Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996
fmæli
55
Tll hamingju
meðafmælið
22. desember
I--------------------------
95 ára
Guðbjörg J. Jónsdóttir,
| Hrafnistu í Reykjavík.
90 ára
-------------------------
Hjörleifur Sigurðsson,
Sogavegi 84, Reykjavík.
Vilborg Ólafsdóttir,
Álfheimum 68, Reykjavík.
85 ára
---------------——
Sveinn Kr. Guðmundsson,
Espigrund 7, Akranesi.
Ólöf Júlíusdóttir,
| Garðabraut 11, Akranesi.
80 ára
Guðríður Jónsdóttir,
Garðvangi,
Garði.
Hún mun taka
á móti gestum
að Urðarbraut
5, Garði, miUi
kl. 17.00 og
19.00.
75 ára
I---------------
Jóhannes G. Jóhannesson,
Laugarbrekku 13, Húsavík.
Svava Sigurðardóttir,
i Ásgerði 1, Reyðarfirði.
I Sigrlðnr Eyja Pétursdóttir,
I Eiríksgötu 21, Reykjavík.
70 ára
Þórey Daníelsdóttir,
Blöndubyggð 13, Blönduósi.
Björn Þór Pálsson,
Laufási 11, Egilsstöðum.
Gísli Þórðarson,
Vesturgötu 52, Reykjavík.
60 ára
Ragnhildur Þorsteinsdóttir,
j Úlfsstöðum I, Hálsahreppi.
IKatrín Sigurjónsdóttir,
Gilsárstekk I, Reykjavík.
Ingólfur H. Ámundason,
Þrastahrauni 8, Hafnarfirði.
Einar Kristjónsson,
Sandholti 24, Ólafsvík.
Ingólfur Ármannsson,
skóla- og menn-
ingarfulltrúi
Akureyrarbæj-
ar,
Vanabyggð 2B,
Akureyri.
Eiginkona hans
er Hrefna
Hjálmarsdóttir
| ari.
Tekið verður á móti gestum í
| Vaðlabergi, Hótel KEA, milli
I kl. 17.00 og 19.00, sunnudaginn
1 22.12..
50 ára
Steinunn Unnur Pálsdóttir,
Háteigi 6A, Keflavík.
Davíð Höskuldsson,
Birkigrund 12, Kópavogi.
Margrét Hallsdóttir,
Brávöllum, Glæsibæjarhreppi.
40 ára
Haukur Sigurbjörnsson,
Stillholti 11, Akranesi.
Kristín Björnsdóttir,
Safamýri 53, Reykjavík.
Guðbjartur Birkir Jónsson,
Austurvegi 15, ísafirði.
Guðrún S. Benediktsdóttir,
Austurbergi 16, Reykjavík.
Guðlaugur H. Friðjónsson,
Breiðvangi 9, Hafnarfirði.
Magnús Ming Magnússon,
frá Víetnam,
starfsmaður hjá Mjólkursam-
sölunni,
Laufengi 11, Reykjavík.
Margrét Ingólfsdóttir,
Norðurvangi 14, Hafnarfirði.
leikskólakenn-
Einar Bárðarson
Einar Bárðarson húsasmiður,
Skerjavöllum 8, Kirkjubæj-
arklaustri, verður sjötugur á morg-
un.
Starfsferill
Einar fæddist í Hraunbæ í Álfta-
veri en ólst upp í Hvolhreppi í Rang-
árvaflasýslu. Hann stundaði barna-
skólanám að Stórólfshvoli 1935-40,
stundaði nám við Smíðaskólann
Hólm í Landbroti frá 1946, við Iðn-
skólann á Selfossi 1948-49 og lauk
sveinsprófi í húsasmíði 1950 en
meistari hans var Valdemar Run-
ólfsson.
Einar hefur síðan stundað húsa-
smíðar i Reykjavík, á Sel-
fossi og á Kirkjubæjar-
klaustri.
Fjölskylda
Einar kvæntist 12.8.
1950 Rannveigu Eiríks-
dóttur, f. 5.10. 1931, hús-
móður. Hún er dóttir Ei-
ríks Skúlasonar og
Hildigunnar Magnúsdótt-
ur, bænda í Þykkvabæ í
Landbroti.
Börn Einars og Rannveigar eru
Bárður, f. 1950, húsasmiður 1 Nor-
egi, var fyrst kvæntur Klöfu Sæland
og eiga þau eitt barn, þá kvæntur
Berit Valle og eiga þau
eitt bam en nú kvæntur
Liv Mari og eiga þau eitt
barn; Eiríkur, f. 1952, vél-
tæknir í Reykjavík,
kvæntur Kristbjörgu Sig-
urfinnsdóttur og eiga þau
tvo syni og tvö barna-
börn; Kristín, f. 1953,
kennari i Reykjavík, gift
Hannesi Jóhannssyni og
eiga þau tvö börn; Gunn-
ar, f. 1954, kjötiðnaðar-
maður á Selfossi, kvænt-
ur Hjördísi Georgsdóttur og eiga
þau fjögur börn; Bjarni, f. 1956, vél-
stjóri í Reykjavík.
Systkini Einars eru Jónína Bárð-
ardóttir, f. 17.6. 1921, húsmóðir í
Reykjavík; Bergur Bárðarson, f.
24.2. 1924, húsamálari i Reykjavík;
Steinunn Jóna Bárðardóttir, f. 7.11.
1928, húsmóðir í Reykjavík; Sumar-
liði Bárðarson, f. 18.6. 1930, málari í
Reykjavík; Margrét Bárðardóttir, f.
