Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
Fréttir
Skattahækkunin veldur hvelli á Alþingi:
Skattar einstaklinga munu
hækka en fyrirtækja lækka
- hneyksli hvernig að þessu er staðið, segir Steingrimur J. Sigfússon alþingismaður
„Einhverjar alvarlegustu upplýs-
ingarnar sem koma fram núna eru
þær aö við endurskoðaða tekjuá-
ætlun ríkissjóðs í desember kemur
fram að skattskil fyrirtækja fara
lækkandi sem nemur hátt í 800
milljónum króna. Á sama tíma er
tekjuskattur einstaklinga orðinn
rúmlega fjórum miiljörðum króna
meiri á þessu ári en gert var ráð
fyrir í áætlunum. Og um leið og
þessi staðreynd blasir við er gert
ráð fyrir að tekjuskattur fyrir-
tækja fari enn lækkandi á næsta
ári og verði lægri en fjárlagafrum-
varpið gerir ráð fyrir,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, fúlltrúi í efha-
hags- og viðskiptanefnd Alþingis, í
samtali við DV.
Stjórnarandstaðan gagnrýnir
harðlega þá ákvörðun ríkisstjóm-
arinnar að hækka ekki persónuaf-
sláttinn nú um áramótin og hækka
þar með tekjuskatt einstaklinga.
Steingrímur segir það mjög sér-
kennilegt að sjá tekjuskatt fyrir-
tækja og að nokkm leyti virðis-
aukaskatt lækka núna á milli mán-
aða, miðað við áætlanir, í öllu góð-
ærinu og veltunni sem því fylgir.
Á sama tíma em einstaklingar að
taka á sig mjög aukna skattbyrði
með því að persónufrádráttur er
ekki færður upp í takt við hækk-
andi verðlag eða hækkandi laun og
það veldur þyngri skattbyrði.
Skattamál valda nú ólgu ó Alþingi og segir Steingrímur J. Sigfusson alþingis-
maður það vera hneyksli hvernig ríkisstjórnin stendur að málum. Hann segir
að hugsanlega sé verið að búa til skiptimynt fyrir næstu kjarasamninga með
þvf að hækka skatta á einstaklinga. Hér er Steingrímur ásamt Lúðvík Bergvins-
syni og það er greinilega eitthvað annað en skattamál til umræðu ef marka má
þann jólasvip sem lýsir upp ásjónur þeirra. DV-mynd Hilmar Þór
„Og yflrlýsing um að hækka
ekki persónufrádráttinn um ára-
mót, í ljósi þess að laun mimu
hækka á næsta ári, þýðir gífurleg-
ar hækkanir á tekjuskatti," sagði
Steingrímur.
Hann segir að með þessu hafi
verið gefin sú skýring að menn séu
að skapa svigrúm sem geti nýst til
ráðstafana vegna breytinga á svo-
nefndum jaðarsköttum. En þar
sem nefnd sem að því er að vinna
hafi ekki skilað niðurstöðum sé
ákveðið að gera þetta svona.
„Mér þykir þetta afar tortryggi-
legt. Bæði er að menn hafa áður
notað þá afsökun fyrir tekjuöflun í
ríkissjóð að verið væri að safha í
sarpinn til að mæta áhrifum vegna
minni jaðaráhrifa. Eins hafa menn
drepið þessu jaðarskattamáli á
dreif og ekkert gert í því árum
saman og maður er orðinn mjög
tortrygginn. Ég óttast að hér sé
enn einu sinni verið að leika sama
leikinn. Hugsanlega er þarna verið
að búa til skiptimynt fyrir kom-
andi kjarasamninga. Ef svo er
bendi ég þar með á að láta verka-
lýðshreyfínguna semja um kosn-
ingaloforð stjórnarflokkanna. Ég
tel það hneyksli hvemig að þessu
er staðið,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon.
