Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 32
44
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
Bækur og
kjöt
„Við erum ekkert að fara í
hangikjötið hjá Griffli, við erum
í jólaskapi og seljum bækur og
ritföng, það er okkar sérgrein."
Jóhanna Jóhannesdóttir versl-
unarstjóri, í Degi-Tímanum.
Bækur og makkintoss
„Við fylgjumst með og svörum
samkeppninni, hvort sem það
eru bækur eða makkintoss."
Jóhannes Jónsson, kaupmað-
ur í Bónusi, í Degi-Tímanum.
í stórmarkað fer ég ekki
„Ég er búin að koma víða við
að undanfömu og lesa upp... í
stórmarkaði fer ég ekki, ég vil
sýna bóksölum stuðning. Ekki
svo að skilja að mér fmnist ekki
líka vænt um kjöt.“
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur,
í Degi-Timanum.
Ummæli
Ungskáldastimpillinn
„Ég er nú orðin 29 ára gömul
og þessi ungskáldastimpill er
leiðigjam. Ég er svo sem ekki
sjötug heldur."
Margrét Lóa Jónsdóttir Ijóð-
skáld, í Alþýðublaðinu.
Ríkisskrípó
„Mér sýnist þetta eigi að vera
hefðbundið „skrípó“ hjá ríkis-
stjórninni - að búa til nýjar álög-
ur til að geta síðan dregið þær að
einhverju leyti til baka af góð-
semi sinni."
Björn Grétar Sveinsson, for-
maður VMSÍ, í DV.
Bjúgnakrækir kemur í Þjóð-
minjasafnið í dag.
Bjúgna-
krækir,
brögðóttur
og snar
Á hverjum degi kemur einn
jólasveinn til byggða og allir
koma þeir við í Þjóðminjasafn-
inu. í dag er komið að jólasveini
númer níu, Bjúgnakræki. Hann
kemur í Þjóðminjasafnið kl. 14
og verður boðinn velkominn þar
Blessuð veröldin
af hópi gesta. Þá kemur hann
einnig við í húsdýragarðinum. Á
morgun er svo Gluggagægir
væntanlegur. í kvæði Jóhann-
esar úr Kötlum um jólasveinana
segir um Bjúgnakræki:
Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.
Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.
Hæg austlæg átt
Yfir Norðaustur-Grænlandi er
1035 mb hæð sem þokast austur.
YFir Labrador er vaxandi lægð sem
hreyfist norðaustur. Langt suður í
Veðrið í dag
hafi er 975 mb lægð sem hreyfist
suðaustur.
í dag verður austlæg átt og skýjað
við suðurströndina en hæg breyti-
leg átt og víðast léttskýjað í öðrum
landshlutum. Hiti 0 til 4 stig við suð-
vesturströndina en annars frost 1 til
13 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
austan gola.
Sólarlag í Reykjavík: 15.30
Sólarupprás á morgun: 11.22
Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.08
Árdegisflóð á morgun: 03.43
Veðriö kl. 6 í morgun:
Akureyri léttskýjaö - -11
Akurnes
Bergstaöir léttskýjað -5
Bolungarvík skýjað -3
Egilsstaðir heiöskírt -9
Keflavíkurflugv. skýjað 1
Kirkjubkl. léttskýjað -0
Raufarhöfn heiðskírt -9
Reykjavík skýjað 3
Stórhöfði alskýjaó 4
Helsinki léttskýjaö -8
Kaupmannah. léttskýjað -8
Ósló léttskýjað - -17
Stokkhólmur léttskýjað - -12
Þórshöfn skýjað 1
Amsterdam alskýjað 1
Barcelona heiðskírt 8
Chicago hálfskýjaó - -14
Frankfurt súld 3
Glasgow skýjað 5
Hamborg skýjað -1
London alskýjað 7
Los Angeles
Madrid skýjað 8
Malaga þokumóöa 15
Mallorca léttskýjað 8
París þoka i grennd 10
Róm rigning 12
Valencia rign. á síð.kls. 10
New York skýjað -1
Orlando heiðskírt 2
Nuuk alskýjað -2
Vín súld 3
Washington léttskýjaö 5
Winnipeg alskýjað - -22
Astþór Ingason körfuboltaþjálfari:
Bvrjaði í körfubolta þriggja ára
DV, Suðurnesjum:
„Mitt fyrsta verkefhi verður að
þjappa hópnum saman og fara að
spila sem ein liðsheild. Það er bú-
inn að vera mikil óróleiki í Njarð-
vík en nú verður því ýtt til hliðar,"
sagði Ástþór Ingason, hinn nýráðni
þjáifari Njarðvíkinga í körfúknatt-
leik. Hann tók við af Hrannari
Hólm sem var leystur frá störfum.
