tengslum við heilsuvemd, heimahjúknm, skóla- heilsugæsluna og heilsugæslustöðv- amar og síðan séu þeir ekki eins í stakk búnir að sinna víðfeðmum vandamálum. Kylfuárásin: Gæslu- varðhald fram- lengt Hæstiréttur framlengdi í gær gæsluvarðhaldið yfir unga mannin- um sem réðst á Lúðvík Halldórsson á dansleik í Miðgarði um síðustu helgi. Pilturinn hafði verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 19. desem- ber og var þeim úrskurði áfrýjað til Hæstaréttar. í gær var svo úrskurð- ur Hæstarréttar kveðinn upp og þarf strákurinn að dúsa inni til 13. janúar. -sv Páll Rósinkranz flutti ásamt hljóm- sveitinni Christ Gospel Banda gospel-tónlist af mikilli innlifun. DV-mynd Sigrún Jesú-rokk í Kópavogi Fjölmenni var á tónleikum í Krossinum í Kópavogi undir heit- inu Jesú-rokk á dögunum. Fjöl- margir þekktir kappar komu þar fram, eins og Páll Rósinkranz og Bubbi Mortens, auk þekktra hljóm- sveita, og var þeim mjög vel tekið. -SLS „Við höfúm ekki lokið við að byggja upp heilsugæslustöðvamar og heilbrigðiskerfið er enn í mótun. Samkvæmt lögum er heilsugæslan grunneining og við eigum ekki að flölga utan hennar ef við getum ekki fjölgað innan hennar. Þegar lokið verður við uppbygginguna getur vel verið að menn sjái að óhætt verði að fjölga þeim sem starfa sér á stofu,“ segir Lúðvík Ólafsson. „Hluti skýringarinnar á því af hveiju dregist hefúr að senda þessum læknum svar við umsókn sinni er sú að þeir drógu umsókn sína til baka í miðjum klíðum. Eitthvað stóð á um- sögn Læknafélags Reykjavíkur og síð- an hefur vitaskuld verið heldur mik- ill dráttur á þessu hjá ráðinu," segir Bolli Héðinsson, formaður Trygginga- ráðs. Bolli segir varðandi framhald málsins að Tryggingaráð hafi ályktað að honum yrði falið að hafa forgöngu um að ráðuneytið, héraðslæknar Reykjavíkur og Reykjaness, læknafé- lögin og Tryggingastofnun ríkisins hefji viðræður um það hvernig þessi tvö kerfi, sjálfstætt starfandi læknar og heilsugæslustöðvar, skuli starfa samhliða. -sv .^nnriknnnn hm -+ T n' §- er Islensk Verðið kemur á óvart Rétt verð 24.900. Margir litir og stœrðir, Fríar Póstkröfur ffCáþusalan gSnorrabraut 56 S 562 4362 The Art of Entertainment 1« > ÍH A ‘Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs í desember 1995 VSX 804-Heimabíómagnari • m/ útvarpi 2x120w RMS ■ RMS 3x80w • 2x40 • 30 stöðva minni VSX 405-Helmabíómagnarl • m/ útva RMS 3x50 • 2x25w • 30 stöðva minni SX 254 Útvarpsmagnarl • 2x35,w RMS P0104 Geislaspllarl • 1-Bit • Forritanlegur Handahófsspilun • Endurtekning 1 24 stöðva minni • Fjarstýring • Útvarpsmagnari PDM 423 Gelslaspllari • 6 diska • 1-Bit Forritanlegur • Handahófsspilun • Endurteknii PD 204 Gelslaspllari • 1-Bit • Forritanlegur Handahófsspilun • Endurtekning • Fjarstyrim mnnm jamo' CS7030 hátalarar 190w Din þriskiptur CS 5030 hðtalarar 140w Din þrískiptur Jamo Studio 180 170w þrískiptur Jamo 477 140w þrfskiptur CS130 hátalarar 120w Din þrfskiptur Umboðsmenn Reyk]av(k: Byggt & Búlð.Krlnglunni. Vesturland: Málnlngarþjónustan Akranesi. Hljómsýn, Akranesi. Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðnl Hallgrlmsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal Vestflrðir: Gelrseyrarbúðin, Patreksfirðl. Rafver, Bolungarvfk.Hljómborg, (safirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi.Verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Lónið Þórshðfn Austurland: Kf. Héraðsbúa, Egilsstððum. Verslunln Vfk, Neskaupsstað. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshðfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavfk. Rafborg, Grlndavfk^ 34.900, 28.900, * I f f I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.