-S.dór
Tekist á
um þýska
kvótann
Eldur kom í upp í fimm tonna báti á Breiðafirði þegar olíurör gaf sig:
Mikil sprenging þegar
ég ætlaði að hringja
- segir Arnar Þór Ragnarsson, skipstjóri á Snarfara
DV, Akureyri:
Samherjamenn á Akureyri segja
að kæra þýska útgerðarfélagsins
Mecklenburger Hochseefischerei til
Stjómsýsludómstólsins í Hamborg
vegna kvótaúthlutunar til Deutsche
Fiscfang Union á þorski i Barents-
hafi hafi valdið báöum fyrirtækjun-
um miklum skaða. Mecklenburger
er í meirihlutaeigu Útgerðarfélags
Akureyringa en Samherji á helm-
ing í hinu þýska fyrirtækinu.
Deutsche Fiscfang Union fékk
um 6 þúsund tonna þorskkvóta í
Barentshafi á yfirstandandi ári en
Mecklenburger um 1200 tonn. For-
svarsmenn Samherja og DFFU lýsa
furðu sinni á að kærunni hafi ein-
ungis veriö beint gegn einu fyrir-
tæki og segjast margítrekað hafa
reynt aö fá Jakob Bjömsson bæjar-
stjóra til að hafa áhrif á málið en
Akureyrarbær var meirihlutaeig-
andi í ÚA og Mecklenburger þegar
kæran var lögð fram og segja Sam-
herjamenn hlut bæjaryfirvalda í aö
skaða starfsemi þessara fyrirtækja
á erlendri grund forkastanlegan.
Úrskurður dómstólsins í Ham-
borg var á þá leið að úthlutunin
skuli standa og kröfu Mecklen-
burger um breytingar var hafnað.
-gk
DV, Hellissandi:
„Við vomm að byrja aö draga,
Krisiján, skipsfélagi minn, var ný-
búinn að taka baujuna og ég var að
fara að klæða mig í
gallann þegar ég sá
að farið var í sundur
olíurör við vélina.
Ég fór í símann til
þess hringja en í því
varð mikil sprenging
í stýrishúsinu og allt
varð alelda. Við sett-
um björgunarbátinn
út í snarhasti og
náðum í neyöarblys
sem við skutum á
loft. Síðan snerum
við okkur að því að
reyna að slökkva
eldinn og það tókst
að mestu,“ segir
Amar Þór Ragnars-
son en eldur kom
upp í um 5 tonna báti sem hann
hafði á leigu, ásamt Kristjáni Þóris-
syni, á Breiðafirði í gærmorgun.
Báturinn, Snarfari SH 226,
skemmdist mikið að innan af völd-
um elds og sóts, tæki í stýrishúsi
em líklega öll ónýt en skrokkurinn
heill.
Neyðarblys sem þeir félagar
skutu á loft sáust víða að og nær-
staddir bátar voru
snöggir á vettvang.
Það var Fanney SH
248 sem dró Snar-
fara í land í Ólafs-
vik þar sem slökkvi-
liðsmenn tóku á
móti skipverjum og
sáum um að
slökkva glóð sem
eftir liföi.
Amar og Kristján
sluppu alveg án
meiðsla og héldu
strax út aftur til
þess að draga lín-
una. Þeir vom með
um 20 bala í sjó.
-ÆÞ/-sv
Eldur kom upp í Snarfara, 5 tonna trillu, á Breiðafirði í gærmorgun.
Trillan skemmdist nokkuð mikið að innan en skrokkurinn er heill.
DV-mynd ÆÞ
Forseti ASÍ:
Þvert á al-
menn við-
horf
„Ef það er svo að verið sé að
auka skattbyrðina þá er það alveg
þvert á almenn viðhorf í verkalýðs-
hreyfingunni. Ef sú er ætlunin ligg-
ur það alveg fyrir að við sættum
okkur ekki við aukna skattbyrði.
Það er deginum ljósara," segir
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ.
í fjárlagafrumvarpinu er gert
ráð fýrir því að hækka núverandi
skattaprósentu, sem er 41,94%,
upp í 42% og á hækkunin að
koma sveitarfélögunum til góða
vegna yfirtöku grunnskólans.
Grétar Þorsteinsson segir að áður
en hann hafi fengið gögn um
ákvarðanir sem verið sé að taka í
ríkisstjóm og á Alþingi geti ekki
orðið um formleg viðbrögð af
hans hálfu eða ASÍ að ræða.
