Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 JjV 22 sérstæð sakamál Enginn gat skilið hvers vegna Karl Hubmer var skyndilega orð- inn svona heilsutæpur. Að vísu var hann orðinn sextíu og átta ára, en hann hafði alltaf verið hress og at- hafnasamur. Síðasta hálfa árið sem hann lifði dró þó stöðugt af honum, og þegar komið var fram á árið 1966 dó hann skyndilega. Sveitabærinn og jörðin stóra sem hann hafði átt gengu til sonarins, sem hét líka Karl, og tengdadóttur- innar, Herthu. Nú, þrjátíu árum síðar, er ljóst hvað kostaði Karl Húbmer lífið. Honum var gefið rottueitur, en þar eð eitrið þótti vera of lengi að draga hann til dauða var brottfór hans úr þessum heimi flýtt. Plast- poka var brugðið yfir höfuð hans og hann kæfður. 30 árum síðar var sagan um morðið á Karl Húbmer árið 1966 loks sögð opinberlega fyrir saka- dómi í Pölten í Austurríki. Hún einkennist af græðgi, kaldri skipu- lagshyggju og örlagaríku hatri. Ljóst er að morðið hefði aldrei ver- ið upplýst hefði sonurinn, Karl Húbmer yngri, ekki ákveðið að fara til lögreglunnar og segja henni allt af létta. Um leið og hann skýrði frá löngu liðnum atburðum sagði hann löggæslumönnunum frá þvi að kona hans, Hertha, hefði farið fram á skilnað. Þessi gráðuga kona ætlaði sér nú að hirða allar eigur þeirra hjóna og skiija hann eftir allslausan. Karl Húbmer lét í ljós þá ósk að hann losnaði við alla refsingu fyrir að skýra frá því hver hefði myrt föður hans, en honum var gerð grein fyrir því að rannsóknarlög- reglumenn gætu ekki heitið honum slíku. Það mál yrði að koma til um- fjöllunar ákæruvaldsins. Fékk eftirþanka Það hlýtur að hafa ríkt heldur óvenjulegt andrúmsloft á sveita- bænum fljótlega eftir að Karl Húbmer yngri gekk að eiga Herthu áriö 1960 því skömmu síðar sagði hún vinum sínum frá því að hún hefði ekki gifst af því að hún elskaði Karl. Hún hefði aðeins gengið í hjónaband með honum Eif því að faðir hans ætti stóra og Hertha eftir dómsuppkvaðninguna. mikla jörð. Þessi sérstæða efnis- hyggja kom þó ekki í veg fyrir að Hertha fæddi manni sínum fimm börn á næstu árum. Tengdafaðir hennar, Karl eldri, sem hafði orðiö ekkjumaður árið 1953, hafði verið einmana eftir and- lát konu sinnar, en það átti sinn þátt í að fylla hann grunsemdum í garð þeirra sem honum fannst ekki koma hreint fram í einu og öllu. Og í þeim hópi var tengdadóttirin, sem honum fannst stjómast af græðgi. Hann ákvað því að breyta erfða- skrá sinni og láta ekkert af eignun- um ganga til sonar síns og tengda- dóttur, heldur til barna þeirra fimm. Karl Húbmer eldri gerði þó þá reginskyssu að segja Herthu frá þessari fyrirætlan sinni. Og þá þótti henni sem allt það sem hún hafði lagt á sig á liðnum árum til þess að geta tryggt sér góða afkomu og öryggi í ellinni hefði verið unn- ið fyrir gýg. „Jörðin hennar", eins og hún hafði svo oft nefnt landið Hertha Húbmer. annað til hugar. Og í raun var það rétt. Fólk hafði haft hið langdregna morð á Karl Húbmer fyrir augun- um án þess að gera sér nokkra grein fyrir þvi sem var að gerast. „Þetta er allt saman mikil hefnd og samantekin ráð. Það er samsæri mannsins míns og minnar eigin móður,“ sagði Herta í réttinum. Hún hélt þvi þar fram að hún hefði forðum staðið í stuttu ástar- sambandi við Karl eldri, og það væri ástæðan til þess að maður hennar vildi nú koma fram hefnd og losna við hana. „En það var maðurinn minn sem ruddi fóður sínum úr vegi,“ sagði hún. „Það var alls ekki ég.“ Lyktirnar En hafði Karl Húbmer dáið af eitri? Ljóst var aö málatilbúnaður- inn gegn Herthu væri ónýtur tæk- ist ekki að sanna það. Þvi var feng- in heimild til að grafa líkið upp. Réttarlæknar og vísindamenn voru kvaddir til, og brátt kom í ljós að í hinum jarðnesku leifum var greini- lega eitur, og það þó þrjátíu ár væru um liðin. Eitrið sem fannst var þalíumsúlfat, en það er notað gegn rottum. Herta Húbmer þótti ekki trú- verðug, og þegar niðurstaða réttar- læknanna og vísindamannanna lá fyrir þótti ekki neinn vafi á því leika að það sem á hana hafði ver- ið borið væri satt. Dómarinn dæmdi Herthu í fimmtán ára fangelsi og virtist hún taka því afar ilia, enda var nú ljóst að lífshlaup hennar tæki aðra stefnu en þá sem hún hafði markað þegar hún ákvaö að giftast. Hennar biðu