Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996
iviðtal
gera upp við sig. Það eru reyndar til
unglingar sem taka afstöðu tiltölu-
lega ungir en svo eru aðrir sem taka
afstöðu eldri. Þetta er hverjum og
einum í sjálfsvald sett því þetta er
einstaklingsákvörðun og það er
ekki þrýst á neinn.“
Skírnin yfirlýsincj
um afstöðu
Eru börn ykkar fermd eins og
gerist hjá þjóðkirkjunni?
„Nei, og það er vegna þess að
skímin er yflrlýsing um þá afstöðu
sem einstaklingurinn hefur tekið og
þarf ekki að staðfesta með fermingu
síðar meir. Menn mega ekki rugla
saman nafngjöf og skím. Börnin
okkar fá nöfn, jafnvel strax við fæð-
ingu, og því fylgir engin athöfh.
Skírnin hjá okkur fer svo fram þeg-
ar einstaklingurinn hefur nægjan-
lega þekkingu sjálfur, vit og löngun,
til þess að gera vígslu sína til Guðs
opinbera. Það segir sig því sjálft að
fólk er á öllum aldri þegar það
skirist.“
Ámi á sjálfur böm og hann segir
að allt umstangið sem fylgir jólum
fari að sjálfsögðu ekki fram hjá
börnum. „Þau sjá ljósaflóðið,
skreytingamar og alla umgjörðina
sem höfðar ekki síst til bama. Þá
kemur það í hlut okkar foreldranna
að upplýsa bömin okkar, kenna
þeim og vera með þeim og reyna að
vera mótvægi við allt það sem er að
gerast í kringum þau.
Böm eru alltaf börn og það kann
að vera að þetta taki á þau. En þeg-
ar hömin era upplýst um sannleik-
ann eins og hann er þá skilja þau
oft meira en við gerrnn okkur grein
fyrir. Við lítum líka svo á að það sé
engin ástæða til að gefa eftir varð-
andi trú okkar vegna þess hvað all-
ir aðrir gera. Þótt meginþorri
manna haldi jól breytir það ekki
þeirri staðreynd að jólin eiga sér
heiðinn uppmna."
Djúpstæður ágreiningur
Ekki er jólahald það eina sem ykk-
ur greinir á um við þjóðkirkjuna?
„Nei, sá ágreiningur er djúpstæð-
m- og það að við höldum ekki jól er
ekkert aðalatriði fyrir okkur þótt
það sé áberandi. Það er margt sem
greinir okkur frá þjóðkirkjunni og
kemst ekki allt fyrir i einu blaðavið-
tali. Eitt er t.d. þrenningarkenning-
in. Við trúum því að Guð sé Guð,
Jesús sé sonur Guðs og heilagur
andi starfskraftur Guðs. Kirkjan
kennir að Guð, Jesús kristur og heil-
agur andi séu þrjár persónur í ein-
um guði, allar jafnar að mætti og
valdi.“
„Við trúum því að Guð muni imj-
leiða ríki sem muni taka í taumana
hér á jörðinni, útrýma öllu óréttlæti
og endurreisa mannkynið til þess
fullkomleika sem það glataði forð-
um. Þetta mun gerast í mjög náinni
framtíð en um dag og stund vitum
við ekki. Þetta mun gerast þannig að
Guð mun sjálfur fyrir milligöngu
sonar síns, Krists, sem er konungur
þess ríkis sem við biðjum um í Fað-
irvorinu, taka í taumana hér á jörðu
og útrýma óréttlætinu. Þetta mun
með öðrum orðum ekki gerast með
mannlegri íhlutun heldur mun Guð
nota andlegt svið til að koma þessu
til leiðar."
Þetta þýðir væntanlega að það
mun eiga sér stað allsherjar hugar-
farsbreyting hjá fólki?
„Nei, ég er ekki að segja það. Sum-
ir munu taka við sannleika Biblí-
unnar og þrá það að búa við þau
skilyrði sem Guð setur hér á jörð-
inni og það sem býr í hjörtum þess-
ara manna er opið fyrir Guði. Svo
eru aðrir sem eru guðlausir og hafa
þannig hugsunarhátt að hann er til
þess eins að brjóta niður, skemma og
spilla og eyðileggja það jákvæða og
góða. Þessir einstaklingar munu
ekki breyta sér. Til þess að réttlætið
muni aftur blómstra verða þessir
einstaklingar að hverfa af jörðinni."
Allir fá tækifæri
Hverfa? Hvemig mun það gerast?
