Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 Spurningin Viltu láta byggja tónlistar- hús? Hildur Elfarsdóttir verslun- armaður: Já, já. Ragnar Sigurðsson kennari: Já, hiklaust. Anton Rafn Ásmundsson hand- langari: Já, já, ekki spurning. Helst bara fimm stykki. Þröstur Þorbjömsson nemi: Það er engin spurning. María Jóhannesdóttir nemi: Ef ég þarf ekki að borga fyrir það. Lesendur Bifreiðagjald og þungaskattur Réttlátari skattheimtu af bílnum. Tryggvi Bjarnason skrifar: Hvað er bifreiðagjald? - Jú, það var skattur til að reka og standa undir kostnaði við Bifreiðaeftirlit ríkisins sem nú er búið að leggja niður. En hvers vegna eru ekki álögð gjöld iögð niður? Þetta er sér- íslenskt fyrirbæri. Einu sinni skatt- ur, alltaf skattur. Nýlega var dómur felldur í bif- reiðagaldsmáli vegna þess að gjaid- ið var V3 af verði bílsins en eigand- inn var ekki sáttur við slíkan úr- skurð sem skiljanlegt er. Hver myndi vilja borga Z3 af verði hús- næðis í fasteignagjald? Ef skatt- leggja á bíla sérstaklega, þá á að fara sömu leið og með fasteignir, þ.e. 1% af verðmæti bílsins? Það er réttlátari skattheimta. Árið 1987 voru bifreiðagjöld af 1620 kg bifreið um 2700 kr. Árið 1991 var gjald af sömu bifreið um 11.700 kr. Nú í dag (1996) eru svo gjöld af sömu bifreið 24.895 kr. Hækkun bif- reiðagjaldsins á liðnum árum er mikil. Mest er hækkunin eftir 1991. Hver er skýringin á þessu? Senni- lega sú að Ríkisskip var lagt nidur, svo styrkja þurfti og byggja betri vegi til að þeir beri 50-60 tonna bíla sem áður báru um 25-30 tonna bíla. Þannig hefur ríkisstjórnin hækkað skatta á bifreiðaeigendum í skjóli einkavæðingar (les: dulbúinnar ein- okunarvæðingar). Látið svo að spar- ast hafi með því að leggja niður Rík- isskip, en í raun hafa skattgreiðend- ur borgað 10 sinnum meira. Og ekki hafa farmgjöldin lækkað til neyt- andans. Þá hefur þungaskattur hækkað um tugi prósenta eftir 1991. Ein- kennilegt að hann skuli enn vera við lýði í þeirri mynd sem hann er og að ekki skuli vera búið að færa hann inn í verð hvers bensínlítra. Ráðherra kom með þá skýringu að ekki væri til tæki í landinu til ad blanda olíuna. En svo vill til að ESSO reið á vaðið 1986-1987 með því að setja bætiefni í bensín, og það hafa bæði Olís og Shell einnig gert. Tækin hafa því verið i landinu. En hvaö er þá til fyrirstöðu? Skýringin er að sumir af ráðamönnuum okkar eru hliðhollir þeim stóru, og fyrir- tækin ráða, og ráðherrar eru í brók- um þeirra. Má nefna sem dæmi fyrirtæki sem hafa verið að bjóða í stór verk og boðið lægst, vegna þess að undan er skotið þungaskattinum og vaski. Hvar eru ráðamenn þá? Engin rann- sókn. En sama skýringin: Ekki hrófla við kindunum mínum! Jóðsótt forseta bæjar- stjórnar Vesturbyggðar Gísli Ólafsson bæjarstjóri skrif- ar: Mjög einkennileg uppákoma átti sér stað í fjölmiðlum dagana 2. til 3. des. sl. þegar forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar jós úr skálum reiði sinnar yfir þann sem hér skrifar, nefnilega