Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 19
18 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 31 íþróttir DV DV íþróttir • mim*L i ■ ■ -Á. A- A M4!—■—■——■— United bauð i Batistuta ítalska íþróttablaðið Corriere dello Sport greindi frá því í gær að Manchester United hefði boð- ið Fiorentina 2,1 milljarð í argentínska sóknarmanninn Gabriel Batistuta. Fyrr í sumar framlengdi Batistuta samning sinn við Fiorentina til ársins 2000. „Þegar svona tilboð kemur þá verðum við að hugsa um það hvort við látum hann fara,” sagði Vitorio Cecchi Cori, for- seti félagsins. AC Milan vill fá Köpke AC Milan á Ítalíu hefur í hyggju að fá tvo þýska landsliðs- menn til liðs við sig fyrir næsta keppnistímabil. Þetta eru mark- vörðurinn Andreas Köpke, sem í haust gekk til liðs við Real Ma- drid, og Christian Ziege hjá Bayern Mtinchen. „Komið ekki nálægt Dundee " Winfried Schafer, þjálfari Karlsruher, óttast nú að missa sinn besta leik. Sá sem hér um ræðir heitir Sean Dundee en hann öðlaðist í vikunni þýskan ríkisborgararétt. „Komið ekki nálægt Dundee," sagði Schafer og átti þar við Bayern Múnchen. Hann sagðist ætla að gera allt sem sínu valdi stæði til að halda Dundee og vildi helst gera strax langtimasamning við hann. River Plate varð meistari River Plate varö í fyrrinótt argentínskur meistari í 25. sinn. Liðið sigraði Velez Sarsfield i lokaumferðinni, 3-0, Velez varð tvöfaldur meistari í fyrra. Ronaldo með sigurmarkið Heimsmeistarar Brasiliu- manna unnu 1-0 sigur á Bosníu- mönnum í vináttulandsleik sem fram fór í Manaus i Brasilíu í fyrrinótt. Það var Ronaldo, leik- maður Börsunga, sem skoraði sigurmarkiö beint úr auka- spyrnu á 67. mínútu. Brassarnir þóttu ekki leika eins og heimsmeisturum sæmir og skýringin sennilega sú að megnið af leikmönnum liðsins var nýkomið úr tveggja vikna frii. Þetta var 10. landsleikur heimsmeistaranna á árinu og hafa þeir aöeins einu sinni beð- iö lægri hlut en Mexíkóar unnu þá í janúarmánuði. -GH Einar Þór Daníelsson, KR-ingurinn léttleikandi, er að reyna fyrir sér hjá skoska úrvalsdeiidarliðinu Hibernian. Einar æfir með liöi Hibernian - skoraði eitt og lagði upp annað með varaliðinu Einar Þór Daníelsson, útherjinn snjcilli hjá KR, hefur undanfama daga æft með skoska úrvalsdeildar- liðinu Hibemian. Einar lék með varaliði félagsins gegn varaliði Dundee Utd. í vikunni. Hann skor- aði eitt mark í 4-0 sigri sinna manna og lagði upp annað. „Ég fann mig ágætlega í þessum æfingaleik en á æfmgunum hef ég varla fengið að snerta boltann. Það er ekki mikið um að menn séu að spila boltanum á milli heldur er honum kýlt fram. Ég veit svo sem ekkert um framhaldið hjá mér. Ég á pantað flug heim á mánudaginn en ég reikna með að heyra frá forráða- mönnum Hibemian um helgina, hvað þeir em að hugsa. Ég gæti vel hugsað mér að spila héma úti í vet- ur í stað þess að æfa við lélegar að- stæður heima í kuldanum,” sagði Einar Þór í samtali við DV. -GH NBA-körfuboltinn: Smith genginn í raðir Orlando Hið meiðslahrjáða lið Orlando Magic hefur gert samning viö Kenny Smith, fyrrum leikmann Houston. Smith er 31 árs gamall bakvörður sem leikið hefur í 10 ár í NBA-deildinni. Lengst af hefur hann leikið með Houston og hefur tvívegis orðið meistari með liðinu. Hann gerði frjálsan samning við Detroit fyrir þetta tímabil en rifti þeim samningi í síðasta mánuði þar sem hann fékk lítið að spreyta sig með liðinu. Smith, sem skoraði að meðaltali 13,1 stig í leik með Houstonog átti 5,7 stoðsendingar ætti að verða Or- lando mikill fengur enda hefúr liðið