Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 12
leikhús LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 JjV Leikfálag Akureyrar tekur í notkun nýtt svið á næstunni: Leiksviðið er þríhyrningur DV, Akureyri:__________________________ „Viö fengum í hendumar í vor gífurlega gott leikrit sem við ákváð- um að taka til sýninga. Við nánari skoðun kom í ljós að þetta leikrit fer miklu betur á sviði sem er ekki hefðbundið í þeim skilningi sem svið og salur eru hefðbundin heldur þarf að haga rýminu meira í þágu verksins sjálfs. Við fórum að svipast um eftir húsnæði og í sem skemmstu máli sagt þá vannst þetta mjög hratt og svo lipurlega að það gafst aldrei ráðrúm til að láta sig dreyma drauminn um nýtt leiksvið, hann varð að veruleika áður en til þess kom,“ segir Trausti Ólafsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Jólaverkefni Leikfélags Akureyr- ar, sem að þessu sinni er leikritið „On the Open Road“ eða Undir ber- um himni, verður sýnt á „Renni- verkstæðinu" sem er nýtt leiksvið á Akureyri í einni af byggingum Gránufélagsins á Oddeyri. Þar standa nú yfir lokaframkvæmdir viö hið nýja leiksvið sem veldur straumhvörfum í leiklistinni í bæn- um. Sviðið er þríhyrningur „Þetta svið er afskaplega sígilt í raun og veru því fyrirmyndina að því má rekja allt aftur til forngríska leikhússins. Sígildara leikhús er því ekki hægt að fá þótt það virki að einhverju leyti nýstárlegt því hlutir af þessum toga hafa verið gerðir um allan heim á ýmsum tímum. Áhorfendur sitja ekki í hálíhring eins og í gríska leikhúsinu heldur á ská báðum megin við sviðið sem myndar þríhyrning fram í rýmið. Þeir sitja á pöllum sem hækka nokkuð bratt og er hugsað þannig að allir áhorfendur eigi að sjá leik- ara frá toppi til táar sem stendur uppréttur á þríhymingnum þar sem hann er breiðastur. Áhorfendur missa hvergi alveg af leikaranum en sjá hann mismikið eftir því hvar á sviðinu hann er,“ segir Trausti. Leiddir inn í leikinn Hann segir að um 140 manns muni komast fyrir á áhorfendapöll- unum í Renniverkstæðinu en áhorf- endarýmið sé í rauninni hluti af leikmyndinni og áhorfendur séu leiddir inn í leikinn. „Þetta leiksvið er mjög spennandi og gefur mjög mikla möguleika," segir Trausti. Leikritið „Undir berum himni“ eftir Steve Tesich í þýðingu Hall- gríms Helga Helgasonar gerist und- ir berum himni í borgarastyrjöld í ónefndu landi. Tveir vegamóðir göngumenn leita leiða til að bjarga lífi sínu við óblíðar aðstæður. Fyrir- heitna landið, þar sem frelsið ríkir, er áfangastaður þeirra en leiðin ekki greið. Göngumennina vega- móðu leika þeir Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson en í öðrum hlut- Nýja leiksviðið í „Renniverkstæði" Leikfélags Akureyrar. DV-mynd gk verkum eru Stefán Öm Arnarson, Aðalsteinn Bergdal og Eva Signý Berger. Leikstjóri er Eyvindur Er- lendsson, Magnús Pálsson gerir leikmynd, Hróðmar Ingi Sigur- bjömsson velur tónlist til flutnings og Jóhann Bjami Pálmason hannar lýsingu. erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Dlck Francls: Come To Grlef. 2. John Grlsham: The Runaway Jury. 3. Rob Grant: Backwards. 4. Danlelle Steel: [Rve Days In Parls. 5. Terry Pratchett: Maskerade. 6. Wilbur Smlth: The Seventh Scroll. !7. Catherlne Cookson: The Obsesslon. 8. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 9. Nick Hornby: Hlgh Fldellty. 10. Clive Cussler: Shockwave. Rit almenns eðlis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immediate Actlon. 3. Carl Giles: Glles 50th. 4. Gary Larson: Last Chapter and Worse. 5. Prlvate Eye: Best of Prlvate Eye Annual. 6. David Wlld: Frlends: The Book. 7. B. Watterson: There's Treasure Everywhere. 8. S. Nye & P. Dornan: A-Z of Bahavlng Badly. 9. S. Coogan & H. Normal: The Paul and Paullne Calf Book. 10. Fergal Keane: Letter to Danlel. Innbundnar skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Hogfather. 2. Maeve Blnchy: Evenlng Class. 3. Dlck Francls: To the Hllt. 4. James Herbert: ‘48. 5. Tom Clancy: Executlve Orders. Innbundln rit almenns eðlls: 1. R. Harrls, M. Lelgh & M. Leplne: True Anlmal Tales. 2. Darnon Hlll: My Champlonshlp Year. 3. Vlz Comlc: Vlz Volume 11: The Turtle’s Head. 4. Jack Charlton: Autoblography. 