„Liðið hefur ekki náð slæmum
árangri. Við höfum unnið góða
sigra og tapað leikjum mjög illa
með mun, þetta er of sterkt lið til
þess. Það býr miklu meira i þessu
liði en það vantar stöðugleika og
kannski meira skap í leikmenn."
Maður dagsins
Ástþór var aðstoðarþjálfari
Hránnars. „Ég skipti litlu máli
enda var hann þjálfarinn. Ég átti
mjög gott samstarf við hann og þar
er á ferðinni fær þjálfari en ein-
hverra hluta vegna passaði hann
ekki inn í þetta umhverfi í Njarð-
vík.“
Ástþór segist hafa byrjað að æfa
körfubolta 3 ára með Njarðvík. Fað-
ir hans, Ingi Gunnarsson, var að
þjálfa ÍKF í Krossinum í Njarðvík
og var Ástþór meðal annars í
Ástþór Ingason.
kennslu hjá föður sinum. Ingi var
fyrsti landsliðsfyrirliði íslands í
körfuknattleik. Ástþór lék alia
yngri flokka með Njarðvík nema 2
ár þegar hann fór í nám í Reykholti
í Borgarfirði fyrstu fjölbrautaskóla-
árin. Þegar hann kom heim 1984 fór
hann að spila með meistaraflokki
og varð íslandsmeistari sama ár.
Ástþór varð fyrir miklu áfalli í
byrjun undirbúningstímabilsins í
fyrra þegar hann þurfti að hætta að
æfa og spila körfuknattleik vegna
hnémeiðsla. Hann var fyrirliði liðs-
ins og hefur verið einn besti leik-
maður þess um langt árabil. Ast-
þór, sem er 32 ára, hefur þjálfað
yngri flokka félagsins en aldrei
meistaraflokk. „Þetta er skrýtin til-
finning og enn þá skrýtnara að ég
hef þjálfað ýmsa menn í þessu liði
þegar þeir voru í yngri flokkum,
eins og Friðrik Ragnarsson og Pál
Kristinsson. Ég hafði alls ekki
hugsað mér að fara út í þetta. Ég
kom inn í þetta að beiðni leik-
manna og stjómar Njarðvíkur."
Ástþór starfar sem deildarstjóri
hjá hlað- og ræstideild Flugleiða á
Keflavíkurflugvelli. „Ég tók við
þessu starfi í maí. Ég er mjög
ánægður að vinna hjá fyrirtækinu
enda væri ég ekki búinn að vinna
þar í 14 ár nema ég væri ánægður.
Ég mun láta vinnuna ganga fyrir ef
það stangast eitthvað á og síðan
kemur körfúboltinn. Ég gæti þetta
ekki nema hafa fjölskylduna með.