verið vængbrotið á tímabilinu sök- um meiðsla nokkurra lykilmanna. Penny Hardaway hefur lítið sem ekkert leikið með, svo og Dennis Scott. -GH Clark hættur með Forest Stjóm enska úrvalsdeildarliðisins Nottingham Forest samþykkti á fundi sinum í gær að veita Frank Clark, framkvæmdastjóra félagsins, lausn frá störfum. Liði Forest hefur gengið afleitlega á keppnistímabilinu og situr á botni úrvalsdeildarinnar með aðeins einn sigurleik í deildinni. Clark hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City en líklegur eftir- maður Clarks hjá Forest hefur verið nefiidur Stuart Pearce, leikmaöur Forest og margreyndur landsliðsmaður. _GH Hepplnti þátHakandí á moguieika á að vinna íSSSMmeí' irá ELECltt í Iþróttamaður ársins, 1996, útnefndur 2. janúar: Hver þeirra hreppir trtilinn eftirsótta - atkvæði hafa verið talin í kjörinu sem fer fram í 41. skiptið Birgir Leifur Hafþórsson, kylfing- ur úr Leyni. Birkir Kristinsson, landsliðs- markvörður hjá Brann í Noregi. Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliði hjá Montpellier. Guðrún Arnardóttir, frjálsiþrótta- kona úr Ármanni. Jón Arnar Magnússon, frjáls- íþróttamaður úr UMSS. íþróttamaður ársins 1996 verður kjör- inn í hófi á Hótel Loftleiðum 2. janúar næstkomandi. Það eru Samtök íþrótta- fréttamanna sem standa að þessu kjöri í 41. skipti. Tiu íþróttamenn hafa verið út- nefndir og em þeir eftirtaldir i stafrófs- röð. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur ur Golfklúbbnum Leyni, Birkir Kristins- son, markvörður hjá Brann, Geir Sveins- son, handknattieiksmaður hjá Montpelli- er, Guðrún Amardóttir, frjálsíþrótta- kona úr Ármanni, Jón Arnar Magnús- son, frjálsíþróttamaður úr UMSS, Krist- inn Björnsson, skíöamaður úr Leiftri, Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona úr íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, Ólafur Þórðarson, knattspymumaður úr ÍA, Teitur Örlygsson, körfuknattleiksmaður hjá Larissa, Vala Flosadóttir, frjálsí- þróttakona úr ÍR. Árið, sem senn er liðið, var fyrir margra hluta sakir gott íþróttaár. Is- lenskir þátttakendur á Ólympíuleikun- um í Atlanta stóðu vel fyrir sínu og urðu þar þjóð sinni til sóma. Landsliðið í handknattleik kom sér á nýjan leik í hóp bestu þjóða í heiminum með glæstmn sigmm á Dönum í tvígang. Þessir leikir réðu úrslitum hvor þjóðin kæmist á heimsmeistaramótið í Japan. Skíðamenn og kylfingar stóðu sig vel á árinu og ung stúlka úr röðum frjálsí- þróttamanna braust fram í sviðsljósið með frábærum árangri á Evrópumótinu innanhúss sem haldið var í Stokkhóimi snemma árs. Fáni íslands var oft dreginn að hún á ólympíumóti fatlaðra í Atlanta í sumar. Birgir Leifur Hafþórsson Hann hefur verið i hópi fremstu kylfmga landsins um langt skeið. Á landsmótinu í Vestmannaeyjum lék hann frábært golf og þegar upp var stað- ið voru gullverðlaunin hans. Birgir Leif- ur lét ekki þar við sitja og náði frábær- um árangri á opna ítalska meistaramót- inu. Hér er á ferð mikið efni sem gaman verður að fygjast með í framtíðinni. Birkir Kristinsson Hann hefur verið fremsti markvörður landsins um langt skeið og fastamaður í landsliðinu. Birkir lék á síðasta tímabili með norska liðinu Brann frá Bergen. Á heildina litið varði Birkir mark norska liðsins af stakri prýði og liðið fagnaöi góöum árangri í norsku úrvalsdeildinni. í UEFA-bikamum hefur Brann svo sannarlega slegið í gegn og er komið alla leið í 8-liða úrslit keppninnar, frammi- staða sem fæstir áttu von. Segja margir að liðið sé komið þang- að vegna frábærar markvörslu Birkis gegn