Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1997 15 Misþroska ávextir Við eram öll alin upp við að landið okkar og bókmenntirnar geymi framþekkingu Norður-Evr- ópu. Hingað koma bæði fræði- menn og ferðamenn til að fletta bókum eða ganga um landið enda lítur það út eins og upphaf heims- ins. Eða endir hans. Ef maður veit ekki betur. Átakanlegar afleiðingar Og þá eram við einmitt komin að þeirri spurningu sem brennur á vörum okkar flestra. Sérstaklega þeirra sem era endanlega komnir úr skólanum. Spumingin er: Er æska landsins að verða vitlaus? Þar stendur hundurinn í kúnni. Nú er nefhilega komið í Ijós að bömin í landinu læra meira en helmingi minna en til dæmis jafn- aldrar þeirra í Singapúr eða jafn- vel Japan. Þau eru til að mynda aðeins með hálft vit í stærðfræði. Að vísu virðast þau læra hraðar ef kynin era sett í mismunandi skólastofur. En þegar íslensku nemendumir era til dæmis búnir að læra fyrstu fimm tölustafina eru hinir krakkarnir búnir að læra hundrað. Og geta líka deilt og margfaldað. Ef út í það er farið. Þegar japönsk ungmenni byrja síðan í háskóla eru íslenskir jafn- aldrar þeirra með þekkingu níu ára bams. En þau gera sér náttúr- lega enga grein fyrir því. Afleið- ingamar era átakanlegar: íslensk- ir unglingar verða að misþroska ávöxtum. Gamla góöa brjóstvitið Misþroski er eins og við vitum mjög erfiður viðureignar þegar til lengri tíma er litið. Sumir era í meðferð allt lífið á enda í þeirri von að geta kannski einhvern tímann verið með á nótunum. Verið hér og nú. í staðinn fyrir að standa eins og álfar út úr hól og hugsa bara sitt. Við lifúm líka á hinum svokallaða eyjatima og höfum heldur ekki þurft að ganga eftir ann- arra klukku í lang- an tíma. Við erum lika svo sérstök. Enda höfum við _____ þetta allt hérna. Svart á hvítu og allt í lit. Vitum betur án þess að vita kannski nokkurn skapaðan hlut um hlut- inn. Það er vegna þess að við „Þegar japönsk ungmenni byrja síöan í háskóla eru íslenskir jafnaldrar þeirra meö þekkingu níu ára barns,“ seg- ir Haraldur m.a. í greininni. erum með ákaflega stórt brjóst. Innan í því rúmast svo að segja öll þekking heimsins. Gamla góða brjóstvitið. Það „Gamla góöa brjóstvitiö. Það hefur ekki brugöist okkur til þessa. Við þurfum ekki að læra betur vegna þess að við vitum þegar betur. „Þetta er bara mín skoðun,u er algengt tilsvar og niðurstaða í umræðum. Án þess að nokkur skoðun hafi átt sér stað.u hefur ekki brugðist okkur til þessa. Við þurfum ekki að læra betur vegna þess að við vitum þegar betur. „Þetta er bara mín skoðun," er algengt tilsvar og niður- staða í umræðum. Án þess að nokkur skoðun hafi átt sér stað. Kviknakin staðreynd Hinar svokölluðu ritdeilur era gott dæmi, þó þær hljóti yfirleitt hægan vöggudauða. Það er eins og gamla góða bókmennta- og víga- þjóðin kunni ekki þá merkilegu íþrótt að berjast á hinum rómaða ritvelli. Allt fer í kött og hund Kjallarinn Haraldur Jónsson myndlistarmaöur sem hendi væri veifað og umræðan er runn- in út í sandinn áður en hún er hafin. Þessi staðreynd hefur aldrei verið eins kviknakin og einmitt núna. Rosalegast í öllu þessu óráði er samt að ég sjálfur veit ekki lengur hvers ég fór á mis í barnaskólanum á sínum tíma. Ég veit ekki hvað ég veit ekki. Frekar en þið hin. En það getur ekki skipt sköpum úr þessu. Haraldur Jónsson Notar barnið þitt alltaf bílbelti?-En þú? Það er staðreynd að alltof mörg böm slasast í uinferðinni ár hvert. Mörg þeirra nota hvorki bílbelti né emnan viðurkenndan öryggis- búnað í bílum. Samkvæmt bráðabirgðaskrán- ingu Umferðarráðs fyrstu 10 mán- uði ársins 1996 kemur í ljós að af þeim 147 bömum sem slösuðust í umferðarslysum voru 66 í bílum. 41 bam var 6 ára og yngra og í þeim aldurshópi slösuðust 25 böm í bílum. í eldri hópnum, þ.e. frá 7-14 ára, slösuð- ust 106 böm í um- ferðinni, þar af 41 í bílum. Af öllum þessum börnum slösuðust 9 mikið en 57 böm hlutu minni háttar áverka. Spennum bíl- belti og sjáum um að börn- in geri það einnig Ef bílbeltanotkun þeirra sem slösuðust er skoðuð nánar kemur í ljós að stærsti hópurinn sem ekki notar bílbelti era 13 og 14 ára böm. Meðal þeirra er og að finna þau börn sem slösuðust mest. í könnun sem fram fór víða um land í kjölfar átaks um öryggi bama í bílum sem Umferðarráð, Slysavamafélag íslands og „Betri borg fyrir böm“ (samstarfsverk- efni Reykjavíkurborgar og Slysa- vamafélags íslands) efhdu til á síðasta ári kom í ljós aö 28% leik- skólabarna notuðu ekki viðeig- andi öryggisbúnað. Böm sem era farþegar í bilum og lenda í umferðarslysum sleppa yfirleitt mjög vel ef þau eru spennt í bílbelti eða annan viðurkenndan öryggisbúnað. Laus böm í