Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 Stuttar fréttir Tugir farast í jarðskjálfta Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið í tveimur jarð- skjálftum í norðausturhluta írans í gær. Samþykkja kosningar Búlgarar fognuðu í gær ákvörðun sósíalista um að efna til þingkosninga í apríl. Starfsmenn SÞ myrtir Fjórir starfsmenn Samein- uðu þjóðanna voru myrtir í fyr- irsát í Rúanda í gær. Indverjar bjartsýnir Indversk dagblöð sjá fram á betri samskipti við Pakistan í kjölfar kosningasigurs Nawaz Sharifs. Gagnrýnir há laun Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, gagnrýnir há laun í stofnunum Evrópu- bandalags- ins. Segir Persson þau skaða trúverðug- leika stofn- anánna. Sænskir starfsmenn bandalags- ins fá miklu hærri nettólaun en sænskir þingmenn og jafnvel forsætis- ráðherrann sjálfur. Sakaður um morð Dublinbúi var í gær sakaður um morðið á írska rannsóknar- blaðamanninum Veronicu Guerin sem var skotin til bana í júní síðastliðnum. Hungursneyö yfirvofandi Alþjóða Rauði krossinn býst við hungursneyð í N-Kóreu í lok ársins berist ekki hjálp þangað í tæka tíð. Áhersla á menntamál Bill Clinton Bandaríkjafor- seti sagði í stefnuræðu í gær að leggja þyrfti áherslu á mennta- kerfið. Allir líffæragjafar Brasilíustjórn samþykkti í gær lög sem gera alla Brasilíu- menn að mögulegum liffæra- gjöfum. Reuter Subaru Legacy Station ’95, hvítur, 2000 cc, beinskiptur, ek. 18 þús. km. VW Polo '97,1400 cc, Ijósblár, 3d„ ek. 8 þús. km. Dodge Stratus ’95, vínrauður, ek. 75 þús. km, ssk., 5d„ 2400 cc. Toyota Corolla 1300 XLi ’95, rauður, 5d„ ek. 76 þús. km. Izuzu Double Cab '92, hvftur, plast- hús, ek. 120 þús. km, vskþíll. Mazda 323 Doch turbo 4WD, svartur, ek. 79 þús. km, álfelgur, spoiler o.fl. Fisléttir sölubílar Lauflétt afgreiðsla BORGARTÚNI 1b Sími 552 9000 Útlönd DV Björgunarmenn taka lík ísraelskra hermanna úr braki þyrlnanna tveggja sem fórust á leiö til Líbanon í gærdag. Enginn komst lifs af úr slysinu en alls týndu 73 hermenn lífi. Simamynd Reuter Tvær herþyrlur ísraela rákust á í lofti og hröpuðu til jarðar: 73 israelskir urvalsher- menn fórust í slysinu Tvær ísraelskar herþyrlur á leið til Líbanons rákust á í lofti um fimmleytið í gærdag og hröpuðu til jarðar. Allir um borð, 73, þar á með- al þungvopnaðir úrvalsdeilarher- menn og 13 yfirmenn, fórust í slys- inu. Miklar sprengingar urðu við áreksturinn en mikið var af vopn- um um borð. Ekki er vitað af hverju þyrlurnar, sem voru af Sikorsky gerð, rákust á en slæmt veður var á þessum slóðum. Þó hefur verið úti- lokað aö um hryðjuverk eða árás hafi verið að ræða. Ekki var vitað um neinar bilanir fyrir flugtak. Brak úr þyrlunum dreifðist um eins kílómetra stórt svæði en þær hröpuðu í landbúnaðarhéraði. Sjúkrahús næst slysstaðnum bjuggu sig strax undir að taka á móti særð- um hermönnum en enginn kom. Björgunarmenn heyrðu máttlaus hróp eftir hjálp úr braki þyrlnanna en þegar að var komið reyndist ekk- ert lífsmark meðal fórnarlambanna. Varnarmálaráðherra ísraels hef- ur skipað nefnd til að rannsaka slysið en það er versta slys sem orð- ið hefur í sögu ísraelshers. Israelsk- ir stjórnmálamenn voru miður sín vegna slyssins og þjóðhöfðingjar margra landa sendu samúðarkveðj- ur. Þyrlurnar voru á leið til 15 km breiðs hemámssvæðis í Suður- Lí- banon sem ísrelar rýmdu 1985 í að- gerðum gegn skæruliðum. Slysið vakti á ný upp spurningar um að- gerðir ísraela í Líbanon. Simon