Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 Fréttir i>v Hlé veröur gert á þingstörfum til 20. janúar: Ekkert frí hjá þingmönnum - jólaundirbúningur flestra þeirra varla hafinn enn Þrátt fyrir mjög ákveðna tilraun fyrir jól tókst það ekki. Stefht er að en á morgun. Þá verður gert hlé á ing útbreiddan að þá séu þeir í fríi. Eins spurðum við um siði og venj- forseta Alþingis til að draga úr næt- þinglokum í kvöld en fæstir búast þingfundum til 20. janúar. Við leituöum til þriggja þing- ur hjá þeim og fjölskyldum þeirra í urfundum á Alþingi síðustu vikuna við að takist að ljúka störfum fyrr Þingmenn segja þann misskiln- manna og spurömn þá út í þetta. mat og athöfnum um jólin. -S.dór Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Norðurlands vestra: Höldum jólin á Sauöárkróki - kalkúnn á borðum á aðfangadagskvöld „Eiginlega má segja að það sé orðinn fastur siður hjá minni fjöl- skyldu aö fara norður á Sauöárkrók og halda þar jól með foreldrum mín- um. Þau halda jól með svipuðum hætti og ég vandist sem lítill strák- ur heima og mér líkar það mjög vel. Móðir mín er ekki alltaf með sama mat á aöfangadagskvöld. Nú síðustu árin hefur kalkúnn verið á borðum og hann er í miklu uppáhaldi," sagði Vilhjálmur Egilsson, þing- maður Norðurlands vestra. Vilhjálmur var spurður hvort hann sækti kirkju á jólunum: „Ef séra Hjálmar Jónsson messar læt ég mig ekki vanta. Annars var það siður hjá mínu fólki að sækja messu um jólin þegar ég var heima. Svo förum við líka í heimsóknir til vina og ættingja. Ég hef gert það í seinni tíð að sækja messur í sveit- unum. Það þykir mér Sérlega hátíð- legt,“ sagði Vilhjálmur. Um þinghléiö sagði Vilhjálmur: „Að sjálfsögðu taka þingmenn frí yfir bláhátíðarnar eins og aðrir landsmenn. En þaö er langt frá því að þinghléið sé eitthvert fri fyrir þingmenn. í janúar hefst marghátt- uð vinna. Þar má nefna fundi með og viðtöl við kjósendur. Eins nota menn tímann til þess að undirbúa mál fyrir komandi þinghald," sagði Vilhjálmur Egilsson. -S.dór KVlXMYNDAsfliif 9 0 4 * 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Kvikmyndasíma DV til að fá upplýsingar um allar sýningar kvikmyndahúsanna ? KVÍKMYNDAs/mi 9 0 4 - 5 0 0 0 Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður jafnaðarmanna: Þaö verður aö vera skata á Þorláksmessu „í fyrsta lagi er kæst skata á Þorláksmessu algerlega ómissandi. Og mörflotið verður að vera úr Dýrafirði. í annan stað eru tvær tegundir af smákökum sem hafa fylgt mér alla tíö og ég baka fyrir jólin. Annars vegar eru það piparkökur og hins vegar mömmukökur. Ég vandist þeim hjá mömmu minni og mér þótti þær alltaf bera jólin í sér. Það er alveg sama hvað ég er í miklum önnum, ég myndi taka nóttina til þess að baka þessar kökur hefði ég ekki annan tíma. Og ég á eftir að baka þær að þessu sinni,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks jafnaðar- manna. Hún sagði að yfirleitt hefði flöl- skylda hennar hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld. „Eins erum viö alltaf með svið um nýárshátíðina. Það er alger- lega ómissandi þáttur. Síðan er annar ómissandi þáttur orðinn til en það er að við komnum saman átta systkini með böm okkar og bamaböm og höldum okkar jóla- ball með kökum og hnallþórum 2. dag jóla. Þetta er mér mjög mikil- væg samverustund um jólin,“ seg- ir Rannveig. Um þinghléið sagði hún: „Það er af og frá að þetta hlé á þingfundum sé eitthvert frí fyrir alþingismenn. Það er erfitt fyrir þingmenn að hlusta á fólk segja að nú séu þeir farnir í mánaðar- frí. Þjóðin fær þá mynd að þing- menn fari bara heim og hafi það gott þennan tíma. Þetta er svipað viðhorf eins og það að ef þing- menn eru ekki í þingsalnum, og helst í ræðustól, þá séu þeir ekki að vinna. Ég sakna þess að ekki skuli vera meiri umræða um hin raunverulegu störf þingmanna en raun ber vitni þannig að fólk átti sig á til hvers það er að velja fólk þegar það fer í kosningar," sagði Rannveig Guðmundsdóttir. -S.dór Valgerður Sverrisdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins: Rjúpur má ekki vanta á aðfangadagskvöld „Það eru nokkur atriði í okkar jólahaldi sem ekki má breyta út af. í fyrsta lagi verða að vera rjúpur í matinn á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóladag. Við fórum líka alltaf i messu um jólin. Svo er það fóst venja þegar líður á aðfanga- dagskvöld að við komum saman systurnar, börn okkar og makar og eigum saman yndislega kvöldstund. Þetta er svona þaö sem við viijum ekki að breytist," sagði Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Aðspurð um þinghléið og hvort það væri bara frí fyrir þingmenn sagði hún: „Það er mikill misskilningur að hlé á fúndum Alþingis sé eitthvert frí fyrir okkur alþingismenn. Öðru nær. Hjá mér, sem á heima norður í Eyjafiröi, er það þannig að við fór- um saman norður öll fjölskyldan um leið og þingstörfum lýkur. Ég er að vonast til að geta keyrt norður á laugardag og þá hef ég sunnudag og mánudag til að undirbúa jólin. Ég er að vísu búin að baka smákökur og laufabrauð en annað verður eftir. En þetta bjargast allt saman. Síðan komum við aftur suður í byrjun jan- úar því þá hefst skólinn hjá börnun- um. Síðan fer ég aftur norður til að sinna mínu kjördæmi. Við forum alltaf yfirferð um kjördæmið í janú- ar. Þar á eftir bíða mörg verkefni á skrifborðinu mínu þar sem desem- ber er svo annasamur. Ég þarf svo að fara á Norðurlandaráðsfundi sem í fer vika. Það veröur því nóg að gera hjá mér þar til þingfundir hefj- ast aftur," sagði Valgerður Sverris- dóttir. -S.dór Svona Ijúga karlar að konum Lygar karla eru verri en kvenna, segir þekktur sálfræðingur. Barnið sem fæddist tvisvar Móðirin var tilbúin að gera hvað sem var til að bjarga litlu stúlkunni sinni. Ólympíuþrautin Takið ykkur stöðu, viðbúin! Kannið þekkingu ykkar. Sjö Ijúffengir réttir til heilsubótar Heilsusamlegt fæði getur verið öflugt læknislyf. En heilbrigðar matarvenjur eru annað og meira en rósakál og hveitiklíð. Fjallið logar! Baráttan við skógarelda krefst bæði þekkingar og hugrekkis en stundum nægir það ekki. Hér segir frá þess konar atviki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.