bíl era aftur á móti í stöðugri lífshættu. Bam í bíl sem er snögghemlað eða lendir í árekstri getur hlotið mjög alvarlega áverka og jafnvel kastast út um bílglugga. Krafturinn við árekstur á t.d. 50 km hraða er sá sami og við að detta ofan af fjórðu hæð í húsi. Eng- inn setur bam sitt vilj- andi í þá aðstöðu að vega salt í slíkri hæð - ekki einu sinni í nokk- ur sekúndubrot. Ábyrgð foreldra Öll börn eiga að sitja vel varin í bíl - alltaf. Þetta er ein af grandvallarreglum í góðu bamauppeldi og sjálfsögð réttindi barnsins. Foreldrar bera ábyrgð á að böm noti þann öryggisbúnað sem hentar hverju sinni. Þeir bera einnig ábyrgð á að öryggisbúnað- urinn sé rétt festur í bílinn og bamið rétt fest í hann. Öryggisbúnaöur fyrir börn í dag er á markaði hér á landi mjög góður öryggisbúnaður sem hentar bömum á öllum aldri. Þeg- ar bamabílstóll er keyptur er mið- að við þyngd bams en ekki aldur. Yngstu bömin nota ungbamabíl- stóla. Þeir eiga alltaf að snúa baki í akst- ursstefnu. Eftir því sem bamið þyngist taka við stærri stólar sem annað hvort snúa með bak í aksturs- stefnu eða fram í aft- ursæti. Bílpúði er svo heppileg lausn þegar bamið er vax- ið upp úr bamabíl- stólnum en er ennþá of lítið til að nota eingöngu bílbelti. Aldrei má hafa bam í framsæti bils með loftpúða. Markmiðið er að all- ir í bílum spenni bíl- belti - sértaklega böm. Með það í huga ætla Umferð- arráð, Slysavamafélag íslands og „Betri borg fyrir böm“ að efna aft- ur til átaks um öryggi bama í bíl- um. Til að átaksvikan skili sem mestum árangri vonumst við til að eiga gott samstarf við foreldra og böm og alla aðra sem láta sig varða velferð og öryggi bama. María Finnsdóttir „Börn sem eru farþegar í bílum og lenda í umferðarslysum sleppa yfi irieitt mjög vel ef þau eru spennt í bílbelti eða annan viðurkenndan öryggisbúnað. Laus börn í bíl eru aftur á móti í stöðugri lífshættu. “ Kjallarinn María Finnsdóttir leikskólafulltrúi hjá Um- feröarráöi 1 Með oj á móti Skattatillögur SUS Réttlæti „Núverandi tekjuskattskerfi er þannig að við teljum það ekki duga að vera með einhverjar smálagfæringar á því. Alveg frá árinu 1988 hafa menn verið með ýmiss konar lagfær- ingar á því með afleiðing- um sem allir þekkja. Menn bera ekki virð- ingu fyrir þessu kerfi Og Þórtarson, formaö- það letur fólk u,sus' til vinnu. Markmiðið með tillög- um okkar að nýju tekjuskatts- kerfi er að koma með einfalt gagnsætt kerfi þar sem fólk fær að njóta ávaxta erfiðis síns. Það er aumt að lifa í þjóðfélagi þar sem það borgar sig ekki að vinna og borgar sig ekki að auka tekjur sínar. Núverandi kerfi dregur þvi úr hagvexti og hvetur tví- mælalaust til skattsvika. Það er eðlilegt að afhema sjómannaaf- sláttinn þegar tekjuskattshlut- falliö er orðið jafn lágt og það er i okkar tillögum. Þegar menn eru að tala um svokallaðan hátekju- skatt hér á landi kemur i ljós að um 60 prósent þeirra sem greiða hann eru ungt fólk, fólk yngra en 40 ára. Það er ekkert réttlæti i því. Það kemur líka í ljós þegar menn eru að reyna að ná ein- hverri endalausri tekjujöfnun í gegnum tekjuskattskerfið skilar það sér bara í því að þeir sem hafa tækifæri til fara með skatt- ana sína annað. Af hverju halda menn að íslenskir listamenn sem hæstu tekjumar hafa greiði ekki skatt á íslandi? Ef við værum með skynsamlegt tekjuskatts- kerfi fengjum við án efa eitthvað frá þeim tekjuhæstu í stað þess að fá ekki neitt núna.“ Fráleit hug- mynd „Ég hef skoðað nokkuð tillög- ur ungra sjálfstæðismanna í skattamálum og tel þær vissu- lega ekki alvondar. Ég er sam- mála þeim um það og hef raunar oft haldið því fram að nauð- synlegt sé orð- ið að breyta skattakerfinu hjá okkur. Gallar á því eru augljósir. Þar má nefna sem dæmi hve þungt kerfið leggst á ungt fólk sem er að byggja upp fyrir framtíðina og þarf þess vegna á miklum tekjum að halda. Það má segja að skattkerfið valdi því að þetta fólk sé læst inni í víta- hring. Þær tillögur sem ungir sjálfstæðismenn era með um að afnemá sjómannafsláttinn og há- tekjuskattinn era að mínum dómi fráleitar. Það kæmi aldrei til greina af minni hálfu að ljá máls á því. Varðandi sjómanna- afsláttinn mega menn ekki gleyma því að þar er um að ræða samningsbundin kjör sjómanna. Þeir fengu sjómannafsláttinn í gegnum kjarasamninga á sínum tíma. Hitt sem ungir sjálfstæðis- menn tala um, að setja lágt skatt- þrep á lægstu laun, get ég sam- þykkt en síðan vil ég að skattur- inn verði stighækkandi." -S.dór Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eöa á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is Gísll S. Elnarsson alþinglsmaeur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.