Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hamborgara-heimsmetið
íslenzki hamborgarinn er hinn dýrasti í heimi, rúm-
lega tvöfalt dýrari en í upprunalandinu. Þessa svoköll-
uðu hamborgarafræði, sem byggist á samanburðarhæf-
um Stóra-Mac, hefur tímaritið Economist stundað í ára-
tug til að bera saman verðlagsþróun víða um heim.
Hér í blaðinu hefur verð á íslenzkum Stóra-Mac
nokkrum sinnum verið tekið til samanburðar til að
finna stöðu íslands í þessum fjölþjóðlega samanburði.
Nú hefur Neytendablaðið tekið undir þennan útreikning
og staðfest, að íslenzki hamborgarinn er hinn dýrasti í
heimi.
íslenzkur Stóri-Mac kostar 395 krónur. í Bandaríkjun-
um kostar hann sem svarar 157 krónum. Verðið fer
neðst í 95 krónur í Ungverjalandi, 85 krónur í Hong
Kong og 77 krónur í Kína. Þessi mikli munur endur-
speglar fyrst og fremst afar misjafnt kjötverð í löndum
heims.
í áðurnefndu Neytendablaði er einnig samanburður á
tilboðsverði stórmarkaða eins og það sést á tilboðasíðum
í dagblöðum og í litbæklingum, sem dreift er í hús. Sam-
anburður af þessu tagi segir mikla sögu um lífskjör
þeirra, sem ganga lengst í að reyna að spara.
Tilboðsverð er vaxandi þáttur íslenzkrar kaupsýslu.
Fyrir hverja helgi lækka verzlanakeðjur verð á nokkrum
vörum í helgarösinni til að draga til sín viðskiptavini.
Þessi viðskiptaháttur hefur lengi verið rótgróinn erlendis
og er einnig að ná að festa rætur hér á landi.
Aukin fyrirferð tilboðsverðs í matvöruinnkaupum
hefur varið lífskjör margra íjölskyldna á kjaraskerðing-
artíma undanfarinna ára. Með sanni má segja, að tilboð
stórmarkaða hafa gert meira fyrir almenning en saman-
lögð frammistaða stéttarfélaga í kjarasamningum.
Þegar borið er saman matarverð á íslandi og í öðrum
löndum, nægir því ekki lengur að bera saman venjulegt
vöruverð á báðum stöðum, heldur skerpir það myndina
að bera saman tilboðsverð milli landa. Sýnishorn af því
er einmitt í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins.
Skemmst er frá því að segja, að hamborgaravísitalan
er staðfest í þessu sýnishorni af samanburði. Tilboðs-
verð á kjötvörum og mjólkurvörum er næstum helmingi
lægra í Danmörku en hér á landi. Til dæmis kostar ost-
ur þar á tilboðsverði 466 krónur, en hér 995 krónur.
Þegar sleppir hinum hefðbundnu landbúnaðarvörum
úr kjöti og mjólk, verður samanburðurinn íslandi hag-
stæðari. Sumar pakkavörur eru eins ódýrar hér á landi
og í Danmörku og sumar jafnvel ódýrari. Þekkt er, að
ýmis merkjavara er tiltölulega ódýr hér á landi.
Að baki öllum þessum útreikningum og mörgum fleiri
af sama tagi liggur sú ógnvekjandi staðreynd, að stjórn-
sýslan og flokkakerfið líta á það sem eitt helzta hlutverk
sitt að verja innlendan landbúnað fyrir erlendri sam-
keppni, á kostnað íslenzkra neytenda og skattgreiðenda.
Engin ein grundvallarforsenda í stjórnmálum hefur
eins mögnuð áhrif á lífskjörin í landinu og þessi. Hún
veldur ekki bara háu verðlagi, sem sést í samanburði
milli landa, heldur kostar hún skattgreiðendur þar á
ofan flmm milljarða króna á hverju ári á fjárlögum.
Þessi grundvallarforsenda veldur því, að ríkið getur
ekki sinnt skyldum sínum í heilbrigðis- og skólamálum,
þótt skattbyrði sé há og fari hækkandi. Hún veldur því,
að íslenzkir neytendur þurfa að vinna lengur fyrir nauð-
synjum en neytendur í öllum öðrum löndum heims.