5. Kenny Dalgllsh: Dalglish: My Autoblography. (Byggt á The Sunday Times) 1 Lést tveimur dögum eftir níræðisafmælið Suður-afríski rithöfundurinn og umhverflsverndarsinninn Laurens van der Post lést um síðustu helgi, aðeins tveimur dögum eftir að hann varð níræður. Hann varð fyrstur hvítra Suður- Afríkumanna af hollenskum upp- runa, svokallaðra Afríkana, til að senda frá sér bók þar sem ráðist var gegn kynþáttamisréttinu í heimalandinu. Síðar varð hann heimskunnur fyrir ritstörf sín, bæði skáldsögur og fræðibækur. Sérstakra vinsælda nutu þó rit hans og heimildarkvikmynd um líf búskmanna í Kalaharíeyðimörk- inni. Ólst upp með innfæddum Van der Post var af ættum Hol- lendinga og húgenotta. Hann fædd- ist 13. desember árið 1906 á búgarði foreldra sína í Orange-fylki, sá þrettándi í röð fimmtán systkina. Faðir hans var bóndi og stjómmála- maður sem féll frá þegar drengur- inn var aðeins sjö ára gamall. Á æskuárunum hafði hann fyrst og fremst samneyti við innfædda. Hann var í reynd alinn upp af búsk- konu og svaf til dæmis alltaf utan dyra, jafnt sumar sem vetur, eins og búskmennirnir. Þannig kynntist hann náið lifnaðarháttum þeirra. Það átti eftir að móta hann sem ákafan talsmann umhverfisvemdar. Hann var sá eini systkina sinna sem ákvað að fara ekki í háskóla- nám. Þess í stað gerðist hann á unga aldri blaðamaður í Durban. Árið 1928 hélt hann til London og átti upp frá því lengst af heima á Umsjón Elías Snæland Jónsson Bretlandi, þótt hann færi oft til í heimsókn til Suður-Afríku og ferð- aðist reyndar víða um heimsbyggð- ina. Stríðsfangi Japana í London komst van der Post fljót- lega í kynni við hóp listamanna sem kenndur er við Bloomsbury-hverfið. Leiðtogar þess hóps, hjónin Leonard og Virginia Woolf, gátu út fyrstu skáldsögu hans, In a Province, árið 1934. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst gekk van der Post þegar í breska herinn. Hann gegndi fyrst herþjónustu í Eþíópíu og Mið- Austurlöndum, en var síðan send- ur til Jövu í Indónesíu. Þar var hann handtekinn af Japönum og sat í þrjú og hálft ár í fangabúðum þeirra við afar illan kost. Þegar hann slapp loks úr prís- undinni gerðist van der Post fúll- trúi Mountbatten lávarðar á Jövu. Vinfengi hans við Mountbatten entist alla ævi þess síðarnefnda og varð m.a. til þess að van der Post varð náinn vinur Karls Bretaprins og hafði að sögn meiri áhrif á hug- myndaheim ríkisarfans en nokkur maður annar. Hann var aðlaður árið 1981. Van der Post reyndi að skrifa eitt- hvað á hverjum einasta degi. Hann vaknaði yfirleitt um fimmleytið á morgnana en eyddi fyrsta klukku- tímanum eða svo í að rifja upp drauma sína og velta þeim fýrir sér. Skrá yfir ritverk hans er mikil að vöxtum en hann hlaut fyrst frægð fyrir bókina Venture to the Interior, sem er lýsing á leiðangri hans um eyðimerkur buskmannanna. Ára- tugum síðar gerði hann kunna út- tekt á þeim miklu breytingar sem orðið höfðu á heimkynnum búsk- manna í The Lost World of Kala- hari. Van der Post hélt góðri starfsorku allt fram á þetta ár og lauk við síð- ustu bók sína 88 ára að aldri. Sú nefnist The Admiral’s Baby og segir frá því þegar breski herinn hrakti Japani aftur frá Indónesíu. Metsölukiljur Bandaríkin i Skáldsögur: 1. Nlcholas Evans: i The Horse Whlsperer. 12. Jane Hamllton: The Book of Ruth. 3. Tonl Morrlson: Song of Solomon. 4. Robert Ludlum: The Cry of the Halldon. 5. James Patterson: Hlde and Seek. 6. Cllve Cussler: Shock Wave. 7. Johanna Llndsey: Love Me Forever. 8. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patient. 9. Amy Tan: The Hundred Secret Senses. 10. Mary Higgins Clark: Sllent Nlght. 11. Mlchael Crlchton: The Lost World. 12. Dean Koontz: Intenslty. 13. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 14. Davld Baldaccl: Absolute Power. : 15. Sandra Brown: Breakfast in Bed. Rit almenns eölis: 11. Mary Pipher: Revivlng Ophella. 2. Jonathan Harr: A Clvil Actlon. 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. Dava Sobel: Longttude. 5. Barbara Klngsolver: Hlgh Tlde ln Tucson. 6. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Civillzatlon. 7. B. Gates, Myhrvold & Rinearson: The Road Ahead. 8. MTV/Melcher Media: The Real World Dlarles. 9. Mary Karr: The Llar's Club. 10. Al Franken: Rush Limbaugh Is a Blg Fat Idlot. 11. Hlllary Rodham Cllnton: It Takes a Vlllage. 12. Betty J. Eadle & Curtis Taylor: Embraced by the Llght. 13. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 14. Jonathan Kozol: Amazlng Grace. 15. Thomas Moore: Care of the Soul. (Byggt á New York Times Book Review)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.