hollenska stórliðinu PSV Eind- hoven í 16-liða úrslitum. Birkir varði einnig mark íslenska landsliðsins oft með stakri prýði á árinu. Geir Sveinsson Hann stýrði íslenska landsliðinu í handknattleik til sigurs í einum af mik- ilvægustu leikjum íslands um árabil gegn Dönum. Þeir sigrar gerðu það að verkum aö ísland leikur í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins i Japan en Danir sitja eftir méð sárt ennið. Geir hefur verið stoð og stytta lands- liðsins um árabil og hefur verið eftirsótt- ur hjá liðum í Evrópu. Nú um stundir leikur hann með franska liðinu Mont- pellier við góðan orðstír. Jón Arnar Magnússon Hann var kjörinn íþróttamaöur ársins í fyrra. Það er ekki djúpt í árinni tekið að segja að hann sé í hópi sterkustu tug- þráutarmanna í heiminum í dag. Ólymp- íuleikunum á sl. sumri hafnaði hann í 10. sæti í tugþrautinni og á Evrópumót- inu innanhúss í Stokkhólmi hreppti hann bronsverðlaun eftir að hafa leitt keppnina lengstum. Kristinn Björnsson Enginn vafi leikm- á því að Kristinn Bjömsson er besti skíðamaður landsins. Hann hóf keppnisárið mjög vel en var síðan óheppinn að meiðast daginn fyrir heimsmeistaramótið. Á síðustu mánuð- unum hefur hann sýnt mátt sinn og meg- inn með góðum árangri á erlendum vett- vangi. Góð ástundun æfinga er smám saman að koma þessum snjalla skíða- manni ofar á listann. Kristín Rós Hákonardóttir Nafn hennar skein skært á ólympíu- móti fatlaðra á sl. sumri. Þar sannaðist enn eina ferðina að hún er í fremstu röð í sínum flokki í svmdinu. Hún hefur margsinnis sett íslandsmet og nokkur heimsmet eru í hennar eigu. Ólafur Þórðarson Hann hefur farið fyrir sínum mönnum í Skagaliðinu sem átt hefur lið í fremstu röð hér á landi hin síðustu ár. Enn einn íslandsmeistaratitill bættist í safn Akur- nesinga á sl. sumri. Ólafur setur alltaf svip sinn á knattspymuna með einstök- um vilja og baráttu. Teitur Örlygsson Það kom fáum á óvart að félag í einni bestu deild í körfuknattleik í Evrópu skyldi falast eftir kröftum Teits Örlygs- sonar. Hann gerði á sl. sumri tveggja ára samning við gríska liðið Larissa og hef- ur staðið sig vel ytra það sem af er vetri. Eftir forkeppni Evrópumótsins hér á landi í fyrravor fóru lið í Evrópu að líta hýru auga til eins sterkasta körfubolta- manns landsins. Vala Flosadóttir Hún er einn besta stangarstökkskona í heiminum. Framtiðin blasir við þessari ungu stúlku sem gerði sér lítið fyrir með því að verða Evrópumeistari inannhúss í stangarstökki í Stokkhólmi 8. mars sl. Á mótinu fór hún yfir 4,16 metra en heimsmet hennar í unglingaflokki utan- hús er 4,17 metra. Það verður fróðlegt og spennandi að fygjast með þessari stúlku i framtíðinni. Giæsileg verðlaun verða afhent þann 2. janúar í hófinu 2. janúar verða allir tíu verð- lauaðir með glæsilegri bókagjöf frá Máli og menningu, eins og síðustu ár, og þrír efstu hljóta verðlaunagripi til eignar. íþróttamaður ársins fær einnig til varð- veislu styttuna glæsilegu sem fylgt hefur nafhbótinni frá upphafi. Félgar í Samtökum íþróttafrétta- manna eru nú 22, frá Morgunblaöinu, DV, Ríkisútvarpi og sjónvarpi, Stöð 2 og Bylgjunni, Degi-Tímanum, Stöð 3 og íþróttablaðinu. Hver félagsmaður tilnefndi tíu íþróttamenn sem hlutu stig samkvæmt reglugerð um kjörið. Vert er að geta þess að öllum fyrrver- andi íþróttamönnum ársins er boðið í hófið á Hótel Loftleiðum 2. janúar eins og venjulega. Sýnt verður frá útnefning- unni i ríkissjónvarpinu. -JKS Kristinn Björnsson, skíðamaður úr Leiftri. Kristín Rós Hákonardóttir, fþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Óiafur