Við getum haft til marks um, að okkur hafi tekizt að
brjótast undan þessu oki yfirvaldanna, þegar Stóri-Mac
hefur fallið í verði úr 395 krónum í 157 krónur.
Jónas Kristjánsson
Leyniþjónusta Noregs
gerir illt verra
Leyniþjónustur eru viðsjárverð-
ar stofnanir. Þær starfa í felum,
menn á þeirra vegum eru oft og
einatt látnir vUla á sér heimildir í
starfi og þegar leyniþjónustustjór-
arnir láta frá sér fara gögn til að-
ila sem teljast yfir þá settir í opin-
bera embættiskerfinu er heimild-
um fyrir því sem fram er sett
haldið leyndum svo ekki vitnist út
fyrir lokaðan leyniþjónustuhring
hverjum samböndum hún hefur
komið sér upp.
Eins og dæmin sanna verður
þetta til þess að stofnanir í lýð-
ræðislegum þjóðfélögum, sem
falið er að fylgjast með leyniþjón-
ustum og sjá um að þær fari ekki
út fyrir þann athafnaramma sem
þeim er settur í löginn, reynast
bundnar í báða skó. Leyndin sem
leyniþjónustustjórar geta skír-
skotað til hefur einatt reynst
skálkaskjól fyrir óheimilt og
óverjandi athæfi.
Nýmynduð ríkisstjórn Thor-
bjöms Jaglands í Noregi sýpur nú
seyðið af víðtækasta og langæjasta
leyniþjónustuhneyksli sem upp
hefur komið þar í landi. Upptökin
má rekja aftur undir miðja öldina
og það sem gerðist næstu áratug-
ina kemur Jagland og hans fólki á
engan hátt í koll en nú er komið á
daginn að forusta leyniþjónust-
unnar reyndi fyrir skemmstu að
spilla fyrir rannsókn nefndar Nor-
egsþings á athæfi stofnunarinnar
fyrr meir, og þá þykir skörin far-
in að færast upp í bekkinn. Afleið-
ingin er að annar ráðherrann á
þrem vikum hefur orðið að víkja
úr stjórn Jaglands.
Rúmt ár em síðan fullsannað
þótti að norska leyniþjónustan
hefði á árum kalda stríðsins farið
í starfi langt út fyrir lagaheimild-
ir. Koma þar til persónunjósnir og
skýrsluhald um Norðmenn svo
tugum þúsunda skiptir að
minnsta kosti og viðleitni til að
nota þá vitneskju til að klekkja á
fólki.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Verkefni norsku leyniþjónust-
unnar á að vera að standa vörð
um öryggishagsmuni ríkisins og
hún hefur heimild til að fylgjast
með þeim sem rökstuddur grunur
leikur á að geti skaðað þá. Engu
sliku var til að dreifa um fjöldann
sem lenti undir smásjá leyniþjón-
ustunnar frá sjötta tug aldarinnar
fram á þann áttunda.
Leyniþjónustuforustan virðist
hafa gefið sér þá forsendu að allir
sem beittu sér gegn utanríkis-
stefnu Noregs, sér í lagi aðildinni
að Atlantshafsbandalaginu, þótt
með opinberum og löglegum hætti
væri, hlytu að vera sjálfgefin efni
í landráðamenn. Fremstir í röð-
inni voru félagar og fylgismenn
Kommúnistaflokks Noregs og
klofningsbrotanna úr honum en
einnig lenti á skrá hjá leyniþjón-
ustunni fólk úr Verkamanna-
flokknum sem andsnúið var
stefnu flokksforustunnar og ein-
staklingar úr Miðflokknum og
Vinstri, nú útdauðum smáflokki.
Að auki var fylgst með fólki sem
vegna starfs, fræðaiðkana eða
áhugamála hafði tengsl við stofn-
anir eða einstaklinga í löndum
Austur-Evrópu.
Þegar þetta þótti liggja ljóst fyr-
ir urðu allir flokkar á norska Stór-
þinginu ásáttir um að skipa nefnd
með þátttöku allra til að kanna
málið niður í kjölinn. Kallast hún
Lund-nefndin eftir formanni sín-
um.