Per- es, formaður Verkamannaflokksins, sagði að harmleikurinn í Líbanon yrði að taka enda. Ritskoðarar hersins reyndu að halda fréttum af slysinu leyndum fyrstu tvo tímana eftir að það átti sér stað svo hægt væri að gera fjöl- skyldum fórnarlambanna viðvart áður en fréttir birtust af því í fjöl- miðlum. En vegna umfangs þess og gríðarlegra sprenginganna reyndist ógerningur að hamla gegn fréttaflæðinu. Reuter Jagland missir þriðja ráðherrann Anne Holt, dómsmálaráðherra Noregs, sagði af sér embætti í gær vegna heilsubrests. Er hún þriðji ráðherrann sem lætur af emhætti frá því að minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins var mynduð fyrir rúmum þremur mánuðum. Holt, sem er 37 ára lögfræðingur og vinsæll reyfarahöfundur, hefur verið frá vinnu í nokkrar vikur vegna blóðleysis. Skyndileg afsögn hennar er mikið áfall fyrir Thorbjorn Jagland, for- sætisráðherra Noregs, en kosningar verða í Noregi í september næst- komandi. „Ég hafði hlakkað til að fá að njóta hæfileika þessarar stórbrotnu persónu í ríkisstjóminni. En heils- an kemur í fyrsta sæti,“ sagði for- sætisráðherrann er hann tilkynnti um afsögn dómsmálaráðherrans. Við embættinu tekur Gerd-Liv Valla sem er 48 ára. Hún er varafor- maður bandalags opinberra starfs- manna í Noregi. í nóvember síðastliðnum sagði Terje Rod-Larsen af sér embætti ráðherra skipulagsmála vegna ásak- ana um skattsvik. Holt og Rod-Larsen voru bæði persónulegir vinir Jaglands. Þar sem mikið þykir til þeirra koma var búist við að þau myndu setja sterk- an og ferskan svip á nýju ríkis- stjómina. Grete Faremo sagði af sér emb- ætti orkumála í desember vegna hneykslis innan norsku leyniþjón- ustunnar. Reuter Saddam í sjónvarpi með eiginkonunni íraska sjónvarpið sýndi i gær myndir af Saddam Hussein íraks- forseta og eiginkonu hans Sajidu þar sem þau tóku á móti kvenfé- lagskonum er óskuðu syni for- setahjónanna, Uday, góðs bata. Háttsettir aðilar innan Banda- ríkjahers hafa haldið því fram að Saddam forseti hafi sett eigin- konu sína í stofufangelsi. Vitnuðu Bandaríkjamennimir í áreiðan- legar heimildir í írak. Uday sat í hjólastól á sjúkra- húsinu er kvenfélagskonumar komu til að heimsækja harrn og foreldra hans. Bandarikjamenn- irnir höfðu einnig sagt hættu á að Uday kynni að missa fót vegna dreps. Reuter Umferðarlögregla í Belgrad handtók tvö ungmenni í kjölfar árásar á fransk- an bílstjóra. Simamynd Reuter Milosevic lætur undan kröfum Slobodan Milosevic Serbíuforseti kúventi i gær og kvaðst hafa skrifað forsætisráðherra landsins bréf þar sem hann fór fram á að þingið virti úrslit sveitarstjórnarkosninganna frá því í nóvember síðastliðnum. Stjórnarandstæðingar ætla að halda mótmælum áfram þar til allar kröf- ur þeirra hafa verið uppfylltar. Þeir vilja að kosningasigur þeirra í 14 sveitarfélögum verði viður- kenndur, þar á meðal í Belgrad, þeir krefjast ffjálsra fjölmiðla og að þeir sem bera ábyrgð á ofheldi lögregl- unriar verði ákærðir. Áttatíu þúsund mótmælendur, sem gengu um götur Belgrad í gær, fógnuöu ákaft er þeir heyrðu boð- skap forsetans. Er óeirðalögregla hafði yfirgefið götur miðborgarinn- ar þóttust nokkur drukkin ung- menni gegna hlutverki lögreglunn- ar og stöðvuðu bíla, þar á meðal bíl fransks sendiráðsstarfsmanns. Réð- ust ungmennin á bílstjórann og börðu hann. Þau hættu barsmíðun- um þegar einhver skaut viðvörun- arskoti upp í loftið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.