Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Side 18
18 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 _U"V" /r Unnur Jónasdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík: Uthlutun til fólks og góðar gjafir bárust „Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði við símhringingu. Eldri kona bað mig um aðstoð fyrir ein- stæða móður með fjögur böm sem átti í miklum erfiðleikum en gat sjálf ekki komiö sér að því að biðja um hjálp. Eftir morgunverð fór ég í morgunleikfimi til Hall- dóru Bjömsdóttm- sem er ómissandi á hverjum morgni. Þrjár nefhdarkonur Mæðrastyrks- nefndar hringdu og ræddu ýmis mál viðvíkjandi nefndinni. Vinn- an er ávallt skipulögð fyrirfram en flensan hefur sett strik í reikn- inginn i starfshaldinu.“ Þannig lýsir Unnur Jónasdótt- ir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík, annadegi í lífi sínu svona rétt fyrir jólin. Hún heldur áfram: Léttur hádegisverður „Eftir léttan hádegisverð, sem ég snæddi ásamt dóttursyni mín- um, sem býr hjá mér og er í próf- um í Háskóla íslands, fór ég í vinnuna hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og var mætt þar um klukkan eitt. Þá þegar vora mætt- ar nokkrar konur að biðja um að- stoð. Klukkan tvö er hinn hefð- bundni opnunartími. Þá höfðu myndast biðraðir og þannig hefur það verið á hverjum degi frá 9. desember," segir hún. Ljómandi hugmyndir „Starflð hófst við úthlutun á matarmiðum og matvörum og fleiru. Rétt fyrir klukkan þrjú mættu góðir gestir, stjómendur Samfélagsins í nærmynd. Þau vora með ýmsar skemmtilegar hugmyndir um fjáröflun tii styrkt- ar nefndinni sem mér leist ljóm- andi vel á. Úthlutun hélt áfram fram eftir degi. Góðar gjafir bár- ust sem voru vel þegnar og komu í góðar þarfir. Klukkan fjögur færðu indælar tvær konur nefndinni peninga- gjöf frá starfsmönnum innan- landsdeildar Úrvals-Útsýnar. Starfsfólkinu kom saman um að senda ekki jólakort til viðskipta- vina innanlands og erlendis. Andvirði þess, 75 þúsund, var gefið Mæðrastyrksnefndinni. Gleðifráttir Vinnan hélt svo áfram til klukk- an sex. Þá var skrifstofunni lok- að en síminn og dyrabjallan hringdu til klukkan sjö. Dags- verki hjá nefndinni var lokið um klukkan 7.30. Þá fór ég heim og matreiddi fljótlegan mat. Að því loknu horfði ég stutta stund á fréttir en þá hringdi síminn. Og símahringingarnar héldu áfram fram eftir kvöldi. Dóttir mín, sem býr í Ósló, var ein af þeim sem hringdu. Hún færði mér þær gleðifréttir að hún ásamt maka og dætrum kæmi í heimsókn um jólin. Klukkan 12.30 fór ég að sofa og svaf allt til morguns. -GHS Unnur Jónasdóttir er formaður Mæðrastyrksnefndarinnar f Reykjavík. Hún lýsir degi úr lífi sínu f jólaösinni á skrifstofu nefndarinnar. Þar er aðallega um að ræða úthlutanir á matarmiðum og matvörum auk þess sem góð- ar gjafir berast nefndinni fyrir jól- in. Þegar skrifstofa nefndarinnar er opnuð eftir hádegið er gjarnan löng röð við dyrnar því að margir þurfa aðstoð fyrir jólin. DV-mynd Pjetur Finnur þú fimm breytingar? 390 Mamma er nú nokkuð sterk af 68 ára gamalli konu að vera, finnst þér það ekki, Edwin? Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð áttugustu og áttundu getraun reyndust vera: Stefanía Bjömsdóttir Leifúr Eyjólfsson Fögruhlíð 5 Gauksrima 11 220 Hafnarfjörður 800 Selfóss Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur i ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 3.950, frá Bræðranum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1790. Annars vegar Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og hins vegar Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpent- er. Vinningamir verða sendir heim. Merkiö umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 390 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.