Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 39
JLjV LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 43 Forseti Rauöa krossins í Perú, Mitchel Mining, meö hvíta friöarveifu á leiö í japanska sendiráöiö í Lima. Lögregla í viðbragösstöðu viö japanska sendiráöiö. Skæruliðasamtökin Tupac Amaru: léku á forsetann ) l Víkingasveitir lögreglunnar í Perú sögðu eitt sinn að Nestor Cerpa Cartolini, stofnandi og helsti leiðtogi byltingarhreyfingarinnar Tupac Amaru, MRTA, væri ósigrandi. Er samtök hans höfðu tekið mörg hund- ruð gísla i japanska sendiráðinu í Perú á miðvikúdaginn fannst mönn- um sem þeir hefðu reynst sannspáir. Forseti landsins, Alherto Fujimoro, haíði þó verið sigurviss. Gíslatakan var því mikið áfall fyrir hann. Lögreglan í Lima aöstoðar gísla sem skæruliöar létu lausa. Fréttaljós á laugardegi Skæruliðaleiðtoginn Cartolini kom fyrst fram í sviðsljósið í febrúar 1979 þegar hann fór fyrir verka- mönnum sem tóku Cromotexverk- smiðjuna. í átökum við lögregluna létu Qórir lifíð. Cartolini var stungið inn og sat í fangelsi fram á miðjan síðasta áratug. Er hann var látinn laus gekk hann til liðs við skæruliða. Cartolini varð leiðtogi Tupac Am- aru ásamt Miguel Rincon eftir að leiðtogi samtakanna, Victor Polay Campos, var gripinn 1992. Þegar Rin- con var svo handtekinn 1995 hélt Cartolini einn um stjórntaumana. Yf- irvöld töldu að með handtöku Camposar og Rincons hefði sigur náðst i barátt- unni við Tupac Amaru. Cartolini lék hins vegar á þau. Aðstoð frá skæruliðum íChile Grunur leikur á að síðustu tvö árin hafi Cartol- ini þjálfað sveitir skæruliða í Bólivíu og hafið samvinnu við skæruliða í Chile. Leyniþjónustan í Perú fullyrðir að skæruliðar frá Chile hafi að- stoðað við árásina á sendiráð Japans í Lima. Undanfarin ár, eða frá handtöku leiðtoganna fyrrnefndu, hafa Tupac Amaru látið fara lítið fyr- ir sér. Samtökin komust þó á forsíður dagblaða í janúar síðastliðnum þegar rúmur tugur liðs- manna þeirra var handtekinn í skyndiárás lög- reglunnar á hús í Lima. Meðal hinna handteknu var bandarísk kona, Lori Berenson. Hún var leidd fyrir herrétt og dæmd fyrir þátttöku í sam- særi um árás á þingið í Perú. Berenson var gefið að sök að hafa undirbúið skæruliða Tupac Amaru andlega, flutt vopn og stundað njósnir með því að þykjast vera blaðamaður tímarits. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi. Þegar mest fór fyrir Tupac Maru samtökunum réðust þau á sendiráð vestrænna ríkja, rændu kaupsýslumönnum og gerðu sprengjuárásir á skyndibitastaði. Samtökin, sem kenna sig við síð- asta konung Inkanna, sækja hugmyndafræði sína til Kúbu. Berjast um tolla af kókaínsölu Þau hafa að mestu verið í skugga annarra hylt- ingarsamtaka, Skínandi stígs, sem stofnuð voru á sjöunda áratugnum og hafa maóisma að leiðar- ljósi. Leiðtogar Skínandi stígs fyrirlíta Tupac Amaru og saka samtökin um hugmyndafræðilega villu. Segja leiðtogar Skínandi stígs Tupac Amaru svikja kommúnisma. En byltingarhreyfingamar tvær greinir ekki bara á um hugmyndafræði. Þær eru sagðar berj- ast um réttinn til að tolla kókainviðskiptin í Hu- allagadalnum i austurhluta Perú þar sem fram- leiðsla og sala á fíkniefnum eru einn helsti at- vinnuvegurinn. Talið er að fíkniefnaræktendur og smyglarar láti byltingarsamtökin fá vopn og peninga gegn því að þau verndi ræktunarsvæðin. Ræktun kókarunna er víða í Perú eina tekjulind bænda. Bylting í anda Maós Skæruliðasamtökin Skínandi stígur berjast fyr- ir byltingu í anda Maós sem byrji á landsbyggð- inni og nái smátt og smátt til borganna. Þau létu fyrst til skarar skríða í kosningunum í mai 1980. Hryðjuverk samtakanna voru af ýmsum toga. Þau tóku af lífi embættismenn og unnu skemmdar- verk. Samtökin ollu miklum usla undir lok niunda áratugarins. Alberto Fujimoro forseti, sonur japanskra inn- flytjenda, sem var kjörinn 1990, gerði það að helsta Símamyndir Reuter markmiði sínu að brjóta skæruliða á bak aftur. í þeim tilgangi lokaði hann þinginu i apríl 1992, rak nær helming dómara í hæstarétti og greip til ein- ræðislegra aðgerða til að bæla niður starfsemi skæruliða og koma á efnahagsumbótum sínum. Tveimur árum eftir að Fujimoro var kjörinn forseti tókst yfirvöldum ekki bara að hafa hendur í hári leiðtoga Tubac Amaru heldur einnig leið- toga Skínandi stígs, Abimael Guzman. Handtaka Guzmans var áfall fyrir Skínandi stíg en samtökin hafa sótt í sig veðrið á þessu ári. Hafa þau staðið á bak við bílasprengjuárásir, morð og barist við öryggissveitir. Skæruliðar beggja byltingarhreyfínganna segja efnahagsumbætur forsetans engan árangur bera og heimta betra réttarkerfi. 30 þúsund fallið í átökum Yfir 30 þúsund manns, flestir óbreyttir borgar- ar, hafa fallið fyrir hendi hermanna og skæruliða frá því að átök skæruliða og lögreglu hófust í upphafi síðasta áratugar. Yfirvöld segjast hafa handtekið yfir 8 þúsund liðsmenn Tupac Amaru og Skínandi stígs á þessu tímabili. Á þessu ári segjast yfirvöld hafa handtekið rúmlega 1300 skæruliða. Að sögn lögreglunnar hefur barátta yfirvalda gegn fíkniefnasölu, sem skæruliðamir hagnast vel á, leitt til handtöku yfir 10 þúsund aðila það sem af er þessu ári. Alls hafa verið gerð upptæk 25 tonn af fíkniefnum. Reuter, AP \ n t 't 17J • tOÍ tlYKÍAlj ^JKENWOOD#. ^Matvinnsluvél 400 V\^ með ávaxta- og v** jé grænmetispressu j nlr &KENWOODÍ* -4*. Matvinnsluvél 400Wv** z* KENWOÖR^ Matvinnsluvél 500W3hk Kennslumyndband^^ á íslensku fylgir. * • 5KENWOODV *** Handþeytari *T fKENWOODi it^-HandþeytariJ standi# •» - -S. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.