bæjarstjóra í Vesturbyggð og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og okkur sjálfstæðismenn í bæjar- sfjórn. Offors Kristínar Björnsdóttur var slíkt yfir því - að því er virtist vera - að Alþýðuflokkurinn og hún væru lent í minnihluta, að hún lýsir yfir ótímabæru gjaldþroti bæjarfélags- ins. En það er fullkomið ábyrgðar- leysi af hennar hálfu sem bæjar- stjórnarmanns og forseta bæjar- stjórnar eftir 6 ára setu í sveitar- og bæjarstjóm og allan tímann í meiri- hluta. Ársreikningar bæjarfélagsins fyrir árið 1995 sýna það, svo ekki verður um villst, að fjárhagsstaða bæjarins fer batnandi. Til að varpa réttu ljósi á þá mynd sem Kristín dregur upp varðandi ráðningu mína sem bæjarstjóra í Vesturbyggð, þá var það upphaflega hugmynd þeirra alþýðuflokks- manna að ég tæki að mér starf bæj- arstjóra i Vesturbyggð en ekki hug- mynd Sjálfstæðisflokksins. Það er einnig rétt að láta það koma fram hér að slit á meirihluta- samstarfi A-, B- og F-lista voru ekki að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins, heldur alfarið Alþýðuflokksins, og sitja þeir því uppi með það að hafa svikið öll framboð í bæjarstjórn Vesturbyggðar á þeim tíma sem lið- inn er af kjörtímabilinu. íslenskt símgjaldastríð hafið Þorsteinn Einarsson skrifar: Mann rak í rogastans við hlustun á umræður á rás 1 sl. þriðjudags- morgun. Þar komu til viðtals um verðskrárhækkun Pósts og síma þau Hrefna Ingólfsdóttir, kynning- arfulltrúi P&S, og Jón Magnússon, varaformaður Neytendasamtak- anna. - Bæði gerðu þau sömu mis- tökin, að mínu mati. Þau minntust ekki einu orði á frumkvæði þess að- ila sem loks hefur hafið samkeppni við Póst og síma hér á landi, Ástþór Magnússon. Ekki heldur þáttar- stjórinn! þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma JLgSÍiSÖ 5000 milli kl. 14 og 16 Nokkur dæmi um verð og sparnað: Verðskrá pr. mínútu til: \ ggOJBBS&SBI Ini spítrar: Austurríki Kr. 81,00 Kr. 53,22 34,29% Ástralía Kr. 150,00 Kr. 53,22 64,52% Bandaríkin Kr. 81,00 Kr. 37,05 54,25% Brasilía Kr. 225,00 Kr. 80,17 64,37% Bretland Kr. 51,00 Kr. 39,75 22,06% Frakkland Kr. 61,00 Kr. 46,48 23,79% Indland Kr. 225,00 Kr. 93,64 58,38% Ítalía Kr. 98,00 Kr. 53,22 45,69% Japan Kr. 150,00 Kr. 53,22 64,52% Kanada Kr. 81,00 Kr. 39,75 50,93% Kína Kr. 225,00 Kr. 93,64 58,38% Singapore Kr. 201,00 Kr. 53,22 73,52% Taiwan Kr. 201,00 Kr. 66,70 66,82% Úkratna Kr. 98,00 Kr. 73,43 25,07% Lækkunin á símtölum til útlanda hjá hinum nýja keppinaut Pósts og síma er eftirtektarverð. Á allra vitorði er þó, að því ein- ungis hefur Póstur og sími nú lækk- að símagjöldin til útlanda að Ástþór eða fyrirtæki hans, Friður 2000, býður mun lægri gjöld en hér þekkt- ust, svo að mismunurinn var allt upp í 73%. í staðinn hækkar Póstur og sími verðskrá sína á símtölum hér hjá okkur og ljóstrar þvi upp í leiðinni, að hækkunin liggi m.a. í því að ver- ið sé að greiða niður lífeyrissjóðs- vanda vegna starfsmanna fyrirtæk- isins. Hreinskilnin skal metin, en yfirgangur Pósts og síma er óþol- andi og hann verður að stöðva. DV Syngjandi sæll og glaður... Ingunn skrifar: „Syngjandi sæll og glaöur til fiskveiða nú ég held . ..