Þórðarson, maður úr ÍA. knattspyrnu- Teitur Örlygsson, körfuknattleiks- maður hjá Larissa. Vala Flosadóttir, kona úr ÍR. frjálsíþrótta- Michael Johnson er án efa mesti og besti hlaupari allra tíma. Hann náði frábærum árangri á ólympíuleikunum sumar og setti frábært heimsmet í 200 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 19,32. Johnson bestur í Bandaríkjunum Hlaupakóngurinn Michael John- son, heims- og ólympíumeistari í 200 og 400 metra hlaupi, var í gær útnefndur besti íþróttamaður Bandaríkjanna í karlaflokki fýrir árið 1996. Johnson, sem einnig varð fýrir valinu i fyrra, hlaut 929 stig í efsta sæti. Johnson varð í sumar fyrstur í sögunni til að vinna sigur í 200 og 400 metra hlaupi á einum og sömu ólympíuleikum og fékk nú titilinn í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Aðeins einn íþróttamaður hefur náð þessum árangri en skautahlaupar- inn Eric Heiden fékk titilinn 1977, 1979 og 1980. íöðru sæti varð sundmaðurinn Jeff Rouse með 519 stig en hann vann til tvennra gullverðlauna á ólympíuleikunum. í þriðja sæti varð blakspilarinn Karch Kiraly. Besta íþróttakona Bandaríkjanna var útnefnd sundkonan Amy Van Dyken. Hún vann til fernra gull- verðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar -GH Þorvaldur í leikbann? Líkur eru á að Þorvaldur Ör- lygsson missi af leikjum með Oldham í ensku knattspymunni um jólin. Oldham á aö leika gegn Manchester City og Birming- ham. Þorvaldur er kominn með mikið af gulum spjöldum. Þor- valdur er einn af lykilmönnum Oldham og liðiö má illa við því að missa hann. -SK Tveir frá United í Evrópuliðinu í gær var tilkynnt hvaða leik- menn skipa úrval Evrópu sem mætir liði Afríku í Portúgal þann 29. janúar á næsta ári. Tveir leikmenn frá Manchest- er United eru í liðinu, þeir Peter Schmeichel markvörður og Gary Neville, þrátt fyrir að hann hafi alls ekki náð sér á strik meö United í síöustu leikjum eins og flestir leikmenn meistaranna. -SK Bonnissell til Arsenal? Franski knattspymumaður- inn Jerome Bonnissell hjá Cor- una á Spáni kann að vera á leið- inni til Arsenal. Arsene Wenger, hinn ft-anski stjóri Arsenal, hefur mikinn áhuga á að fá Bonnissell til High- bury. -SK Enska knattspyrnan um jólin: „Verðum að vinna sigur á Newcastle" Einn af stórleikjun- um í ensku knatt- spyrnunni um hátíð- ina sem í vændum er er leikur Liverpool og Newcastle á Þorláks- messu. „Ég ætla að halda markinu hreinu og auka þannig mögu- leika okkar á að vinna meistaratitilinn,” seg- ir David James, mark- vörður Liverpool. „Það var auðvitað bónus fyrir okkur að Coventry skyldi vinna Newcastle á dögunum en við verðum að vinna Liverpool sjálfir og komast því enn lengra fram úr þeim. Við erum að skora mikið af mörkum og Collymore og Fowler er farnir að leika frá- bærlega saman á kostnað Patricks Bergers sem ekki hef- ur komist í liðið und- anfarið," sagði James enn fremur. Á síðasta tímabili skoruðu Collymore og Fowler samtals 55 mörk og þeir eru til alls líklegir í framlínu Liverpool í vetur. -SK Bifreiðar og landbúnaðarvélar mun verða einn af aðalstyrktaraðilum Körfuknattleikssambands íslands á tímabilinu. Samningur þess efnis var gerður á dögunum og hann felur meðal annars í sér að bikarkeppnin í vetur mun bera nafnið bikarkeppni KKÍog Renault. Á myndinni handsala Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ, til vinstri, og Guðmundur Pálsson, markaðsstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla, samninginn. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.