nú ekki þau áhyggjulausu elli- ár sem hún hafði ætíð stefnt að. Karl yngri fann hvorki náö fyrir augum ákæruvaldsins fyrir að hafa upplýst að faðir hans hefði verið myrtur þremur áratugum áður né fyrir að vísa á morðingjann. Gefin var út ákæra á hendur honum fyr- ir afskiptaleysi meðan fóður hans var byrlað eitur og á örlagastundu og fyrir yfirhylmingu í öll þessi ár. Hann fékk tíu ára fangelsisdóm. Sveitabærinn var gott einbýlishús. ár, hvort verið geti að Karl yngri hafi fengið samviskubit, ef tU vill vegna þess að hann var kominn á efri ár, og það hafi rekið hann til þess að segja sögu sína. Hafi hann haft samviskubit þyk- ir það þó ekki hafa ráðið öllu um það. Hertha hafði farið fram á skilnað, en það hefði þýtt, að mati Karls, að hún hefði tekið til sín meginhluta eigna þeirra hjóna, ef ekki þær allar. Hvort sú skoðun var rétt skal þó látið ósagt, en vera má að Karl hafi talið þær koma í sinn hlut færi Hertha í fangelsi, ef til vill í langan tíma og létist þar hugsanlega. Þorpsbúa grunaði ekkert Enn á ný var um miklar eignir að tefla í Húbmers-fjölskyldunni, nú meiri en áður. Hertha hafði ætíð stundað búskapinn af dugn- aði, en hún hafði ekki látið þar við sitja. Af mikilli atorku hafði hún komið á fót flutningafyrirtæki, sem velti nú milljónum austurríska skildinga árlega. Og það hefði hún vafalaust ekki getað hefði hún ekki komið sér í sæmilegar álnir með því að giftast Karli yngra og tryggja sér að bærinn og jörðin rynnu til þeirra hjóna en ekki barna þeirra fimm. í sakadóminum í Pölten var sagt frá því í smáatriðum sem gerst hafði þrjátiu árum áður. Enginn í þorpinu við bæinn hafði haft minnstu hugmynd um að neitt grunsamlegt væri að gerast. Þó voru einkenni eitrunar mjög greinileg væri litið á Karl eldri. Hann var allt í einu orðinn stirður og átti erfitt með að hreyfa sig. Þá fór hann að missa hárið, og negl- umar duttu jafnvel af honum. Að auki kvartaði hann um verki fyrir hjarta. Orsökin var auðvitað eitrið sem tengdadóttirinn blandaði reglulega í matinn hans. Karl Húbmer ásamt réttarverði honum, og þar sönnuðust í raun á honum þau orð foður hans að hann væri hálfgerð mannleysa. Þegar faðirinn var að deyja í höndum Herthu hljóp Karl yngri á dyr. Ásökun um samsæri Fleiri hundruð manns flykktust að sakadóminum í Pölten þegar málið var tekið fyrir, því það hafði vakið mikla athygli. Hertha Húbmer sór að hún bæri alls ekki ábyrgð á dauða tengdaföður síns. „Hvernig hefði ég átt að geta gert honum nokkuð illt?“ spurði hún. „Samband okkar var svo gott.“ Hún hélt því fram að tengdafaðir sinn hefði dáið af hjartabilun, eftir langvarandi veikindi. Og enginn í grannþorpinu hafði látið sér koma Karl Hubmer eldri. sem bærinn stóð á, skyldi ekki fara í annarra hendur en hennar og manns hennar. Af hörðum ásetningi Hertha fylgdist með af ískaldri ró hvernig eitrið smávann á gamla manninum. En hann reyndist lífseigari en hún hafði reiknað með, og það gat ekki dregist lengi að hann gerði alvöru úr því að fara til lögfræðingsins síns til að breyta erfðaskránni. Og það mátti ekki gerast, hugsaði hún. Dag einn ákvað hún að tryggja hag sinn á afgerandi hátt. Hún brá plastpoka yfir höfuð Karls Húbmers eldri, og herti að. Hann var orðinn máttfarinn af eitrinu og gat ekki veitt næga mótspyrnu. Nokkrum augnablikum síðar var hann allur. Þetta gerðist 17. októ- ber 1966. Karl yngri stóð álengdar þegar Hertha batt enda á líf foður hans. Hann gerði ekkert til að bjarga Lausnin Um hríð íhugaði Hertha hvernig hún gæti tryggt hag sinn til fram- búðar, en lausn virtist ekki alveg í sjónmáli því tengdafaðirinn var ákveðinn í að ganga frá nýrri erfað- skrá. Nú voru góð ráð dýr, og skammur tími til stefnu. Og tíma- hrakið rak Herthu til skyndiaðgerða. Hún tók að blanda rottueitri í mat tengdafóð- urins. Hún lét smá- skammt af eitrinu í hverja einustu máltíð sem hún bar honum. Karl yngri vissi hvað var að gerast, en þagði þunnu hljóði við föður sinn. Og þá þögn hélt hann i þrjá áratugi, eða þar til hann sá sér hag í því að kæra konu sína fyrir morðið sem hún gekk til með ásetningi í hvert sinn sem hún bar mat á borð fyrir Karl eldri. Þeirrar spurningar var spurt eftir réttarhöldin í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.