Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 36
40
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 ! IV
Jólaundirbúningur í Fellahelli:
Emilíana, jólasveinar og
Krakkarnir í Fellahelli hafa ekki
látið sitt eftir liggja að undanfómu
við að undirbúa jólin og eyddu í
það heilli viku áður en jólaprófin
hófúst fyrir alvöru.
„Krakkarnir hafa ofsalega gam-
an af þessu, finnst okkur sem störf-
um í Fellahelli. Þeir hófu vikuna á
því að fondra jólakort sem þeir
skreyttu eftir kúnstarinnar reglum
og tóku síðan með sér heim. Þeir
ætluðu síðan að senda vinum og
vandamönnum kortin og gerðu
aukalega kort sem við sendum út
fyrir Fellahelli,“ segir Arna Krist-
jánsdóttir, starfsmaður Fellahellis,
sem ásamt öðrum starfsmönnum
skipulagði jólavikuna.
Krakkarnir tóku sig einnig til og
bökuðu piparkökur í vikunni við
mikinn fögnuð og var þátttaka
mjög góð. Þeir klæddu síöan félags-
miðstöðina í jólabúning með
skreytingum sem þeir bjuggu til
sjálfir að mestu leyti.
„Föstudagskvöldið var lokakvöld
hin hliðin
jólavikunnar
og var það
svokaUað
kósíkvöld.
Yfir eitt
hundrað
krakkar á
aldrinum
13-15 ára
mættu í
Fellahelli
og borð-
uðu pip-
arkök-
ur
sem
þeir
höfðu bakað sjálfir og drukku heitt
kakó. Það var mjög vel heppnað og
meira að segja komu jólasveinar í
heimsókn til þeirra. Þeir voru
mjög skemmtilegir og sungu fyr-
krakkana og gáfu þeim epli.
Krökkunum fannst sniðugt
að fá jólasveinana þótt þeir
séu í raun og veru vaxnir
upp úr því,“ segir Ama.
Lokahnykkur-
iim á kvöld-
inu var þegar
átrúnaðargoð
krakkanna,
Emilíana
Torrini, sté á
r svið og söng
nokkur lög.
Að sögn Ömu
tókst vikan
öll mjög vel
og var góður
endir á góðri
önn.
Gunnar Helgason sýnir á sár hina hliðina:
Már finnst leiðinlegast
að vinna mikið
Gunnar Helgason er flestum Islendingum að góðu
kunnur þar sem hann leikur um þessar mundir í Jóla-
dagatali Sjónvarpsins. Gunnar leikur auk þess í Birt-
ingi í Hafnarfjarðarleikhúsinu sem hefur fengið frá-
bæra dóma. Aðstandendum Birtings hefur veriö boðið á
leiklistarhátíðir í Litháen og Noregi á næsta ári. Gunn-
ar lauk nýverið við að leika í áramótaskaupinu auk
þess sem hann er rithöfundur.
?101 Reykjavík.
Hver útvarpsrásanna þykir þér best? Rás 1 og X-ið.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Þórhallur Guðmundsson
miðill og Valgerður Matthíasdóttir.
Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Jafnt á Stöð 1
og Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Logi Bergmann Eiðsson.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Fjörakráin.
Uppáhaldsfélag i íþróttum: Þróttur.
Stefnir þú að einhverju
sérstöku í framtíð-
inni? Að gera bíó-
mynd.
Hvað gerðir þú í
sumarfríinu?
Ég fór norður í
Þistilfjörð.
Fullt nafn: Gunnar Helgason.
Fæðingardagur og ár: 24.11.1965.
Maki: Björk Jakobsdóttir.
Böm: Ásgrímur, 3ja ára.
Bifreið: Izuzu Troober 1987.
Starf: Leikari, leikstjóri, aðstoðarleikhússtjóri Hafnar-
íjarðarleikhússins og rithöfundur.
Laxm: Milljónir á ári.
Áhugamál: Fótbolti, skíði og að keyra jeppann minn.
Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Já utan-
landsferð fyrir fimmtán árum með svindli.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila fót-
bolta með syni mínum og að fara í leikferðir til útlanda.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst leið-
inlegast að vinna mikið.
Uppáhaldsmatur: Toppönd með lyngsósu og piri-piri
kjúklingur.
Uppáhaldsdrykkur: Maltöl.
Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Bjarni
Þórðarson.
Uppáhaldstímarit: Ekkert.
Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Ég hef
ekki séð neina fallegri en Björk ennþá.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Tek
ekki afstöðu.
Hvaða persónu langar þig mest til
hitta? Woody Allen.
Uppáhaldsleikari: Jim Carey.
Uppáhaldsleikkona: Björk Jakobsdótt-
ir.
Uppáhaldssöngvari: Michael Jackson.
Uppáhaldsstjómmálamaður: Magnús
Kjartansson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Axel
í Tasmaníu skollanum.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Markaregn
og Kynlífsráðgjafinn.
Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga-
hús: Skólabrú. _ „ , .. ......
Hvaða bók langar þig mest að lesa-Gunnar Helgason er onnum kaf.nn le.kari og rithofundur.
Emilíana Torrini skemmti krökkunum í félagsmiðstöðinni síðasta kvöldið
fyrir jólaprófin.
Krakkarnir í Fellahelli létu sig ekki
muna um að baka piparkökur sem
þeir borðuðu af bestu lyst með heitu
kakói á kósíkvöldinu.
Unglingarnir voru ánægðir að fá
jólasveininn í heimsókn þótt þeir
séu hættir að trúa á hann. Þeir
græddu allavega epli.
Krakkarnir skemmtu sér mjög vel á
kósíkvöldinu en vikan fór í jólaund-
irbúning.