„Almennt séð þá liggur það fyr-
ir að hreyfingin er auðvitað and-
víg skattahækkunum. í henni
hafa einnig verið uppi mjög harð-
ar kröfur um leiðréttingar varð-
andi jaðarskatta en menn hafa
nánast litið svo á að fyrir lægi af
hálfú stjórnarflokkanna að þar
ætti að færa til betri vegar." -SÁ
Akranes:
Herdís í Sjálf-
stæðisflokknum
Missagt var í DV í gær að Herdís
Þórðardóttir, systir Guðjóns Þórðar-
sonar þjálfara, hefði sagt sig úr
Sjálfstæðisflokknum á Akranesi og
nefndum þar á vegum flokksins.
Svo er ekki. Herdís er beðin afsök-
unar á þessum mistökum fréttarit-
ara DV á Akranesi. -DVÓ
Stuttar fréttir
Ný byggingavísitala
Byggingavísitala fyrir janúar
1997 er 218 stig miðað við 100 í
júní 1987. Hún hefur hækkað um
0,2% síðustu þijá mánuöi sem
jafngildir 0,9% verðbólgu á ári.
424 milljóna hagnaöur
Flugleiðir högnuðust nýlega
um 424 milljónir króna á því að
selja eina Boeing 757 flugvél fé-
lagsins. Félagið leigir véltna af
hinum nýju eigendum.
Tveggja milljarða biölaun
Ríkisbankamenn gætu átt rétt
til biðlauna verði bankarnir
einkavæddh’, enda þótt þeir haldi
áfram að vinna í bankanum eftir
það. Ein ástæða þessa eru breytt
lífeyrisréttindi. Þess vegna vilja
bankamenn ríkisbankanna ekki
breyta lífeyrissjóði sínum að svo
stöddu. RÚV sagði frá.
Skattleysismörk lækka
Ljóst verður hver skattleysis-
mörk verða síðar í dag en líkur
eru á að skattleysismörk lækki og
skatthlutfail stefnir í 42,99% af
tekjum, að sögn Morgunblaðsins.
Marel burt úr Reykjavík
Marel hefur sótt um lóð í
Garðabæ á nýju iðnaðarsvæði við
Reykjanesbraut, að sögn Morgun-
blaðsins. -SÁ
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Er rétt að skera niður
vegaframkvæmdir á
höfuðborgarsvæðinu?
San Antonio vann í Houston
Sjö leikir fóru fram í NBA-deild-
inni í nótt og urðu úrslit þessi:
Toronto-Milwaukee........96-93
Charlotte-Chicago .......72-93
Miami-Utah...............87-94
Houston-San Antonio . . . 101-115
Vancouver-Dallas........98-105
LA Clippers-Washington . 93-102
Sacramento-Minnesota . . 112-105
Michael Jordan skoraði 35 stig fyrir
Chicago gegn Charleotte í nótt. Liðið
hefur unnið 22 leiki og tapað þremur í
vetur. Glen Rice skoraði 23 stig fyrir
Charlotte.
San Antonio er að vakna til lífsins ef
marka má útisigurinn gegn Houston.
Wilkins gerði 24 stig fyrir San Antonio
og David Robinson 20 og tók níu fráköst.
Drexler og Maloney skoruðu 19 stig
hvor fyrir Houston.
Karl Malone og félagar i Utah geröu
góða ferð til Miami. Malone gerði 35 stig
og tók 16 fráköst og er 11. leikmaðurinn
í NBA sem fer yflr 20 þúsund stig og
hiröa yfir 10 þúsund fráköst.
Toronto vann sinn annan sigur í vetur
gegn Miwaukee. Damon Stoudamire
skoraði 19 stig fyrir Toronto.
Chris Webber og Juwan Howard gerðu
hvor sín 25 stig fyrir Washington gegn
Clippers og var þetta þriðji sigurinn í
röð hjá liðinu.
Chris Gatling var með 25 stig fyrir
Dailas í jöfnum leik gegn Voncouver.
-JKS