Ég er búinn að vera með eiginkonu
minni í 16 ár og hún veit alveg hvað
um er að vera.“
En hver era áhugamál Ástþórs, fyr-
ir utan körfubolta? „Ég er mikill
íþróttafikill. En toppurinn er að fara í
veiðitúra og veiða fisk. Þá er það nátt-
úrlega einnig fjölskyldan." Eiginkona
Ástþórs er Helga Kristín Friðriksdótt-
ir og eiga þau tvö böm, Söndru, 6 ára,
og Andra, 3 ára. -ÆMK
Jólsöngvar Lang-
holtskórsins
í átján ár hefur Kór Langholts-
kirkju sungið jólasöngva og era
þeir ávallt sungnir síðasta föstu-
dags-
kvöld
fyrir jól
kl. 23.00
og
finnst
mörgum
gott að
koma í
Lang-
holts-
kirkju
og
hlusta á
falleg ólöf Kolbrún Harðar-
tóg eftir dóttjr
buðar-
ráp kvöldsins. Vinsældirnar
hafa aukist ár frá ári og nú er
svo komiö að tónleikamir verða
þrjú kvöld og era þeir fyrstu í
kvöld, síðan verða þeir endur-
teknir á sama tíma annað kvöld
og á sunnudagskvöldið kl. 20.00.
Tónleikar
Einsöngvarar á tónleikunum
verða Eiríkur Hreinn Helgason
og Ólöf Kolbrún Harðardóttir
ásamt félögum úr kómum.
Hljóðfæraleikarar eru Bernard
S. Wilkinson, sem leikur á
flautu, Hallfríður Ólafsdóttir á
flautu, Monika Abendroth á
hörpu, Jón Sigurðsson á kontra-
bassa og Gústaf Jóhannesson
leikur á orgel. Gradualekór
Langholtskirkju syngur með Kór
Langholtskirkju. Stjómandi kór-
anna er Jón Stefánsson.
Bridge
Hvor sagnhafanna skyldi hafa
spilað betur úr spilunum í þessu
dæmi? Spilið kom fyrir í sveita-
keppni í Bandaríkjunum í síðasta
mánuði og lokasamningurinn var
sá sami á báðum borðum, þrjú
grönd spiluð í suður. Á öðru borð-
anna gengu sagnir þannig, vestur
gjafari og allir á hættu:
* G64
* ÁK52
4 G72
* K86
4 ÁD8732
«4 1093
4 84
* D3
4 K5
44 D74
4 ÁD963
* ÁG4
Vestur Norður Austur Suður
2 4 pass 3 4 3 Grönd
p/h
Austur tók mikla áhættu þegar
hann sagði þrjá spaða og hefði getað
farið illa út úr því, því hægt er að
ná þeim samningi 4 niður (doblað
1100). En suður var í vanda gegn
þriggja spaöa sögn austurs og ákvað
að skjóta á þrjú grönd. Hann var
ekki óheppinn með blindan, en
þrátt fyrir mikinn punktastyrk var
samningurinn hvergi nærri öragg-
ur. Útspilið véu- spaðasjöa og sagn-
hafi átti slaginn í blindum á gos£mn.
Hann ákvað að spila næst tígulgos-
anum og ef austur hefði sett lítið
spil er aldrei að vita nema sagnhafi
hefði ákveðið að setja ásinn og
treysta frekar á hjarta og laufið. En
austur lagði eðlilega kónginn á gos-
ann og nú gat sagnhafi talið 8 slagi.
Þegar hjörtun vora tekin þrisvar
sinnum var níundi slagurinn mætt-
ur og sá tíundi kom þegar laufið var
toppað. Á hinu borðinu opnaði vest-
ur á tveimur spöðum sem pössuð
voru yfir til suðurs. Suður sagði
þrjá tígla, norður þrjá spaða og suð-
ur þrjú grönd. Útspilið var það
sama, sagnhafi fékk fyrsta slaginn á
spaðagosa, tók þrjá hæstu í hjarta
og þegar liturinn féll var ljóst að að-
eins þurfti einn slag til viðbótar. í
fjórða hjartað henti austur laufi og
vestur tígli og þá ákvað sagnhafi að
gera ráð fyrir þvi að austur ætti
lengd í laufi. Hann tók því á lauf-
kóng og svínaði gosa og vestur tók 6
næstu slagi. ísak Öm Sigurðsson