Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 _U"V" /r Unnur Jónasdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík: Uthlutun til fólks og góðar gjafir bárust „Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði við símhringingu. Eldri kona bað mig um aðstoð fyrir ein- stæða móður með fjögur böm sem átti í miklum erfiðleikum en gat sjálf ekki komiö sér að því að biðja um hjálp. Eftir morgunverð fór ég í morgunleikfimi til Hall- dóru Bjömsdóttm- sem er ómissandi á hverjum morgni. Þrjár nefhdarkonur Mæðrastyrks- nefndar hringdu og ræddu ýmis mál viðvíkjandi nefndinni. Vinn- an er ávallt skipulögð fyrirfram en flensan hefur sett strik í reikn- inginn i starfshaldinu.“ Þannig lýsir Unnur Jónasdótt- ir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík, annadegi í lífi sínu svona rétt fyrir jólin. Hún heldur áfram: Léttur hádegisverður „Eftir léttan hádegisverð, sem ég snæddi ásamt dóttursyni mín- um, sem býr hjá mér og er í próf- um í Háskóla íslands, fór ég í vinnuna hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og var mætt þar um klukkan eitt. Þá þegar vora mætt- ar nokkrar konur að biðja um að- stoð. Klukkan tvö er hinn hefð- bundni opnunartími. Þá höfðu myndast biðraðir og þannig hefur það verið á hverjum degi frá 9. desember," segir hún. Ljómandi hugmyndir „Starflð hófst við úthlutun á matarmiðum og matvörum og fleiru. Rétt fyrir klukkan þrjú mættu góðir gestir, stjómendur Samfélagsins í nærmynd. Þau vora með ýmsar skemmtilegar hugmyndir um fjáröflun tii styrkt- ar nefndinni sem mér leist ljóm- andi vel á. Úthlutun hélt áfram fram eftir degi. Góðar gjafir bár- ust sem voru vel þegnar og komu í góðar þarfir. Klukkan fjögur færðu indælar tvær konur nefndinni peninga- gjöf frá starfsmönnum innan- landsdeildar Úrvals-Útsýnar. Starfsfólkinu kom saman um að senda ekki jólakort til viðskipta- vina innanlands og erlendis. Andvirði þess, 75 þúsund, var gefið Mæðrastyrksnefndinni. Gleðifráttir Vinnan hélt svo áfram til klukk- an sex. Þá var skrifstofunni lok- að en síminn og dyrabjallan hringdu til klukkan sjö. Dags- verki hjá nefndinni var lokið um klukkan 7.30. Þá fór ég heim og matreiddi fljótlegan mat. Að því loknu horfði ég stutta stund á fréttir en þá hringdi síminn. Og símahringingarnar héldu áfram fram eftir kvöldi. Dóttir mín, sem býr í Ósló, var ein af þeim sem hringdu. Hún færði mér þær gleðifréttir að hún ásamt maka og dætrum kæmi í heimsókn um jólin. Klukkan 12.30 fór ég að sofa og svaf allt til morguns. -GHS Unnur Jónasdóttir er formaður Mæðrastyrksnefndarinnar f Reykjavík. Hún lýsir degi úr lífi sínu f jólaösinni á skrifstofu nefndarinnar. Þar er aðallega um að ræða úthlutanir á matarmiðum og matvörum auk þess sem góð- ar gjafir berast nefndinni fyrir jól- in. Þegar skrifstofa nefndarinnar er opnuð eftir hádegið er gjarnan löng röð við dyrnar því að margir þurfa aðstoð fyrir jólin. DV-mynd Pjetur Finnur þú fimm breytingar? 390 Mamma er nú nokkuð sterk af 68 ára gamalli konu að vera, finnst þér það ekki, Edwin? Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð áttugustu og áttundu getraun reyndust vera: Stefanía Bjömsdóttir Leifúr Eyjólfsson Fögruhlíð 5 Gauksrima 11 220 Hafnarfjörður 800 Selfóss Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur i ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 3.950, frá Bræðranum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1790. Annars vegar Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og hins vegar Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpent- er. Vinningamir verða sendir heim. Merkiö umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 390 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.