Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
Fréttir_____________________________________________________________________________________ pv
Jólin leggjast misvel í launafólk:
Fjárhagslega eru jólin
ekki tilhlökkunarefni
- segir Ólafur B. Baldursson, fullvinnandi á háum Dagsbrúnartaxta
„Nú þegar Eva er aö Ijúka námi
erum við strax byrjuð að líta í
kringum okkur eftir störfum erlend-
is. Rjör fullvinnandi fólks hér eru
þannig að þeir sem eiga þess kost aö
fara úr landi, þeir munu gera það ef
ekkert breytist. Fjárhagslega séð
eru jólin ekki tilhlökkunarefni,"
segir Ólafur B. Baldursson, bensín-
afgreiðslumaður og vaktformaður á
bensínstöðinni við Skógarsel.
Ólafur er fjölskyldumaður og fyr-
irvinna heimilisins, en kona hans,
Eva Sigurðardóttir, er aö ljúka
námi sem röntgentæknir og sonur
þeirra er á leikskólaaldri. „Við rek-
um heimilið á núlli við venjulegar
aðstæður, eftir að búið er aö greiöa
afborganir af íbúðinni og allan
kostnað. Ef eitthvað heimilistæki
eða bíllinn bilar, þá veröur maður
að fara á stúfana og leita að ein-
hveijum til að gera við á ódýran
hátt. Það verður að taka á þvi
hverju sinni," segir Ólafur.
Ólafur og Eva vilja ekki segja að
þeim finnist jólin nálgast eins og
óvættur sem eyðileggi fjárhag heim-
ilisins en fjárhagslega séu jólin ekki
tilhlökkunarefhi og gæta verði
strangs aðhalds til að fjármál heim-
ilisins fari hreinlega ekki úr skorð-
um.
húsnæðis og dagheimilis fyrir böm
og byijunarárslaun talsvert á
þriðju milljón íslenskra króna eða
yfir helmingi meira en hún fær í
byrjunarlaun hér heima,“ segir
Ólafur. Hann segir að þegar
kjör hins al-
menna
verka-
manns í Noregi og
Danmörku séu, þegar
allt er tekið með í
reikninginn, 30-40%
betri en hér í dag, þá
hijóti fólksflótti að
h£dda áfram og færast
í aukana.
„Eftir að námi Evu er lokið sjá
þau afkomu sinni betur borgið ann-
ars staðar en á ís-
landi í nánustu
framtíð. „Við
erum strax byij-
uð að kíkja í
kringum okkur.
Við höfum fengið
upplýsingar t.d.
frá Noregi og þar
eru spítalar
sem bjóða
henni
góða
starfs-
að-
stöðu,
að-
stoð
við
að
afla
Eva Siguröardóttir og Ólafur B. Baldursson með son sinn, Emil Örn, á milli sín.
DV-mynd ÞÖK
Þau Ólafur og Eva eiga litla
tveggja herbergja íbúð sem þau
festu kaup á eftir að hafa verið i Bú-
setakerfinu, sem reyndist þeim dýr-
ara en vonir stóðu til í upphafí.
Ólafur segir það ganga upp og ofan
að lifa af launum hans, sem þó eru
samkvæmt hæsta taxta kassamanna
á bensínstöövum, sem er um 111
þúsund á mánuði. Eva hefur fengið
námslán, en auk þess hefur Ólafur
haft einhverjar tekjur af ýmsum fé-
lagsmálastörfum.
„Ég veit ekki hvort það er hægt
að benda á einhvem einn sökudólg
í þeim vanda sem við eigum og er
afleiðing láglaunastefnunnar sem
hér ríkir. En þegar horft er á lægstu
launataxtana sem fólk er á í dag,
taxta sem gefur 49 þúsund króna
mánaðarlaun, þá er það mín skoðun
að verkalýðsforystan hafi ekki stað-
ið sig í stykkinu. „Hvemig stendur
á hinni efnalegu velgengni i Dan-
mörku? Þar er rífandi kaupmáttur.
Hvemig er hann byggður upp hjá
þeim sem engar auðlindir hafa á við
okkur? Þeir eiga enga orku, engan
fisk. Hvað hafa Danir til að bera
sem við höfum ekki? Er það hyggju-
vit?“ spyr Ólafur B. Baldursson.