„Eins og segir í dæmisögunni um
sauðina og hafrana þá skipaði Hann
sauðina sér til annarrar handar til
eilífs lífs en höfrunum til hinnar til
eilífrar afmáunar. Þetta er mjög
hart en Guð sjálfur mun taka í
taumana fyrir milligöngu Jesú
Krists. En þetta er ekki óréttlát ráð-
stöfun að okkar áliti því allir menn
fá tækifæri til að taka afstöðu þvi
Guð notar Votta Jehóva um alla
jörðina til að prédika fagnaðarer-
indið um guðsríkið. Núna er þetta
starf unnið af 5,4 milljónum boð-
enda í yfir 200 löndum um heim all-
an. Árangurinn er sá að á síðasta
ári létu 360 þúsund manns skírast."
Sjáum við ekki einmitt þama
kominn hinn ljóslifandi vott sem er
í hugum margra íslendinga ágengur
einstaklingur sem bankar upp á hjá
fólki, er uppáþrengjandi og ágengur
og setur jafnvel fót milli stafs og
hurðar vilji viðkomandi ekki tala
við hann?“
Neikvæðar hugmyndir
„Ég hafði sjálfur þessa afstöðu til
vottanna og neikvæðar hugmyndir
almennt um trúarhópa. En þegar ég
kynntist þessu betur sá ég að þetta
vora ýkjusögur scm gengu á milli
manna. Hins vegar held ég að það
valdi oft misskilningi að fólk er
ekki nógu hreinskilið þegar vottur-
inn kemur í heimsókn. Viðkomandi
býður vottinum e.t.v. inn til sín og
þegar votturinn er að meta það
hvort hann eigi að koma aftur fær
hann ekki skýr svör. Viðkomandi á
erfitt með að segja nei og slíkt getur
valdið misskilningi."
Ég hef heyrt þess dæmi að Vottar
Jehóva séu harðari í afstöðu sinni
t.d. hvað varðar það að fyrirgefa,
þeir séu jafhvel tilbúnir að útskúfa
sínum nánustu fyrir hluti sem fyrir
þjóðkirkjumenn séu langt frá því að
gefa tilefni til slíks. Ég get nefnt
sem dæmi að dóttir sem yrði ófrisk
án þess að vera í hjónabandi þætti í
augum votts hafa gefið tilefni til út-
skúfunar úr fjölskyldu sinni.
Fyrirgefningin rík
„Fyrirgefningin er mjög rík hjá
okkur. Við erum öll ófullkomin og
e.t.v. gerum við okkur betur grein
fyrir þessum ófullkomleika vegna
þess að við eram alltaf að stilla okk-
ur upp til fullkomnunar í augum
Guðs. Verði mönnum á mistök,
hvort sem þau eru lítil eða stór, þá
er allt gert til að reyna að hjálpa
viðkomandi. Ef viðkomandi sér eft-
ir, iðrast, þá er fullkomin fyrirgefn-
ing til staðar.
Ef viðkomandi iðrast hins vegar
ekki þá komum við að hinu sem
gerir okkur öðravísi en aðra vegna
þess að við tökum á málum og það
getur verið sárt. Þá kann að vera
nauðsynlegt vegna hreinleika safn-
aðarins að grípa til þess að gera
hann rækan úr söfnuðinum. Ef
hann svo síðar meir er tilbúinn að
taka við hjálp standa honum allar
dyr opnar. Það eru þessi mál sem
þarf stundum að taka á í söfnuðin-
um og það er gert vegna þess að
Biblían gerir kröfu til okkar hvað
varðar kristilega breytni. Til að
vera Vottur Jehóva verðum við að
uppfylla þessar kröfur, við getum
ekki leyft okkur að hafa þær að
engu. Þetta er miklu virkara trú-
arsamfélag en stóru kirkjutrúar-
samfélögin og einstaklingurinn er
miklu virkari í starfi safnaðarins."
Dansa ekki með
Svo við endum í svipuðum dúr og
við byrjuðum: Þegar jólin ganga í
garð hjá meginþorra íslensku þjóðar-
innar nk. þriðjudagskvöld er þá bara
„venjulegt“ kvöld heima hjá þér?
„Nei, nei. Við vottar fáum þriggja
daga frí eins og aðrir. Fridaga notum
við eins og aðrir til að slappa af og
það getur vel verið að menn hafi eitt-
hvað annað í matinn en venjulega,
geri eitthvað skemmtilegt með fjöl-
skyldum sínum, en um eiginlegt jóla-
hald er ekki að ræða. Við gefum ekki
gjafir og dönsum ekki í kringum
jólatré."
Kemur ekki upp togstreita eða
ágreiningur innan þeirra fjölskyldna
þar sem sumir eru vottar en aðrir
ekki?
„Það er sennilega einstaklings-
bundið en við leggjum mikið upp úr
því að þar sem um trúarlega skiptar
fjölskyldur er að ræða taki menn til-
lit til skoðana annarra án þess að
gerast þátttakendur í jólahaldi
þeirra." -gk
Tígri í umferöinni er komin út!
50 vinningssögur úr ritgeröa-
samkeppninni Tígri í umferðinni
skrifaöar af krökkum á grunn-
skólaaldri um land allt.
Krakkar!
Læriö umferöarreglurnar
meö Tígra.
Verö aöeins
kr. 290
Bókin er fáanleg í eftirtöldum bókabúðum:
Bókabúðin Möppudýrið-Sunnuhlið 12-600 Akureyri-Bókaverslunin Edda-Hafnarstræti 100-600 Akureyri-Bókabúðin Heiðarvegi
9-900 Vestmannaeyjar-Bókabúöin Hlöðum v/Lagarfljótsbrú-701 Egilsstaði-Úlfarsfell-Hagamel 67-107 Reykjavík-Bókabúöin Veda-
Hamraborg 5-200 Kópavogur-Bókaverslunin Grima-Garðatorgi 3-210 Garðabæ-Bókabúö Böðvars-Reykjavikurvegi 64-220 Hafnarfirði-
Astund Austurveri-Háaleitisbraut 68-108 Reykjavík-Bókabúð Arbæjar-Hraunbæ 102-110 Reykjavik-Bókabúö Máls og menningar-
Laugavegi 18-101 Reykjavík-Bókabúð Máls og menningar-Síðurmúla 7-9-108 Reykjavík-Bókabúðin Grafarvogi-Hverafold 1-3 -112
Reykjavik-Bókabúðin Kilja-Háaleitisbraut 58-60-108 Reykjavik-Hugborg-Efstalandi 26-108 Reykjavík-Söluturninn Iðufelli-lðufelii
14-111 Reykjavík-Söluturninn Hölagarði-Hólagarði 2- 4-111 Reykjavik-Söluturninn Álfheimum-Álfheimum 2-104 Reykjavík-
Söluskálinn Grímsbæ-Efstalandi 26-108 Reykjavik-Nóatún Rofabæ-Rofabæ 39-110 Reykjavik
Otrúlegt en satt !
Ásvaldur Sigurðsson,
Neskaupstað:
„Fyrst notaði ég
Gymbody-tœkið
daglega í tvœr
vikur og síðan
einn og einn
stakan dageftir
það. Ég hefekki
verið einsgjóður í
baki og nu, í yfir
20 ár og er ekki
einusinni stífur í
bakinu á
morgnana."
Ema Jóhannsdóttir
Reykjavík:
„Gymbody-tœkið
mitt heldur niði
vöðvabólgu, sem
ég hefannars átt
vanda til að fá
Svo finn ég að ég
hefstyrkst heil-
mikið og verkir í
baki heyra sög
untii til. Mér
líður mun betur
Geir Harðarson,
Reykjavík:
„Ég hefverið að
ná upp fullum
styrk eftir slys,
sem ég lenti í og
Gymbody-tcekið
hefur hjálpað
mér ótrúlega
mikið. Árangur
minn hefur farið
fram úr mínum
björtustu
vonum."
OlWiíT
Vœgar bylg'ur eru sendar í vöövann
Sbmféifðiiw
Þegar bylgjurnar aukast spennist vöðvinn
Þegar bylgjurnar hœtta, slaknar á vöðvanum
Slendertone er vöðvaþjálfunartœki æm styrkir þig og grennir, án þess að þú þurfir að
œfa, Þú getur horft á sjónvarp, gengið úti með hundinn eða sinnt störfum þínum. Á meðan
senda tœkin þœgilegar rafbylgjur misdjúpt í vöðvana og láta þá taka á, hvort sem er iítið
eða mikið, allt eftir þínum óskum. Tœkin ganga fyrir rafhlöðum og öryggið er fullkomið.
Silicone-blöðkur sem endast og endast. Þú kemst í toppform með Siendertone!
Aðal
sóibaðsstofan
Þverholti 14 • Sími 561 8788 • Fax 561 8780
240
œfingar
á40rnrn.
Gymbody 8 er tæki sem sér um styrkingu og
fitubrennslu. 8 blöbkur. 40 mínútur gefa 240
æfingar. Einnig mjög gott viö vöðvabólgu,
libverkjum og fleira. Myndband fylgir og taska.