28.5. 1932, kennari i Reykjavík; Ing-
ólfur Bárðarson, f. 20.8. 1934, kjöt-
iðnaðarmaður á Selfossi.
Foreldrar Einars voru Bárður
Bergsson, f. 1887, d. 1939, snikkari
og bóndi í Hraunbæ og síðar í Duf-
þaksholti, og k.h., Guðlaug Jóns-
dóttir, f. 1896, d. 1962, húsmóðir.
Einar verður heima á afmælis-
daginn og tekur með ánægju á móti
gestum.
Einar Bárðarson.
Einkaleyfi á nafninu
Útgáfa barmmerkja ensku knatt-
spyrnufélaganna er heill kapítuli
út af fyrir sig og ef tfl vill er
Manchester United stórtækast í því
sambandi.
Félagið sjálft hefur einkaleyfi á
að nota nafnið Manchester United.
Það gefur út merki félagsins í ýms-
um útgáfum við ýmis tækifæri og
eru þau orðin um 150 talsins að
minnsta kosti. Dæmi eru um að
einkaaðilar gefi út merki félagsins
í leyfisleysi og þá hefur oftar en
einu sinni komið til þess að félagið
hefur látið innkalla slík merki.
Stuðningsmannaklúbbar félags-
ins víðs vegar á Bretlandseyjum og
víða um lönd, sem skipta hundruð-
um, hafa hins .vegar fengið leyfi til
að gefa út sín eigin merki og það
var einmitt það sem Ármanni datt
í hug að gera. í stuðningsmanna-
klúbbi Manchester United á íslandi
eru um 800 félagar. Aðsetur klúbbs-
ins er í Reykjavík en aðeins er
leyföur einn stuðningsmanna-
klúbbur í hverju landi utan Bret-
landseyja.
Manchesterveikin
á Byggðaveginum
„Það er best að vísa þér beint inn
í það heilagasta," sagði Ármann
Kolbeinsson, 29 ára gamall Akur-
eyringur og aðdáandi enska knatt-
spyrnuliðsins Manchester United,
þegar DV leit inn hjá honum í vik-
unni.
Það „heilagasta" á heimfli hans
er herbergið þar sem hann safnar
saman merkjum sínum, mynd-
bandsspólum, bæklingum og fleiru
sem tengist United-liðinu. Ármann
segir marga vera verr haldna af
hinni svokölluðu „fótboltaveiki" en
hann og hans aðaláhugamál varð-
andi uppáhaldslið sitt, Manchester
United, sé að safna barmmerkjum
félagsins sem eru til í mismunandi
útgáfum í hundraðatali.
„Ég byrjaði þessa söfnun árið
1992 og langaði að eignast merki
allra ensku knattspymuliðanna.
Ég gekk þá í samtökin „Accoci-
ation of Football Badge Collectors"
til að hafa betri aðgang að þessum
merkjum, fá fréttabréf samtakanna
sent reglulega og komast þannig í
samband við aðra safnara. Ég
komst fljótlega yfir öll merki ensku
liðanna og fór þá að einbeita mér
að söfnun á merkjum Manchester
United," segir Ármann.
Ármann í „því heilagasta" á heimili sínu, umvafinn merkjum íþróttafélaga þar sem merki Manchester Unitet eru í
miklum meirihluta. DV-mynd gk
Manchester United
Akureyri
„Ég ákvað í september á síðasta
ári að búa til íslenskt merki félags-
ins. Ég talaði við forráðamenn
stuðningsmannaklúbbsins í Reykja-
vík en þeir hafa sennilega misskilið
mig eitthvað og tóku erindi mínu
fremur fálega. Ég fékk þá leyfi
þeirra til að láta framleiða
„Manchester United - Akureyri"
merki. Þegar það var gert kom af
sjálfu sér að láta útbúa merki stuðn-
ingsmannaklúbbsins á íslandi með
áletruninni „Manchester United ís-
land“.
Það er greinilegt að þessi merkja-
söfnun er mikið áhugamál hjá Ár-
manni. Hann segist eyða miklum
tíma í bréfaskriftir til merkjasafn-
ara úti um allan heim og hafi til
dæmis sent um 150 bréf til þeirra á
þessu ári. Allt snýst þetta um að
komast yfir sem flestar tegundir
merkja Manchester United, bæði
frá félaginu sjálfu, frá stuðnings-
mannaklúbbunum í Bretlandi og
líka frá öðrum löndum. Ármann á
merki víðs vegar að úr heiminum,
svo sem frá Rúmeníu, Ítalíu, Möltu
og jafnvel Argentínu. Þessi merki
eru áberandi í safni Ármanns sem í
eru mörg hundruð merki og hann
hefur einnig hafið söfnun á merkj-
um íslenskra knattspyrnufélaga og
samtaka.
Eins og í himnaríki
„Ég hef einu sinni komið á
heimavöll Manchester Unitet, Old
Trafford. Það var núna í haust en
ég sá liðið auðvitað þegar það kom
til Akureyrar árið 1982. Að koma á
Old Trafford var eins og að koma
til himnaríkis, ég lýsi því ekki
öðruvísi," segir Ármann.
Við ræddum litið við hann um ,
knattspyrnu en undirritaður gat
þó ekki stillt sig um að spyrja Ár-
mann að því í lokin hvers vegna
liðið hans væri að tapa titlinum i
ensku knattspyrnunni til Arsenal.
„Við skulum sjá til í vor þegar
upp verður staðið. Liðum sem eru
í Evrópukeppni gengur oft illa i
framan af keppnistímabilinu en i
við sjáum til,“ sagði Ármann.
-gk :l
DV. Akureyri: