Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 /reíf/r Húsavíkurkirkja: Mikil aðsókn í sunnudagaskólann DV.Húsavík:________________________ „Frá því í lok október s.l. hafa um 1.500 manns sótt sunnudagaskólann og eru það ekki eingöngu börn held- ur hefur það aukist mikið að for- eldrar mæti með börnum sínum og jafnvel afar og ömmur og er sérstak- lega ánægjulegt að sjá það,“ segir Hafliði Jósteinsson, einn af rnnsjón- armönnum sunnudagaskólans á Húsavík en hann hefur jafnframt starfað við skólann sl. 20 ár. Að sögn Hafliða hefur mætingin í skólann í haust slegið öll fyrri að- sóknarmet, og hefur aðsóknin verið að aukast jafnt og þétt, þó svo að þetta sé á þeim tíma sem mest er af barnaefni á sjónvarpsstöðvunum. Blaðamaður DV brá sér í sunnu- dagaskóla í Húsavíkurkirkju sl. sunnudag, til að fylgjast með því starfl sem þar fer fram. Við kirkju- dymar stóðu böm í biðröð langt út á tröppur því að þegar þau mæta í sunnudagaskólann fá þau afhent myndablað sem er sett í sérstaka möppu og þau taka með sér heim og lita. Einnig fá þau lítinn límmiða sem er nokkurs konar kvittun fyrir því að hafa mætt í sunnudagaskól- ann, og er það mikið kappsmál hjá þeim að missa ekki úr neinn miða. Mikil breyting hefur átt sér stað á því sem fram fer í sunnudagaskól- anum síðustu áratugi. I dag byggist starfið mikið upp á söng og hreyfi- leikjum, og eru börnin virkir þátt- takendur í því. Ennfremur er brúðuleikhús á hverjum sunnudegi og vekur það mikla lukku meðal bamanna. Talsvert hefur verið um að fólk láti skíra böm sín í sunnudagaskól- unum og hafa verið skírð átta börn frá því að skólinn byrjaði í haust. í þessum sunnudagaskóla voru tvö börn skírð. Þegar blaðamaður leit inn vora bömin nýbyrjuð að æfa helgileik sem svo var sýndur sunnudaginn 15. desember sl. og að sögn Hafliða var ekki skortur á framboði á leik- urum í það verkefni, því færri komust að en vildu. Eftir áramót mun sunnudagaskól- inn svo flytjast í Dvalarheimili aldr- aðra á Húsavík, Miðhvamm, en síð- ast liðinn vetur fór starfið einnig fram þar að hluta til, og vakti það mikla ánægju meðal heimilisfólks á dvalarheimilinu, að fá að vera með börnunum og fylgjast með þeim. Auk sóknarprestsins, sr. Sighvats Karlssonar og Hafliða, þá taka Kristbjörg Jakobsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason þátt i starfi skólans og einnig Guðrún Aðalsteinsdóttir sem spilar á gítar og Valmar Valja- ots sem spilar á píanó, en hann er jafnframt organisti Húsavíkur- kirkju. -aga Sunnudagaskólinn á Húsavík hefur verið vel sóttur í haust. DV-mynd aga Amerísk jólatré grenilengjur og kransar. Greniilmur fyrir jólatré. Opi> frá 10-22 laugardag, sunnudag og fiorláksmessu. Opi> 10-14 a>fangadag GULLBORG Suðurlandsbraut 6, sími 588-1777 Þar sem arkitektamir versla er mikið úrval raftækja FAGOR ^ Þú getur treyst Fagor rin^nk m 1046 1000 sn. 13 þvottakerfi, 10 ára ábyrgð á belg. Tilboðsverð kr. 49.800 Neistinn frá Danmörku Mulinex Melesa Ufesa með blæstri og grilli, verð sem kemur á óvart Kæliskápar frákr 38.600 Ofnar og helluborð mikið úrval, verð frá kr. 48.600 _Jj frá kr. 85.980 Uppþvottavél tilboðsverð kr. C'J 12 manna 5 kerfa mjög hljóðlát Setjum metnað okkar í vönduð raftæki og fagiega þjónustu Djúpsteikingapottar Aseki | RONNING Borgartúni 24 Sími 562 4011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.