-SÁ
Trúnaðarmaður verkamanna hjá borginni:
Hart þegar full-
vinnandi menn eru
varla matvinnungar
- segir Björgvin Þorvarðarson
„Það er mjög slæmt og óeölilegt
að fullvinnandi menn skuli ekki
vera betur settir heldur þvert á
móti jafiivel verr en þeir sem era
á félagslega kerfinu," segir Björg-
vin Þorvarðarson, trúnaðarmaö-
ur verkamanna í hverfisstöð
gatnamálastjórans í Reykjavik
við Flókagötu.
Björgvin segir að vinna verka-
manna hjá borginni hafi mjög
dregist saman og yfirvinna sé
nánast engin orðin, sem var mjög
veigamikill þáttur í kjörum
verkamanna og almenns launa-
fólks yfirleitt. Þegar menn verði
aö lifa af dagvinnunni einni sam-
an þá sé fjárhagsgrundvöllur fjöl-
skyldnanna einfaldlega við það aö
hrynja. Það sé því hárrétt sem
starfskona Mæðrastyrksnefndar
sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni
að stór hluti þess fólks sem leitar
aðstoðar nefndarinnar fyrir jólin
sé fullfrískt og vinnandi fólk sem
er einfaldlega svo illa launað að
það hefur ekki efni á að halda jól.
„Ég er sjálfur ekki fjölskyldu-
maður en á fullt í fangi meö að
láta enda ná saman. Hjá félögum
mínum, sem eiga börn á fram-
færi, er það nánast ómögulegt og
ég get varla sett mig í spor þeirra
hvemig þeir fara að. Þegár full-
frískir og fullvinnandi menn ná
varla eða ekki endum saman um
sérhver mánaðamót þá er eitt-
hvaö meira en lítið að og það gef-
ur augaleið að ekki er um að
ræða að þeir geti gefið jólagjafir,
gert sér og sínum mikinn daga-
mun um jól eöa haldið jólin hátíð-
leg nema að eiga góða að, foreldra
eða ættingja," segir Björgvin.
Sjálfur kveðst Björgvin reka sig
á núllinu með því að veita sér fátt
utan brýnustu þarfa. Útborguð
mánaöarlaun hans em um 80 þús-
und og eftir að hafa greitt af íbúð
sinni i félagslega kerfinu, keypt
lífsnauðsynjar og greitt afborgan-
ir af bílnum sé ekkert eftir.
-SÁ
Lækkandi bætur:
Allar skerðingar-
smugur notaðar
- segir Hjálmfríður Þórðardóttir, fulltrúi hjá Dagsbrún
„Allar bætur hafa stórlækkað
undanfarin ár og tilhneigingin er sú
að ef einhvers staðar er smuga til að
skerða þær enn frekar er hún not-
uö. - Þú skalt ekki fá meira en 53
þúsund á mánuði - em þau skilaboð
sem öryrkjar og atvinnulaust fólk
fá,“ segir Hjálmfriður Þórðardóttir,
fulltrúi á skrifstofu Dagsbrúnar, í
samtali við DV.
Hjálmfríður hefur mjög mikla
þekkingu á kjörum láglaunafólks,
ekki síst þess sem fariö hefur hall-
oka af ýmsum sökum og orðið ör-
yrkjar og óvinnufært vegna slysa
eða sjúkdóma.
Fjárútlát Reykjavíkurborgar
vegna fjárhagsaðstoöar við fátækari
íbúa borgarinnar hafa á hinn bóg-
inn vaxið mjög undanfarinn áratug.
Árið 1986 námu þau 96,3 miiljónum
króna en árið 1995 vom þau hins
vegar komin í 682,5 milljónir og
höfðu því rúmlega áttfaldast.
Samkvæmt reglum félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar, sem
settar voru í maí 1995, er félagsleg
aðstoð borgarinnar til þeirra sem
sækja um viðbótarframlag við ör-
orku- eða atvinnuleysisbætur skert
á móti þeim jólabónusi sem Trygg-
ingastofnun og Atvinnuleysistrygg-
ingasjóður greiða í desembermán-
uði en jólabónusinn er hluti kjara-
samninga á vinnumarkaðnum.
Fjárhagsaðstoð
— Félagsmálastofnunar Reykjavíkur —
200
ÍOO —
'92 '93 '94 '95
0
- ----- lissa
Guðrún Ögmundsdóttir, formað-
ur félagsmálaráðs Reykjavíkur,
sagði í samtali við DV fyrr í vik-
unni að reglur borgarinnar geröu
einungis ráð fyrir því að tryggja lág-
tekjufólki í borginni lágmarksfram-
færslueyri upp að tiltekinni upp-
hæð sem er 56 þúsund krónur.
-SÁ