Nefndin hefur ekki enn lokið
störfum að fullu en eftir því sem
spurst hefur af bráðabirgðaniður-
stöðum hennar eru þær þungur
áfellisdómur yfir fyrri forustu
leyniþjónustunnar fyrir að seilast
í starfi sínu langt út fyrir veittar
lagaheimildir.
Jafnframt varð uppskátt að eftir
að Lund-nefndin var tekin til
starfa leitaði þáverandi forusta
norsku leyniþjónustunnar til
hinnar þýsku og bað hana að leita
í skjalasafni Stasi, austur-þýsku
leyniþjónustunnar, að gögnum um
Berge Furre, fulltrúa Sósíalíska
vinstriflokksins í nefndinni. Segja
norskir fjölmiðlar fullum fetum að
tilgangurinn hafi verið að sverta
Furre vegna fortíðar hans, en
hann var á yngri árum í óþæga
armi Verkamannaflokksins, og
helst ónýta starf Lund- nefndar-
innar.
Af þessum sökum varð Grete
Faremo að biðjast lausnar úr emb-
ætti olíu- og orkumálaráðherra
Noregs en hún var dómsmálaráð-
herra í fyrri stjórn og bar þar með
ábyrgð á leyniþjónustunni en seg-
ir að farið hafi verið bak við sig
þegar atlaga var undirbúin að
mannorði Furre.
Ásamt Faremo sagði Hans Olav
Östgaard af sér starfi yfirmanns
leyniþjónustunnar, þótt hann ætti
ekki hlut i heldur núverandi sak-
sóknari ríkisins, þegar reynt var
að veitast að Furre. Er talið að sá
og ýmsir embættismenn í dóms-
málafráðuneyti séu nú lausir í
sessi.
Grete Faremo í dómsmálaráðherrastarfi ásamt íslenska starfsbróðurnum, Þorsteini Pálssyni.
skoðanir annarra
Styðjum lýðræði í Hvíta-Rússlandi
„Alexander Lúkasjenkó (forseti Hvíta- Rússlands)
j hefur nú tryggt sér nær alræðisvald með þjóðarat-
I kvæðagreiðslu sem einkenndist af svikum og kúg-
un. Stjóm Lúkasjenkós er ekki aðeins vandamál
Hvít-Rússa. Hún skapar ótta í Eystrasaltsríkjunum
og í Póllandi og þess vegna er hún vandamál í okk-
I ar eigin nágrenni. Danmörku ber, ásamt öðrum
; Norðurlöndum og ríkjum ESB, að styðja lýöræðis-
lega stjómarandstöðu í Hvíta-Rússlandi. Niels Hel-
veg Petersen utanríkisráðherra gæti tekið fyrsta
skrefið með þvi að aflýsa áformaðri heimsókn utan-
ríkisráðherra Hvíta-Rússlands í næsta mánuði."
Úr forustugrein Polltiken 18. desember.
Sannleikurinn ekki sagna bestur
„Þegar laumuspil og samviskan glíma í stjórn-
kerfmu í Washington hefur laumuspUið nær aUtaf
betur. Richard Nuccio er síðasti hugsjónamaðurinn
tU að uppgötva að sannsögli í stjómkerfinu getur
eyðUagt starfsframann. Nuccio, sem er embættis-
maður í utanríkisráðuneytinu, hefur verið sviptur
aðgangi sínum að skjöium er varða öryggismál
vegna þess að hann upplýsti þingmann um mis-
gjörðir leyniþjónustunnar CIA í Gvatemala."
Úr forustugrein New York Times 19. desember.
Mistök Likudbandalagsins
„Stjóm Likudbandalagsins í ísrael hefur opinber-
að áætlanir sínar um auknar byggðir landnema á
Vesturbakkanum. Hún hefur ávaUt haft pólitiskar
og hugmyndafræðUegar ástæður fyrir stuðningi
sínum við landnámið og nú hefur hún notað morð
á tveimur landnemum gyðinga sem átyUu fyrir að
gera þær að veruleika. Það eru hræðileg mistök.“
Úr forustugrein Washington Post
18. desember.