“ - Þetta heyrir fortíöinni til, því nú fara þeir ekki glaðir aö heiman, sjó- mennirnir. Það er erfitt fyrir eig- inkonurnar og gengur nærri mæðrum sem eiga bæði eigin- menn og syni á sjó langtímum saman. Nóg er að eiga þá suður á Reykjaneshrygg, en að eiga þá í Smugunni á þeim tíma þegar allra veðra er von, það er of stór biti að kyngja. Ég þakka Ragn- heiði Ólafsdóttur fyrir stuðning hennar við málstað Smugusjó- manna. En betur má ef duga skal! Við höfum ekki átt marga talsmenn sjómanna siðan Ingólf- ur S. Ingólfsson lét af störfum hjá Farmanna- og fiskimanna- sambandinu. Haltu áfram, Ragn- heiður, gefstu ekki upp. Ó-þátturinn óverjandi María Guðmundsd. hringdi: Ég álpaðist til að berja augum unglingaþáttinn „Ó“ í Sjónvarp- inu sl. þriðjudag. I stuttu máli, þá var þama ekki heil brú. Ung stúlka gekk með hljóðnema og var varla mælandi, skaut inn orðunum og skar þau sundur í miðju eða lok setningar. Aðrir þátttakendur voru ekki upp á marga fiska. Flámæltir og klám- mæltir í bland og verkuðu eins og útjöskuð útigangstrippi. - Svona þáttur í ríkissjónvarpi er fullkomnlega óveijandi. Ráðleysi barna- verndarfólks S.P.Á. skrifar: Ég hlýddi á viötal við konu sem tengist bamavemdarmálum á Ak- ureyri í morgunútvarpi miðviku- daginn 18. þ.m. Konan virtist vera ráðleysið uppmálað. Nánast ekk- ert kom fram í máli hennar sem bitastætt gat kallast. Aðeins áætl- anir og plön um eitthvað ótil- greint. Ekki mátti vara foreldra fyrirfram við meintum kynferðis- glæpamanni. Raunar bar þátta- stjórnandinn spurninguna upp þannig að konan henti svarið á lofti samstundis. - Það má auövit- að ekki vara foreldra við ...? spurði stjórnandinn. - En sama er. Ráðleysi barnaverndarfólks er það eina sem upp úr stendur. Því miöur. Frestun kjara- samninga Sigurður Sveinsson hringdi: Nú liggur fyrir, eins og ein- hver hafði spáð i lesendadálki DV fyrir nokkm, að kjarasamn- ingar eru komnir upp í loft og frestun liggur í loftinu um ófyr- irsjáanlega framtið. Og ekki nóg með það, líklega fara allir samn- ingar fyrir Félagsdóm að loknu löngu og vita gagnslausu karpi í Karphúsinu. Min skoðun er sú að hér sé um vélað af báðum að- ilum, Vinnuveitendasamband- inu og Alþýðusambandinu, báðir aðilar þiggi hrós ráðamanna að gangast undir okið og spilla ekki „hagsældinni" sem nú ríkir. Eða hitt þó heldur! Borgin gerir „Kjarakaup" Skattborgari skrifar: Mikið eigum við framsýna borgarstjórn, að ekki sé talað um borgarráð, sem hefur nú gert slík kjarakaup að lengi verður minnst. Borgin hefur sem sé keypt alla kofana á Skeljungslóð- inni við Skerjafjörð fyrir 117 milljónir. Þetta eru „kjarakaup". Og svo fær borgin fasteignagjöld af kofunum meðan þeir eru í brúki á staðnum. Segjum svo ekki að þensla sé fyrir bí í Reykjavík. Fleiri svona góðverk, kæra borg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.